Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 5. september
Börn & uppeldi
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 9. sept.
SÉRBLAÐ
Víða verður komið við í uppeldi barna
í tómstundum, þroska og öllu því sem
viðkemur börnum frá fæðingu til 12 ára aldurs.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess
fyrr en síðar. Fólk vill leggja þér lið núna, gefa
þér gjafir, gera þér greiða og lána þér hluti.
20. apríl - 20. maí
Naut Dragðu það fram eftir degi að ganga frá
hvers konar kaupum eða samningum. Hálfn-
að er verk þá hafið er og kemst þótt hægt
fari.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ferðaáætlanir þínar virðast ætla að
ganga upp. Reyndu að halda aftur af löngun
þinni til að kaupa eitthvað um leið og þér
sérð það. Fall er fararheill.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Lærðu að greina á milli þess sem þú
þarfnast og þess sem þú getur verið án. Var-
astu að ganga á bak orða þinna, það getur
dregið dilk á eftir sér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef þú hefur ekki stuðningslið í kringum
þig, þá er núna tími til að fá sér eitt. Hafðu
það hugfast þegar þér finnst verkefni dagsins
taka á sig snúnar myndir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það skiptir engu máli hversu lengir þú
talar, fólk er ekki að hlusta. Menn munu sjá
þegar mál skýrast að þú hefur rétt fyrir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert ekki í góðu jafnvægi og kemur
ekki auga á ástæðuna. Hafðu augun opin og
ekki láta sárindi í fortíðinni hindra að þú nýtir
tækifæri nú.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það mun reyna verulega á þig í
dag, en þú ert tilbúin/n í slaginn og sérð fram
á að geta gert hlutina. Ekki er ráð að draga
framkvæmdir heima á langinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ótilgreind innkaup hafa hugs-
anlega vakið sektarkennd hjá þér. Þú áttar
þig á því hverjir veikleikar þínir eru. Hikaðu
ekki við að notfæra þér tengslanet þitt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu að misnota góðvild vinar
þíns þótt þægilegt sé að þurfa ekki að ganga í
málin sjálf/ur. Einhver er ekki að vinna
heimavinnuna sína og það pirrar þig óstjórn-
lega, sá pirringur fer verst með þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur svo margt á þinni könnu
að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í
ermina á þér. Allir eru að gera sitt besta og
líka þú.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert eitthvað annars hugar í dag og
ættir því að fara þér hægt í ákvarðanatöku.
Ekki hika við að láta í þér heyra ef þú kemur
auga á óveðursský á himni.
Síðasta laugardagsgáta var semendranær eftir Guðmund Arn-
finnsson:
Yfir hæð á fold ég fer.
Í fornöld þarna kappi bjó.
Sveitarfélag heitir hér.
Hygg ég vera birkiskóg.
Þessi gáta vafðist fyrir fólki en
þó barst ein rétt lausn frá Hörpu á
Hjarðarfelli:
Yfir holtið oft hann fór
átti Holt sá bógurinn.
Ekki Holtshreppur var stór.
Óx í holti skógurinn.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Á hauðri yfir holt ég fer.
Í Holti kappinn Þorgeir bjó.
Sveitarnafnið Holt er hér.
Holt menn áður nefndu skóg.
Og lætur limru fylgja:
Réttarholtsbóndinn Refur,
sá rækallans krummanefur,
til veðurs gáir,
í veður spáir
og veður af öllu hefur.
Síðan að viku liðinni segir Guð-
mundur:
Hér er gátu ómynd ein
auðveld við að glíma.
Varla skáldin verða sein
verðugt svar að ríma.
Þá er það gátan:
Á helgum tíðum hann er framinn.
Hann er af rímnaskáldum saminn.
Hungraðir þann hefja enn.
Hálsi fullum iðka menn.
Á miðvikudaginn skrifaði Fía á
Sandi að mikið væru fréttirnar
daprar að undanförnu. – „Maður
getur jafnvel ekki ort um þær. Ég
fann þessa gömlu stöku, breytti
henni aðeins og ætla að fara að ráð-
um hennar:
Ei má heimsins sorg og sút
setjast að í geði.
Drekkum út úr einum kút
og yrkjum svo um gleði.“
Og bætti síðan við síðar um dag-
inn að það væru ekki ferðir til fjár
fyrir fátæklinga að safna matar-
forða í ár. Krækiber engin og aðal-
bláberin með ryðsvepp.
Leitaði en lítið fékk
þó lengi sliti ég skónum.
Kaupauka ég fínan fékk
í fyrra í berjamónum.
En áður hafði Hjálmar Frey-
steinsson ort:
Hér á Fróni flest er dýrt,
í fátækt þraukum sárri.
Hjá Kaupþingi er kaupið rýrt
en kaupaukarnir skárri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Oft er í holti heyrandi nær
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlaupa,
ekki ganga, inn
kirkjugólfið!„ÉG RÆÐ EKKI VIÐ ÞAÐ, ÉG ER
MEÐ AFPLÁNUNARBREST.“
„HERRA KAMBAN, ÞAÐ ER MAÐUR HÉR AÐ
SÆKJA UM STARFIÐ. HANN LÍTUR EKKI ÚT
FYRIR AÐ VERA SÁ SKARPASTI.“
ELÍN,
ÉG VAR AÐ SEMJA
ÁSTARLJÓÐ.
VILTU HEYRA ÞAÐ?
ER ÞAÐ TIL
ÞÍN SJÁLFS?
ÞAÐ HEITIR
„APPELSÍNUGULT
ER HIÐ NÝJA
SEXÍ.“
ÉG ER
KOMINN HEIM
AF BARNUM!
ÉG VEIT! ÉG FINN
LYKTINA AF HELLTUM
BJÓR Á FÖTUNUM
ÞÍNUM HINGAÐ!
ÉG SETTI ÞAU Á
GÓLFIÐ EF ÞÚ SKYLDIR
VILJA ÞVO ÞAU…
ÓKEI…
…EN VÆRI
ÞÉR SAMA ÞÓ
AÐ ÞÚ FÆRIR
ÚR ÞEIM?
Jesús sagði: …Guði er ekkert um
megn. (Mt. 19.26)
Mikil ósköp sem það gladdisplunkunýtt körfuboltahjarta
Víkverja að sjá íslenska karla-
landsliðið í körfubolta sigra Sviss-
lendinga á heimavelli í vikunni.
Leikurinn var mjög spennandi
vægast sagt þrátt fyrir að Íslend-
ingar hafi leitt leikinn þá þótti Vík-
verja leikurinn mjög tvísýnn á köfl-
um.
Víkverji verður að viðurkenna að
hann er nýbyrjaður að horfa á
körfubolta og er alls ekki svikinn af
útkomunni. Hingað til hefur hann
ekki haft neinn áhuga á þessari
íþrótt en gott gengi íslenska karla-
landsliðsins og sjónvarpútsend-
ingar af leikjunum hefur spilað
stóra rullu í því að draga hann að
skjánum. Snilli Víkverja sjálfs í
þessari boltaíþrótt er ekki fyrir að
fara. Hvorki í þessari né öðrum.
x x x
Auðvitað er það jákvætt að Vík-verji sé farinn að fylgjast með
körfuboltanum með öðru auganu.
En honum verður samt hugsað til
glataðs tíma, tíma sem hann hefði
getað nýtt og horft á körfubolta.
Víkverji lætur að sjálfsögðu
kvennakörfuboltann ekki framhjá
sér fara og fylgist spenntur með
gengi félagsliða og einnig landslið-
inu. Víkverji er hins vegar eitt
spurningarmerki þegar kemur að
dómgæslunni. Hann skilur hvorki
upp né niður en veit að þetta heitir
villa. Það er nóg í bili.
x x x
Ungt og efnilegt íþróttafólk þykirVíkverja alltaf afskaplega
skemmtilegt að horfa á. Sjá flotta
takta, snerpu, hraða og klókindi.
Eitt er víst að nóg er til af efnilegu
og flottu íþróttfólki hér á landi.
x x x
Í hvert sinn sem ólympíuleikar eruhaldnir og þeir sýndir í sjónvarp-
inu rifjast það upp fyrir Víkverja
hversu gaman honum þykir að
horfa á íþróttir. Allar íþróttagrein-
arnar eru jafn skemmtilegar að
mati Víkverja en hann verður að
viðurkenna að fimleikar og hlaup
eru þó í sérflokki. Svo ekki sé nú
talað um góða lýsingu flinks
íþróttaþular með sjónvarps-
konfekti. – víkverji@mbl.is
Víkverji