Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 19
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, segir að tilraunauppboð á
aflaheimildum, sem fór fram í Fær-
eyjum í sumar, hafi tekist vonum
framar.
„Við vildum kanna hvort sjávar-
útvegsfyrirtæki í Færeyjum, sem
þegar ráða yfir aflaheimildum, hefðu
áhuga á að bjóða í veiðikvóta. Við
vildum einnig kanna hvort ný fyrir-
tæki gætu komist inn í kerfið þótt við
reiknuðum með að það yrði erfitt. Og
loks vildum við kanna hvort þetta
kerfi væri tæknilega framkvæman-
legt til langs tíma. Allt virkaði þetta
vel. Við gerum okkur grein fyrir því,
að þetta var takmörkuð tilraun en við
munum leggja mat á niðurstöðurnar
í vinnu okkar við að þróa nýtt stjórn-
kerfi í sjávarútvegi,“ sagði Høgni við
Morgunblaðið.
Færeyska
landstjórnin
sagði öllum
samningum um
veiðiheimildir
upp um áramótin
2007/2008 og var
uppsagnarfrest-
urinn 10 ár. Nýtt
kerfi á því að
taka gildi í byrj-
un árs 2018 og er miðað við að
ákvörðun um hvernig úthlutun afla-
heimilda verði háttað verði tekin á
næsta ári.
Ný ríkisstjórn, sem tók við völdum
í Færeyjum fyrir ári, skipaði nefnd
sem á að gera tillögur um nýtt út-
hlutunarkerfi fyrir aflaheimildir og í
tengslum við það nefndarstarf voru
takmarkaðar aflaheimildir fyrir mak-
ríl, síld og kolmunna og þorsk í Bar-
entshafi boðnar upp í sumar til eins
árs.
Ánægður með tilraunina
Þessi tilraun hefur sætt mikilli
gagnrýni, bæði áður en hún var gerð
og á eftir. Jørgen Niclasen, formaður
Fólkaflokksins, stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins í Færeyjum, sagði
m.a. í samtali við Morgunblaðið ný-
lega, að hann vissi ekki um neinn í
Færeyjum sem þætti þessi uppboðs-
leið góð hugmynd. Verði haldið
áfram á þeirri braut muni færeyskur
sjávarútvegur staðna og erlend fyrir-
tæki taka útveginn yfir.
Þessu vísar Høgni á bug. Hann
sagðist hafa tekið eftir því, að í ís-
lenskum fjölmiðum hafi því verið
haldið fram að útlendingar hefðu
keypt stærstan hluta veiðiheimild-
anna í uppboðinu. „Það er ekki rétt
og það voru miklar takmarkanir sett-
ar. Þau fyrirtæki, sem keyptu þennan
kvóta gátu ekki framselt hann öðrum.
Og uppboðið var einnig takmarkað við
fyrirtæki, sem þegar hafa veiðileyfi.
Það er rétt, að hluti sum þeirra fyr-
irtækja sem keyptu á uppboðinu hafa
aðgang að erlendu fjármagni en það
voru fyrirtæki, sem eru þegar fyrir á
markaðnum.
Ég er því mjög ánægður með þessa
tilraun. Það kom mér raunar á óvart
hve samkeppnin í útboðinu var hörð og
hvað tilboðsverðið var hátt. En mark-
miðið var ekki að fá eins miklar tekjur
og mögulegt væri í ríkiskassann; þá
hefðum við bara sett lög um veiðigjald,
heldur að kanna hvort svona kerfi geti
leitt til þess, að sjávarútvegsfyrirtækin
verðleggi veiðiheimildirnar sjálf. Og
þótt verðið hafi verið hátt í þessari tak-
mörkuðu tilraun lít ég þannig á að út-
gerðirnar séu reiðubúnar til að borga
hátt verð fyrir aðgang að auðlindinni.
Við þurfum svo að meta hvort verð-
lagningin verði önnur ef stærri hluti
af veiðiheimildunum verði settur á
uppboð og til lengri tíma.“
Høgni sagði, að nefndin, sem á að
koma með tillögur um hvernig hægt
verður að búa til markað með veiði-
kvóta og veiðiheimildir sé að skoða
ýmsar aðrar leiðir en þær, sem gerð-
ar voru tilraunir með í sumar.
„En það mikilvægasta er að við
gerum ekkert, sem ekki er hægt að
breyta. Það hefur legið afar nærri að
fiskveiðiréttindin í Færeyjum kæm-
ust í einkaeigu. Hefði það gerst hefði
nánast engin leið verið til baka. Nú
eigum við möguleika til að breyta
kerfinu vegna þess að við sögðum
upp veiðiheimildunum. Og í nýju
kerfi verður einnig að vera svigrúm
til endurmats svo tryggt sé að við
getum breytt hlutum komi í ljós að
þeir virki ekki eins og til var ætlast.“
Segir uppboðstilraun hafa tekist vel
Høgni Hoydal
„Við munum leggja mat á niðurstöðurnar í vinnu okkar við að þróa nýtt stjórnkerfi í sjávarút-
vegi,“ segir Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja Kom á óvart hvað tilboðsverðið var hátt
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Hálendisvakt björgunarsveitanna
lauk nú um mánaðamótin en hún
hefur gengið vel í sumar, að sögn
Jónasar Guðmundssonar, verk-
efnastjóra slysavarna hjá Slysa-
varnafélaginu
Landsbjörg.
„Við eigum
enn eftir að taka
tölfræðina saman
en tilfinningin
segir okkur að
atvikum, þar
sem aðstoðar
okkar er þörf,
hafi fækkað
nokkuð frá síð-
asta ári. Hins vegar hefur verið
talsvert meira um eftirgrennslan
eða leitir að fólki, þegar það veit
ekki hvar það er niður komið,“
segir Jónas.
„En í heildina virðist atvikum
hafa fækkað, sem er mjög jákvætt.
Það segir okkur að forvarnastarf
okkar og fleiri aðila sé að skila ein-
hverju.“
Jónas telur að svokölluðum
ferðavandræðum hafi eflaust fækk-
að. „Það er þegar fólk er kannski
ekki alveg týnt, heldur gefst upp á
að hjóla, ganga, klifra eða hvað-
eina. Á síðasta sumri voru þetta
um 1.900 atvik í allt, en ég hugsa
að þau verði færri í ár.“
Fjórir hópar frá ýmsum björg-
unarsveitum sjá um hálendisvakt-
ina hverju sinni í júlí- og ágúst-
mánuði, en alls koma um 25 til 30
sveitir að starfinu.
„Það eru svona frá sex og upp
í fimmtán manns sem eru á vakt-
inni hverju sinni, þannig að þetta
eru á milli 150 og 200 sem taka
þátt yfir allt sumarið, þar sem
meginþorrinn kemur úr björgunar-
sveitunum.“
Jónas segir veðrið hafa verið
með besta móti í sumar, sem geti
mögulega skýrt fækkun atvika.
„Við vorum akkúrat að ræða
þetta, að yfirleitt hefur það gerst
síðustu tvær vikurnar í Land-
mannalaugum að við höfum þurft
að aðstoða tugi manna með tjöld
og koma þeim í skjól vegna vinda
og rigningar, en það var ekki
núna.“
Senda inn ferðaáætlanir
Þá segir hann meira um
fræðslu og forvarnastarf en
nokkru sinni fyrr. „Fyrirtæki eru
mjög öflug í því, hvort sem það er
í samstarfi við SafeTravel eða ekki,
sem síðan er sjálft að skila mjög
miklu, við bæði finnum það og
sjáum.“
Sem dæmi tekur Jónas að inn-
sendum ferðaáætlunum hafi fjölgað
um hundrað prósent frá því í fyrra.
„Það hefur komið í veg fyrir
þónokkrar eftirgrennslanir og leit-
ir, því við getum þá rakið þeirra
ferðir á nokkrum klukkustundum
og komið í veg fyrir frekara um-
stang. Allt er þetta að mjakast í
rétta átt.“
Hálendisvakt björgunarsveita vel heppnuð
Atvikum virðist hafa fækkað, segir verkefnastjóri slysavarna Hátt í 200 manns taka þátt í há-
lendisvaktinni í júlí og ágúst Innsendum ferðaáætlunum hefur fjölgað um hundrað prósent í sumar
Jónas
Guðmundsson
Morgunblaðið/Eggert
Björgunarsveit „Allt er þetta að mjakast í rétta átt,“ segir Jónas Guð-
mundsson um forvarnastarfið, sem sé viðameira nú en nokkru sinni fyrr.
Ungmenni á vegum hinna alþjóðlegu Seeds-sjálfboða-
liðasamtaka afhentu í gær staðgengli sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra lista með yfir 100.000 undir-
skriftum þar sem tekin er afstaða gegn hvalveiðum Ís-
lendinga. Hefur hópurinn verið nokkuð áberandi í mið-
bænum í sumar þar sem undirskriftum var m.a. safnað.
Morgunblaðið/Ófeigur
Hvalveiðum Íslendinga mótmælt
Hvalavinir afhentu undirskriftalista gegn veiðum
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis-
ráðherra hefur lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um breytingu á lög-
um um þingsköp Alþingis. Sam-
kvæmt frumvarp-
inu er yfirstandi
þing, 145. löggjaf-
arþingið, fram-
lengt til 29. októ-
ber.
Þá segir í frum-
varpinu að reglu-
legt Alþingi 2016,
146. löggjafar-
þing, skuli koma
saman þegar for-
seti Íslands hefur
stefnt saman Alþingi að loknum
næstu kosningum og standa fram til
reglulegs samkomudags Alþingis
2017, annars þriðjudags september-
mánaðar það ár.
„Aðstæður nú eru óvenjulegar þar
sem alþingiskosningar eru fyrirhug-
aðar að hausti. Þykir hentugra fyrir
störf Alþingis og afgreiðslu þingmála
að núverandi löggjafarþingi verði
fram haldið og nýtt löggjafarþing sett
af afloknum kosningum,“ segir m.a. í
greinargerð með frumvarpinu.
Samkomudegi Alþingis hefur áður
verið breytt til bráðabirgða og var
það síðast gert árið 2013.
Þá segir í greinargerðinni að þar
sem fyrirhugaðar alþingiskosningar
munu fara fram áður en kjörtímabil
alþingismanna rennur út þurfi að
rjúfa þing á grundvelli 24. gr. stjórn-
arskrárinnar til að kalla fram kosn-
ingar. Tilkynning um þingrof feli í sér
hina formlegu ákvörðun um kjördag.
„Skv. 24. gr. skulu alþingiskosningar
fara fram innan 45 daga frá því að
þingrof er tilkynnt.
Fyrst hægt að tilkynna
um þingrof 15. september
Samkvæmt þessu er fyrst hægt að
tilkynna um þingrof 15. september
miðað við kjördag 29. október. Þingið
getur starfað áfram þótt þingrof hafi
verið tilkynnt enda halda alþingis-
menn umboði sínu til kjördags, sbr.
24. gr. stjórnarskrárinnar. Eins og
jafnan í aðdraganda kosninga er þó
gert ráð fyrir því að þingfundum
verði frestað með hæfilegum fyrir-
vara svo að stjórnmálaflokkum og
frambjóðendum gefist eðlilegur tími
til undirbúnings og þátttöku í kosn-
ingabaráttu,“ segir í greinargerðinni.
sisi@mbl.is
Þingið fram-
lengt með lögum
Sigurður Ingi
Jóhannsson