Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 18
Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Staðan 31. ágúst 2016 Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Ytri-Rangá & Hólsá (20) 5.631 1.886 Miðfjarðará (10) 4.978 1.401 Eystri-Rangá (18) 2.379 2.146 Blanda (14) 4.538 1.899 Þverá - Kjarrá (14) 2.120 1.090 Norðurá (15) 2.480 874 Haffjarðará (6) 1.540 764 Langá (12) 2.021 485 Laxá í Dölum (6) 1.087 137 Laxá í Aðaldal (18) 1.012 767 Haukadalsá (5) 556 153 Víðidalsá(8) 1.289 517 Selá í Vopnafirði (6) 1.005 887 Hítará (6) 1.133 363 Vatnsdalsá (6) 1.040 623 6.309 3.503 2.858 2.295 1.755 1.218 1.178 1.106 972 962 885 870 771 717 656 hann upp eins og krani. Maðurinn tók fiskinn af spúninum, lyfti honum upp en missti hann út í.“ Veiðiverðinum var sagt frá þessu athæfi þegar hann var staddur í afmælisveislu og sýnd myndbandsupptaka sem viðstaddur maður tók af athæfinu. „Í Haffjarðará tókum við svo ferða- mann á dögunum við veiðar. Hann ætlaði að neita að afhenda stöngina en hún var tekin af honum. Svo fannst dauður fimm punda sjóbirt- ingur á bakkanum. Þetta segir okkur að við þurfum að setja meira af skilt- um á bakkana og fræða þessa gesti betur,“ segir Einar. verið staðnir að óleyfilegum veiðum með stöng og í sumum tilvikum í kunnum laxveiðiám. „Þetta eru venjulega ferðamenn sem vita ekki betur og eru með svo- kallaðar bensínstöðvastangir. Þetta fólk hefur séð í bæklingum og auglýs- ingum að hér sé stökkvandi fiskur í ám og það hugsar ekkert út í að þetta geti kostað eitthvað,“ segir Einar Sig- fússon, sölustjóri Norðurár og annar eigandi Haffjarðarár. „Við höfum tekið menn bæði í Haffjarðará og Norðurá í sumar. Við Norðurá fór einn með spúnastöng út á klettinn við Glanna, veiddi stóran fisk og hífði STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Langstærsta laxi sumarsins til þessa, 120 cm hæng, var landað á Nesveið- um í Laxá í Aðaldal í fyrrakvöld. Eð- varð Franklín Benediktsson var við veiðar á Óseyrinni ásamt félaga sín- um, Ingvari Þorvaldssyni, þegar lax- inn tók hjá honum svokallaða Dem- ants-útgáfu af hálfs tommu Frigga. Laxinn lét þá félaga, sem eru á átt- ræðisaldri, hafa mikið fyrir sér og eltu þeir hann langt niður eftir ánni, að Hólmavaðsbrúnni, áður en þeim tókst að háfa fiskinn. Þar var hann mældur vandlega, reyndist vera 8 cm lengri en þeir stærstu þangað til á þessu mikla stórlaxasumri, og mældu félagarnir ummálið 58 cm. Viðmiðunarkvarði Veiðimála- stofnunar nær upp í 114 cm og er slík- ur fiskur sagður 29 pund; þessi var því eflaust vel yfir 30 pundin. „Þarna náðist eitt tröllið á land,“ segir Árni Pétur Hilmarsson, stað- arhaldari í Nesi, lukkulegur. Þegar hefur á níunda tug laxa um og yfir 100 cm veiðst á svæðinu og muna elstu menn ekki annað eins. Beðið hefur verið eftir að einn í þessari yfir- stærð næðist á land. „Það er búið að setja í og missa talsvert marga svona fiska í ánni í sumar. Fleiri en oft áður. Við vitum af nokkrum svona stórum. Í Laxá þarf allt að detta með veiðimanni til að hann eigi möguleika á að landa svona fiski. Á stöðum eins og Presthyl, Þvottastreng og Höfðahyl eru djúpar gjár og þar skilja þeir mann eftir á steinum. Þessi lax tók við Óseyrina þar sem er frekar grunnt og svo er bara stórgrýtisbotn og þetta féll með þeim; tveir höfðingjar sameinðuust um að ná þeim þriðja! Félagarnir eltu laxinn vel yfir hálfan kílómetra – þetta var ævintýri…“ Stórir veiðast víðar Stórlaxarnir veiðast víðar og í Vatnsdalsá hafa veiðimenn glaðst yfir stórum og fallegum fiskum síðustu daga. Þar var einum 109 cm landað í Línufljóti og öðrum 105 cm í Áveitu- hyl. Á þessu sumri þegar smálaxa- göngur hafa verið afar lélegur hefur vissan um þessa höfðingja í hyljum ánna haldið veiðimönnum vonglöðum við efnið. Ferðamenn stelast í veiði Nokkuð mun hafa borið á því í sumar að erlendir ferðamenn hafi Morgunblaðið/Einar Falur Tröllið Eðvarð Franklín Benediktsson með laxinn stóra. Reyndist hann 120 cm langur og eflaust vel yfir 30 pund. Sá langstærsti þetta mikla stórlaxasumar  Landaði 120 cm hæng í Aðaldal  „Eitt tröllið á land“ 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Vefverslun sem hefur starfað um nokkurra ára skeið. Mánaðarleg velta 4 til 5 mkr., hagkvæm lagerstærð og góð framlegð. Öll vara send með Íslandspósti. • Stöndug heildsöluverslun með sérhæfðar vörur fyrir byggingar- iðnaðinn í mjög góðu og stóru eigin húsnæði á besta stað í borginni. Velta 300 mkr. og afkoma góð. • Öflugt og vel tækjum búið fyrirtæki sem sér um ræstingu atvinnuhúsnæðis. • Bílaleiga með á annað hundrað bíla og fína aðstöðu. Sala mikil í gegn um eigin vefsíðu. Góð EBITDA. • Lítil vinsæl pizzakeðja á höfuðborgarsvæðinu. Miklir vaxtarmöguleikar. • Matvöruverslun á Austurlandi. Löng og góð rekstrarsaga. • Skemmtigarður fyrir barnaafmæli og veislur. Góð skemmtileg og fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri. Löng rekstrarsaga. • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og stöðugar tekjur. Hagstætt verð. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Skrifstofuhúsnæði þjónustu- miðstöðvar Hlíða, Vesturbæjar og Miðborgar mun verða sameinað við Laugaveg 77 frá og með næsta mánudegi, 5. september. Á miðstöðinni er sérfræðiþjón- usta fyrir leik- og grunnskóla, dag- gæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og önnur fagleg þjónusta fyrir stofn- anir og félagasamtök í hverfunum. Framkvæmdastjóri Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar, Vestur- garðs, Sigþrúður Erla Arnardóttir, segir að nokkur eðlisbreyting verði á starfseminni og að starfsfólk muni verða hreyfanlegra en áður. „Íbúar munu sækja þjónustu að ein- hverju leyti niður á Laugaveg, en að sama skapi munum við færa þjónustuna inn í það húsnæði sem er fyrir í Vesturbænum. Viðtöl munu áfram vera í hverfinu í sam- starfi við skólana. Heimaþjónustan mun öll fara inn á heimilin. Þá verða viðtöl í Aflagranda og á fleiri stöðum í hverfinu,“ segir Sig- þrúður. Hún segir að hugmynda- fræðin sé sú að starfsfólk verði færanlegra og farið verði t.a.m. á elliheimili, leik- og grunnskóla og til að taka viðtöl. Samhliða sé unnið að því að bæta rafræna stjórnsýslu. Þjónustumið- stöðvar sameinast  Þrjár miðstövar á Laugavegi 77 Morgunblaðið/Eggert Laugavegur 77 Í húsinu var Lands- bankinn starfræktur um hríð. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessum áformum öllum,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, um sífellt meiri áform um lax- eldi í kvíum við strendur landsins. „Við sjáum skýrt í Noregi hverjar afleiðingarnar af slíku stóreldi eru,“ segir hann og bætir við að óskiljanlegt sé að ekki sé hlustað á þá kröfu að einungis sé ófrjór lax alinn í kerjum. „Það virðist vera sofandaháttur í kerfinu fyrir hættunni. Að rannsóknir sýni að tveir þriðju hlutar allra laxastofna í Noregi séu með erfðamengun ættu að vera nægilega skýr skilaboð um hvaða afleiðingar svona eldi hefur. Það er óskiljanlegt að menn taki þessa áhættu með íslenska náttúru.“ Gríðarlegar áhyggjur LANDSSAMBAND VEIÐIFÉLAGA GAGNRÝNIR ELDISÁFORMIN Jón Helgi Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.