Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Það var alltaf svo gaman að
tala við Guðbjörgu.
Ég kveð góða konu og á eftir
að sakna hennar og gönguferða
okkar og Aron sömuleiðis. Hann
vissi alveg hvað var að gerast
þegar ég setti á hann Rauða
kross-klútinn hans. Þakklæti er
mér efst í huga er ég minnist
Guðbjargar.
Hvíl í friði kæra vinkona.
Aðstandendum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Ólöf Guðbrandsdóttir.
Við leggjum blómsveig á beðinn þinn
og blessum þær liðnu stundir
er lífið fagurt lék um sinn
og ljúfir vinanna fundir
en sorgin með tregatár á kinn
hún tekur í hjartans undir.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir.)
Með þessum ljóðlínum kveðj-
um við elskulega bekkjarsystur
okkar, hana Guðbjörgu, eða
Diddu eins og við nefndum hana
gjarnan.
Árin eru orðin mörg sem við
höfum átt samleið, eða allt frá
haustinu 1944, er við settumst í
1. bekk Kvennaskólans í Reykja-
vík.
Eftir útskrift 1948 höfum við
trúfastlega haldið hópinn, glaðst
saman á góðum stundum og
syrgt á sorgar- og kveðjustund-
um.
Vina- og félagatengsl sem
mynduð eru á unglings- og mót-
unarárum eru dýrmæt og enn
dýrmætari þegar þau haldast
allt lífið.
Minningar frá fyrstu fundun-
um okkar, þá var rætt um störfin
sem tóku við að náminu loknu og
síðan kom að hjúskap og stofnun
heimila. Svo kom að því að börn-
in voru „vaxin úr grasi“ og farin
að heiman og þegar 40 ára út-
skriftarafmæli okkar nálgaðist
var ákveðið að fara í utanlands-
ferð. Vínarborg varð fyrir valinu.
Fyrir 50 ára útskriftarferðina,
sem átti að vera vegleg, var kos-
in ferðanefnd. Í henni voru und-
irrituð, Didda og Dóra Jóhanns-
dóttir. Ekki var undir-
búningurinn síður skemmtilegri
en ferðin og kynntist ég Diddu
náið og komst betur að persónu-
legum áföllum í lífi hennar.
Ári eftir útskrift úr Kvennó
ákváðu tvær bekkjarsystur,
Steinunn og Didda, að hefja nám
við Húsmæðraskólann á Akur-
eyri. Eftir stutta dvöl kemur í
ljós að þær hafa smitast af berkl-
um. Steinunni batnaði fljótt en
leið Diddu næstu tvö árin var
vist á Vífilsstöðum. Á Vífilsstöð-
um var samtíða henni ungur
maður, Gunnar Helgason hús-
gagnabólstrari, og þeirra framtíð
var ráðin. Gunnar lést árið 2012.
Eitt af aðalsmerkjum Diddu
var æðruleysi. Hún þurfti að
glíma við sjúkdóma og læknis-
meðferðir er konum eru erfiðar.
Aldrei kvartaði hún eða bar sig
aumlega. Hún var í mínum aug-
um algjör hetja og mörgum fyr-
irmynd. En sjúkdómurinn hafði
yfirhöndina að lokum. Söknuður
okkar er mikill. Við sjáum á bak
trúföstum vini, þökkum henni
samfylgd og ljúfar stundir í
gegnum 68 ár og góðar minn-
ingar frá okkar samverustund-
um. Góð kona er gengin. Við
bekkjarsystur sendum Helga
syni hennar og fjölskyldu, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðbjarg-
ar Þórarinsdóttur.
Fyrir hönd bekkjarsystra,
Greta Bachmann.
✝ Ingibjörg M.Jóhannsdóttir
fæddist 10. apríl
1947 í Sólheimum í
Sæmundarhlíð.
Inga lést 7. júlí 2016
í Reykjavík.
Hún var dóttir
hjónanna Helgu
Lilju Gottskálks-
dóttur, f. á Bakka í
Vallhólma 18. mars
1908, d. 22. júní
1989 á Sauðárkróki, og Jóhanns
Ingibergs Jóhannessonar, f. 9.
september 1903 á Þorbjarg-
arstöðum í Laxárdal, d. 27. maí
1992 á Sauðárkróki.
Systkini Ingu eru: Guðlaug, f.
29. apríl 1936, Árni Sverrir, f.
1939, Eymundur, f. 5. des. 1942,
Sigmar Jóhann, f. 10. apríl 1947,
tvíburabróðir Ingu, Gísli Gott-
skálk, f. 23. mars 1950. Eina hálf-
systur áttu þau samfeðra, Gyðu
Snæland, f. 1. júlí 1929, d. 26. júlí
1996.
Inga ólst upp í Sólheimum við
hin ýmsu sveitastörf sem tíðk-
uðust á þessum árum, gekk í
barnaskóla í sveitinni og síðar
og fjögur barnabörn. Þau eru
Sigurður Ingi, búsettur í Reykja-
vík, f. 23. febrúar 1987, í sambúð
með Hörpu Rós Sigurjónsdóttur
og eiga þau Jóhann Elís, f. 27.
sept. 2010, og Viktoríu Kristínu,
f. 15. febrúar 2013. Kristjana Sig-
ríður, búsett á Sauðárkróki, f. 8.
maí 1993, í sambúð með Óskari
Inga Magnússyni og eiga þau Na-
díu Lind, f. 7. des. 2012, og
dreng, f. 12. júlí 2016.
Helga Lilja, f. 14. október
1998, og Jóhanna Guðrún, f. 26.
mars 2007, en þær búa foreldra-
húsum í Reykjavík. 2) Eyþór Dal-
mann Sigurðsson, smiður og bú-
fræðingur, f. 9. maí 1979,
búsettur í Holtsmúla í Skaga-
firði.
Inga var mikil hannyrðakona
og liggja falleg verk eftir hana
hjá afkomendum hennar sem og
mörgum ættingjum og vinum.
Hún vann hin ýmsu störf í
Reykjavík, má þar nefna að hún
starfaði í mjólkurbúð og í fisk-
vinnslu hjá Ísbirninum og til
margra ára í bakaríi Nýja köku-
hússins og Svansbakaríi. Síðan lá
leiðin í Seljaskóla sem skólaliði
og stuðningsfulltrúi. Eftir að hún
flutti í Skagafjörðinn starfaði
hún á Löngumýri allt til dán-
ardags.
Útför Ingu fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 21. júlí 2016,
kl. 14.
fór hún í Kvenna-
skólan á Blönduósi.
Eftir kvennaskóla-
gönguna fluttist
hún til Reykjavíkur
og 24. nóvember
1966 gekk hún í
hjónaband með Sig-
urði Dalmanni
Skarphéðinssyni, f.
24. nóvember 1946.
Foreldrar hans
voru þau Sig-
urmunda Guðmundsdóttir, f. 20.
júní 1925, d. 20. ágúst 2013, og
Skarphéðinn Dalmann Eyþórs-
son, f. 8. október 1921, d. 25. júlí
1994. Systur Sigurðar eru Hólm-
fríður Skarphéðinsdóttir, f. 17.
apríl 1951, búsett á Selfossi, og
Sigurmunda Skarphéðinsdóttir,
f. 28. apríl 1960, búsett í Reykja-
vík.
Inga og Siggi bjuggu í Reykja-
vík þar til þau fluttu í Holtsmúla í
Skagafirði vorið 2009.
Börn þeirra eru: 1) Helga
Kristín Sigurðardóttir dagfor-
eldri, búsett í Reykjavík, f. 5. júní
1967, gift Páli Jóhannssyni, f. 15.
júlí 1964, og eiga þau fjögur börn
Elsku Inga amma mín, núna
ertu farin frá okkur, það er svo
erfitt að hafa þig ekki hjá okkur.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
það var svo gaman að baka með
þér og svo hafðir þú alltaf tíma
til að spila og spjalla við mig.
Þegar ég kom í sveitina til ykkar
afa tókstu alltaf svo vel á móti
mér og mér leið svo vel hjá ykk-
ur, núna ætla ég að vera dugleg
að vera hjá afa og Eyja og
hjálpa þeim að hugsa um dýrin
ykkar. Ég mun sakna þín en
vona að þér líði vel núna og veit
að vel hefur verið tekið á móti
þér því þú varst alltaf svo góð og
vildir öllum svo vel, þú spurðir
svo oft hvort ekki gengi vel í
skólanum varst alltaf að hugsa
um okkur litlu krakkana og
passaðir upp á að við ættum nóg
af ullarsokkum og peysum. Takk
fyrir að vera alltaf svona góð við
mig.
Jóhanna Guðrún Pálsdóttir.
Elsku Inga amma mín, þú
fórst alltof snemma frá okkur,
við áttum eftir að bralla svo mik-
ið saman. Ég veit hreinlega ekki
hvar ég á að byrja, í fyrsta lagi
varstu mér yndisleg amma sem
vildi allt fyrir alla gera, einnig
varstu svo brosmild og náðir að
gleðja alla sem komu nærri þér
með allri þinni ást og kærleika. Í
öðru lagi varstu mér góð vin-
kona og studdir mig í gegnum
súra og sæta tíma, en alltaf
stóðstu þétt við bakið á mér og
munt trúlega gera enn í gegnum
þessa erfiðu tíma sem standa yf-
ir. Í þriðja og síðasta lagi varstu
mér góður vinnufélagi sem deildi
og kenndi mér fínustu vinnu-
brögð og er ég afar þakklát fyrir
að hafa fengið það tækifæri að
vinna með svona magnaðri konu
eins og þú varst, sama hvað þú
tókst þér fyrir hendur, hvort
sem það var í starfi eða sem
amma þá sinntir þú því ávallt
vel.
Minning þín lifir, elsku amma.
Þín
Helga Lilja.
Elsku amma mín, Inga amma
eins og við krakkarnir kölluðum
þig alltaf. Ég á margar góðar
minningar um þig.
Þegar maður kom þreyttur
inn í Austurbergið eftir fótbolta-
æfingar var það eins og að detta
inn í óvænta veislu. Það voru
alltaf kökur og margar sortir af
kexi á borðunum.
Inga amma er konan sem
kenndi mér svo margt. Hún
kenndi mér t.d. mannganginn og
eyddum við oft góðum tíma í að
tefla eða spila önnur spil.
Hún var góð við allt og alla í
kringum sig, mikil útivistar- og
hannyrðakona.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og það lýsir því kannski best
að ég hélt alltaf að þú værir
heimavinnandi því þú varst alltaf
til staðar þegar ég þurfti á þér
að halda eða þegar mig langaði
að kíkja í heimsókn.
Vonandi líður þér vel þar sem
þú ert núna. Skilaðu kveðju til
allra vina okkar og ættingja.
Sigurður Ingi.
Elsku Inga mín, mér finnst
svo óraunverulegt að þú sért far-
in frá okkur. Alltaf þegar við
Siggi og krakkarnir komum í
sveitina tókstu á móti okkur með
opinn faðminn og góðvild þinni.
Þú varst svo dugleg og iðin í
höndunum og passaðir að allir
ættu hlýja sokka, vettlinga og
peysur. Ég á eftir að sakna þess
að sjá þig rugga börnunum mín-
um í ró á meðan þú söngst „Afi
minn fór á honum Rauð“ og að
hlusta á þig hlæja að vitleysunni
sem oft vall upp úr okkur við
matarborðið, en eins og hann Jó-
hann Elís segir þá ert þú núna
engill hjá guði og þú munt alltaf
búa í hjörtum okkar.
Elsku besta Inga mín,
nú ert þú farin frá okkur.
Í huga okkar minning þín
lýsir upp brotin hjörtu.
Harpa Rós.
Heitt súkkulaði rennur í bolla
og á eftir fylgir sletta af rjóma.
Borðstofuborðið svignar undan
tertum af ýmsu tagi og smákök-
um sem gestir gera góð skil. Að
loknu tertuáti er tekið í spil og
spjallað um alla heima og geima
og mikið hlegið og þegar líður að
kvöldi er hangikjötið góða borið
á borð og vömbin kýld enn frek-
ar. Við munum meðal annars
ylja okkur við ljúfar minningar
sem þessar, frá nýársdögum í
Austurberginu hjá Ingu og
Sigga, nú þegar Inga frænka
hefur kvatt þennan heim, alltof
snemma að okkar mati. Það var
alltaf notalegt að heimsækja og
hitta Ingu frænku. Hún sýndi
manni og verkefnum manns
jafnan mikinn áhuga og bar líka
alltaf tíðindi af sameiginlegum
ættingjum okkar enda frænd-
rækin mjög og vel inni í málum
fjölskyldunnar.
Það verður seint sagt um
Ingu að hún hafi tranað sér mik-
ið fram en hún vann verk sín af
festu, natni og fádæma öryggi.
Því kynntumst við meðal annars
á ættarmóti fjölskyldunnar að
Löngumýri fyrir þremur árum
þar sem Inga reyndist undirbún-
ingsnefndinni sannur haukur í
horni þegar skipuleggja átti
matseld og bera fram matinn.
Þar voru handtökin fumlaus og
snör.
Þótt samverustundunum hafi
fækkað eftir að Inga og Siggi
fluttu norður í Skagafjörð var
alltaf gaman að hitta þessa ljúfu
föðursystur okkar enda leið
manni alltaf vel í návist hennar.
Síðasti fundur okkar var í kaffi-
boði nokkrum dögum fyrir and-
lát Ingu og þá var hún spræk
þrátt fyrir nýuppgötvuð veik-
indi. Sem fyrr spurði hún frétta
af okkur og flutti tíðindi að norð-
an og það var töluvert hlegið
enda stóðu væntingar til þess að
veikindin væru viðráðanleg. Þeg-
ar við kvöddumst ræddum við
um að það væri stutt í næsta
hitting fyrir norðan, á ættarmóti
að Löngumýri í byrjun ágúst.
Þar verður nú skarð fyrir skildi í
ættboganum og skrýtið að faðma
ekki Ingu frænku og heyra nýj-
ustu tíðindi úr sveitinni. Minn-
ingin um Ingu mun hins vegar
lifa og andi hennar svífa yfir
(Héraðs)vötnum þegar við kom-
um saman í ágúst.
Guð geymi yndislega konu.
Björn, Svava og Hildur.
Það kom mér, líkt og öllum
öðrum, í opna skjöldu er mér var
sagt á fimmtudagsmorgni að
Inga frænka hefði dáið um nótt-
ina. Ingu kynntist ég vel þegar
ég vann með henni á Löngumýri
eitt sumar fyrir þremur árum.
Alltaf var hún kát og vinnudag-
arnir einkenndust af glensi og
gríni. Ekki var annað hægt í lok
vinnudags en að hlakka til þess
næsta. Inga var ávallt áhugasöm
um hvað maður var að brasa og
hvað væri að frétta utan af
Hrauni. Hún var ákaflega farsæl
og vinsæl í starfi sínu og bara
alls staðar. Ég er mjög þakklát
fyrir að hafa kynnst þessari
góðu konu og skilur hún eftir sig
mikið skarð í lífi margra. Að-
standendum hennar votta ég
mína dýpstu samúð á erfiðum
tímum.
Hvíldu í friði, Inga mín.
Karen Helga.
Sá tími sem mönnunum er
skammtaður til jarðvistar er
mislangur eins ósanngjarnt og
okkur finnst það stundum vera.
Því var ég engan veginn undir
það búinn að frétta af ótíma-
bæru andláti Ingibjargar Mar-
grétar Jóhannsdóttur, móður-
systur minnar og helstu
samstarfskonu um árabil, sem
lést nú um hásumarið þegar sól-
in sest aldrei við Skagafjörð og
hvanngræn taðan brakar í
þurrkinum. Og það voru einmitt
þessar ástæður, æskuslóðirnar
og búskaparáhuginn sem drógu
Ingu og Sigga norður til kaupa á
Holtsmúla ásamt Eyþóri syni
þeirra eftir áratuga búsetu í
Reykjavík. Á þeim tímamótum
réð Inga sig til starfa hér á
Löngumýri, fyrst á sumrin á
meðan hún hafði vetursetu í
Reykjavík en síðan í fulla vinnu
eftir að hún fluttist alkomin
norður.
Systkinin frá Sólheimum hafa
aldrei „látið það síga sjálft“ þeg-
ar taka þarf til hendinni og þar
var Inga engin undantekning.
Framlag hennar til starfseminn-
ar hér á Löngumýri varð óum-
deilt frá fyrsta degi. Handtök
hennar voru mörg og ekki öll
sýnileg frekar en önnur heim-
ilisstörf. Þrif, þvottar, bakstur,
eldamennska og annað utanum-
hald sem við höldum stundum að
gerist af sjálfu sér, er hér allt á
stærri skölum en gerist og geng-
ur. Þessu sinnti Inga af sér-
stakri alúð og færni og lét ekk-
ert koma sér úr jafnvægi þrátt
fyrir miklar annir oft á tíðum.
En það voru ekki bara verkin
sem hún vann af einstakri sam-
viskusemi og iðni heldur hafði
hún til að bera þetta hlýja og
glaðværa viðmót sem lét gestum
líða vel og þeir fundu strax hve
hún bar hag þeirra fyrir brjósti.
Fyrir stað eins og Löngumýri
sem einmitt fær sama fólkið aft-
ur og aftur í heimsókn er þetta
dýrmætur eiginleiki. Hún skap-
aði andrúmsloft sem laðaði gesti
til sín, gaf sér tíma fyrir þá,
hlustaði og fræddi, leysti vanda-
mál og gladdi með sinni einlægu
framkomu. Þannig byggði hún
upp traust til staðarins alla daga
og vildi framgang hans á þeim
nótum sem mestan. Og fyrir mig
persónulega var nærvera Ingu
mér ómetanleg. Alltaf tilbúin að
hlaupa í skarðið og standa vakt-
ina ef þurfti, leysa mig af og
létta undir og skipti þá engu
hvað dagurinn hét. Þessa nutu
líka börnin mín sem hún reynd-
ist eins og önnur amma. Dagný
var tæpast komin inn úr dyr-
unum í sínum heimsóknum þeg-
ar hún var komin út í eldhús, bú-
in að setja upp svuntuna og farin
að hjálpa Ingu sem gaf henni
verkefni eftir efnum, kenndi og
hrósaði. Þau sakna vinar í stað.
Já, það verður öðruvísi um-
horfs á Löngumýri nú þegar við
kveðjum Ingu hinsta sinni. En
nafni hennar verður áfram hald-
ið á lofti af öllu því fólki sem
kynntist henni og minnist henn-
ar með þakklæti og virðingu.
Hún gerði okkur öll að betri
manneskjum.
Elsku Siggi, Helga Kristín,
Eyþór og fjölskyldur. Fyrir
hönd Löngumýrar sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur við fráfall
eiginkonu, móður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu.
Þegar sorgin sígur á
og saknaðarins glýja.
Mundu að ávallt mýkir þá
minninganna hlýja.
Guð blessi minningu Ingu
frænku minnar.
Gunnar Rögnvaldsson,
Löngumýri.
Sólin skein um allan Skaga-
fjörð og náttúran skartaði sínu
fegursta, þannig kvaddi hann
ástkæra dóttur sína.
Við, sem eftir stöndum, spyrj-
um hvers vegna, af hverju, til
hvers? En fáum engin svör.
Okkar er að minnast og þakka.
Minnast elskulegrar vinkonu og
frænku sem við fengum að njóta.
Þakka fyrir vináttu hennar, sam-
vinnu og hjálpsemi. Minning
hennar er stór og sporin hennar
mást ekki út. Inga var húsmóðir
á stóru heimili og hafði alla
þræði í hendi sér. Stórir hópar
dvalargesta koma og fara. Allir
fundu alúð hennar og hlýju og
leið vel í návist hennar.
Það ríkti alltaf gleði í eldhús-
inu á Löngumýri hjá Ingu. Við
Inda fáum aldrei fullþakkað fyr-
ir þá miklu aðstoð er hún veitti
okkur þar. Lísa sendir kveðju
sína og þakkar fyrir einstaka
samvinnu og allar góðu stund-
irnar þeirra Ingu.
Elsku Gunnar, missir þinn er
mikill, en þótt Inga sé horfin
okkur, þá er hún okkur nær.
Með minninguna að leiðarljósi
tökumst við öll á við söknuðinn
og höldum áfram í hennar anda.
Hugheilar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Fölnuð er nú fjólan blá
fallin vinan kæra.
Hvíldu góðum Guði hjá
glöð sem lindin tæra.
Við drúpum höfði í virðingu og þökk.
Löngumýri grætur.
Helga Bjarnadóttir.
Það var okkur mikið áfall þeg-
ar síminn hringdi þann 7. júlí sl.
og okkur tilkynnt andlát þitt,
elsku vinkona.
Við kynntumst allar fyrir 20
árum þegar við fórum að vinna
saman í Seljaskóla. Að vinna
með þér var yndislegt tímabil,
þú varst virt og vinsæl af öllum
og alla daga kát og í góðu skapi.
Þegar þú hættir og þið Siggi
fluttuð norður í Skagafjörð héld-
um við okkar góða sambandi og
vinskap, hittumst eins oft og við
gátum þegar þú komst suður og
eins kíktum við í heimsókn til
ykkar.
Elsku Ingibjörg, hjartans
þakkir fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Þér ég þakka
vináttu og góðar stundir
Hlýja hönd og handleiðslu,
okkar stundir saman.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
(Höf. ók.)
Sendum fjölskyldu þinni inni-
legar samúðarkveðjur.
Þínar vinkonur,
Guðrún, Hólmfríður,
Inga og Lilja.
Elsku amma.
Ég trúi því ekki að þú sért
farin frá okkur. Í dag kveðjum
við þig í síðasta sinn. Það grun-
aði engan að þú kæmir ekki aft-
ur heim í sveitina þína. Ég vildi
óska þess að ég hefði fengið að
kveðja þig, elsku amma mín, og
að þú hefðir fengið að sjá litla
strákinn okkar sem var enn
ófæddur þegar þú fórst frá okk-
ur, þú vildir klára sokkana sem
þú varst að prjóna á hann áður
en hann kæmi í heiminn. Nadía
Lind veit að nú passar Guð þig
hjá sér á himnum og að þú sért
nú engill sem passar okkur sem
elskum þig svo mikið og sökn-
um. Þú gerðir alltaf allt sem þú
gast gert fyrir okkur og er ég
ykkur afa rosalega þakklát fyrir
allt. Þegar ég missti bæði hús-
næðið og vinnuna, þá komst þú
færandi hendi og bauðst mér að
búa hjá ykkur og fannst vinnu
fyrir mig á Löngumýri, því þú
vissir að ég vildi ekki þurfa að
flytja til Reykjavíkur aftur.
Minning þín lifir alltaf í hjört-
um okkar og munum við Óskar
viðhalda minningu þinni með
börnunum okkar og leyfa þeim
að vita hversu yndisleg kona þú
varst í lífi okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hvíl í friði.
Kristjana Sigríður
og fjölskylda.
Ingibjörg Margrét
Jóhannsdóttir