Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 DÖMUSKÓR Ökklaháir loðfóðraðir dömuvetrarskór á flottu verði. Fást einnig í svörtu. VERÐ 12.995.- BARNASKÓR Flottir barnavetrarskór á góðu verði. Fást einnig í svörtu. Stærð 27,5-39,5 Verð 9.995,- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 en það hófst 1. september síðastliðinn. Út- hlutunin fer fram á grundvelli afla- hlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fisk- veiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 369.925 tonnum í þorskígildum talið sam- anborið við um 368.394 þorskígildis- tonn í fyrra. Aukning á milli ára samsvarar því um 1.530 þorskígild- istonnum. Úthlutun í þorski er rúm- lega 194 þúsund tonn og hækkar um tæp 4.000 tonn frá fyrra ári. Ýsu- kvótinn er 27.523 tonn og dregst saman um rúm 1.400 tonn. Rúmlega 1.200 tonna samdráttur er úthlutun á gullkarfa, 5.200 tonna samdráttur í löngu og 6.800 tonna samdráttur í úthlutun á íslanskri sumargotssíld. Úthlutað aflamark er alls 429.363 tonn sem er um 16 þúsund tonnum minna en á fyrra ári. Í frétt á vef Fiskistofu er vakin athygli á því að síðar á árinu verði úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki sé óalgengt að aukið sé við afla- mark í uppsjávarfiski. „Þess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra út- hlutana þegar líður á fiskveiðiárið,“ segir í fréttinni. Mikil fækkun skipa Alls fá 504 skip úthlutað afla- marki að þessu sinni samanborið við 534 á fyrra fiskveiðiári. Mikil fækk- un hefur orðið undanfarin ár, en ár- ið 2013 fengu 627 skip úthlutað afla- marki. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er skuttogarinn Guð- mundur í Nesi RE 13, en hann fær 8.324 þorskígildistonn eða 2,25% af úthlutuðum þorskígildum. Brim hf. gerir togarann út. Kaldbakur EA fékk næsthæstu úthlutunina, en Kaldbakur var með mesta aflamark- ið á síðasta fiskveiðiári. Guðmundur í Nesi var hins vegar með hæsta aflamarkið á fiskveiðiárinu sem hófst 2014. Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá út- hlutað sem nemur um 86,6% af því aflamarki sem úthlutað er og er það álíka og í fyrra. Alls fá 398 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða um 20 aðilum færra en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi í Reykjavík mest úthlutað til sinna skipa eða 10,3% af heildinni, næst kemur Samherji á Akureyri með 6% og þá Þorbjörn hf. í Grindavík með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyr- irtækja og undanfarin ár. Til sam- anburðar má nefna að árið 2013 var HB Grandi með 11,2% af heildinni, Samherji 6,8% og Þorbjörn 5,5% Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þar eru skráð fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 12,1% af heildinni samanborið við 12,4% í fyrra. Næst- mest fer nú til Grindavíkur, eða 10,6% af heildinni sem er sam- dráttur um 0,8 prósentustig frá fyrra ári. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum ráða fyrir 9,9% úthlutunarinnar eins og í fyrra. Til samanburðar má nefna að árið 2013 var aflahlutdeild Reykjavíkur 13,3%(14,2% árið 2012), Grindavíkur 8,4% og Vestmannaeyja 11,2%. Bátum með krókaaflamark fækk- ar milli ára, þeir eru nú 281 en voru 297 í fyrra. Skipum í aflamarkskerf- inu fækkar um 14 á milli ára og eru nú 223. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað rúmum 200 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá rúm 177 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarks- bátar fá tæp 50 þúsund tonn. Um 1.570 þorskígildistonnum er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en það er svipað og í fyrra og fara þau til 30 báta sam 5,3% í stuðning og strandveiðar Árlega ráðstafar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra ákveðnum aflaheimildum, nú 5,3% heildarkvót- ans, til að mæta sérstökum úthlutunum og strandveiðum. M.a. er um að ræða byggðarlög sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og eru háð veiðum eða vinnslu á botnfiski. Einnig byggðar- lögum sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum. Skipum fækkar milli kvótaára  Alls fá 504 skip úthlutað aflamarki að þessu sinni samanborið við 534 á fyrra fiskveiðiári  Fiski- stofa úthlutaði 369.925 tonnum í þorskígildum  HB Grandi fékk úthlutað 10,3% af heildarkvótanum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Guðmundur i Nesi RE 13 Fékk úthlutað hæstu aflamarki. Togarinn er 2.464 brúttótonn, smíðaður í Noregi 2000. Aflamark/þorskígildi » Aflamark er notað yfir árleg- ar aflaheimildir sem hverju skipi er úthlutað í hverri teg- und. » Þorskígildi eða þorskígildis- tonn eru orð sem notuð eru til að bera saman afla af mismun- andi tegundum sjávarfangs. » Þorskígildistonn er það afla- magn eða veiðikvóti af tiltek- inni tegund sem telst jafn- verðmætt og eitt tonn af þorski. » Leyfilegur heildarafli er ákveðinn af ráðherra eftir til- lögum Hafrannsóknastofn- unar. Hér er listi yfir skip sem hafa feng- ið úthlutað 3.000 þorskígildis- tonnum eða meira. Skuttogarar eru í 43 efstu sætunum yfir þau skip sem fengu aflamark. „Athygli vek- ur að togurum fækkar enn, þetta árið um tvo en þeim hefur fækkað um 12 frá upphafi fiskveiðiársins 2013/2014 og eru þeir nú 43 í ís- lenska flotanum,“ segir Fiskistofa. Hæsta úthlutun NAFN SKIPS HEIMAHÖFN AFLAMARK Guðmundur í Nesi RE Reykjavík 8.324.297 Kaldbakur EA Akureyri 8.086.046 Gullberg VE Vestmannaeyjar 7.493.792 Júlíus Geirmundsson ÍS Ísafjörður 7.121.951 Málmey SK Sauðárkrókur 6.847.904 Vigri RE Reykjavík 6.813.571 Björgvin EA Dalvík 6.693.818 Ottó N Þorláksson RE Reykjavík 6.569.100 Höfrungur III AK Akranes 6.476.761 Helga María AK Akranes 5.489.555 Arnar HU Skagaströnd 5.483.196 Sturlaugur H Böðvarsson AK Akranes 5.479.371 Gnúpur GK Grindavík 5.455.395 Hrafn Sveinbjarnarson GK Grindavík 5.373.226 Kleifaberg RE Reykjavík 5.232.600 Örfirisey RE Reykjavík 4.989.332 Mánaberg ÓF Ólafsfjörður 4.956.969 Ásbjörn RE Reykjavík 4.926.812 Klakkur SK Sauðárkrókur 4.899.637 Björgúlfur EA Dalvík 4.779.889 Barði NK Neskaupstaður 4.751.413 Ljósafell SU Fáskrúðsfjörður 4.448.977 Páll Pálsson ÍS Hnífsdalur 4.399.558 Sigurbjörg ÓF Ólafsfjörður 4.383.320 Sirrý ÍS Bolungarvík 4.345.366 Snæfell EA Akureyri 4.307.607 Oddeyrin EA Akureyri 4.281.712 Þórunn Sveinsdóttir VE Vestmannaeyjar 3.934.727 Sóley Sigurjóns GK Garður 3.918.131 Múlaberg SI Siglufjörður 3.111.701 Bjartur NK Neskaupstaður 3.060.347 Heimild: Fiskistofa Togarar í efstu sætunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.