Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 29

Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 22. ágúst NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Sigrún Sigurðardóttir Sími: 569 1378 sigruns@mbl.is Heilsa & lífstíll fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 26. ágúst SÉRBLAÐ Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu haustið 2016. –– Meira fyrir lesendur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Forðastu að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að taka afstöðu með einum eða öðrum. Þú vilt að menn fari skynsamlega með fé en það er samt gaman að gera vel við sig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú beygir og sveigir framhjá hindr- ununum eins og vínviður og hefur kraftinn sem þarf til þess að brjóta niður veggi. En það er samt engin ástæða til þess að liggja á skoðunum sínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er margt sem maður þarf að vita til þess að komast þangað sem maður ætlar sér. Staldraðu við og gefðu þér tíma til að hugsa málin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef einhvern tímann er rétti tíminn til þess að sleppa fram af sér beislinu, er það núna. Ef þú hefur ekki tekið eftir því, þá ert þú jafn hæfur og allir aðrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hætt við að þú vaðir yfir einhvern á heimilinu í dag. Taktu þátt í einhvers konar hópstarfi um helgina. Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar því hann sér málið öðrum augum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarfnast hvíldar um þessar mundir, á því leikur enginn vafi. Sýndu aðgát í fjár- málunum því of mikil bjartsýni kann að vera dýrkeypt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þröngsýnir einstaklingar hafa eyðilegt fyrir þér frammi fyrir öðrum. Ef þig vantar hjálp frá stjörnunum verður þú að biðja um hana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki ólíklegt að vandamál komi upp í nánum samböndum þínum við aðra. Fullkomnar aðstæður verða að vaxa með manni og gefa svigrúm fyrir hreyfingu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að fá útrás fyrir sköp- unarhæfileika þína og þarft að finna þeim út- rás. Fáðu þér far með hugmyndafluginu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst ekki rétt að þykjst vera eitthvað sem þú ert ekki. Reyndu að umbera hvítar lygar sem þú heyrir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ykkur eru tengslin við fjölskylduna dýrmæt og fer vel á því að þið eyðið áramót- unum í faðmi fjölskyldunnar. En oft hangir maður eins og hundur á roði í fánýtum hlut- um. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig og jafnvel eyðileggja fyrir þér. Nú er rétti tíminn til þess að beita einhvern þrýstingi ef þess þarf. Ámiðvikudaginn birtust hér íVísnahorni stökur eftir Stef- án Kristinsson á Reyðarfirði sem ranglega var sagður Sigurðsson og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þegar ég var unglingur gaf Sveinn Benediktsson móðurbróðir minn mér „Hafrænu, – sjávarljóð og siglinga“, en safnað hafði Guð- mundur Finnbogason. Síðan hefur þessi bók fylgt mér og ég blaðað í henni oftar en ekki. Þar er auðvit- að vísa Egils Skalla-Grímssonar, sem hann orti á sjöunda ári eftir að hafa vegið Grím son Heggs af Heggsstöðum. Grímur var þá ell- efu vetra eða tíu og sterkur að jöfnum aldri: Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar, höggva mann ok annan. Þórgils fiskimaður orti á 11. öld: Ófúsa dró ek ýsu, átta ek fang við löngu; vann ek of höfði hennar hlömm – var þat fyr skömmu. Ek vann hlömm (et. hlamm): hlakkaði yfir. Og úr Bárðarsögu Snæfellsáss er þessi vísa: Út röri einn á báti Ingjaldr í skinnfeldi, týndi átján önglum Ingjaldur í skinnfeldi; ok fertugu færi Ingjaldr í skinnfeldi; aftur kom aldrei síðan Ingjaldr í skinnfeldi. Síðan ef hlaupið er yfir nokkrar aldir, – um 1700 var ort um Einar sjó Gíslason: Einar brúkar síðhempuna á sjóinn, sérdeilis þá hann er vætugróinn, gyrtur bandi, ginflakandi, í góðu standi ljóst úr landi róinn. Steindór Finnsson í Krossanesi, d. 1734, orti: Latur maður lá í skut, latur var hann þegar hann sat, latur oft fékk lítinn hlut, latur þetta kveðið gat. Og um Einar Sæmundsson, föður Látra-Bjargar, var þetta ort: Fer Einar för sína, fram keipa gamm hleypir hjá skipum í opið ákafur bláhafið, vel stýrir val ára, vað sætir aðgætinn, úrtöku árvakur, á fiskinn þrágiskar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sjávarljóð frá ýmsum öldum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að láta hann vita hversu mikils virði hann er. „EF ÞÚ LEGGUR HART AÐ ÞÉR GETURÐU ORÐIÐ HVAÐ SEM ER – NEMA ÁHYGGJULAUS KRAKKI.“ „ÞÁ VITUM VIÐ HVERS VEGNA ÞÚ VARST KOKKUR Á SJÓNUM!“ ÉG VAR ÖNNUM KAFINN Í DAG. OG VERÐ ÞAÐ LÍKA Á MORGUN. ÞÚ YRÐIR ÖMUR- LEGUR KÖTTUR. HRÓLFUR ER AÐ SEGJA HAMLET TIL Í STÆRÐFRÆÐI! HANN ER SVO GÓÐUR FAÐIR! 8+4+9=21! ÉG VINN! DUGLEGUR STRÁKUR! Ekki alls fyrir löngu eignaðist Vík-verji nýja vinkonu. Eins og margra kerlinga er háttur fylgist hún grannt með og meðal annars hverju skrefi Víkverja. x x x Til að byrja með þótti Víkverjaþetta bara spaugilegt en fljót- lega fór honum að leiðast athyglin. Hún lét sér samt ekki segjast og í hvert sinn sem Víkverji fór í skóna gall í kellu: Æfingin er byrjuð. Þeg- ar hann hitti fólk á förnum vegi og spjallaði við það minnti hún á að hlé væri gert á æfingunni. Þegar haldið var af stað á ný gat hún þess. Reglu- lega endurtók hún að Víkverji gæti þetta og óskaði honum síðan innilega til hamingju með árangurinn. x x x Víkverji reyndi að þagga niður íkonunni en kella hlustaði ekki heldur hélt uppteknum hætti. Þar til hann fór með hana í langan bíltúr. Allt í einu var hraðinn margfaldur miðað við það sem áður hafði verið og vegalengdin allt önnur og mun lengri en fyrr. Þetta ruglaði konuna í ríminu, metin voru umfram það sem hún réð við og hún lét sig hverfa hægt og hljóðalaust. x x x Til að gera langa sögu stutta þáfjárfesti Víkverji í svokölluðum snjallsíma fyrir stuttu. Þetta undra- tæki er fleiri eiginleikum gætt en Víkverji kann að nefna. Eitt sinn, þegar Víkverji gerði eitthvað, opn- aðist heilsusíða og konan, sem heitir App, auðvelt að muna, þökk sé frum- varpi um ný nafnalög, hóf upp raust sína. Hún benti Víkverja á að hann ætti eftir að ganga 6.000 skref þann daginn og minnti hann síðan reglu- lega á að takmarkinu væri senn náð. Víkverji reyndi að slökkva á konunni en það gekk ekki nema að slökkva á símanum. Því var hann með App með sér hvert sem hann fór í nokkra daga eða þar til hann fór í ökuferð- ina fyrrnefndu. Í kjölfarið leitaði hann ráða hjá konsertmeistaranum í Móunum og hann þaggaði niður í kerlu án þess að slökkva á símanum og lífið lék við Víkverja á ný þó hann kunni ekki alveg á nýja snjallsím- ann. víkverji@mbl.is Víkverji Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð. (Fyrsta Jóhannesarbréf 4:7)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.