Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 ARC-TIC RETRO ÍSLENSK HÖNNUN VERÐ AÐEINS: www.arc-tic.com 29.900,- SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Perla norðursins ehf. hefur óskað eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur að fá að byggja nýtt mannvirki vestan Perlunnar í Öskju- hlíð. Breyta þarf deiliskipulagi Öskju- hlíðar vegna þess- ara áforma, en aukning í bygg- ingarmagni er 550 fermetrar, eða um 10% frá núverandi fermetramagni á lóðinni. Mann- virkið verður að mestu neðan- jarðar og tengist núverandi bygg- ingu. Þar á svo- kallað stjörnuver að vera, eða það sem á ensku heitir Planetarium. Perla norðursins leigir Perluna í Öskjuhlíð af Reykjavíkurborg og und- irbýr að þar verði sett upp vegleg náttúrusýning, með áherslu á norður- ljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og líf- ríki Íslands. Opnuð í tveimur áföngum Finnbogi Jónsson er stjórnar- formaður Perlu norðursins. „Við stefnum að því að opna sýninguna í tveimur áföngum. Á miðju næsta ári ætlum við að opna fyrri hlutann og ári síðar, eða um mitt ár 2018, seinni hlut- ann,“ sagði Finnbogi í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að í fyrri hlutanum verði manngerður íshellir sem verður í hitaveitutankinum og 80 metra löng göng. „Íshellirinn verður gerður eins og jöklar myndast. Við byggjum frysti- klefa og svo verður snjókoma þar í nokkra mánuði, og einhver eldgos verða á tímanum, þannig að öskulög verða í ísnum. Þegar gestir sýningarinnar hafa gengið í gegnum göngin, þá ganga þeir upp á aðra hæð í hitaveitutank- inum. Þá mun birtast mikið og marg- breytilegt útsýni, þannig að gesturinn fær það á tilfinninguna að hann sé staddur í einhverri náttúruperlu Ís- lands,“ sagði Finnbogi. Myndun jökla Hann segir að þarna muni verða mjög mikil upplýsingamiðlun um jökla og myndun þeirra, áhrif bráðnunar jökla, áhrif manns og náttúru og hvernig það samspil hefur verið í ald- anna rás, áhrif af hlýnun jarðar og hvað gerist í heiminum ef hitastig hækkar um tilteknar gráður. „Það sem var verið að fjalla um í umhverfis- og skipulagsráði Reykja- víkur í vikunni var hugmynd okkar um að byggja stjörnuver, eða það sem kallast á ensku Planetarium, utan við aðalbygginguna, að mestu neðan- jarðar. Við förum sex metra ofan í jörðina, en kúpullinn kemur upp úr jörðinni, svona fjóra fimm metra, en hann mun ekki trufla umhverfið, því hann verður þakinn grasi, rétt eins og Þúfan úti á Granda,“ sagði Finnbogi. 160 manna kvikmyndasalur Finnbogi segir að niðri í stjörnu- verinu eigi að vera 160 manna kvik- myndasalur, þar sem verði sýningar innan á kúplinum, þ.e. 360 gráður. „Þarna ætlum við að sýna kvik- myndir úr íslenskri náttúru fyrst og fremst. Þarna geta gestirnir komið og farið í smávegferð um landið og kynnst okkar helstu náttúruperlum. Þannig geta þeir í raun skipulagt, hvaða perlum þeir vilja fara og kynn- ast af eigin raun. Þetta er auðvitað kjörið tækifæri fyrir erlenda gesti sem eru að hefja Íslandsheimsókn sína, að koma og sjá okkar helstu náttúru- perlur og geta svo í framhaldinu skipu- lagt hvert þeir vilja fara. Auk þess býður þessi salur í stjörnu- verinu upp á ýmsa aðra sýningar- möguleika, eins og að sýna norður- ljósin og fleira,“ sagði Finnbogi. Miklu betri lausn Finnbogi sagði að fyrstu áform Perlu norðursins hefðu verið að stjörnuverið yrði í aðalbyggingu Perl- unnar, en horfið hafi verið frá þeim. „Það mælti einfaldlega mjög margt með því að við færum með stjörnuverið út fyrir Perluna og við teljum þá lausn sem við höfum hannað vera miklu betri.“ Aðspurður hvað þau hjá Perlu norð- ursins áætluðu að yrði heildarkostn- aður við verkefnið sagði Finnbogi: „Við erum að gera ráð fyrir að þetta verði allt í allt í kringum tveir milljarðar króna, með virðisaukaskatti. Við erum búin að fjármagna verkefnið. Helm- ingur fjármögnunar er hlutafé og það sem upp á vantar verður lánsfé, sem þegar hefur verið tryggt að við fáum.“ Finnbogi segir að Reykjavíkurborg hafi verið mjög jákvæð gagnvart áformum Perlu norðursins um nátt- úruminjasafn og sýningu í og við Perl- una og því séu þau hjá Perlu norðurs- ins vongóð um að umsóknin um breytt deiliskipulag vegna áformanna um stjörnuverið verði samþykkt af borg- arstjórn. Ekki liggur fyrir hvenær Reykja- víkurborg tekur ákvörðun gagnvart umsókn Perlu norðursins, né heldur hvenær framkvæmdir í Öskjuhlíð á vegum Perlu norðursins munu hefj- ast. Finnbogi segir að það muni ráðast af því hvenær Reykjavíkurborg verði búin að afgreiða umsóknina, en hann segir að stutt sé í að framkvæmdir inni í hitaveitutanknum, vegna íshell- isins og 80 metra löngu ganganna, geti hafist. Reisa stjörnuver við Perluna  Perla norðursins ehf. óskar eftir að fá að reisa jarðhýsi vestan við Perluna í Öskjuhlíð  Stofn- kostnaður náttúrusýningar í og við Perluna áætlaður um 2 milljarðar króna  Opnuð 2017 og 2018 Teikning/Ingimundur Sveinsson Stjörnuver Áform forsvarsmanna Perlu norðursins eru um veglega náttúrusýningu í og við Perluna í Öskjuhlíð, með áherslu á norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og lífríki Íslands. Mosfellsbær hyggst skipta út dekkja- kurli á þeim gervigras- og sparkvöll- um sem eru í bænum. Framkvæmdin mun kosta bæinn um 124 milljónir króna og er áætlað að skipt verði um kurlið á næstu þremur árum. Í stað- inn verður lagt iðnaðargúmmí sem ekki er unnið úr dekkjum. Í minnis- blaði sem lagt var fyrir bæjarráð Mosfellsbæjar kemur fram að sýni hafi verið tekin af völlunum og þau send til útlanda til greiningar. Um- hverfisstofnun sendi nýlega frá sér tilmæli þar sem segir að í dekkjakurli sem unnið sé úr hjólbörðum séu hættuleg efni. Ekki hafi þó tekist að sýna fram á að dekkjakurlið sé skað- legt. Engu að síður sé æskilegt að velja annars konar gúmmí til að setja á vellina, sem hafi lægri styrk skað- legra efna. Bryndís Haraldsdóttir formaður bæjarráðs, segir að fyrst verði lagt nýtt gúmmí á battavelli við skóla en árið 2019 verði skipt um gúmmí á gervigrasvöllunum við Varmá. „Það er óyggjandi að í dekkjakurli séu hættuleg efni, og við viljum að börnin okkar njóti vafans,“ segir Bryndís um ástæðu þess að gengið var til fram- kvæmda. Að sögn hennar var einhug- ur um málið í bæjarráði. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gervigras Skipt verður um gúmmí á gervigrasvöllum í Mosfellsbæ. Börnin í Mosfellsbæ látin njóta vafans  Dekkjakurl fjarlægt á þremur árum Perla norðursins ehf. er í eigu eftirfarandi félaga: Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I, framtakssjóður í eigu Lands- bankans, Icelandair Group og íslenskir lífeyrissjóðir, Perlu- vinir – 80 manna hópur sem hvatt hefur til uppbyggingar náttúrusýningar í Perlunni í Öskjuhlíð, og Salta ehf. & Lappland ehf. Fjárfestingageta félagsins er um það bil fjórir milljarðar króna. Reykjavíkurborg óskaði í byrjun janúar á þessu ári eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perl- unni sem fjalla skyldi á metn- aðarfullan hátt um náttúru Ís- lands. Perla norðursins var eini aðilinn sem skilaði inn til- lögu. Ræður yfir 4 milljörðum PERLA NORÐURSINS EHF. Finnbogi Jónsson Tölvuteikning/Ingimundur Sveinsson Perlan Náttúrusýning Perlu norðurins ehf. á að verða fjölbreytt og glæsileg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.