Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Þetta var mikil upplifun og stór dagur fyrir okk- ur báða. Stefán hafði á orði að þetta væri besta af- mælisgjöfin,“ sagði Kristján L. Möller, fyrrver- andi samgönguráðherra, eftir að hafa ekið í gegnum Norðfjarðargöng í gær ásamt Stefáni Þorleifssyni. Stefán fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu og að bíltúrnum loknum var á dagskrá að spila níu holur á golfvelli þeirra Norðfirðinga. Forsaga málsins er sú að árið 2010 sótti Krist- ján þorrablót í Neskaupstað, svokallað komma- blót. Þar spurði Stefán hvort þáverandi ráðherra samgöngumála gæti lofað honum því að þeir gætu keyrt í gegnum ný Norðfjarðargöng á 100 ára af- mæli hans. Kristján játti því og bíltúrinn var far- inn í hádeginu í gær. Fulltrúar verktaka voru í bíl- um á undan og eftir, en göngin hafa ekki verið opnuð fyrir almenna umferð og var unnið við steypuvinnu þar í gær. Þegar komið var í gegnum göngin var skálað í kampavíni Eskifjarðarmegin áður en haldið var til baka. Kristján segir að Stefán hafi mætt á marga framboðsfundi hjá sér og ævinlega setið á fremsta bekk. Hann hafi alltaf lagt mikla áherslu á gerð Norðfjarðarganga, stutt mál sitt sterkum rökum og ræðuna hafi hann flutt enn einu sinni í gær þegar þeir keyrðu í gegn. „Næst er að spila níu holu golfhring með höfðingjanum. Ég tók golf- fötin reyndar ekki með mér austur, en mér finnst tilhlýðilegt að vera prúðbúinn í golfinu á þessu merka afmæli,“ segir Kristján. aij@mbl.is „Stór dagur fyrir okkur báða“ Ljósmynd/Karina Stefansson Í tilefni dagsins Guðmundur R. Gíslason, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, Stefán Þorleifsson og Kristján L. Möller skála í kampavíni eftir að hafa ekið í gegnum Norðfjarðargöngin. Stefán varð 100 ára í gær og hefur lengi barist fyrir gerð nýrra ganga til að bæta samgöngur og auka öryggi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sveitarfélögin í landinu tapa alls 15 milljörðum kr. á næstu tíu árum vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar um skattfrjálsan séreignarlífeyris- sparnað til húsnæðiskaupa sem kynntar voru í vikunni. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga sem kynnt var í borgarráði í gær. Þar segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hafi á fyrri stigum sagt að sveitarfélögum yrði bættur þessi skaði, en það hafi ekki gengið eftir. Tapið vegna þessa í fyrra hafi verið 1,6 milljarðar kr. að sögn ríkis- skattstjóra. Kópavogur, Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafi mest misst hlut- fallslega og Reykjavíkurborg hafi tapað 600 milljónum kr. Samandregið segir í minnisblaði Sambandsins, að núgildandi ráðstöfun iðgjalda í sér- eignarsparnað, sem gildir í þrjú ár, kosti sveitarfélögin allt að 1,6 millj- arða kr. á ári í töpuðum útsvar- stekjum. Samtals er kostnaður því 4,8 milljarðar kr. og framlenging þessa valkosts kosti til tveggja ára allt að 3,2 milljarða kr. Úrræðið Fyrsta fasteign er áætlað kosta sveitarfélögin 7,2 milljarða kr. yfir tíu ára tímabil, eða 720 milljónir kr. á ári. Útkoman að þessu öllu virtu gæti því verið ætlaðar útsvarstekjur upp á 15 milljarða kr, sem ekki skili sér. Sveitarfélögin muni einnig bera kostnað af auknum greiðslum til við- bótarlífeyrissparnaðar starfsmanna sveitarfélaga sem svo hækki trygg- ingagjald af laununum sem þau þurfa síðan, eins og aðrir, að greiða til ríkisins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að nú verði óskað eftir fundi með ráðherrum fjár- og innanrík- ismála vegna þessarar stöðu. Nefna megi að nýlega hafi verið sett ný lög um opinber fjármál sem eigi að setja öll fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga í skýran farveg. Upphæðin er ekki í hendi „Nei, auðvitað eru þessir fimmtán milljarðar króna sem við erum að ræða um nú ekki fjármunir í hendi. Í þessu efni byggjum við á spám ráðgjafarfyrirtækis sem hagfræðing- ar hafa gert og ein breytan þar er að 14.000 manns nýti sér þetta nýj- asta úrræði sem kynnt var í vikunni. Þá er líka athyglisvert að þeir sem hafa nýtt sér séreignarlífeyrissparn- að til að fjármagna fasteignir eru íbúar í 73 af 74 sveitarfélögum landsins. En nú reynum við bara að finna góða lausn á þessum málum varðandi séreignarsparnað og sveit- arfélögin og ég fer mjög bjartsýnn til slíkra viðræðna. Það er alltaf gott að tala við Bjarna Benediktsson,“ segir Halldór Halldórsson. Að hinu leytinu segist hann telja verkefnið Fyrsta fasteign góða lausn fyrir ungt fólk í húsnæðiskaupum og að það muni nýtast vel. Skattfrjáls lífeyrir sveitarfélögum dýr  Fyrsta fasteign kostar sveitarfélög 15 milljarða á 10 árum  Vilja hefja viðræður við ríkið um málið Halldór Halldórsson Eygló Harð- ardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, sat hjá við at- kvæðagreiðslu um þingsálykt- unartillögur rík- isstjórnarinnar um fjármála- áætlun 2017-2021 og fjár- málastefnu fyrir sama tímabil. Það sama gerði samflokksmaður henn- ar, Þorsteinn Sæmundsson. Tillög- urnar voru eigi að síður sam- þykktar. Eygló gaf þá skýringu við at- kvæðagreiðslu um fjármálastefnuna að málin snéru að næsta kjör- tímabili. Ekkert samkomulag væri um það með hvaða hætti ætti að standa að því samstarfi, ef af verð- ur. Hún hefði látið vita af fyrirvara sínum við meðferð málsins um að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for- maður þingflokks sjálfstæð- ismanna, taldi framkomu félags- málaráðherra ekki boðlega, þegar mbl.is leitaði álits hennar í gær. Hún velti því fyrir sér hvort þetta þýddi að Eygló væri á leið út úr ríkisstjón. Ekki náðist í Eygló í gær en hún svaraði spurningu RÚV um áframhaldandi setu á þá leið að hún hefði unnið af trú- mennsku í ríkisstjórn. Ráðherra sat hjá Eygló Harðardóttir  Eygló styður ekki fjármálaáætlun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Borgarstjóri hefur óskað eftir til- lögum frá embættismönnum borg- arinnar um hvernig best verði staðið að skipulagi og undirbúningi upp- byggingar á landi í Skerjafirði sem Reykjavíkurborg hefur keypt af rík- issjóði. Landið er keypt samkvæmt samningi sem Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, þá formaður borgarráðs, gerðu á árinu 2013 en tók ekki gildi fyrr en innanrík- isráðherra tilkynnti að „neyð- arbrautin“ svokallaða hefði verið af- lögð. Borgin keypti landið á 440 millj- ónir króna en jafnframt er kveðið á um að ríkið fái hlut af tekjum vegna sölu byggingaréttar á svæðinu. Á sínum tíma var talið að tekjur rík- isins gætu orðið á annan milljarð króna og hlutur Reykjavíkurborgar litlu minni. Hugmyndir voru uppi um að nota hluta tekna ríkisins til að byggja nýja flugstöð. 17 hektara byggingasvæði Hið keypta land er liðlega 11 hekt- arar að stærð. Það er lagt við tvær spildur sem Reykjavíkurborg á fyrir og verður alls um 17 ha. Bygg- ingasvæðið er í beinu framhaldi af núverandi byggð í Skerjafirði. Það er að mestu óbyggt. Gert er ráð fyrir að tvö flugskýli sem þar eru verði keypt upp. Í upphaflegum hugmyndum var gert ráð fyrir tiltölulega þéttri byggð og að þar gætu risið um 800 íbúðir. Við gerð deiliskipulags verður litið til verðlaunatillögu í skipulags- samkeppni um Vatnsmýri. „Þetta verður lykilsvæði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sérstaklega. Það er beinlínis kveðið á um það í samn- ingum að það komi til uppbyggingar sem fyrst. Um leið viljum við gera þetta vel og í samvinnu við sem flesta,“ segir Dagur B. Eggertsson, en hann kynnti frágang samning- anna í borgarráði í gær. Hann bendir á nálægð við há- skólasvæðið og segir spennandi að sjá stúdenta búa þar innan um aðra. Einnig gæti hluti uppbyggingar sem áformuð er í samvinnu við verkalýðs- hreyfinguna orðið þarna. Dagur segir að byggingamagn og hraði uppbyggingar geti ráðist af ýmsum hlutum, eins og samgöngum og þörf fyrir nýjan grunnskóla, Vatnsmýrarskóla. Farið verði yfir slíka hluti í skipulagsvinnu. Borgin undirbýr skipulag í Skerjafirði  Reykjavíkurborg eignast landið við enda „neyðarbrautarinnar“  800 íbúðir gætu risið þar Morgunblaðið/Eggert Byggingarsvæði Á landinu í Skerjafirði er gert ráð fyrir þéttri íbúðabyggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.