Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það er ómetanlegt fyrir ungt fólk
að fá tækifæri til að vinna svona að
list sinni,“ segir Sólveig Ásta Sigurð-
ardóttir, verkefnastjóri Skapandi
sumarstarfa hjá Kópavogsbæ, en í
kvöld verður blásið til veglegrar
lokahátíðar Skapandi sumarstarfa
þar sem 27 listamenn sýna afrakstur
vinnu sinnar í sumar. Dagskráin
hefst í ungmennahúsinu Molanum í
Kópavogi og mun fara fram í menn-
ingarhúsum Kópavogs, þ.e. Tónlist-
arsafni Íslands, Bókasafni Kópavogs
og HK-húsinu Digranesi. Sýningin
hefst kl. 18 og stendur til kl. 21 og
eru allir velkomnir.
Listamennirnir unnu ýmist einir
að verkum sínum eða saman í hóp.
„Við erum ótrúlega ánægð með fólk-
ið sem var með okkur í sumar,“ segir
Sólveig en sumarstörfin séu í raun
eins og „startup“ þar sem ungum
listamönnum er veitt aðstaða og
styrkur frá hendi bæjarins og fá
þannig tíma og svigrúm til að vinna
að list sinni og koma sér á framfæri.
Listamennirnir eru á mismunandi
aldri en hópurinn er frá 18-25 ára.
Ljóðabækur úr afskurði
Verkin sem finna má á lokasýn-
ingunni í kvöld eru afar fjölbreytt.
Fjórir ungir listamenn munu til að
mynda bjóða upp á Spunatónleika í
Gerðarsafni kl. 19 en þeim verður
einnig streymt á netið og þannig
komið í veg fyrir að staðsetning
manna á landinu komi í veg fyrir að
fólk geti notið tónlistarinnar.
„Svo mun víóluleikari sem hefur í
sumar farið um bæinn og spilað á
óhefðbundnum stöðum halda lyftu-
tónleika,“ segir Sólveig en þannig
getur fólk ferðast milli hæða eins oft
og það vill á meðan hún leikur Bach.
Þá er einn hópanna að vinna ljóða-
bækur upp úr afskurði frá Svans-
prenti en bækurnar eru svo bundnar
inn með afgangs tannþræði af tann-
læknastofu. „Þau sitja nú sveitt við
að binda bækurnar inn,“ segir Sól-
veig létt í bragði en verið er að búa
til 100 eintök en markmiðið er að
sýna fram á hvað er hægt að gera við
hluti og efni sem annars hefði lent í
ruslafötunni.
Eru þetta einungis nokkur dæmi
þess sem boðið verður upp á í Kópa-
vogi í kvöld og listamennirnir hafa
unnið hörðum höndum að í 8 vikur.
„Búum hvert að öðru“
„Fólk kemur inn í þetta úr ólíkum
áttum – sumir í háskólanámi, búnir
með háskólanám eða enn í mennta-
skóla,“ segir Sólveig en ómetanlegt
sé fyrir ungu listamenninga að geta
leitað til 26 annarra listamanna sem
allir búa yfir mismunandi reynslu.
Allur hópurinn hittist svo vikulega
og fer yfir markmið sín fyrir kom-
andi viku og svo aftur í lok vikunnar
og fer yfir framvinduna og afrakst-
urinn. „Við reynum að ýta undir að
þrátt fyrir að fólk sé í mismunandi
verkefnum þá búum við hvert að
öðru – sérstaklega í sambandi við
kynningarmál,“ segir Sólveig en
misjafnt er hvort listamennirnir sem
taka þátt í sumarstörfunum nýta
reynsluna og halda ótrauðir áfram
að sumri loknu.
Ungu listamennirnir vaxi þó yfir-
leitt mikið á þeim 8 vikum sem þeir
taki þátt í verkefninu „sérstaklega
hvað varðar sjálfstraustið“.
Fá tíma og rými til að vinna að listinni
27 ungir listamenn sýna verk sín á
lokasýningu Skapandi sumarstarfa
Skapandi 27 ungir listamenn komust að í Skapandi sumarstörf hjá Kópa-
vogsbæ í sumar og sýna afrakstur vinnu sinnar í kvöld. Dagskrá hefst kl. 18.
Tónleikaröðin Arctic Concerts held-
ur áfram í Norræna húsinu í kvöld
en nú er komið að tríói píanóleik-
arans og tónskáldsins Sunnu Gunn-
laugsdóttur. Með henni verða
bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson
og trommuleikarinn Scott McLe-
more og munu þau flytja tónsmíðar
Sunnu í bland við íslensk lög.
Sunna Gunnlaugsdóttir stundaði
nám í Tónlistarskóla FÍH og í
William Paterson College í Banda-
ríkjunum og hefur gefið út fjöl-
marga hljómdiska, einn með út-
setningum á íslenskum þjóðlögum
og eina tíu með eigin tónsmíðum,
þar af einn við íslensk ljóð. Sunna
hefur komið fram í Bandaríkjunum,
Kanada, Japan og Evrópu og hlaut
meðal annars Íslensku tónlistar-
verðlaunin í ár fyrir plötuna Cielito
Lindo.
Tríó Sunnu var Tónlistarhópur
Reykjavíkur 2013 og einn af
fulltrúum Íslands á hátíðinni Nor-
dic Cool í Kennedy Center. Þau
hafa komið fram á djasshátíðum
víða um heim, þar á meðal í Ósló,
London, Bremen, Washington og
Rochester. Á síðasta ári vann
Sunna einnig hljómplötuna Un-
spoken með hollenska blásaranum
Maarten Ornstein og tónlist fyrir
kvikmyndina Reykjavík í leikstjórn
Ásgríms Sverrissonar. Tónleikarnir
í kvöld hefjast klukkan 20.30.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Tríó Á tónleikunum með Sunnu Gunnlaugs í Norræna húsinu í kvöld verða
trommuleikarinn Scott McLemore og bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson.
Tríó Sunnu treður upp
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í
stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma,
ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki
á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Viltu meðhöndla liðverkinn
án þess að taka töflur?
Prófaðu að meðhöndla liðverkina
með Voltaren geli.
Lyfjaauglýsing
www.apotekarinn.is
- lægra verð
15%
G
ildir fyrir 100g o
g 1
50
gafsláttur