Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Benni Hemm Hemm hefur gefið út nýja plötu, Skordýr, og er hún 22 laga, hvorki meira né minna. Platan er eingöngu ínáanleg á netinu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Benni Hemm Hemm hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um ára- tugaskeið en Skordýr brýtur að vissu leyti blað í útgáfusögu hans. Í þetta sinnið, t.d., lætur hann alveg vera að pakka tónlistinni inn í efnislegan bún- ing, hana er einvörðungu hægt að nálgast í gegnum netveitur eins og Spotify, Youtube og iTunes. Á you- tube eru skrítin og skemmtileg myndbönd við lögin og Skordýr er jafnframt ljóðabók, hans fyrsta. Þessir miðlar og verklagið í kringum þá er nýtt hvað Benna varð- ar. Í viðtali við Guðna Tómasson hjá Fréttatímanum talar Benni um að Skordýr fjalli dálítið um að sleppa Blöðrur og baldursbrár Morgunblaðið/Golli Netvænn Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm stendur á bak við plötuna Skordýr. tökunum og leyfa hlutunum að gerast. Ljóðabókin hafi eiginlega orðið til af sjálfu sér og þegar hann hafi hætt að segja við sjálfan sig að hann kynni ekki að búa til ljóð hafi þau loksins fengið líf. „Ég tók lögin upp án þess að vera búinn að læra þau, gaf út ljóðabók án þess að kunna á hefðir ljóðsins og svo verða tónleikarnir ekki æfðir,“ segir Benni og vísar í tónleika sem fram fara í Mengi um helgina (tvennir þeirra fara fram í dag, kl. 15.00 og 21.00). „Orkan verður önnur og maður er eiginlega eins berskjaldaður og maður getur mögulega verið.“ Og já, þessi aðferðafræði, svo ég einbeiti mér að plötunni, er að skila sér í mjög áhugaverðri plötu. Í þessum eyrum hljómar þetta jafnvel eins og það besta sem Benni hefur gert og það er ekki eins og hann hafi sent frá sér eitthvert slor í gegnum tíðina. Það er einhver galdur hérna, mögulega og lík- lega vegna þessa frjálsræðis sem ligg- ur yfir plötunni. Benni leyfir sér allt mögulegt í gegnum lögin 22. Það er svona „White Album“ keimur yfir. Tónlistarlega koma líka tvö nöfn upp í hugann á stundum, Syd Barrett og Incredible String Band (hámarks hrós!). Í tilfelli þess fyrstnefnda þá er svipaður „af- strakt“ blær yfir, lögin fara stundum skyndilega í óvænta átt, melódíunum er leyft að hanga furðulega yfir, söng- urinn fer ekki endilega í þær áttir sem maður átti von á og það er strömmað á naumhyggjulegan hátt út í loftið (sjá t.d. „Opel“ eftir Barrett svo þið áttið ykkur á samlíkingunni). Snilld. Síð- arnefndu sveitina tiltek ég vegna þjóð- lagablæsins sem er oft yfir lagasmíðum Benna en einnig þessa afstrakt eigin- leika sem er og að finna hjá Barrett. Platan hefst á „Góðan daginn“ sem er rafræn, myrk stemma – alls ólík því sem við eigum að venjast frá Benna en það er einmitt málið! „Dauðar Baldursbrár“ er næsta lag, hefðbundnara í forminu, dægiljúft og Barrett-legt. Á bak við gára ókenni- legar raddir og þrátt fyrir venjuleg- heitin er líka eitthvað undarlegt í gangi. Þetta á við um margt hér og gef- ur plötunni styrk. „Slökkt ljós“ tekur við, hart og hrátt lag sem virðist ætla að klessukeyrast á hverri sekúndu. Og svo má telja. Titillagið er sautján mín- útna ópus, „Þá þá nei nei“ einkennist af texta, eins og Benni sé að tala við sjálf- an sig. „Baktería“ er ósungið tilrauna- dútl á meðan „Ísjaki“ er ofurmelódískt. Byrjunin minnir smá á „The Power of Love“ með Frankie Goes To Holly- wood (hér á að vera broskall). Ég mæli eindregið með þessari plötu, strákurinn hitti á einhvern gald- ur í ferlinu, það er ljóst. Það borgar sig að sleppa. » Í þessum eyrumhljómar þetta jafnvel eins og það besta sem Benni hefur gert og það er ekki eins og hann hafi sent frá sér eitthvert slor í gegnum tíðina. Tvær einkasýningar verða opnaðar í Anarkíu í Kópa- vogi í dag kl. 16. Jóhanna V. Þórhalls- dóttir opnar sýninguna Fljóð og fossar og Sævar Karl opnar Made in Reykja- vik. „Jóhanna þekkir af eigin raun það afl sem býr í brjósti hverrar konu sam- stilltum hópi kvenna Í myndum Jóhönnu sækir konan yfirnáttúrulegan kraft inn í vatnsflaum fossanna og samsamast þeim,“ segir um sýningu Jó- hönnu. Hún tekur lagið ásamt vinum sínum úr heimi djassins við opnunina auk þess sem Léttsveit Reykjavíkur syngur. „Mannslíkaminn er listamanninum hugleikinn sem og staðsetning í rými,“ segir um sýningu Sævars Karls, en þar má sjá nýjar fígúratívar myndir sem þykja ólíkar fyrri verkum höfundar. Tvær einkasýningar opnaðar í Anarkíu Bíó Paradís sýnir um helgina sviðs- upptöku af Ríkarði þriðja eftir William Shakespeare í uppfærslu Almeida-leikhússins í London. Í hlutverki illmennisins fræga er Ralph Fiennes, en Margréti drottn- ingu leikur Vanessa Redgrave. Leikstjóri uppfærslunnar, sem hlaut góðar viðtökur breskra gagn- rýnenda, er Rupert Goold. Í verkinu fjallar Shakespeare um pólitíska valdabaráttu um bresku krúnuna á 16. öld. „En inntak Rík- arðs þriðja er ekki hið sögulega samhengi heldur sjálf valdabar- áttan og hin sjúklega illska sem henni getur fylgt,“ segir í tilkynn- ingu frá Bíó Paradís. Aðeins verða tvær sýningar um helgina, í kvöld og annað kvöld, kl. 20 báða daga, en sýningin er þrjár og hálf klukku- stund að lengd. Ralph Fiennes túlkar Ríkarð þriðja Konungur Ralph Fiennes sem illmenni. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Arion banka fá Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum kjörum. Kynntu þér málið á arionbanki.is Dýrmæt upplifun á góðu verði MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.