Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  193. tölublað  104. árgangur  GLEÐI, DRAMA OG DÝPT Á NÝJU LEIKÁRI GEFA UNGA FÓLKINU GOTT VEGANESTI HÖNNUÐUR SEM SÆKIR INNBLÁSTUR Í NÁTTÚRUNA SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ FATAHÖNNUN 13ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 30 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glóir Horft yfir fyrirhugað gullleitarsvæði í Þormóðsdal þar sem Seljadalsáin rennur.  Fáist leyfi frá Mosfellsbæ hefjast rannsóknar- og tilraunaboranir eftir gulli í Þormóðsdal við Hafravatn á næsta ári. Lengi hefur verið ætlun manna að gull sé að finna í berginu þar og nú á að halda leit áfram. Það er fyrirtækið Icelandic Resources sem óskaði framkvæmdaleyfis sem skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fjallar um í næstu viku. Meira en ein öld er síðan gullrann- sóknir voru fyrst gerðar í Þormóðs- dal. Þær hafa oft verið endurteknar og í borunum á seinni árum hafa nið- urstöður sýnt 400 grömm af gulli í einu tonni. Til viðmiðunar má nefna að gjarnan er miðað við að í tonni af grjóti þurfi 3-4 gullgrömm svo vinnsla borgi sig. »6 Gullleit í grjóti í Þor- móðsdal er nú aftur komin á dagskrá Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,Mér sýnist á öllu að það sé komið í gang eitthvert launaskrið á almenna markaðinum þannig að það eru tals- verð verðmæti í því fyrir opinbera starfsmenn að tryggja það. Ef það tekst ekki þá sé ég ekki alveg á hvaða forsendum við ætlum að halda áfram með þessa umræðu um nýtt samningamódel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Engin niðurstaða liggur enn fyrir í viðræðum um jöfnun lífeyrisrétt- inda á almennum og opinberum vinnumarkaði þó liðnir séu nær tíu mánuðir frá gerð Salek-samkomu- lagsins. Eru viðræðurnar sagðar á viðkvæmu stigi, samkvæmt heimild- um innan félaga opinberra starfs- manna en ríkið er sagt þrýsta mjög á að niðurstaða náist sem fyrst og fyrir kosningar. Ekki bætt án samkomulags Jöfnun lífeyrisréttinda og launa- skriðstrygging eru meðal for- sendna Salek-rammasamkomu- lagsins þar sem tryggja á opinberum starfsmönnum sem eiga aðild að Salek það launaskrið sem verður á almennum vinnu- markaði. Mæla á launaskriðið í haust samkvæmt samkomulaginu frá í október í fyrra en ekkert verður af því ef ekki tekst að ná samkomu- lagi um jöfnun lífeyrisréttinda fyr- ir þann tíma. Þrýst á að ljúka fyrir kosningar Forystumenn innan félaga opin- berra starfsmanna verjast allra frétta af viðræðunum við ríkið og sveitarfélögin. Málið sé ekki full- unnið en greinilegt sé að fjármála- ráðuneytið þrýsti á um að ljúka því fyrir kosningarnar í haust. Opin- beru félögin telji fráleitt að ætla að ganga frá þessu máli á nokkrum dögum. Segir launaskrið á almenna markaðnum  Ekkert samkomulag hefur náðst um jöfnun lífeyrisréttinda M Ögurstund »4 „Þegar ráðherra treystir sér ekki til að styðja slíkt mál, veltir maður því fyrir sér hvort hann sé á útleið úr rík- isstjórninni. Það segir sig sjálft að það hlýtur að vera erfitt fyrir ráðherra að geta ekki fellt sig við slíka stefnumörk- un og það hlýtur að hafa áhrif á störf hans,“ segir Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, um hjásetu Eyglóar Harð- ardóttur félagsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu um fjármála- áætlun og fjármálastefnu á Alþingi í gær. Hann segir að þetta sé grundvallarstefnumál. „Mér finnst ótækt að ráðherra í ríkisstjórn standi ekki með sam- starfsmönnum sínum að meg- instefnumáli. Staða ráðherra er að mínu mati töluvert önnur en ann- arra þingmanna, því stjórnarflokk- arnir hafa falið ráðherrum forystu- hlutverk og það er lykilatriði að þeir standi saman um slík mál,“ segir Birgir, spurður hvort Eygló ætti að segja af sér embætti. »2 Lykilatriði að standa saman  Veltir fyrir sér hvort Eygló sé á útleið Birgir Ármannsson Norræna lagði úr höfn á Seyðisfirði í gær í sína næst síðustu ferð sam- kvæmt sumaráætlun. „Það hefur gengið mjög vel og þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt sumar,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Vetraráætlun hefst um mánaðamótin en það þýðir þó ekki að ferða- mannatímabilinu sé lokið. 7% fjölgun hefur verið á farþegum frá því í fyrra, mest frá Skandinavíu, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Nánast hefur verið uppselt í allar ferðir Norrænu frá því í apríl og er skipið nær fullbókað fram í lok október. „Það eru nokkur ár síðan við ákváðum að lengja ferðamannatímabilið. Hér áður fyrr var selt í ferðir til Íslands í þrjá til fjóra mánuði á árinu en núna er í boði að koma með ferjunni allt árið,“ segir Linda. Farþegum með Norrænu fjölgar um 7% milli ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Norræna siglir til og frá Seyðisfirði allt árið um kring  Fleiri mál komu upp fyrstu þrjá mánuði strandveiða ársins og hærri upphæðir voru lagðar á vegna umframafla strandveiðibáta heldur en á sama tímabili fyrri ára strand- veiða. Þannig afgreiddi Fiskistofa alls 1047 mál í maí, júní og júlí vegna umframafla, en tölur fyrir ágústmánuð liggja ekki fyrir. Álögð gjöld til þessa nema tæp- lega 32 milljónum króna og er það heldur hærri upphæð en í fyrra. Meðalverð á fiskmörkuðum fyrir kíló af slægðum þorski var í gær 284 krónur og samsvara álögð gjöld því tekjum af 112 tonna afla. Meðalafli strandveiðibáts í sumar, maí – ágúst, nam 13,8 tonnum. Flest mál vegna umframafla í sumar komu upp í júlí eða 388, 337 í júní og 322 í maí. Meðalálagning til þessa nemur rúmlega 30 þúsund krónum í hverju máli. Á síðasta sumri afgreiddi Fiskistofa 1185 mál vegna álagningar í strandveiðum og nam heildarupphæðin alla mán- uðina fjóra alls 38 milljónum. »18 32 milljónir vegna umframafla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.