Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FrumvarpIllugaGunn- arssonar menntamálaráð- herra um náms- lán og námsstyrki er nú til umræðu á Alþingi. Frum- varpið á að koma í stað eldri laga frá árinu 1992 og felur í sér ýmsar breytingar, svo sem þá að hluti stuðnings ríkisins við námsmenn verði í formi beinna styrkja í stað lána. Frumvarpinu hefur í meginatriðum verið vel tekið af námsmannahreyf- ingum og formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands hefur til að mynda lýst yfir stuðningi við það og segir það stefna í þá átt sem námsmenn hafi lengi talað fyrir. Í grein sem hann skrifaði um málið í vikunni segir hann: „Ég vona inni- lega að umræðan um þetta frumvarp verði byggð á staðreyndum, en ekki til- finningum. Ég vona að eitt helsta baráttumál stúdenta undanfarin ár verði ekki að einhverjum kosningaslag stjórnmálaflokka. Ég vona að það verði hlustað á okkur stúdenta og hagur okkar hafður að leiðarljósi.“ Þær umræður sem farið hafa fram á Alþingi benda ekki til að formanni SHÍ verði að ósk sinni, að minnsta kosti ekki ef hlýtt er á ræðuhöld stjórnarand- stæðinga, sem hafa þegar verið allnokkur. Og það er sérstaklega athyglisvert að þegar er orðið ljóst að stjórnarandstaðan hyggst meðal annars nota þetta frumvarp og þá tímapressu sem hún telur að stjórnar- meirihlutinn hafi sett sjálfan sig í til að taka þingið í gísl- ingu. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var meðal þeirra mörgu stjórnarandstæðinga sem tjáðu sig um málið í fyrra- dag. Drjúgur hluti ræðu hennar fór í að koma á fram- færi áliti hennar á pólitískri stöðu ráðherrans sem flutti málið og ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans í heild. Skemmst er frá því að segja að hún telur að meiri- hlutinn hafi misst umboð sitt og að honum sé óheimilt að koma nokkru máli í gegnum þingið nema með samþykki Svan- dísar og annarra í stjórnarand- stöðunni. Hún segir að ann- að sé óásættanlegt og að í raun sé „þjóðstjórn í land- inu“. Svandís hnykkti á þessu í ræðu sinni, sagði engan hafa „umboð til þess að keyra í gegn eða klára mál með meirihlutavaldi“ og að það muni „enginn reyna fyrir þessar kosningar. Það er óeðlilegt í ljósi pólitískrar stöðu málsins, það er óeðli- legt í ljósi pólitískrar stöðu menntamálaráðherra, það er óeðlilegt í ljósi pólitískrar stöðu ríkisstjórnar Íslands og það er óeðlilegt í ljósi þess að hér höfum við boðað til kosninga og ríkisstjórnin hefur í raun og veru lokið störfum.“ Hér er mikið sagt og mun meira en nokkrar forsendur eru fyrir. Hvorki einstakir ráðherrar, ríkisstjórnin í heild né þingmeirihlutinn hafa misst umboð sitt. Rík- isstjórnin ákvað sjálf að boða til kosninga áður en kjörtímabilið væri á enda, en með afdráttarlausum skilyrðum. Þau skilyrði sem ríkisstjórnin setti eru að starfsfriður verði á Alþingi og að meirihlutinn, sem rétt er að minna á að er lýðræð- islega kjörinn af meirihluta landsmanna, komi þeim mál- um fram sem hann telur nauðsynlegt fyrir kosn- ingar. Stjórnarmeirihlutinn stendur nú frammi fyrir hót- unum af því tagi sem fyrir- sjáanlegt var eftir að hann hefði gefið til kynna að kosið yrði fyrr og ekki síst eftir að hann hefði gefið upp kjör- dag. En nú reynir á hvort hann lætur Svandísi og fé- laga berja sig til hlýðni í þinginu eða hvort hann stendur við það að kosn- ingar í haust séu háðar því skilyrði að þingið verði starfhæft og að stjórnarand- stæðingar misnoti ekki þá stöðu að mögulegur kjör- dagur hafi verið nefndur. Það er mikið í húfi, ekki aðeins þau mál sem ríkis- stjórnin vill afgreiða, heldur einnig virðing Alþingis og sjálf stjórnskipan landsins. Nú reynir á hvort meirihluti Alþingis lætur minnihlutann kúga sig} Hefur stjórnarandstað- an skipað þjóðstjórn? Á hverju hausti fá foreldrar grunn- skólabarna innkaupalista, þar sem fram kemur hvaða náms- gögn barnið þeirra á að kaupa fyrir komandi ár. Reikningsbækur og reglustika. Skæri, spilastokkur, stílabækur og strokleður. Svo þurfa nemendur í unglingadeild oft að hafa aðgang að nokkrum orðabókum. Allt eru þetta hlutir sem barnið þarf að kaupa sjálft og eiga til að geta stundað nám sitt. Að vera í grunnskóla í tíu ár er eina þjón- usta sveitarfélaganna sem fólki er skylt sam- kvæmt lögum að þiggja og þess vegna er varla nema von að margir spyrji hvers vegna barnið sjálft eða foreldrar þess þurfi að kosta svona miklu til einhvers sem ekkert val er um. Samband íslenskra sveitarfélaga kannaði fyrir nokkru námsgagnakostnað grunnskólanemenda og niðurstaðan var að hann er afar misjafn eftir skólum og aldri barna; allt frá nokkur hundruð krónum upp í rúmar 22 þúsund krónur. Foreldrar sem eiga þrjú grunn- skólabörn geta því þurft að kaupa námsgögn fyrir hátt í 70 þúsund krónur á hverju hausti. Í 31. grein grunnskólalaganna segir að kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skuli veitt nem- endum að kostnaðarlausu. Óheimilt sé að krefja nem- endur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir námsgögn eða annað efni sem nemendum sé gert skylt að nota í námi sínu. Þó er ekki skylt að leggja nemendum til gögn til „persónulegra nota“ svo sem ritföng og pappír. Árið 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur hér á landi. Í honum segir m.a. að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þetta samræmist ekki því að þurfa að kosta yfir 20.000 krónum í námsgögn. Hvers vegna er annars verið að lögfesta alþjóðlega sáttmála ef það stendur ekki til að fara eftir þeim? Hvað er annars að frétta af spjaldtölvu- væðingunni í grunnskólunum? Ein af rök- semdunum sem nefndar voru í sambandi við innleiðingu hennar var að aukin notkun spjaldtölva í skólum myndi leiða til þess að innkaup nemenda yrðu minni í kjölfarið, því að nám þeirra yrði stafrænt að mörgum leyti. Ekki er að sjá að þetta markmið hafi gengið eftir, a.m.k. virðast innkaupalistarnir lítið hafa styst. Getur það virkilega verið að áhrif spjald- tölvunotkunar á nám og kennslu í grunnskólum séu ekki meiri en svo að enn séu nemendur að mestu leyti að not- ast við blað og blýant í námi sínu? Hvað stendur annars í vegi fyrir því að einstakir skól- ar, jafnvel sveitarfélög ef svo ber undir, geri samning við heildsölu eða framleiðanda námsgagna um magnkaup á öllum þeim blýöntum, stílabókum, límstiftum og gráðu- bogum sem nemendurnir þurfa að nota til að geta stund- að skyldunám sitt? Sé það of stór biti fyrir sveitarfélögin, mætti þá ekki skoða það að auka gjaldaliði á einhverja þjónustu þeirra sem íbúum ber ekki lagaleg skylda til að nýta? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Ókeypis en kostar samt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is J ón Tryggvi Árnason á Þor- björgu ÞH frá Raufarhöfn varð aflahæstur á strand- veiðum sumarsins með tæplega 35 tonn í 46 róðr- um. Hann segir að vel hafi gengið í sumar og heildarinnkoman hafi verið 8-9 milljónir. „Sumarið var í sjálfu sér ágætt og gaman að vera aflahæstur, en þetta er eigi að síður orðið dýrt sport því allur tilkostnaður hefur aukist. Tæki og tól hafa margfaldast í verði á sama tíma og fiskverð hefur heldur lækkað,“ segir Jón Tryggvi, sem yfirleitt er einn á, en synir hans voru þó stundum með í för. Alls var afli tólf strandveiðibáta yfir 30 tonn í sumar og reru tíu þeirra á C-svæði, sem nær frá Húsavík til Djúpavogs, en tveir á B-svæði frá Norðurfirði til Grenivíkur. Fjöldi róðra var mjög misjafn eftir svæðum, en þeim er lokað þegar ákveðnum viðmiðunarafla hvers mánaðar er náð á hverju svæði. Aflahæstu bátar á hverju svæði bera allir kvenmannsnafn og nafnið á báti sínum sækir Jón Tryggvi til móður sinnar. Þorbjörg ÞH var afla- hæst á C-svæði, Gunna Beta ÍS á B- svæði með 31 tonn í 39 róðrum, Hulda SF á D-svæði frá Höfn í Borg- arnes með 27,2 tonn í 32 róðrum og Sif SH varð aflahæst á A-svæði frá Arnarstapa til Súðavíkur með 22,6 tonn í 28 róðrum. Í gíslingu út mánuðinn Jón Tryggvi segir að framan af sumri hafi fiskurinn verið smár fyrir norðan og verðið í samræmi við. Eftir því sem liðið hafi á hafi fengist stærri þorskur á handfærin, gæðin orðið meiri og verðið hækkað. Hann áætlar að meðalverð fyrir kíló af þorski hafi verið um 250-260 krónur í sumar. 6-8 strandveiðibátar lögðu í sumar upp á Raufarhöfn og fór allur fiskur á markað. Lítið var unnið á staðnum og var fiskvinnslan lokuð hluta sumars vegna sumarleyfa. Þorbjörg ÞH er fimm tonna og níu metra Sómabátur og rær Jón Tryggvi stærsta hluta ársins frá Raufarhöfn. Hann má þó ekkert hreyfa bátinn til veiða frá lokum strandveiða til 1. september. Þann tíma er báturinn í gíslingu eins og hann orðar það því formlega lýkur strandveiðitímabilinu ekki fyrr en síðasta dag ágústmánaðar. Að strandveiðum loknum sækir hann kvóta sem er á bátnum fram til okóberloka, eftir því hvernig gengur. Í skammdeginu er hugsanlegt að sinna íhlaupavinnu. Síðan tekur und- irbúningur grásleppuveiða við en þær hefjast í lok mars og standa fram að strandveiðunum. Jón Tryggvi seg- ir að grásleppuveiðin í vor hafi ekki verið sérstök við Norðausturhornið, ólíkt því sem var 2015. Vestar, frá Kópaskeri og vestur úr, hafi hins veg- ar verið mokveiði í ár. Hann segir að verð fyrir grásleppu sé hryllilega lágt um þessar mundir. Átti bara að vera leikur Jón Tryggvi var lengi stýrimað- ur á uppsjávarskipum, meðal annars á Grandaskipunum Svani, Faxa og Sunnubergi. Hann er fæddur á Rauf- arhöfn fyrir 45 árum, átti síðar heima í Skagafirði og Reykjavík áður en hann flutti aftur heim til Raufar- hafnar. „Ég byrjaði á þessu smábáta- brasi 2009 og þetta átti bara að vera leikur enda gamall draumur að fara á grásleppu eitt vor, en hér er ég enn,“ segir Jón Tryggvi. Aukinn tilkostnaður og fiskverðið lægra Ljósmynd/Gunnar Páll Baldursson Aflakóngur Jón Tryggvi Árnason við löndun á Raufarhöfn eftir góðan róður. Strandveiðar 2016 Heimild: LS Svæði: A B C D Alls Virk leyfi 243 bátar 149 bátar 148 bátar 124 bátar 664 bátar Afli róður 702 kg 575 kg 587 kg 538 kg 614 kg Meðalafli á bát 14,4 tonn 14,1 tonn 15,1 tonn 10,5 tonn 13,8 tonn Fjöldi daga 28 dagar 44 dagar 50 dagar 31 dagar 153 dagar Jón Tryggvi Árnason segist ekki efast um að strandveið- arnar séu mikil lyftistöng fyrir sjávarpláss hringinn í kringum landið. Það sé þó ekki einfalt að finna kerfi sem virki fyrir alla. Hann geti tekið undir með Sunnlendingum sem máttu horfa upp á skerðingu í sumar á sama tíma og heildarafli í strandveiðum hafi verið auk- inn. Sömuleiðis sé rík hefð fyr- ir handfæraveiðum fyrir vest- an, en þar séu veiðidagar á strandveiðum fæstir enda bát- arnir mun fleiri en á öðrum stöðum. Erfitt sé að gera öllum til hæfis og viðmiðunarafli á norðursvæði sé engan veginn til skiptanna. Erfitt að gera öllum til hæfis MIKIL LYFTISTÖNG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.