Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Þegar fólk er komið að þeim áfanga í lífinu að það hefur fundið sér maka, tengist það nýju fólki, lífið tekur nýja stefnu. Axel gerðist mágur minn, þar sem hann var meðlimur fjöl- skyldunnar sem ég var kominn inn í. Vinátta tókst með okkur og reyndist hún traust og góð. Fjöl- skyldur okkar hittust í gleði og sorg og lífið gekk sinn vanagang. Leiðir okkar lágu saman á margvíslegan hátt, fögin okkar voru byggð á sama grunni, Axel hóf sinn feril við uppsetningu á búnaði fyrir skipaflotann og al- menna þjónustu, stofnaði síðan eigið fyrirtæki með Einari Janusi Kristjánssyni. Axel hafði einnig mikla þekk- ingu á bifreiðum og jókst áhugi minn á bifreiðum við kynni okk- ar, hann var vanur að bjarga sér ef eitthvað bilaði og lék allt í höndunum á honum. Hann eign- aðist marga bíla um ævina og þótt hann væri harður í bílavið- skiptum var enginn svikinn í þeim viðskiptum, það orð fór af honum að bílar sem höfðu farið um hans hendur væru lausir við alla galla. Áhugamál Axels fyrir utan bíla voru m.a. knattspyrna, þar greindi okkur ef til vill á, því áhugi minn var afar takmarkaður á því sviði. Má nefna það að þrátt fyrir að Laugardalsvöllurinn væri í hverfinu mínu hafði und- irritaður ekki nýtt sér nálægðina fyrr en Axel bauð mér að koma á landsleik. Ég verð að játa það að ég skemmti mér ágætlega, fylgd- ist ef til vill meira með áhorfend- um en leiknum sjálfum. Axel lét það vera að gagnrýna mig fyrir mínar áráttur og ég hans og þar við sat. Axel var fagmaður góður og gat sér virðingu á því sviði, fögin okkar voru skyld og gátum við rætt ýmislegt á sviði rafeinda- tækninnar, hann skapaði sér sér- Axel Guðmundsson ✝ Axel Guð-mundsson fæddist 7. október 1942. Hann lést 8. júlí 2016. Útför hans fór fram 15. júlí 2016. stöðu hvað varðaði ísetningu ýmissa tækja í bíla, eins og hljómflutnings- tækja. Þegar sam- keppnin harðnaði á því sviði fór hann í verslunarrekstur og fjárfesti í fyrirtæk- inu Ámunni. Fyrir- tækið hefur dafnað undir stjórn Magn- úsar sonar hans. Áman er nýlega komin í nýtt hús- næði og tók Axel þátt í flutning- unum, þótt veikur væri. Axel var ósérhlífinn, að vera veikur var ekki hans deild og samþykkti hann það ekki að eitthvað væri að, þótt útlitið segði annað. En að lokum varð hann að viðurkenna sig sigraðan. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og krafðist þess af öðrum og að þeir vönduðu verk sitt. Nú er genginn maður sem gaf en þáði lítið sjálfur, hans nærvera var ætíð gefandi og gott að hafa hann nálægt sér. Axel var mjög mikill fjölskyldumaður, hans verður sárt saknað. Genginn er mætur maður, mikill fjölskyldumaður, framúr- skarandi hjálplegur, mikill vinur vina sinna. Fjölskylda mín kveð- ur góðan bróður og frænda og sendir Guðbjörgu og allri fjöl- skyldunni og öðrum ættingjum, innilegar samúðarkveðjur, Minningin um góðan dreng lif- ir um ókomna tíð. Sveinbjörn Matthíasson. Í fyrsta erindi í kvæði Tóm- asar Guðmundssonar Hótel jörð segir: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Ef til vill má leggja þann skiln- ing í þessi orð að lífið sé hverfult og tilvera einstaklings á sér tak- markaðan tíma hér á þessari jörð. Við fæðumst í þennan heim og kveðjum þennan heim en þeg- ar að kallinu kemur er enginn tilbúinn til að kveðja. Stórt skarð er höggvið í tilveruna og enginn getur komið í stað þess einstak- lings sem við þurfum að kveðja. Í dag kveðjum við með söknuði mág okkar og svila, Axel Guð- mundsson, sem spilaði stórt hlut- verk í lífi okkar þar sem mikill samgangur og vinskapur var á milli okkar og hans fjölskyldu. Hann kom ungur inn í stórfjöl- skylduna, var mikill vinur í raun og var til staðar þegar við þurft- um á að halda. Honum var um- hugað um sig og sína og alltaf tilbúinn til að hjálpa. Hann hafði mikið viðskiptavit, starfaði við rekstur fyrirtækja alla sína tíð og var fær rafeinda- virkjameistari. Hann rak Radíó- vinnustofuna í Kaupangi með Einari Janusi til margra ára en þeir byrjuðu með sína starfsemi í Helgamagrastræti. Á síðari árum starfaði hann ásamt fjölskyldu við rekstur Ámunnar í Reykja- vík. Starfsiðja hans kom oft að góðum notum í fjölskyldunni, en ef rafeindatækin virkuðu ekki eins og skyldi var hann gjarnan kallaður til og ekki lengi að átta sig á hvað væri að, eða eins og dótturdóttir okkar komst að orði, hann Axel lagaði allt. Axel var mikill fjölskyldumað- ur með mikinn metnað og mikla réttlætiskennd sem honum var umhugað um að koma áleiðis til sinna. Síðasta ár hefur verið á brattann að sækja fyrir Guð- björgu og fjölskylduna eða allt frá því að Axel greindist með krabbamein. Við vorum svo heppin að eiga með honum góðar stundir þrátt fyrir veikindi hans en aldrei heyrðum við hann kvarta. Síðustu vikurnar hafði hann gaman af að fara í bíltúra og voru bílar eitt af hans aðal- áhugamálum. Guðbjörg og fjöl- skyldan stóðu eins og klettur við hlið hans í veikindunum sem ágerðust og lífsins nótt varð raunin. Nú er að leiðarlokum komið og er okkur mikið þakklæti efst í huga fyrir samfylgdina með Axel og allt það sem hann gaf okkur. Stórt skarð er höggvið í okkar stórfjölskyldu og Axels verður sárt saknað. Við vottum Guðbjörgu, Magga, Örnu, Gumma Tomma og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Megi minning um góðan mann vera ljós í lífi okkar. Svala Tómasdóttir, Rafn Herbertsson og fjölskylda. Þegar við hugsum um Axel afa sjáum við hann enn fyrir okkur inni á milli raftækjanna á Radio- vinnustofunni uppi í Kaupangi. Alltaf var hann með derhúfu á höfðinu, nokkra penna í brjóst- vasanum og greiðu í rassvasan- um. Hjá honum öðluðust gömul og ónýt tæki nýtt líf og urðu oftar en ekki hluti af fjölskyldunni. Á kaffistofunni var ávallt að finna Hi-C og mjólkurkex, sérstaklega ætlað okkur yngri kynslóðinni. Hann afi var vanafastur og fylginn sjálfum sér, heima átti hann til dæmis alltaf sín sæti. Hann var ekki mikið gefinn fyrir nýjungar í mat og kaus heldur gamlan góðan heimilismat. Mað- ur gat líka alltaf treyst því að afi keyrði um á Volvo, þó sjaldan væri það sami bíllinn, en Volvo var það alltaf. Eins og flestir sem þekktu afa vissu þeir að hann var mikill bíla- og tækjakarl. Hann hafði líka ofsalega gaman af snið- ugu og skemmtilegu jólaskrauti, sérstaklega ef það gekk fyrir batteríi eða rafmagni. Árlega bættust við sniðugar nýjungar í jólaskreytinguna, sem slógu heldur betur í gegn hjá okkur krökkunum. Karlinn hafði ekkert minna gaman af sniðugu dóti en við barnabörnin og laumaði oftar en ekki einhverju skemmtilegu með þegar þau hjúin komu úr ut- anlandsferðum. Húmorinn var ríkur í honum afa, og kunnum við krakkarnir alltaf að meta hann betur og bet- ur. Fimmaurabrandararnir voru aldrei langt undan, en inn á milli átti hann líka til að lauma að manni einni hnyttinni línu við gott tækifæri. Afi var hógvær og lítið fyrir sviðsljósið, hann var ekki gefinn fyrir margmenni en vildi þó alltaf hafa fjölskylduna í nálægð. Hann var greiðagóður og gjafmildur og sjaldan vildi hann þiggja eitthvað til baka. Ef hann afi var ekki að vinna þá var hann að útréttast og brasa um allan bæ, aldrei gat hann setið auðum höndum. Áramótin verða aldrei eins án þín. Það var þinn tími og þú naust þess að fara út og sprengja upp hverja tertuna á fætur annarri. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við söknum þín, elsku afi, og vitum að þú fylgist með okkur. Þín barnabörn Hulda Björg, Arna Guðbjörg, Svavar og Axel Brynjar. ✝ Hinrik Þór Val-geirsson fædd- ist í Keflavík 22. mars 1964. Hinrik lést í svefni á heim- ili sínu 12. júlí 2016. Foreldrar hans eru Magdalena Ol- sen í Ytri-Njarðvík og Valgeir Þorláks- son bakarameistari. Ólst hann upp í stór- fjölskyldu móður sinnar til fimm ára aldurs þar til foreldrar hans mynduðu sjálf- stætt heimili. Foreldrar Hinriks fluttu til Húsavíkur til starfa, þá nýbúin að eignast Ásmund Örn Valgeirsson, yngri bróður Hin- riks. Eftir eitt ár flytur fjöl- skyldan aftur til Njarðvíkur og stofna þau hjón þá Valgeirsbak- arí, sem þau ráku samfellt í 45 ár. Hinrik lauk grunnskólaprófi frá Njarðvíkurskóla og var um tíma í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Hann nam bakaraiðn hjá föður sínum við góðan orðstír og kenndi m.a. skreytingar bak- ara innan iðnar sinnar. Hinrik kvæntist Jóhönnu Berglindi Kristjáns- dóttur úr Garðinum og eignuðust þau þrjú börn. Elst er Guðný Rós, fædd 1985, þá Lena Mar- grét, fædd 1992, hún lést af slysför- um 2010 við mikinn harm fjölskyld- unnar, yngstur er Valgeir Örn, fæddur 1993. Þau Hinrik og Jó- hanna slitu samvistum eftir 12 ára hjónaband. Hinrik stundaði áfram bakarastörf og síðar sjó- mennsku. Hinrik hafði við fimm- tán ára aldur orðið fyrir skaða á höfði, sem mótaðu líf hans æ síð- an og átti hann við veikindi að stríða. Hann reif sig upp úr því og stundaði líknarstörf. Vann hann óeigingjarnt starf til styrkt- ar þeim sem minna máttu sín. Útför Hinriks Þórs fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 21. júlí 2016, klukkan 13. Við bræður ólumst upp í Njarðvík, á þeim tíma var mikill uppgangur í bænum, mikið af krökkum og byggingafram- kvæmdum. Á þessum árum var byggt íþróttahús og sundlaug, Stapinn var okkar félagsheimili, nýr fótboltavöllur og glæsileg kirkja risu einnig. Það var því nóg við að vera fyrir hressa stráka. Að hafa heila herstöð fyrir ofan byggðina þótti Hinna ekki síður spennandi og fór hann fjölmarga könnunarleið- angra þangað. Íþróttahúsið var mikill fengur fyrir krakkana í bænum og körfuboltinn sló strax í gegn, Hinrik var sterkur miðvörður í körfubolta og lék í búningi númer 12 sem var vin- sælt númer. Hann náði því eitt árið ásamt félögum sínum að verða bæði Íslands- og Suður- nesjameistari með 4. flokki Njarðvíkur í körfu og var hann verðlaunaður fyrir frammistöð- una af UMFN. Hann var einnig í fleiri íþróttum og var úrvals- markmaður í fótbolta. Hinrik byrjaði ungur að hjálpa til í bakaríi foreldra sinna og var mjög áhugasamur um bakstur, hann útskrifaðist sem bakari 1990 og fékk úrvals- einkunn fyrir handverk sitt. Hann starfaði í Saltfiskverkun- inni Skemmunni í Garði á ung- lingsárum. Hans helsti starfs- vettvangur var í Valgeirsbakarí þar sem hann starfaði í meira en 20 ár, þar hannaði hann skreytingar og spennandi tert- ur. Hinrik var fenginn til að halda námskeið í marsipanrós- um og marsipanvinnslu í Iðn- skólanum enda voru rósirnar hans mjög fallegar. Hlíf handa- vinnukennara í grunnskólanum kom það skemmtilega á óvart að hann með sína breiðu fingur skyldi skara fram úr í handa- vinnunni. Hann nýtti handlagn- ina til fleiri verka og gerði strætó upp sem sumarbústað, smíðaði innréttingar og leður- bekki fóðraða með svampi. Hann hafði rútuna fyrir utan íbúðina á Hjallavegi og lauk þar glæsilegu verki, bústaðurinn var svo fluttur á Laugarvatn, þar hélt Hinni áfram að smíða í kringum bústaðinn og undi sér þar vel með fjölskyldunni, en hann eignaðist þrjú falleg og heilbrigð börn, þau Guðnýju Rós, Lenu Margréti og Valgeir Örn. Það varð honum mikið áfall þegar Lena Margrét lést í bílslysi 2010. Á unglingsárunum setti Hinni á sig heyrnartól og söng hástöf- um með laginu Love hurts sem er ljúfsár tregasöngur, þetta lag varð leiðarstef í hans lífi. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín, var mjög metnaðarfullur en dæmdi sjálfan sig of hart þegar á móti blés. Hann var mjög kurteis og ljúfur og þótti vænt um vini sína og var duglegur að heimsækja ömmu sína og aðra ættingja. Hann hélt alltaf miklu og góðu sambandi við foreldra sína, færði mömmu sinni blóm á afmælisdaginn og við fleiri til- efni. Það að eiga þig sem bróður hefur mótað mitt líf, það var aldrei tími til að láta sér leiðast í kringum þig. Ég kveð þig, bróðir, og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, ferðalögin í æsku, tímann í Val- geirsbakaríi þar sem þú kenndir mér margt og ekki síst hvað þú hvattir mig mikið áfram í tón- listinni. Hvíldu í friði, kæri bróðir. Ásmundur Örn Valgeirsson. Hinrik Þór Valgeirsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS VALGEIRSDÓTTIR, Íragerði 14, Stokkseyri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 17. júlí. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 15. . Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristján Már Hauksson, Sesselja Magnúsdóttir, Hreggviður S. Magnússon, Díana Björk Eyþórsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, VALBORGAR JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR frá Neskaupstað. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunardeildar og sjúkradeildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir hlýja og góða umönnun. . Ólafur Hauksson, Svala Guðjónsdóttir, Sigurbergur Hauksson, Álfdís Ingvarsdóttir, Þór Hauksson, María Kjartansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG PÉTURSDÓTTIR, síðast til heimilis að Sóltúni 2, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 17. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13. . Björgvin V. Björgvinsson, Alma Björk Guttormsdóttir, Pétur Reimarsson, Hera Sigurðardóttir, Gréta R. Snæfells, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG BERGSVEINSDÓTTIR, Grundargerði 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 17. júlí á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13. . Bergsveinn Halldórsson, Eygló Aðalsteinsdóttir, Þórhallur Halldórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Rúnar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, áður Hjarðartúni 1, Ólafsvík, lést föstudaginn 8. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við útför hennar. Einnig þökkum við hjartanlega starfsfólki Landspítalans fyrir góða umönnun og hjúkrun. . Úlfljótur Jónsson, Edda Úlfljótsdóttir, Ólafur Óskar Stefánsson, Logi Úlfljótsson, Sigrún Friðgeirsdóttir, Vala Úlfljótsdóttir, Marinó Viborg, Jón Pétur Úlfljótsson, Paloma Ruiz Martinez, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.