Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 11

Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi Tosca Blu skór - Haust 2016 Fæst íapótekum,Krónunni,Fjarðarkaup, Hagkaup,NettóogGrænheilsa. Duft í kalt vatn eða boost Styður: Efnaskipti og öflugri brennslu Minni sykurlöngun Slökun og svefn Vöðva og taugastarfsemi Gott á morgnana og kvöldin 1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð Mikil virkni Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ VILJUM GETA TREYST. ÞAÐ TRAUST ROFNAR AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ VERSTA GERIST. HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR TRAUSTIÐ ROFNAR? Eyrnalokkagöt Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Mikil eftirspurn er eftir ljósleiðara í dreifbýli í Rangárvallarsýslu. Nán- ast öll heimili í dreifbýli og fjöl- margir sumarbústaðir í Rang- árþingi ytra hafa sótt um tengingu við ljósleiðara, en sveitarfélagið vinnur að því að leggja ljósleiðara í allt dreifbýli sveitarfélagsins. Útlit er fyrir að um 400 staðir, heimili, fyrirtæki og sumarhús verði tengd kerfinu. Í dag verða tilboð opnuð í opnu útboði á verklegum framkvæmdum verkefnisins. Undirbúningur verk- efnisins hefur staðið yfir frá árinu 2014. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og verkefn- inu ljúki í maí 2017. Þörf fyrir öfluga tengingu „Þátttaka sumarhúsa er meiri en ég hef upplifað í sambærilegum verkefnum. Eftirspurnin sýnir vel þörfina fyrir bætta innviði fjar- skipta í dreifðum byggðum landsins. Í dag eru trygg fjarskipti ekki síður mikilvæg en rafmagn og neysluvatn. Gæði innviða fjarskipta hafa bein áhrif á búsetuskilyrði, ekki síst í dreifðum byggðum. Samstiga sveit- arstjórn hefur lagt metnað í að vanda til verka í undirbúningi að verkefninu. Sá undirbúningur er m.a. að skila þeim árangri að lagður verður ljósleiðari um allt sveitarfé- lagið í einu samhangandi verkefni,“ segir Guðmundur Daníelsson, verk- efnisstjóri ljósleiðaraverkefnis sveitarfélagsins, en hann hefur m.a. tekið þátt í slíkum verkefnum víða um land. Hann bendir á að eftirspurnin eft- ir ljósleiðara sé almennt mikil á landsbyggðinni. Jarðvegsvinna við að leggja ljós- leiðara felur í sér mjög stóran hluta af heildarkostnaði verksins. Lagning ljósleiðara í dreifbýli Rangárþings ytra er líklega stærsta einstaka verkefni sinnar tegundar fram að þessu. Það er í tengslum við verkefni ríkisins, Ísland ljóstengt, sem er landsátak í uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli utan markaðssvæða. Rangárþing ytra hlaut hæsta einstaka styrk fyrr á árinu í þetta verkefni, um 118 millj- ónir króna. Sveitarfélagið stofnaði fyrirtækið Rangárljós til að annast lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfé- lagsins. Sveitarfélagið á grunnnetið og mun selja fjarskiptafyrirtækjum heildsöluaðgang að því og íbúum og fyrirtækjum verður því í sjálfsvald sett frá hvaða fjarskiptafyrirtæki þeir kaupa fjarskiptaþjónustu sína. Tengigjald fyrir þau heimili og fyr- irtæki sem vilja tengjast kerfinu er 250 þúsund krónur. Fyrst undir Eyjafjöllin Í nágrannasveitarfélaginu Rang- arþingi eystra er einnig unnið að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. „Ljósleiðaravæðing á bæjum undir Eyjafjöllum er hafin að frumkvæði áhugasamra íbúa sveitarfélagsins og einnig höfum við fengið ómet- anlega aðstoð Neyðarlínunnar,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri Rangárþings eystra, um fyrsta áfanga sveitarfélagsins. Lík- lega verður gengið að tilboði fyr- irtækisins Mílu um uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu öllu. Að öllum líkindum verður ekki stofnað fyrirtæki í kringum ljósleið- aravæðingu í Rangárþingi eystra líkt og Rangárþing ytra hefur gert, að sögn Ísólfs. „Við erum hins vegar ekki búin að taka endanlega ákvörð- un um það en við erum mörg hrifn- ari af því að fá fjarskiptafyrirtæki til að sjá um þetta, enda mikil sér- hæfing á þessum sviðum,“ segir Ís- ólfur. Stefnt er að því að ljúka verkefn- inu í öllu sveitarfélaginu á næstu tveimur árum. Styrkir frá ríkinu skipta öllu máli en við erum farin að undirbúa næstu áfanga,“ segir Ísólf- ur. Lokið er við að leggja ljósleiðara á bæi í sveitarfélaginu Ásahrepp sem er eitt af þremur sveitar- félögum í Rangárvallarsýslu. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Landsveit Unnið er að lagningu ljósleiðara í dreifbýli Rangárþings ytra. Sumarhúsaeigend- ur vilja ljósleiðara Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 7. júlí síðastliðinn frum- varp til lögreglusamþykktar fyrir Mosfellsbæ. Í frumvarpinu hefur nýrri grein verið bætt við núverandi lögreglusamþykkt, sem bannar nekt- arsýningar eða aðrar sýningar af kyn- ferðislegum toga í bæjarfélaginu. „Þessi ábending kemur frá fjöl- skyldunefnd bæjarins. Mig minnir að hún hafi ekki verið rökstudd sérstak- lega en hún var samþykkt samhljóða. Við í bæjarráði vorum algjörlega sam- mála henni,“ segir Bryndís Haralds- dóttir, formaður bæjarráðs Mosfells- bæjar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fjallaði um samþykkt bæjarráðs á fundi á miðvikudag og samþykkti að vísa mál- inu til annarrar umræðu. Samkvæmt lögum, sem sett voru árið 2010, eru nektarsýningar á veit- ingastöðum, skemmtistöðum og í sam- komusölum bannaðar. Er ákvæðinu í lögreglusamþykkt Mosfellsbæjar ætl- að rýmra gildissvið en lagaákvæðinu og mun það þá væntanlega banna nektarsýningar hvar sem er í Mos- fellsbæ. Ekki er að finna ákvæði af þessum toga í öðrum lögreglusam- þykktum á höfuðborgarsvæðinu. „Það má vel vera að þetta ákvæði sé óþarft að því leytinu til að það er mælt fyrir um bann við nektardansi í lögum en það hefur kannski verið meiður af eldri umræðu sem hefur átt sér stað fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Bryndís. Að sögn Bryndísar er ákvæðið ekki til komið vegna gruns um að nektardans sé stundaður í Mos- fellsbæ. johannes@mbl.is Ákvæði um bann við nektar- sýningum sett í lögreglusamþykkt mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.