Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek tímabilum. Í heild verði borað 3.000 metra eftir jarðvegssýnum og sé hvert sýni um 4,3 cm í þvermál. Einnig verði tekin jarðvegssýni í skurðum sem áætlað sé að fylla við lok rannsókna. Gullleit á Vopnafirði Icelandic Resources kemur að alls átta málmleitarverkefnum á Ís- landi. Meðal annars hefur fyrir- tækið sótt um leyfi til gullleitar við Vopnafjörð. Að sögn Vilhjálms mun ljóst verða eftir 4-6 vikur hvort leyfi verður veitt. „Við fundum svæði þar sem er hugsanleg málm- myndun og við sendum sýni utan til greiningar sem beðið er eftir,“ segir Vilhjálmur. göngu gerðar til þess að skilgreina magnið í berginu með það að leiðarljósi að meta hvort gullið sé í vinnanlegu magni eða ekki. Að sögn Vilhjálms þarf gullið að vera 5-10 grömm í hverju tonni af bergi til þess að það sé vinnanlegt. „Hæstu gildin eru yfir 400 grömm á tonn en kerfin á Íslandi eru frek- ar staðbundin og lítil. Því mun náman aldrei verða stór heldur með miklu magni á litlu svæði. Nú erum við að bora eftir ákveðnu kerfi þar sem magnið er mælt eftir fyrir fram ákveðnum aðferðum,“ segir Vilhjálmur. Í umsókninni um framkvæmdaleyfið segir að áætl- aður verktími sé til fyrri hluta árs- ins 2017 og verði unnið á þremur Skúli Halldórsson sh@mbl.is Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í gær sérstakan samstarfs- samning við Hönnunarmiðstöð Ís- lands, en í samningnum felst meðal annars að miðstöðin fær afnot af húsnæðinu Aðalstræti 2 til ársloka 2019. S. Björn Blöndal formaður borg- arráðs segir í samtali við Morg- unblaðið að Hönnunarmiðstöðin hafi um nokkurt skeið leitað eftir stuðningi af hálfu borgarinnar. „Með þessu erum við að koma til móts við óskir hennar um aðstoð við að koma sér upp aðstöðu. Við sjáum fyrir okkur að í miðbæjar- flórunni geti falist mikil verðmæti í því að þarna sé íslenskri hönnun sýnd verðskulduð virðing og at- hygli.“ Markmið flutnings að spara Í Aðalstræti 2 hafa fram til þessa verið til húsa Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Höfuðborgarstofa og skrifstofa menningar- og ferða- málasviðs. Borgarráð samþykkti hins vegar á fundi sínum í síðustu viku að flytja starfsemina alla í Ráðhúsið. Samkvæmt þeirri fundargerð er markmið flutningsins að bæta þjón- ustu við ferðamenn og spara hús- næðiskostnað, en borgin hefur haft húsið á leigu frá Reitum samkvæmt samningi sem gildir til ársins 2022. „Fer upp í leigugreiðslurnar“ S. Björn segir að líklega myndu borgaryfirvöld þurfa að borga tölu- vert hærra leiguverð fyrir húsnæð- ið að loknum gildandi samningi, sé litið til verðs á markaði nú. „Þarna sáum við því möguleika til að spara ákveðna peninga og byggja upp þessa þjónustu til fram- tíðar í Ráðhúsinu, því það eigum við jú.“ Ráða má af samningnum við Hönnunarmiðstöðina að Reykjavík- urborg leggi samtals fram 25 millj- ónir króna til hennar á næstu þremur árum. Er þetta í fyrsta sinn sem borgin skuldbindur sig til að greiða henni reglubundin fram- lög, en S. Björn segir það gert til að koma til móts við leigugreiðsl- urnar sem miðstöðin muni inna af hendi til fasteignafélagsins Reita fyrir húsnæðið, sem borgin fram- leigir henni. „Þetta fer upp í leigugreiðslurn- ar og svo sjá þau fram á að afla sér þarna nokkurra sértekna.“ Kom til tals að spara meira Aðspurður játar S. Björn að til tals hafi komið að framleigja hús- næðið einhverjum öðrum aðila, og fá þannig hærra leiguverð og meiri sparnað fyrir borgarsjóð. „Það hefði örugglega ekki verið neitt mál að leigja þetta undir veit- ingastað eða einhvers konar versl- un með varning sem er miðaður að ferðamönnum. En við sjáum meiri hag í að styðja við starfsemi Hönn- unarmiðstöðvar og um leið nota húsnæðið til að gera skapandi greinum hærra undir höfði.“ Þá segir í samningnum að borgin muni reyna að stuðla að því að mið- stöðin geti starfað í Aðalstræti út gildistíma leigusamningsins. „Ég held að til lengri tíma verði þetta miðbænum mikil lyftistöng,“ segir S. Björn. Hönnunarmiðstöð fær Aðalstræti  Reykjavíkurborg framleigir Hönnunarmiðstöð Íslands húsnæði Reita við Aðalstræti  Milljóna króna framlag borgarinnar mun svo renna í leigugreiðslur  Spara átti húsnæðiskostnað með flutningi Þrír af þeim fimmtán stöðum sem rannsakaðir hafa verið í Þormóðsdal standa undir lágmarkskröfum til gullleitar, en gjarnan er miðað við yfir 3-4 grömm í tonni. Boraðar hafa verið 32 holur í dalnum og sýndu niðurstöður mest yfir 400 grömm af gulli í einu tonni, þó einungis í einu sýni. Gulleit í Þormóðsdal á sér ríflega aldargamla sögu. Í grein í Morgunblaðinu frá mars 2013 undir fyrirsögn- inni Var gullið ekki glópagull? segir að upphafið sé það þegar Einar H. Guðmundsson bóndi í Miðdal veitti athygli kvartsi, það er ljósleitum, hörðum steinum, sem barst niður úr Þormóðsdal með Seljadalsánni sem rennur í Hafravatn, árið 1905. Hann stofnaði síðar Námufélag Íslands ásamt Steingrími Thomasson og Einari Bene- diktssyni skáldi. Boraðar hafa verið 32 holur GULLLEIT Í ÞORMÓÐSDAL Á SÉR YFIR ALDARGAMLA SÖGU Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fyrirtækið Icelandic Resources hefur sótt um framkvæmdaleyfi til frekari rannsókna á gulli í bergi í Þormóðsdal. Áður hafa verið gerðir tugir rannsóknarborhola í dalnum og þykja sum svæði gefa tilefni til þess að kanna nánar forsendur til námuvinnslu. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson er stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Iceland Resources. Fyrirtækið stendur að rannsókn- unum í samstarfi við North Atl- antic Mining Associates Ltd (UK), þar sem Vilhjálmur er einnig fram- kvæmdastjóri, og JV Capital ehf. sem hefur gert samstarfssamning við Melmi ehf. um rannsóknir og boranir innan rannsóknarleyfis Melmis sem Orkustofnun gaf út ár- ið 2004. Félagið Melmi er í eigu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og var leyfið framlengt á þessu ári að því er fram kemur í umsókn um framkvæmdaleyfi sem send hefur verið til Mosfellsbæjar. Málið verð- ur tekið fyrir hjá skipulagsnefnd bæjarins á þriðjudag í næstu viku. Aðspurður segir Vilhjálmur að síð- ustu boranir hafi verið gerðar árið 2006 og verið sé að fylgja þeim rannsóknum eftir. „Þær rannsóknir sýndu að hugsanlega væri hag- kvæmt að vinna gullið þar en þá voru ákveðnar aðstæður uppi sem gerðu það að verkum að niðurstöð- unum var ekki fylgt eftir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að þær bor- anir sem fari fram núna séu ein- Ljósmynd/Icelandic Resources Þormóðsdalur Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi til gullrannsókna á bergi í Þormóðsdal. Enn vonir um gull- vinnslu í Þormóðsdal  Hafa sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mosfellsbæ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meirihluti atvinnuveganefndar Al- þingis mun leggja til að Alþingi stað- festi fyrstu þrjú ár nýgerðs búvöru- samnings. Að endurskoðun lokinni verði næsti hluti samningsins lagður fyrir Alþingi og bændur til staðfest- ingar. Sama gerist við seinni endur- skoðun. Í raun er því verið að stytta tíu ára búvörusamning niður í þrjú ár. Forystumenn atvinnuveganefndar kynntu hugmyndir sínar á blaða- mannafundi í gær. Jón Gunnarsson lagði áherslu á að allir umsagnaraðilar sem komu fyrir nefndina hefðu verið sammála um að vilja öflugan, hefð- bundinn landbúnað. Nefndin hefur farið yfir þá gagnrýni sem komið hefur fram í umsögnum og vill koma til móts við helstu gagnrýn- isatriði með breyttri framkvæmd á samningnum. Eitt atriðið er langur samningur. Annað er skortur á sam- ráði við samningsgerðina. Það þriðja er ný aðferð við verðlagningu búvara. Þjóðarsamtal um landbúnað Þótt nefndin stytti í raun samning- inn segir Jón Gunnarsson að tíu ára samningurinn verði áfram rammi. Ekki standi til að breyta þeim stuðn- ingi sem þar komi fram. Til að bregðast við gagnrýni á skort á samráði mun nefndin leggja til að skipaður verði samráðsvettvangur sem Jón kallar þjóðarsamtal um fram- tíð íslensks landbúnaðar, til undirbún- ings endurskoðuninni eftir þrjú ár. Samráðsvettvangurinn á einnig að fjalla um það hvaða breytingar þurfi að gera til að samkeppnislög geti tekið til mjólkurvinnslu. Meirihluti nefndarinnar hefur ekki skilað nefndaráliti eða breytingartil- lögum en Jón segir að það verði gert fljótlega í næstu viku. Minnihluti nefndarinnar hefur tekið þátt í vinnunni, fyrir utan fulltrúa Bjartrar framtíðar, en afstaða minnihlutans skýrist ekki fyrr en málið verður af- greitt úr nefnd. Búvörusamn- ingur styttur  Breytingar ræddar á Alþingi Þingmenn Samfylkingarinnar leggja til að ákvæði um opin- bera verðlagningu búvara verði felld úr lögum. Jafnframt verði felld út heimild mjólkuriðnaðar- ins til sameiningar og sam- starfs. Kemur þetta fram í breytingartillögu þingmanna flokksins við búvörulaga- frumvarpið. Þingmenn Bjartrar framtíðar leggja til að frum- varpinu verði hafnað og gengið til samninga um framlengingu núverandi búvörusamninga. Út með verð- lagsákvæði SAMFYLKINGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.