Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 33

Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta eru þrennir tónleikar sem við munum koma fram á. Fyrstu tónleikarnir eru í í hinni fornu Southwork Cathedral niðri við London Bridge í dag klukkan 15. Svo eru stórir tónleikar á mánudag- inn í Norfolk á tónlistarhátíðinni The North Norfolk Music Festival. Þeir hefjast klukkan 22. Síðustu tónleikarnir eru svo þann 23. ágúst í Cambridge,“ segir klarinettuleik- arinn og söngvarinn Einar Jóhann- esson en hann er um þessar mundir staddur með miðaldasönghópnum Voces Thules í Englandi. Hann mun þar að auki koma fram ásamt sópransöngkonunni Ingibjörgu Guðjónsdóttur og enska píanóleik- aranum Benjamin Frith með bland- aða dagskrá af íslenskum söng- perlum, klarínettusmellum og aríum á mánudeginum. Þorlákstíðir fá að njóta sín „Við í Voces Thules höfum verið að vinna mikið efni úr Sturlungu og til að mynda verið mikið að velta fyrir okkur draumum og fyr- irboðum fyrir Örlygsstaðabardaga. Það er einkar áhugavert fyrirbæri að fólki skuli dreyma sömu hlutina þó að það sé fjarri hvert öðru. Við verðum einnig með kirkjulega tón- list á tónleikum okkar og eru verk úr Þorlákstíðum þar á meðal. Við höfum lagt mjög mikla vinnu í það að æfa og gefa út Þorlákstíðir en verkið tekur um þrjá klukkutíma að flytja í heild. Við verðum þó aðeins með nokkra messuþætti og lög úr heildarverkinu. Við verðum einnig með nokkra gamla vikivaka. Það kann eflaust enginn að dansa viki- vaka lengur en þetta var klárlega rokkið á sínum tíma,“ segir Einar kíminn en hann mun, eins og áður segir, einnig koma fram ásamt söngkonunni Ingibjörgu Guðjóns- dóttur. „Ég verð ekki við eina fjölina felldur á mánudeginum því ég verð einnig með þessa tónleika, sem klarínettuleikari, með Ingibjörgu. Það er skemmtileg tilbreyting þar sem ég er söngvari og trumbuslátt- armaður með Voces Thules. Ingi- björg er eins og flestir vita ein af okkar allrabestu söngkonum og svo verður þarna enskur píanóleikari með okkur sem er þekktur maður í sínu heimalandi, búinn að gefa út fullt af hljómplötum. Ingibjörg mun meðal annars syngja nokkrar ítalskar aríur sem hún gerir af mik- illi snilld. Svo endum við konsertinn með verki eftir Mozart fyrir sópr- an, klarínett og undirleik,“ segir hann. Samstarf sem á sér framtíð „Á þriðjudeginum keyrum við síðan til Cambridge, sem er ekkert svo langt frá kirkjunni sem við verðum í á mánudagskvöldinu. Við munum þar koma fram í kirkju í miðri borginni. Þar verður ekki al- veg jafn viðamikil dagskrá og í Norfolk en tónleikarnir verða um klukkustund að lengd,“ segir Einar en hann kveður það einkar ánægju- legt að hafa dagskrána á þessu tón- leikaferðalagi svona þétta. „Við fórum til dæmis til Japans fyrir nokkrum árum og vorum þar í rúmlega hálfan mánuð og vorum með tuttugu tónleika. Það var mjög fjörugt,“ segir hann. Einar kveður kveikjuna að tónleikaferðalaginu um England vera þá að fyrir tveim- ur árum hafi honum boðist að taka þátt í skemmtisiglingu á stóru skipi frá Newcastle í Englandi norður til Íslands, kringum landið og til baka aftur. „Þeir sem réðu mig í það ferða- lag eru menningarferðamálafröm- uðir sem reka fyrirtæki sem ferðast með hópa fólks á skemmti- ferðaskipum sem bjóða upp á klass- íska tónlistardagskrá. Við Ingibjörg tókum þátt í þessu fyrir tveimur ár- um síðan og erum því komin í gegnum það til Englands aftur. Ég fékk síðan félaga mína í Voces Thu- les til að koma með. Það verður síð- an eitthvert framhald á þessu því þessir menn ætla að koma til Ís- lands í mars og halda fyrirlestur við Listaháskólann þar sem ég er kennari. Við munum þá hafa mál- þing um menningarferðamennsku og reyna að opna augu okkar að- eins fyrir því hvað hægt sé að gera með þetta flóð af ferðamönnum sem sækir Ísland,“ segir hann að lokum. Vikivakar rokk síns tíma  Hópurinn Voces Thules kemur fram á þrennum tónleikum á Englandi um helgina  Miðaldarsöngvar innblásnir af Sturlungu og Örlygsstaðabardaga fá að njóta sín Tónleikaferðalag Miðaldasönghópurinn Voces Thules kemur fram á þrennum tónleikum í Englandi um helgina. Efnt verður til mikillar hip hop-veislu á morgun á horni Vatns- stígs og Hverf- isgötu, en þá koma fram heilir sjö rapp- arar. Á tón- leikunum verður skemmtileg blanda af ungum og efnilegum listamönnum og reynd- ari röppurum, en þeir sem koma fram eru Gísli Pálmi, Aron Can, GKR, Young Nazareth, Beige Boys, Krabba Mane, Nodle og Bróðir BIG. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Húrra Reykjavík. Efnt til hip hop-veislu Rappari Gísli Pálmi stígur m.a. á svið. „Ég er að vinna í nýju efni sem er meira „accoustiskar“ pælingar og kannski nær þjóðlagastíl,“ segir Markús Bjarnason tónlistarmaður, en hann spilar í Frystiklefanum, Hafnargötu 16 á Rifi, í kvöld kl. 20. Teitur Magnússon tónlistarmaður kemur einnig fram á tónleikunum og leikur nýsamin og áður óheyrð lög í bland við lög af sólóplötu sinni 27. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og verða plötur listamannanna fá- anlegar á staðnum. „Við spilum ekki saman heldur í hvor í sínu lagi – ekki nema það gerist óvart í stemningunni,“ segir Markús léttur í bragði en hann leit- aði eftir því við Teit að þeir heim- sæktu Rif og héldu þar tónleika með gítarinn einan að vopni. „Það er alltaf að verða sjaldnar sem mað- ur drífur sig út á land að spila og við viljum endilega að heimamenn komi á tónleikana þó svo að það sé líka gaman að spila fyrir ferða- mennina,“ segir hann en það sé allt- af gefandi að spila fyrir nýja áheyr- endur. „Teitur er alltaf með einhverja galdra á sviðinu og ég vona að ég sé með það líka,“ segir Markús en þegar tónlistin sé svo berstrípuð, bara maður og hljóðfæri, skipti áhorfendurnir enn meira máli. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um tónleikana á Facebook- síðunni /frystiklefinnrifi. laufey@mbl.is Fjör í frystiklefanum Markús heldur tónleika ásamt Teiti Magnússyni í Frystiklefanum á Rifi í kvöld. Þeir bjóða upp á berstrípaða tónlist með nýju efni frá þeim báðum. Teitur og Markús stíga á svið með nýtt efni í Frystiklefanum á Rifi HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10 NERVE 10:10 SAUSAGE PARTY 8, 10:10 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 3D ÍSL.TAL 4 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4, 6 BAD MOMS 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 4 MARC O’POLO STORE Kringlan Shopping Center Kringlan 4–12 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.