Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
✝ Guðrún Sigríð-ur Valgeirs-
dóttir fæddist á
Gemlufalli í Dýra-
firði 11. ágúst 1934.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsi Ísa-
fjarðar 23. ágúst
2016.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg Mar-
grét Guðmunds-
dóttir, hún ólst upp
að Mýrum í Dýrafirði, f. 15. sept-
ember 1901, d. 8. mars 1993, og
Valgeir Jónsson frá Höfðaströnd
í Grunnavíkurhreppi, f. 3. apríl
1899, d. 5. júlí 1981. Þau hófu bú-
skap að Gemlufalli í Dýrafirði.
Ingibjörg og Valgeir eignuðust
alls níu börn og var Guðrún sú
sjötta í röðinni. Hin eru: Guð-
björg Sigrún, f. 28. mars 1926, d.
27. október 2011, Jón Kristinn, f.
25. október 1927, d. 7. maí 1999,
Ingibjörg Elín, f. 21. febrúar
1929, Anna Jónína, f. 4. apríl
1931, d. 21. febrúar 2012, Arnór,
f. 9. ágúst 1932, Elísabet, f. 6. júlí
1936, Friðrik Halldór, f. 11. febr-
úar 1940, d. 4. júlí 2006, og Guð-
rik, f. 5.3. 1965, maki: Júlía Mar-
grét Jónsdóttir, 5.2. 1969. 7) Kol-
brún, f. 11.11. 1966, maki:
Erlendur Geirdal, f. 24.10. 1963.
8) Guðrún Sigríður, f. 26.3. 1971.
Alls eru afkomendurnir orðnir 51
talsins.
Tæpra tveggja ára fór Guðrún
í fóstur til Hagalíns Guðmunds-
sonar og Magneu Jónsdóttur að
Lækjarósi í Dýrafirði og fluttist
síðan með þeim að Hrauni á Ingj-
aldssandi þar sem hún ólst upp
ásamt sex fóstursystkinum. Þau
eru: Ólafía, Guðmundur, Mar-
grét, Valdís, María og Viggó.
Átján ára réðst hún sem kaupa-
kona eitt sumar að bæ í Borgar-
firði og flutti svo um haustið til
Ísafjarðar þar sem hún hóf störf
á sjúkrahúsinu. Á Ísafirði kynnt-
ist hún Matthíasi og þar hófu þau
búskap og bjuggu síðan alla sína
tíð á Ísafirði. Guðrún var heima-
vinnandi að mestu á meðan börn-
in voru lítil en þegar það elsta var
14 ára fór hún að vinna í rækju-
verksmiðjunni O.N. Olsen. Síðar
starfaði hún í öðrum rækjuverk-
smiðjum og samtals vann hún 34
ár í rækjunni. Jafnframt því og
inni á milli vann hún við ræst-
ingar og stundum sem nætur-
vörður á hótelinu.
Guðrún verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 3. sept-
ember 2016, og hefst athöfnin kl.
14.
mundur, f. 6. ágúst
1942.
Guðrún giftist 24.
desember 1955
Matthíasi Vilhjálms-
syni, f. 9. desember
1933, d. 18. maí
1999. Foreldrar
hans voru hjónin
Sesselja Svein-
björnsdóttir f. á
Botni í Súgandafirði
11. febrúar 1893, d.
10. desember 1950, og Vilhjálmur
Jónsson, f. á Höfða í Grunnavík-
urhreppi 25. maí 1888, d. 24. nóv-
ember 1972.
Börn Guðrúnar og Matthíasar
eru: 1) Sesselja Magnea, f. 16.8.
1955, maki: Kristján Hilmarsson,
f. 28.3. 1956. 2) Ómar Hafsteinn,
f. 16.8. 1956, maki: Guðný Guð-
mundsdóttir, f. 27.9. 1954. 3) Ingi-
björg Margrét, f. 15.8. 1957,
maki: Jökull Jósefsson, f. 2.8.
1952. 4) Auður Kristín, f. 18.10.
1959, maki: Aðalsteinn Ómar Ás-
geirsson, f. 3.11. 1958. 5) Vil-
hjálmur Valgeir, f. 11.1. 1963,
maki: Ásdís Birna Pálsdóttir, f.
16.8. 1969. 6) Guðmundur Frið-
Við skulum bera harm í hljóði
henni biðja góðra stunda,
minnast þess í mildu ljóði
konu sem hvarf til æðri funda.
Á saknaðarstundu er sárt að kveðjast
safnast að huganum liðin kynni,
því er einnig svo gott að gleðjast
af gjöfum hennar á vegferðinni.
Og þó að svíði í sálarundur
sorg sem tíma hugann þreyti,
þá munu trega- og tárastundir
tímannn lækna að ýmsu leyti.
(Sigríður Meyvantsdóttir.)
Elsku mamma. Ég kveð þig
með tárum. Þú hefur alltaf verið
klettur í mínu lífi.
Það leið ekki sá dagur að þú
vildir allt um alla vita. Börn,
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabarn. Ef einhver var að
ferðast, hvort sem það var á landi, í
lofti eða á sjó þá fylgdist þú með
öllu. Þar kom sér vel að hafa texta-
varpið.
Þú varst dugleg, glöð, gjafmild
og kjarnakona. Þú vildir allt fyrir
alla gera.
Þú hefur alltaf verið til staðar
fyrir mig. Þegar barnabörnin
komu í heiminn þá fylgdist þú með
þeim. Þegar þau komu í heimsókn,
þá ríkti alltaf gleði.
Síðustu mánuðir hafa verið erf-
iðir, bæði fyrir okkur og ekki síst
fyrir þig, elsku mamma. En þú
barst harm þinn í hljóði, barst höf-
uðið hátt. Það eru margar minn-
ingar sem fara í gegnum hugann á
svona stundu.
Hinn 11. ágúst sl. er þú varðst
82 ára komum við systkinin sem
hér voru og þau sem komu að, til að
halda upp á afmælið þitt uppi á
sjúkrahúsi með tertu og kaffi. Dag-
arnir á undan voru spennandi þar
sem þú vissir að barnabarn var að
koma í heiminn og var það einlæg
ósk að barnið kæmi á þessum
merkisdegi. En allt kom fyrir ekki.
Stúlkan vildi sinn eigin afmælisdag
og kom hinn 12. ágúst falleg og
spræk. Þér þótti vænt um að fá
hana í fangið einni klst. eftir fæð-
ingu. Mikið var fallegt að sjá ykkur
saman þennan dag.
Hinn 21. ágúst var ákveðið að
skíra stúlkuna, og var óskað eftir
að þú héldir á barninu undir skírn.
Það var auðsótt mál. Alla dagana
fram að skírn varst þú með puttana
í öllum undirbúningi eins og þér
einni var lagið. Já, það er ekki of-
sögum sagt að þú hafir verið dugn-
aðarforkur og gleðigjafi allt þitt líf.
Þegar nær dró skírn vissir þú í
hvað stefndi án þess að segja eitt
eða neitt. Einn daginn þegar ég var
hjá þér baðstu mig um að hringja í
Guðmund Hagalínsson, fóstur-
bróður þinn (þú sagðir alltaf að
hann væri besti bróðir þinn) og
baðst hann um að koma strax, þú
þyrftir að tala við hann. Ekki vissi
ég hvert erindið þitt var við hann,
en tárin læddust fram þegar þú
baðst hann um að halda á barninu
undir skírn, þar sem þú vissir í
hvað stefndi og máttur þinn þverr-
andi.
Mér varð á orði að þú kæmir
mér sífellt á óvart. Þessi bón var
efnd og falleg var athöfnin. Já,
mamma, þú varst engri lík.
Hinn 23. ágúst var sorgardagur
er þú kvaddir þennan heim. En ég
veit að pabbi hefur tekið vel á móti
þér því samrýndari hjón var vart
að finna.
Ég er viss um að þú hefur bakað
pönnukökur fyrir alla sem voru þér
kærir og voru farnir yfir móðuna
miklu.
Guð geymi þig, elsku mamma.
Starfsfólki á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði þakka ég góða
umönnun og hlýhug til okkar allra.
Þín dóttir,
Auður.
Nú þegar kjarnakonan Guðrún
Valgeirsdóttir, tengdamóðir mín,
er fallin frá leita góðar minningar á
hugann. Ég kynntist henni fyrir
rúmum þrjátíu árum er ég kom inn
í fjölskylduna og frá fyrstu tíð
reyndist hún mér vel. Minningarn-
ar eru um kraftmikla konu og glað-
væra svo gustaði af. Því Gunna
Valgeirs, eins og hún var jafnan
kölluð hafði létta lund og hress-
leika sem fékk mann til að taka eft-
ir og hlusta því hún hafði jafnan frá
mörgu að segja. Hún naut sín þeg-
ar hún lýsti skemmtilegum atvik-
um úr hversdagslífinu og þó sér-
staklega þegar hún rifjaði upp
prakkarastrik sín og Gumma bróð-
ur síns frá barnsárunum á Hrauni
á Ingjaldssandi. Þá hló hún og tísti
eins og henni var svo lagið. Þessir
eiginleikar hennar, ásamt um-
hyggjusemi fyrir samferðamönn-
um sínum, sköpuðu henni enda
orðspor sem sú hressa og
skemmtilega manneskja sem hún
var því allir sem kynntust henni
bera henni gott vitni. Börnin og
barnabörnin nutu eðlilega mestu
umhyggjunnar og hún reyndi eftir
megni að halda sambandi við þau
og fjölskyldur þeirra sem hún
fylgdist með eftir megni. Hafði oft
áhyggjur ef hún vissi af einhverj-
um í vanda og jafnvel bara á ferða-
lagi um þjóðvegina. Þá þótti henni
betra að fólkið hringdi í hana og léti
vita hvernig ferðin gengi allt þar til
áfangastað var náð. Þá fyrst varð
hún róleg. Það var alltaf svo gott að
koma í heimsókn til þeirra Matta
heitins á Urðarveginn á Ísafirði því
saman stóðu þau hjónin sem
traustur klettur í fjölskyldunni.
Séð var til þess að gesti skorti aldr-
ei neitt í mat og drykk og fiskiboll-
urnar hennar Gunnu, sem voru dá-
læti allra, voru hafðar í matinn að
minnsta kosti einu sinni í hverri
heimsókn. Við matargerðina voru
handtök hennar snögg og fumlaus
og það var eftirminnilegt að sjá
hana baka pönnukökur með hraði á
tveimur pönnum samtímis. Eftir
að Matti lést fyrir aldur fram árið
1999 fluttist hún í Sundstræti þar
sem hún bjó síðan. Gunna Valgeirs
var sannur Ísfirðingur og sagði þar
best að vera. Meira að segja veðrið
væri oftast betra þar en annars
staðar á landinu og minnti hún
gjarnan á það símleiðis suður til
okkar ef þannig stóð á að betra
veður væri fyrir vestan en á suð-
vesturhorninu. Hún sagði líka
margoft að aldrei mundi hún geta
hugsað sér að búa annars staðar en
á Ísafirði. Hún stóð við það þrátt
fyrir að hafa litist illa á bæinn milli
fjallanna fyrst þegar hún kom þar
átján ára gömul. En svo kynntist
hún Matta sínum og þau bjuggu
sér heimili og komu upp börnunum
átta.
Það er gott að geta yljað sér við
minningar um þá sómakonu sem
Guðrún Valgeirsdóttir var. Hennar
er sárt saknað og ég votta börnum
hennar og aðstandendum öllum
mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Valgeirsdóttur.
Erlendur Geirdal.
Elsku hjartans Gunna, amma
okkar.
Ég trúi því varla að þú sért farin
frá okkur, enda stórkostleg kona.
Nú er stórt skarð eftir í hjörtum
okkar en við vitum að nú ertu búin
að finna hann Matta þinn, enda
voruð þið eitt.
Mér finnst ég ótrúlega heppin
að hafa kynnst þér þegar ég kom í
fjölskylduna þegar við Jói Matti
urðum par fyrir 18 árum, þú tókst
mér mjög vel og var ég alltaf vel-
komin.
Gunna Valgeirs, eins og þú varst
alltaf kölluð, var hörkudugleg og
þú hugsaðir einstaklega vel um
þína nánustu. Það fór enginn
svangur frá þér og oft voru á borð-
um fiskibollur eða upprúllaðar
pönnukökur. Gunna fylgdist vel
með sínum nánustu og vildi vita um
ferðir og uppákomur hjá sínu fólki.
Við tvær áttum góðar stundir
saman og það verður skrítið að
koma vestur og eiga ekki góða
stund með kaffibolla og heyra hlát-
ur þinn.
Gunna Valgeirs var með fallegt
hjarta og var gjafmild með ein-
dæmum og gat vel verið stolt af
sínu. Allir sem búa á Ísafirði, eða
hafa búið þar, vita hver hún var
enda hörkudugleg, brosmild og
mikil kjarnakona.
Við eigum góðar minningar sem
munu lifa í hjarta okkar og mun ég
passa upp á að minning þín lifi hjá
börnum okkar Jóa Matta.
Jói Matti samdi ljóð þegar Matti
þinn dó og mér finnst við hæfi að
enda þessa grein með ljóði sem
hann samdi til þín.
Ó elsku amma svo ástkær og góð,
nú horfið á braut hefur þú.
Til afa ertu komin svo falleg og rjóð,
með söknuði við kveðjum þig nú.
(Jósef Matthías.)
Guð geymi þig.
Margrét Ólína, Jósef Matt-
hías, Ísabella Rún og Jökull
Gunnar.
Það er svo margt, svo ótal-
margt, sem rennur í gegnum huga
minn þegar ég hugsa til þín, elsku
mamma mín, og þarf að kveðja þig.
Þú hefur nú fengið hvíldina eftir
stutt en erfið veikindi, það var erf-
itt að horfa á þig veikjast svona
mikið, þú þessi kjarnakona sem
gast alltaf allt, baðst aldrei um
hjálp, þú bara gerðir þetta allt. Þú
ólst okkur átta systkinin upp ásamt
því að vera útivinnandi alla daga og
tókst svo að þér að þrífa skólann í
aukavinnu. Ég minnist með hlýju í
hjarta þeirra stunda sem ég átti
með þér þegar við þrifum skólann,
þá áttum við oft gott spjall og ég
átti þig út af fyrir mig, sem var nú
ekki auðvelt í svona stórum syst-
kinahópi, en þetta voru stundirnar
okkar. Ég gleymi því aldrei þegar
ég var í einhverri stofunni að
þurrka af að ég heyrði svo fallegan
píanóleik. Í forvitni minni fór ég að
athuga hver spilaði svona fallega á
píanó, ég varð svo hissa þegar ég sá
að það varst þú, elsku fallega
mamma mín, ég sem vissi ekki að
þú spilaðir á hljóðfæri. Þarna sast
þú og spilaðir eins og engill, ég stóð
hjá þér í góða stund með aðdáun-
arglampa í augunum yfir því hvað
mamma mín var flink. Ég man líka
vel eftir því þegar þú fórst með mig
að kaupa bindingar á skíðin mín í
laun fyrir hjálpina, það var góður
dagur.
Þegar maður hugsar til baka þá
bara skilur maður ekki hvernig þú
komst yfir allt það sem þú áork-
aðir, ósérhlífin með eindæmum og
alltaf boðin og búin að hjálpa til og
hugsaðir svo fallega til allra í kring-
um þig, þrátt fyrir rosalega stóran
barna-, barnabarna- og barna-
barnabarnahóp þá gleymdir þú
aldrei neinum einasta afmælisdegi.
Fram á síðasta dag varst þú að
hringja í fólk og kalla til þín til þess
að óska þeim innilega til hamingju
með afmælisdaginn. Þá var það
góð tilfinning fyrir stóran strák
sem var löngu farinn að búa sjálfur
að finna hvað mamma tók alltaf vel
á móti manni, alltaf var maður vel-
kominn til hennar, sama hversu lít-
ið eða stórt hún bjó, alltaf átti mað-
ur stað hjá mömmu. Þá áttum við
margar góðar stundir þegar ég
kom vestur í vinnuferðir í ófá
skipti, þá fór ég alltaf að kaupa fisk,
kartöflur, lauk, smjör, mjólk og
rúgbrauð, fór með allt til mömmu
áður en haldið var til vinnu og hún
græjaði fyrir strákinn sinn sínar
bestu fiskbollur í hvert skipti. Og
svo lét hún það berast að Guð-
mundur hennar hefði komið með
allt í fiskibollur og nú væri nóg til
og allir sem vettlingi gátu valdið
mættu í fiskibollur, þetta eru
heimsins bestu fiskibollur sem ég
er svo heppinn að geta gert áfram
fyrir mín börn og leyft þeim að
njóta áfram.
Elsku yndislega móðir, ég veit
að þú ert komin á góðan stað núna í
faðm pabba, veit að þú hefur sakn-
að hans mjög og nú eruð þið saman
á ný. Ég sé ykkur fyrir mér bæði
tvö sameinuð á ný með bros á vor
að fylgjast með okkur, sæl og
ánægð með ykkar ævistarf. Þótt
móðir mín sé nú aðeins minningin
ein mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti og hjartans
hlýju, fyrir allt og allt.
Ég kveð þig nú með tárum og
trega en hjartað fullt af yndisleg-
um og góðum minningum. Ég
elska þig alltaf.
Þinn,
Guðmundur, Júlía og börn.
Guðrún S.
Valgeirsdóttir
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Guðmundur Baldvinsson
Faðir okkar og tengdafaðir,
HAUKUR BERGSSON,
er látinn.
Útför hans verður gerð frá Guðríðarkirkju í
Grafarholti miðvikudaginn 7. september
klukkan 15.
.
Eva Hauksdóttir, Viðar Freyr Sveinbjörnsson,
Bergur Hauksson, Auður Harðardóttir,
Ólafur Steinar Hauksson, Bergþóra Hafsteinsdóttir,
Sigurður Hauksson, Kristín Axelsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR PÉTUR PÉTURSSON,
Lækjargötu 34e, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldu á Landspítalanum
þriðjudaginn 23. ágúst. Jarðsungið verður
frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. september klukkan 15.
.
Sæbjörg Ólafsdóttir,
Pétur Ingi Pétursson, Guðrún Björg Gunnarsdóttir,
Ásmundur Pétursson, Barbara Sirrý Jónsdóttir,
Kristín Edda Gunnarsdóttir,
barnabörn.
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLA KRISTINSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ
29. ágúst. Hún verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7.
september klukkan 13.
.
Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir,
Elín Birna Guðmundsdóttir,
Trausti Þór Guðmundsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR GUÐBJARTSSON,
Þorláksgeisla 10,
sem lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi laugardaginn 27. ágúst, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykjavík
þriðjudaginn 6. september klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi og Heimahlynningu Landspítalans fyrir
einstaka alúð og hjúkrun.
.
Bára Guðmundsdóttir,
börn, tengdadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.