Morgunblaðið - 21.07.2016, Side 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er gaman þegar vel gengur og
þú átt að njóta meðbyrsins því enginn hefur
fært þér hann nema þú sjálf/ur. Hvernig
væri að halda upp á daginn með því að bjóða
völdum vinum til fagnaðar?
20. apríl - 20. maí
Naut Það finnst ekki betri dagur til að ganga
frá samningum. Treystu innsæi þínu og láttu
ekki aðra draga úr þér kjarkinn. Hálfnað er
verk, þá hafið er.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Smám saman tekst þér að púsla
öllu saman og það reynist ekkert erfitt.
Farðu í naflaskoðun og ákveddu svo næstu
skref.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þótt friður sé æskilegur getur hann
stundum verið of dýru verði keyptur. Farðu
varlega, gættu vel að smáatriðunum, því
ekki er allt gull sem glóir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú vilt láta ganga á eftir þér í vissu
máli. Ekki fara samt yfir strikið. Þér verður
boðið til veislu fljótlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Friðsælt umhverfi og þægilegar að-
stæður verða fljótlega að engu í návist þíns
líflega félagsskapar. Gættu þess að allir á
heimilinu fái að njóta sín.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu ekki óþolinmæðina ná tökum á
þér þótt það taki aðra einhvern tíma að sjá
kostina við málstað þinn. Skoðaðu málið frá
öllum hliðum og varastu að draga taum ann-
ars aðilans umfram hinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að venja þig á að tala
skýrt og skorinort svo þeir sem hlusta á þig
velkist ekki í vafa um fyrirætlanir þínar. Róm-
antísk ferð er í kortunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vertu óhræddur við að segja hug
þinn því þá munu aðrir taka mark á þér. Ein-
hver pirringur er í fólki en hann stoppar ekki
lengi við.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú stendur frammi fyrir verkefni
sem krefst allrar þinnar atorku og útsjónar-
semi. Ys og þys lífsins gætu rænt þig því
eina sem þú átt – hina líðandi stund.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Farðu þér hægt í því að fitja upp
á nýjum hlutum í dag og gakktu heldur frá
öllum lausum endum. Slakaðu á og trúðu því
að framtíðin færi þér hamingju.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hættir til neikvæðni gagnvart
maka þínum og öðrum í fjölskyldunni í dag.
Annríki síðustu daga spilar þar inn í. Þér
veitir ekki af fríi.
ÍVísnahorni á þriðjudag var sagtfrá því að þeir hefðu skipst á vís-
um Jón Steinar Gunnlaugsson og
Hjálmar Jónsson. Ég kenni það
klaufaskap mínum á tölvur að vísa
Jóns Steinars féll niður. Hjálmar
hafði boðið Jóni Steinari á golfvöll-
inn einn morguninn en hann komst
ekki. Veður voru válynd og um há-
degisbil sendi Hjálmar þessa vísu:
Ekki tel ég yrði þar
eitthvert tjón.
Hellirigndi hvort sem var,
herra Jón.
Jón Steinar svaraði um hæl:
Votan boltann varla hittir.
Völlinn skálmar.
Sér í knöttinn samt hvar glittir
séra Hjálmar.
Hjálmar Freysteinsson hefur uppi
„varnaðarorð“ á Boðnarmiði vegna
nýliðinna atburða:
Aðspurður hefði ég hiklaust sagt;
hér þyrfti úr að draga.
Ofveiði gæti eyðilagt
ísbjarnastofninn á Skaga.
Málið horfði þannig við Sigurjónu
Björgvinsdóttur:
Norður á Skaga við nyrsta haf
með naumindum landi bar að
skyttan engin grið henni gaf
hann gaf ’enni skot í hjartastað.
En úti á jaka er ef til vill einn
einmana húnn og svangur
sem bíður mömmu svo mæddur og
einn.
Mikið er dagurinn langur.
Jakinn bráðnar, er bráðum ei neinn
barátta er lífsins gangur.
Ármann Þorgrímsson talar um að
„drepa saklaust dýr …“ og yrkir:
Núna spara ætla orð
en illa dulið hneykslan get
ísbjörn drepa eg tel morð
en ágætt finnst mér lambaket.
Ingólfur Ómar heilsaði leirverjum
í sólskinsskapi fallegan sum-
armorgun fyrir viku: – „Það virðist
sem ekkert lát sé á veðurblíðuni. Og
í tilefni af því orti ég þessar vísur.
Angar fjóla fagurblá
fegrar hól og rinda.
Blessuð sólin sindrar kná
sveipar ból og tinda.
Foldarprýði fáguð öll
frjóan huga laðar.
Roða gulli reyfast fjöll
röðull landið baðar.“
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet.is)
Halldór Blöndal
Vísnahorn
Af ofveiði í sól og blíðu
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
HORFÐU Á MIG
HORFÐU Á MIG
HORFÐU Á MIG
HORFÐU Á MIG
HORFÐU Á MIG
HORFÐU Á MIG
HVAÐ ER ÞAÐ EINA SEM ÉG HEF
VERIÐ AÐ BIÐJA ÞIG UM Í
MARGAR VIKUR?!
GERA VIÐ ÞAKIÐ?UMM…
„ÞETTA ER Í FYRSTA SINN SEM ÉG SÉ MÓÐUR
ÞÍNA FARA FRÁ BORÐINU ÁN ÞESS
AÐ HAFA FENGIÐ SÉR ÁBÓT.“
„AFSAKAÐU HVAÐ ÉG ER SEINN.
ÉG FÉKK SMÁ TÍMA AÐ LÁNI.“
…einhver sem breytir
þér í bráðið smjör
Víkverji finnur fyrir ögn af sam-viskubiti eftir lestur íþrótta-
blaðs gærdagsins. Honum finnst
hann nefnilega bera þunga ábyrgð á
herðum sér. Þannig er mál með
vexti, að fyrir tveimur sumrum eða
svo fengu Víkverji og frú sér stökk-
mús, sem hlaut nafnið Óskar Örn.
Nafnið var sérstaklega valið til heið-
urs uppáhaldsknattspyrnumanni
Víkverjahjónanna, en sá er líklega
eina ástæðan fyrir því að frú Vík-
verji samþykkti að koma með manni
sínum á KR-völlinn í gegnum súrt og
sætt.
x x x
Líkt og fyrirmyndin er Óskar Örnafskaplega myndarlegur, frábær
í sínu fagi og öskufljótur. Í hvert
sinn sem Óskar Örn hinn mennski
skorar eða fær M í Mogganum fær
Óskar Örn hinn „stökkmýski“ auka-
skammt af sólblómafræjum. Nafnið
var hugsað þeim báðum til heiðurs,
og stökkmúsin hefur svo sannarlega
fengið mikið af sólblómafræjunum á
hverju sumri, þökk sé leikmanni nr.
22 í KR.
x x x
Víkverja brá því nokkuð í brúnþegar hann sá fyrirsögnina:
„Ekki tilviljun að hann er kallaður
stökkmúsin,“ þar sem verið var að
heiðra þennan tiltekna knattspyrnu-
mann. Það er svo sannarlega engin
tilviljun, Víkverji ber þar óbeina
ábyrgð. Einhvern veginn hafði nafn-
giftin á gæludýrinu hans lekið til
samstarfsmanns Víkverja á íþrótta-
deildinni og þaðan yfir í textalýsingu
og alla leið til liðsfélaganna í KR.
x x x
Víkverji vonar innilega að ÓskarÖrn sé ekki of ósáttur með það
að vera kallaður „stökkmúsin.“
Nafni hans er raunar einn skemmti-
legasti karakter sem Víkverji hefur
kynnst á lífsleiðinni. Þá tekur Vík-
verji eftir að nafnið dúkkar aðallega
upp þegar leikmaðurinn knái skorar
með skalla sem er merkilega oft mið-
að við hæð hans. Víkverja skilst að
sjálfur vilji Óskar Örn kenna sig við
„Air Canada“ þegar hann hamrar
boltana í netið með enninu enda hafi
hann fullkomnað þá list þar. Vík-
verja finnst það fínt. víkverji@mbl.is
Víkverji
Sá, sem er góðgjarn, verður blessaður,
því að hann gefur hinum fátæka af
brauði sínu. (Orðskv. 22:9)
mbl.is Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is
Dásamlegir inni- og útiskór
úr ull á alla fjölskylduna
40%
afsláttur
af Glerups skóm
í CASA Kringlunni
í júlí