Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Fyrsti fellibylurinn sem gengið hef-
ur yfir Flórída í áratug olli miklu
eignatjóni á norðurströnd ríkisins í
gær og að minnsta kosti einn maður
lét lífið í óveðrinu. Heimilislaus mað-
ur beið bana þegar tré féll á hann, að
sögn Ricks Scotts, ríkisstjóra Flór-
ída.
Miklar skemmdir urðu víða vegna
flóða og öldugangs, sem fylgdi felli-
bylnum, meðal annars í bænum Ced-
ar Key, þar sem ölduhæðin mældist
um 2,9 metrar, að sögn fréttaveit-
unnar AFP. Vindhraðinn var um 36
metrar á sekúndu. Að minnsta kosti
70.000 heimili í Tallahassee, höfuð-
stað ríkisins, voru rafmagnslaus um
tíma vegna óveðursins. Íbúarnir
voru hvattir til að forða sér frá
ströndinni vegna flóðanna.
Bylurinn, sem fékk nafnið Herm-
ine, var seinna skilgreindur sem
hitabeltisstormur þegar hann gekk
yfir grannríkið Georgíu.
Stormar eru algengir á Flórída en
þetta var fyrsti fellibylurinn í ríkinu
frá október 2005 þegar fimm manns
fórust.
AFP
Allt á floti Íbúi Tampa í Flórída kannar skemmdir á húsi sínu vegna fellibyls og flóðs sem fylgdi honum.
Fellibylur olli tjóni
á strönd Flórída
Skýrt frá því í
gær að Islam
Karimov, leið-
togi Úsbekistans,
fyrrverandi lýð-
veldis Sovétríkj-
anna, væri lát-
inn. Lát hans var
staðfest í tilkynn-
ingu sem var les-
in í ríkissjónvarpi landsins síðdegis
í gær. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn
Úsbekistans um morguninn var
sagt að Karimov væri þungt hald-
inn og að heilsu hans hefði hrakað
eftir að hann hefði fengið heilablóð-
fall.
Karimov stjórnaði Úsbekistan
harðri hendi í 27 ár og komst til
valda áður en landið hlaut sjálf-
stæði frá Sovétríkjunum árið 1991.
Mannréttindasamtök hafa gagn-
rýnt stjórn hans harðlega fyrir að
berja niður alla andstöðu.
ÚSBEKISTAN
Karimov látinn eftir
27 ár á valdastóli
Móðir Teresa
verður tekin í
dýrlingatölu við
athöfn í Páfa-
garði á morgun.
Búist er við að
um 100.000
manns safnist
saman í Róm til
að fylgjast með
athöfninni.
Nítján ár eru liðin frá andláti alb-
önsku nunnunnar sem helgaði líf
sitt umönnun fátækra í Kolkata í
Indlandi. Hún hlaut friðarverðlaun
Nóbels árið 1979 fyrir starf sitt í
þágu fátækra. Hún var 87 ára þeg-
ar hún lést árið 1997.
PÁFAGARÐUR
Móðir Teresa tekin
í tölu dýrlinga
Suðurkóreska
fyrirtækið Sam-
sung hefur
ákveðið að taka
snjallsímann
Galaxy Note 7 af
markaði vegna
þess að kviknað
hefur í símum
vegna gallaðrar
rafhlöðu. Síminn
var settur á
markað fyrir
tæpum mánuði.
Samsung ætlar að bjóða þeim
sem þegar hafa keypt símann að fá
nýtt tæki.
Forstjóri fyrirtækisins, Koh
Dong-Jin, ræddi málið við frétta-
menn í gær og sagði að í nokkrum
tilvikum hefði rafhlaða símans
sprungið vegna galla í henni.
Alls hefur um milljón Galaxy
Note 7 snjallsíma selst frá því að
hann kom á markað.
SUÐUR-KÓREA
Galaxy Note 7 tek-
inn af markaði
Snjallsíminn
auglýstur.