Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 39
✝ Sólveig Guð-laugsdóttir
fæddist í Vík í
Mýrdal 24. desem-
ber 1924. Hún lést
á sjúkrahúsinu á
Selfossi 19. ágúst
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Matthildur Jak-
obsdóttir, fædd
24. ágúst 1892, og
Guðlaugur Gunnar Jónsson,
fæddur 8. febrúar 1884. Sól-
veig var send í fóstur austur í
Hlíð í Skaftártungu til Val-
gerðar Gunnarsdóttur sex ára
gömul og ólst þar upp.
Systkini Sólveigar voru 14
og eru í aldursröð talin: Jak-
ob, f. 1917, d. 1992, Val-
gerður, f. 1918, d. 2002, Jón, f.
Hjálmar Hermannsson. Synir
hennar eru Guðjón, Haukur,
Atli og Eggert og barnabörnin
eru sex. 2) Unnur sem er gift
Jóhannesi Óttari Svavarssyni.
Börn þeirra eru Sólveig, Svav-
ar og Íris Dögg og barnabörn-
in eru átta. 3) Eggert, giftur
Bryndísi Helgu Hannesdóttur,
synir þeirra eru Guðjón Helgi,
Hannes Pétur, Brynjar Freyr
og fóstursonur Stefán Örn.
Barnabörnin eru fimm.
Sólveig var heimavinnandi
fyrstuhjúskaparárin en hóf
störf á Hrafnistu í Reykjavík
árið 1969 og vann þar til sjö-
tugs. Árið 2000 flutti hún á
Stokkseyri og þaðan í þjón-
ustuíbúð í Grænumörk á Sel-
fossi stuttu síðar. Síðustu þrjú
árin dvaldi hún á hjúkrunar-
heimilinu Hjallatúni í Vík í
Mýrdal. Síðustu árin bjó hún
með Árna Sigurjónssyni, sem
lést hinn 22. ágúst síðastlið-
inn.
Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
1919, d. 2008, Ant-
on, f. 1920, d.
1993, Guðrún, f.
1922, d. 1999,
Guðfinna, f. 1923,
d. 1998, Guðlaug
Sigurlaug, f. 1926,
d. 2006, Einar, f.
1927, d. 1996,
Guðbjörg, f. 1929,
d. 2009, Ester, f.
1931, Erna, f.
1932, d. 2009, Þor-
steinn, f. 1933, d. 1999, Svav-
ar, f. 1935, d. 2002, og Guð-
laug Matthildur, f. 1938.
Sólveig giftist Guðjóni Egg-
ertssyni bifreiðastjóra hinn 27.
júní 1947. Þau hófu búskap í
Reykjavík. Guðjón lést hinn
13. desember 1990. Börn
þeirra eru: 1) Sigríður Kol-
brún, f. 1946, sambýlismaður
Nú er komið að kveðjustund
og mig langar að minnast Sól-
veigar elskulegrar tengdamóð-
ur minnar fáeinum orðum. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast þessar lífsglöðu
konu fyrir um 30 árum, þegar
ég kynntist eiginmanni mínum
Eggert Guðjónssyni.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Sólveigu, eða
ömmu Sólveigu eins og hún oft-
ast var kölluð hjá okkur, en
betri tengdamóður er ekki
hægt að hugsa sér. Sólveig var
alltaf svo jákvæð, ljúf og ósér-
hlífin.
Alltaf var hún tilbúin að
rétta hjálparhönd og hafði al-
veg sérstakt lag á börnum. Alls
staðar þar sem börn voru
hændust þau að henni. Ef veisl-
ur voru í fjölskyldunni eða á
öðrum mannamótum var það
nokkuð víst að amma Sólveig
væri í einhverju herberginu að
leika við börnin.
Ég minnist ótal margra ferð-
laga þar sem Sólveig kom með
okkur fjölskyldunni í útilegur
og í sumarbústaði. Hún var
alltaf til í að koma með, hvort
sem það var tjaldútilega á
Bindindismótið í Galtalæk, þá
komin á áttræðisaldur, eða í
sumarbústað víðs vegar um
landið.
Sólveig var sjálfstæð og tók
ekki annað í mál en að vera
með sitt eigið kúlutjald. Strák-
arnir okkar nutu þess líka að
hafa ömmu Sólveigu með í
þessum ferðum og hafði hún
alltaf tíma fyrir þá.
Þá áttum við fjölskyldan ófá-
ar stundirnar með ömmu Sól-
veigu í litla ættaróðalinu henn-
ar, eins og við kölluðum
Lækjarmót í Vík í Mýrdal, þar
sem hún undi sér svo vel. Í Vík
fór amma Sólveig ófáa göngu-
túrana með strákana niður að
sjó eða út með Reynisfjalli.
Einnig minnist ég jólanna
sem ekki voru komin fyrr en
amma Sólveig væri kominn til
okkar.
En frá því að Guðjón tengda-
faðir minn lést árið 1990 var
amma Sólveig alltaf með okkur
á aðfangadagskvöld eða allt
þangað til hún flutti í Hjallatún
fyrir þremur árum og heilsunni
fór verulega að hraka.
Ég kveð með söknuði en
miklu þakklæti elsku Sólveigu,
tengdamóður mína, en eftir lifir
falleg dýrmæt minning um ynd-
islega konu sem auðgaði líf
allra þeirra sem kynntust
henni.
Bryndís.
Tvær manneskjur standa
undir Gvendarfossi og baða sig,
önnur stór og falleg, hin lítil og
mjó með svart hár, báðar með
sjóhatt.
Stóra konan er hún Sigga, og
ég er nafna hennar, litla stelp-
an er Sólveig og hún er mamm-
an okkar.
Mamma ólst upp í Hlíð, hún
dafnaði, var falleg stúlka, alltaf
glöð og brosmild.
Árin liðu svo einhvers staðar
hitti hún pabba og ég varð til. Í
september er hún farin frá
Hlíð, þá þurfti marga að kveðja
og ég hef grun um að margar
góðar óskir hafi hún fengið á
hlaðinu þennan morgun.
Í Vík kemur hún og þar fæð-
ist ég fallegan laugardag. Pabbi
kemur fljótlega og sækir okk-
ur.
Búið er um mig í þvottabala
og sett í drossíuna hans, eflaust
með nesti því leiðin var löng.
Til Reykjavíkur komum við
um kvöld. Þá er búið um mig í
kommóðuskúffu, daginn eftir
erum við flutt á Laugarmýra-
blett. Föðuramma mín og
pabba fólk hefur örugglega
passað upp á að ekkert vantaði
og við orðin fjölskylda. Rúmu
ári seinna fæddist systir mín
Unnur.
Heyrt hef ég að ég hafi haft
gaman af að láta hana grenja,
mamma fyrirgaf það kannski
þegar ég málaði hana rauða.
Nokkrum árum seinna fluttum
við á Laugalæk. Mikill gesta-
gangur var á heimilinu, það
fannst mömmu gaman. Pabbi
átti bíl svo tök voru á ferðalög-
um – stundum farið í Skorra-
dal, tjaldað gömlu tjaldi og við
systurnar settar í svefnpoka
sem merktir voru breska hern-
um, kveikt á prímus, tjaldið hit-
að upp og búið til kakó. Enn
man ég suðið í prímusnum. Í
prímusnum var allt eldað og oft
rauðar vínarpylsur.
Í Skorradalnum átti pabbi
ættingja á Háavelli. Við fórum
þangað og víðar um Borgar-
fjörðinn. Leiðin lá líka austur í
Hlíð.
Viðtökurnar voru góðar og
hlýjar og mamma naut sín.
Hún hafði frá svo mörgu að
segja. Sjálf gleymi ég ekki búð-
inni á loftinu, þar var lyktin
góð og margt til. Árin liðu, svo
eignuðumst við bróður, þá var
mikið að snúast hjá mömmu og
pabba – ekkert smá fínn dreng-
ur það.
Mamma vildi alltaf að við
værum fín, lengi vel saumaði
hún á okkur svo seinna fengum
við búðarföt. Hún eldaði og
bakaði gerði allt, dekraði við
pabba og gesti sína, alltaf var
til pláss og matur í pottinn. Ár-
in liðu svo komu barnabörn og
öll fengu þau dekur hjá ömmu
og afa.
Alveg þótti sjálfsagt eftir að
þau fengu sér litasjónvarp að
við mættum með þau öll til að
horfa á sjónvarpið í lit. Seinni
árin ferðuðust þau mikið til út-
landa, komu alltaf færandi
hendi heim og sögurnar oft
mergjaðar.
Bæði voru þau dökk yfirlit-
um og fallegt fólk, einstaklega
geðgóð og vinmörg, trygg sínu
fólki.
Mamma vann á Hrafnistu og
líkaði henni vel. Hún hætti að
vinna 70 ára og flutti á Stokks-
eyri í nokkur ár. Ísabella var
mikið hjá langömmu sinni,
samt voru þau, langömmubörn-
in, öll í huga hennar.
Ég gleymi aldrei hvað mikið
var að gera þegar Íris kom
dagsferð með sín tvö á Stokks-
eyri og þau enduðu öll austur í
Vík.
Sjálf á ég mömmu svo margt
að þakka. Hún vildi að ég yrði
hjúkrunarkona, hélt kannski að
það hentaði vel. „Væri ekki
betra að stelpan lærði að verða
ljósmóðir,“ sagði pabbi, „þá
þarf hún bara að hugsa“. En ég
fór að ráðum mömmu. Við ferð-
uðumst mikið saman bæði inn-
an- og utanlands.
Síðustu árin var hún í Hjal-
latúni, fyrst átti hún góðan
tíma en undir lokin var gleðin
horfin, heyrnin búin.
Eitt verð ég að segja, ég hef
ekki séð fólk deyja svona fal-
lega eins og hún gerði. Rúmum
tveimur sólahringum seinna dó
vinur hennar hann Árni, besti
vinur hennar.
Sigríður Kolbrún
Guðjónsdóttir.
Meira: mbl./minningar
Þegar ég hugsa um ömmu
Sólveigu streyma fram margar
góðar og skemmtilegar minn-
ingar um einstaklega blíða og
góðhjartaða konu sem tók alltaf
á móti mér með opnum örmum.
Við sátum gjarnan við eld-
húsborðið, spjölluðum um allt
og ekkert og spiluðum rommý.
Mér fannst alltaf voða gott
að vera hjá ömmu og afa í Álftó
og sótti ég mikið í að vera þar
og oftar en ekki vorum við þar
þrjú saman, ég, Eggert og Atli,
synir Siggu.
Amma var mjög skapgóð og
man ég ekki eftir að hún hafi
nokkurn tímann hækkað róm-
inn né skammað okkur, hún
sagði bara: „uss krakkar, við
skulum ekki segja nokkrum
einasta manni frá þessu,“ og
brosti.
Amma var mjög sjálfstæð og
lét ekki bílleysi aftra sér. Hún
labbaði mikið og notaði strætó
og rútu óspart til að komast á
milli staða.
Hún fór í sund flesta morgna
og labbaði ég stundum með
henni, við löbbuðum líka oft
niður á Klambratún en
skemmtilegast var að labba
með henni um Vík.
Vík skipaði alltaf stóran sess
hjá ömmu og fór hún reglulega
austur, ég var svo lánsöm að fá
að fara stundum með henni, og
ef heppnin var með okkur þá
komumst við í fýlaveislu hjá
Guðlaugu Sigurlaugu.
Eitt skiptið er við Eggert
vorum að gista hjá ömmu
spurðum við hana hvort hún
vildi fara með okkur til Víkur.
Amma sagði að það þyrfti að
þrífa og ef að það yrði búið
þegar hún kæmi heim úr
vinnunni mætti skoða það að
fara austur.
Við Eggert létum ekki segja
okkur það tvisvar, um leið og
amma var farin í vinnuna um
morguninn, spruttum við á fæt-
ur og drógum fram ajaxið og
þrifum allt hátt og lágt. Amma
kom svo heim eftir hádegi og
þá var drifið í að pakka niður
og farið í rútu til Víkur . Ömmu
fannst alltaf mjög gaman að
rifja upp það sem við gerðum
saman og minntist þá oftar en
ekki á þessa ferð og á megnu
ajaxlyktina sem tók á móti
henni og sagði: „uss, Íris
manstu,“ og hló.
Takk fyrir allt, elsku besta
amma mín.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa)
Íris Dögg J
óhannesdóttir.
Sólveig
Guðlaugsdóttir
Ég vil minnast minnar kæru
mágkonu, Sólveigar Guðlaugs-
dóttur sem andaðist fyrir
stuttu síðan eftir erfið veikindi.
Við kynntumst árið 1944 í
Reykjavík og um leið bróðir
hennar sem síðar varð mað-
urinn minn.
Við fórum oft saman út að
skemmta okkur og í ferðalög
saman, hringferð um landið og
til Víkur.
Þetta voru ánægjulegar sam-
verustundir. Sólveig var ein-
stök manneskja og lagði alltaf
gott til málanna. Sólveig var
vel verki farin til handanna,
prjónaði og saumaði og hafði
gaman af að veita dálitla til-
sögn þar sem það átti við.
Þegar ég og Jakob maðurinn
minn fluttum austur að Skafta-
felli komu Sólveig og maður
hennar eiginlega á hverju
sumri í heyskapinn. Var þá oft
mikill gleðskapur, ekki síst
meðal barnanna.
Sólveigu þakka ég samfylgd-
ina löngu, hún lifir í hugum
þeirra sem hana þekktu.
Ég votta öllum nánustu að-
standendum mína innilegustu
samúð.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er
Eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
Og þegar tíminn minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Guðveig Bjarnadóttir.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar
Bróðir okkar og mágur,
STEFÁN AÐALBERGSSON
bifreiðarstjóri,
Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu 22. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Pálmi B. Aðalbergsson, Björk Lind Óskarsdóttir,
Andrés V. Aðalbergsson, Ólöf Konráðsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Fjölskylda hjónanna,
ÓLAFS KARLSSONAR
og
RÓSU FJÓLU GUÐJÓNSDÓTTUR
sendir innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju vegna andláts þeirra.
Öllum þeim er önnuðust Ólaf og Rósu í veikindum þeirra eru
færðar sérstakar þakkir.
Sérstakar þakkir fá séra Hjálmar Jónsson og Svansprent fyrir
hlýju og vináttu.
Magnús Ólafsson, Elísabet Sonja Harðardóttir,
Hulda Karen Ólafsdóttir,
Elísabet Ó. Hafstein, Jóhann J. Hafstein,
barnabörn, langafa- og langömmubörn
og langalangafa- og langalangömmubörn.
FALLEGIR LEGSTEINAR
VERIÐ VELKOMIN
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
KYNNINGAVERÐ
Faðir okkar, afi og langafi,
ÓLI JÓHANN KLEIN,
lést af slysförum 20. ágúst. Útför hans fór
fram í kyrrþey 31. ágúst frá Fossvogskirkju.
.
Sigurður Óskar Klein,
Jens Kristján Klein,
Elías Erlingsson,
barnabörn og barnabarnabarn.