Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 19.08.2016, Síða 36
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 232. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Sundmenn stöðvaðir á leið úr landi 2. 5 hlutir sem þú ert að gera vitlaust … 3. „Hey Zac Efron, ég sá hana fyrst“ 4. Hef verið svolítið þekktur fyrir þetta »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljósmyndir sem teknar voru við tökur á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn, eru efni fyrstu einkasýningar ljósmyndarans Lilju Jónsdóttur en hún vann sem ljós- myndari á tökustað við gerð mynd- arinnar sem frumsýnd verður hér á landi í næsta mánuði. Sýningin var opnuð í dag í Gym og Tonic á KEX Hostel. Lilja hefur verið viðloðandi ýmis störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði í um 15 ár en þess á milli hefur hún starfað sem ljósmyndari í Bretlandi. Hún hefur tekið myndir á tökustað í sjónvarpsseríunni Ófærð og vinnur nú í nýrri þáttaröð, Föngum. Ljósmyndir úr nýj- ustu mynd Baltasars  Þegar síðustu flugeldarnir þagna og barnavagnarnir halda heim á leið ætlum við að halda eitt stærsta partý ársins á Nasa. Þetta segir á fa- cebook-síðu tónleika sem fram fara á menningarnótt, laugardaginn kl. 20, á Nasa en þar koma fram þeir Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og GKR. Miðar kosta 2000 krónur í forsölu sem fram fer á Enter.is. Húsið verður opnað á miðnætti og er 20 ára ald- urstakmark. Emmsjé Gauti tekur lög af nýút- gefinni plötu sinni, Vagg og Velta. Úlfur Úlfur mun einnig taka öll sín þekkt- ustu lög í bland við það sem verður á næstu plötu og lof- ar GKR „flug- eldasýningu“ á sviðinu. Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og GKR á Nasa Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s og skýjað úti við norður- og austurströndina, en annars hægari og bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og bjartviðri, en þokubakkar við austurströndina og á annesjum norðantil. Hiti víða 12 til 18 stig. VEÐUR „Hún er mjög líkamlega sterk, mjög áræðin og lætur finna vel fyrir sér. Ana hefur mikið skap og ég held bara að hún sé mesti íþrótta- maður sem ég hef kynnst. Hún er bara rosa flottur íþróttamaður og góð í fót- bolta líka, þannig að þetta helst allt í hendur,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnukona, um samherja sinn, Ana Victoria Cate, leikmann 12. umferðar. »4 Flottur íþrótta- maður og félagi Hlynur Bæringsson, fyrirliði karla- landsliðsins í körfuknattleik, segir í samtali við Morgunblaðið mestar lík- ur vera á því að hann verði áfram í Sví- þjóð eins og síð- ustu sex árin. „Ég hef at- hugað hvað ég get fengið í Svíþjóð en ég er ennþá að spá í þetta. Ég hef ekkert reynt að selja mig annars staðar í Evrópu og er ekk- ert að sækjast eftir því,“ sagði Hlynur meðal ann- ars en hann útilokar ekki að spila hér heima. »1 Hlynur telur líklegast að hann spili í Svíþjóð Dagur Sigurðsson og Guðmundur Þórður Guðmundsson eru komnir með landslið sín í undanúrslit hand- knattleikskeppni karla á Ólympíu- leikunum í Ríó í Brasilíu. Morg- unblaðið ræddi við lærisveina þessara snjöllu þjálfara sem stýra liðum sínum, landsliðum Þýskalands og Danmerkur, í undanúrslitum leik- anna í kvöld. »4 Dagur og Guðmundur í undanúrslitum á ÓL ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Strandveiðunum er lokið í ár og karlarnir farnir að huga að öðru. „Þetta gekk ágætlega, betur en áð- ur,“ segir Brynjar Júlíusson, veiði- maður á Seyðisfirði, en hann byrj- aði á strandveiðum fyrir fjórum árum. Brynjar vann hjá ÁTVR í um 45 ár, var útsölustjóri á Seyðisfirði, síðan á Egilsstöðum og svo aftur á Seyðisfirði. Hann hætti sem út- sölustjóri áfengisins fyrir um fimm árum og fljótlega eftir það keypti hann sér hraðfiskibátinn Júlla NS, sem hann gerir út. Strandveiðarnar hafa ekki gengið vel fyrir austan í maí en síðan hef- ur ástandið lagast eftir því sem á hefur liðið sumarið. Brynjar segir að í byrjun hafi hann verið að fram í september að ná skammtinum en nú hafi aðeins verið þrír veiðidagar í ágúst. „Þetta var allt annað líf, góður fiskur og fín veiði,“ segir hann um þorskaflann. Bætir við að veðrið hafi verið þokkalegt og þoka af og til hafi bara verið sem krydd í tilveruna. Júlli NS gengur 20 mílur og seg- ir Brynjar það hafa mikið að segja. Slóðin sé einkum um 15 mílur út frá Dalatanga og fjörðurinn sé um sjö til átta mílur að auki. „Ég er um klukkutíma á miðin en félagar mínir eru ekki á eins hraðskreiðum bátum og eru yfir tvo tíma. Það munar um minna þegar útilegan má ekki vera nema 14 tímar í senn.“ Sjómannslífið alltaf heillað Sjómannslífið blundar í mörgum og þar er Brynjar ekki undantekn- ing. „Þegar ég var ungur fannst mér gaman á sjó og þá ætlaði ég mér að verða sjómaður en einhvern veginn æxluðust málin öðruvísi,“ rifjar hann upp. Var samt á vertíð- um í Vestmannaeyjum á Höfn og skellti sér af og til á sjóinn. „Ég var bara svo mikill ræfill, var alltaf sjóveikur og náði veikinni ekki úr mér.“ Brynjar hefur ekki alveg sagt skilið við áfengið, sinnir svæð- isstjórn á Austfjörðum, annast taln- ingu og fleira. „Ég hef gjarnan sagt að maður hættir ekki í brennivíninu einn, tveir og þrír, heldur er maður lengi að komast út úr þessu. Það háir mér samt ekki og eftir að ég hætti sem útsölustjóri hef ég næg- an tíma til þess að leika mér í veið- inni.“ Veiðimaðurinn Brynjar hefur verið í veiðifélaginu Geldingahnappi í 21 ár. „Ætli ég reyni ekki að draslast á svartfugl í kringum ára- mótin, en næst á dagskrá er að fara á hreindýr,“ segir veiðimaðurinn. Veiðimaður í frístundum  Strandveiðar, hreindýr, svart- fugl og fleira Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Strandveiðimaðurinn Brynjar Júlíusson, fyrrverandi útsölustjóri ÁTVR, á strandveiðum á Júlla NS á Seyðisfirði. Veiði Næst á dagskrá hjá Brynjari er að fara á hreindýraveiðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.