Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 ✝ Sigurlína Ei-ríksdóttir fæddist í Tungu í Stíflu, Fljótum, 30. ágúst 1932. Hún lést á Dvalarheim- ilinu á Sauðárkróki 28. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Guðmundsson, f. 28. júní 1908, d. 9. maí 1980, og Her- dís Ólöf Jónsdóttir, f. 11. ágúst 1912, d. 1. september 1996. Systkini hennar voru Friðrik, f. 5. nóvember 1934, Jón, f. 30. Sigurlína og Þorvaldur eign- uðust þrjú börn; 1) Eyrún Ósk, f. 26. maí 1956, gift Rúnari P. Björnssyni. Börn þeirra; Ingi Þór, kvæntur Fjólu Bjarnadótt- ur. Börn: Rakel Heba, Rebekka Rós, Jóhannes Rúnar og Inga Lea. Þórdísi Ósk, í sambúð með Yngva Jósef Yngvasyni. Barn: Kristófer Rúnar. 2) Sigurður Þorvaldsson, f. 1. janúar 1959, d. 6. september 2009. 3) Edda Björk, f. 24. janúar 1963, gift Finni Jóni Nikulás- syni. Synir þeirra eru Þorvaldur Örn, í sambúð með Jóhönnu Jónsdóttur, og Nikulás Már, unnusta hans er Særún Erla Baldursdóttir. Útför Sigurlínu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 3. september 2016, kl. 11. apríl 1937, d. 15. febrúar 2005, Leif- ur, f. 23. nóvember 1939, Gylfi, f. 11. maí 1945, Jóhanna Sigríður, f. 9. sept- ember 1946, Berg- ur, f. 22. janúar 1949, d. 16. maí 2004, Guðný, f. 7. maí 1951, Ása, f. 1. júní 1954, og Krist- ín, f. 4. júlí 1955. Hún fluttist síðan til Siglu- fjarðar þar sem hún ólst upp. 17. júní 1955 giftist Lína Þorvaldi G. Óskarssyni frá Sleitustöðum. Nú þegar ég kveð tengdamóð- ur mína, hana Línu, þá rifjast upp margar minningar frá liðnum ár- um. Lína var fædd í Tungu í Stíflu þar sem hún ólst upp fyrstu árin, en síðan fluttist hún með foreldr- um sínum til Siglufjarðar. Við Eyrún byggðum okkur sumarbú- stað í Tungu en þar voru fyrir tveir bústaðir sem systkini Línu, Jón og Guðný, höfðu áður byggt sér. Lína hafði sterkar taugar í Stífluna og ég fann að hún var ánægð með að niðjar Jóns, afa hennar, sæktust eftir að koma sér þar fyrir. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Sleitustaði og enginn fór þaðan svangur. Ömmu- og langömmubörnin sóttust eftir að heimsækja ömmu sína og afa. Eitt af fyrstu verkum þeirra var að kíkja í búrið og skoða kökub- irgðirnar og áttu þau oft erfitt með að ákveða á hvaða sort af brauði/kökum þau ættu að byrja. Það var föst venja okkar í fjöl- skyldunni í áratugi að hittast á jóla- og nýársdag og borða sam- an. Einnig fórum við nokkrum sinnum saman til útlanda og er þetta hluti af ógleymanlegum stundum sem við áttum og eigum eftir að minnast um ókomin ár. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á henni og naut ég þess í ríkum mæli. Hún prjónaði t.d. á mig lopa- peysur, húfur, vettlinga o.fl. Allt bar þetta vitni um mikinn hagleik og var ég oft spurður hvar ég hefði fengið þessar flíkur. Lína og Þorvaldur höfðu mik- inn áhuga á tónlist, þá sérstak- lega kórsöng og fór ómældur tími þeirra hjóna í að sinna þessu áhugamáli sínu. Þau sungu sam- an í Kirkjukór Hólahrepps og Samkórnum Hörpu á Hofsósi. Einnig var Þorvaldur lengi í Karlakórnum Heimi og mörg ár formaður kórsins. Þá þurfti oft að undirbúa hina ýmsu viðburði kórsins, t.d. tónleika, plötuútgáf- ur, kaffiboð o.fl. og þar lét Lína sitt ekki eftir liggja. Fyrir nítján árum greindist hún með parkinson og er það mikið áfall fyrir alla sem verða fyrir því en Lína var ekki tilbúin að láta þetta kippa sér út úr sínu daglega amstri. Hún hélt áfram sínu venjulega lífi, hugsa um heimilið, snúast fyrir verkstæðið o.fl. Eitt lítið dæmi langar mig að nefna, en það er að alltaf skrælaði hún kartöflurnar sem hún setti á borðið, Þorvaldur skyldi fá kart- öflurnar sínar án hýðis. Ósjaldan gerðum við athugasemdir við þetta en hún sagði að þetta væri hluti af því að þjálfa sig í einbeit- ingu og færni gegn sjúkdóminum. Fyrir rúmum tveimur árum var svo komið að Lína varð að flytjast á Dvalarheimilið á Sauð- árkróki. Þetta var erfið ákvörðun, en hún vissi að þetta var það eina í stöðunni. Við reyndum að sinna henni eins vel og við gátum, tók- um hana heim, fórum með í Sleitustaði og heimsóttum hana á Dvalarheimilið nær daglega. Það var einstakt samband á milli þeirra mæðgna, Línu, Eyrúnar og Þórdísar. Oft er talað um að tengdamæð- ur geti verið erfiðar (oftast í gamni) en það var ekki mín upp- lifun, því það bar aldrei skugga á okkar samband og er ég einstak- lega þakklátur fyrir það. En allt tekur enda og fór Línu hrakandi í sumar og lést hún á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki 28. ágúst sl. Rúnar. Elsku, elsku amma mín. Ekki óraði mig fyrir því að þegar við komum og kvöddum þig á Dvalarheimilinu áður en við fór- um til Kanarí, að það væri í síð- asta skipti sem við myndum hitt- ast. Ég bað þig um að vera fljóta að jafna þig en þú varst búin að vera slöpp undanfarna daga en varst að hressast. Ég sagði þér að ég myndi kaupa fallega skeið handa þér í safnið þitt og ég fann skeið sem ég mun varðveita sjálf til minningar um þig. Þú varst yndisleg amma og vinkona, við vorum svo góðar saman og það mun ylja mér um ókomna tíð. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa í sveitina og ég tala nú ekki um þegar maður kom á föstudögum, þá fengum við alltaf ömmu-Línu kjúkling og franskar, enda segi ég alltaf að þú varst snillingur í eldhúsinu en því mið- ur fékk ég ekki þann hæfileika, svo mikið er víst. Ömmu-skyrið var langbest og það var alltaf svo spennandi þegar ég var yngri að koma í búrið og sjá hvað væri til. Kristófer Rúnar og hin barna- börnin dýrkuðu hlaðborðið þitt. Þú varst mikill dugnaðarfork- ur, kvartaðir aldrei þó að sjúk- dómurinn væri erfiður viðureign- ar. Þú gast ekki gert eins mikið og þú varst vön að gera en fátt gat stoppað þig. Kristófer var svo lánsamur að fá að umgangast ykkur afa svona mikið og mun hann búa að því alla tíð. Einnig er mér ofarlega í huga minning um ferð sem við Yngvi og Kristófer fórum með ykkur afa fyrir tveim- ur árum austur í Þingeyjarsýslu. Það var góður tími sem við áttum saman. Ég sakna þín svo mikið, og eins og ég lofaði þér, þegar ég talaði við þig síðast í síma og kvaddi þig, þá munum við passa upp á afa og ég veit að Siggi frændi tekur vel á móti þér. Góða nótt, elsku amma mín, og ég veit að þú vakir yfir okkur öll- um. Ég læt fylgja ljóðið sem þú söngst svo oft fyrir Kristófer Rúnar þegar hann var litill. Nú gaman, gaman er í góðu veðri að leika sér, og fönnin hvít og hrein svo hvergi sér á stein. Húrra tra la la la nú bind ég skíði á fiman fót og flýg um mó og grjót. Húrra tra la la la. Þín Þórdís. Nú er Lína amma fallin frá og sorgin er mikil hjá okkur sem eft- ir stöndum og söknum hennar. Það eru margar minningarnar tengdar þessari góðu konu, sem ég var svo heppinn að eiga sem ömmu. Amma var dugnaðarforkur og hafði ávallt eitthvað fyrir stafni, hún var lítið gefin fyrir að láta stjana við sig en vildi gjarnan stjana við aðra. Amma var alla tíð mikil prjónakona og það eru ófá listaverkin sem við höfum verið svo lánsöm að fá frá henni í gegn- um tíðina. Hún átti ekki í vand- ræðum með að prjóna gullfalleg- ar peysur, vettlinga, kjóla og allt hvaðeina. Prjónaskapurinn var hennar helsta áhugamál og hún fór með prjónadótið sitt á sjúkra- húsið og prjónaði þar alveg þar til kraftarnir leyfðu það ekki lengur. Þegar ég var lítill fór ég marg- sinnis í sveitina og þar fékk ég oft uppáhaldið mitt, makkarón- ugrautinn hennar ömmu. Oft á kvöldin kom hún inn í stofu með skál fulla af niðurskornu mars og snickers sem mér fannst alveg stórmerkilegt og gott á þeim tíma, heimatilbúinn ís og ávextir voru líka oft í boði. Það var alltaf gott að borða hjá ömmu og kaffitímarnir voru bestir. Það leyndist ýmislegt góðgæti í búrinu sem var lagt á borð í kaffi- tímum þegar karlarnir komu heim af verkstæðinu í pásu. Einnig standa upp úr minning- ar um laufabrauðsgerð í sveitinni en það var alltaf gaman að fara fyrir jólin og skera út laufabrauð. Amma bakaði iðulega brauð og hún steikti bestu kleinur sem ég hef smakkað. Það var alltaf gam- an að koma í sveitina með fjöl- skylduna og krökkunum leið vel þar. Amma tók alltaf vel á móti okk- ur og hafði mikið fyrir okkur þeg- ar við litum við enda hélt hún heimilinu vel við og var dugnaðar húsfreyja á Sleitustöðum. Við eigum öll eftir að sakna ömmu mikið enda vart hægt að finna ljúfari og betri konu en hún var. Hvíl í friði, elsku amma mín. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Kærleikskveðja, Ingi Þór og fjölskylda. Sigurlína Eiríksdóttir ✝ HallgrímurSævar Magn- ússon sjómaður fæddist 16. sept- ember 1947 í Brekku í Hrísey. Hann lést á St. Franciskusspít- alanum (HVE) í Stykkishólmi. Hann var sonur Magnúsar Jó- hannssonar sjó- manns og Báru Hallgríms- dóttur húsfreyju. Systkini hans eru Hulda Vil- fríður húsfreyja, Magnús Jó- hann (látinn), Sigríður hús- freyja og Bragi Þór (látinn). Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Fríða Tómasdóttir. Synir hans eru Rúnar sjómaður, Hallgrímur Jó- hann vaktstjóri og Tómas Logi bíl- stjóri. Eiginkona Tómasar er Agnes Ýr Bergmannía Kristbjörnsdóttir þroskaþjálfi. Afastrákarnir eru þrír, þeir Elís Orri nemi og Gabríel Berg nemi Rúnarsynir og Sæbjörn Logi Tómasson. Útför Hallgríms verður gjörð frá Grundarfjarðar- kirkju í dag, 3. september 2016, kl. 13. Jarðsett verður í Setbergskirkjugarði að athöfn lokinni. Yndislegi vinur minn og mág- ur, Halli, er fallinn frá. Hann var rausnarlegur og kærleiksríkur, og þó að hann væri stundum hrjúfur á yfirborð- inu var hann ljúfmenni og alltaf stutt í húmorinn og átti það til að koma mér á óvart með gríni þeg- ar ég síst bjóst við. Hann var svo sannarlega fal- legur að utan sem innan og þegar litið er um öxl er þakklæti mér of- arlega í huga. Hann reyndist mér og fjölskyldu minni óskaplega vel í gegnum árin og gleymist það seint hversu mikil stoð hann var okkur systrum þegar mamma féll frá. Hann vílaði ekki fyrir sér að axla með okkur byrðarnar, djöfl- ast þvert yfir landið í slæmu veðri að vetri til – bara til að vera til staðar og sleppa ekki af okkur sínum veðruðu og sigggrónu, en kærleiksríku höndum. Sonur minn og dóttir hafa ætíð átt stað í hjarta hans og heimili og ekki stóð á honum Halla okkar að taka að sér að vera barnapía, skemmtanastjóri eða hjúkrunar- kona. Hann var af gamla skólan- um; stoltur og nýtinn á alla muni. Allt átti að vera tipp topp þar sem hann kom að, en samt var honum oft svo sama um útlitið á sjálfum sér. Hann gekk til dæmis með grisju um hálsinn þegar honum var kalt á sjónum eða í landi og einhvern tímann spurði ég hann hvort hann vildi ekki fá almenni- legan trefil í staðinn til að hafa um hálsinn, en hann sá nú lítinn tilgang í því – grisjan góða hent- aði honum fullkomlega. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Ég mun gera mitt til að minning hans lifi hjá Nóu litlu og kem til með að rifja upp gleðistundirnar með henni og Sæbirni Loga, eins og þegar hann tók upp á því að dansa við hundinn á heimilinu, hana Ylfu, eða prakkarast á einhvern hátt. Minning um góðan mann lifir í hjörtum okkar. Sigríður Hafdís Benediktsdóttir. Hallgrímur Sævar Magnússon Föðursystir mín Fjóla er fallin frá. Það vantaði dag upp á 96 ára afmælis- daginn hennar. Sagt er að lífið sé röð augnablika sem enginn getur gripið og haldið í hönd sinni. Ég held samt að Fjólu hafi tekist það. Hún fékk mögu- leika á löngu lífi og hún þáði það. Hún nýtti hverja stund og gerði það sem hana langaði til. Hún var einstaklega sjálfstæð, hörkudug- leg og lífsglöð. Gleði hennar, ást og umhyggja var m.a. ljósið í lífi hennar og sem hafði jákvæð áhrif á okkur hin. Henni var ekki sama um fólkið sitt og því heyrðist oft í henni og það var eftir á að hyggja mjög notalegt. Hún var næstyngst í fimm barna fjölskyldu og fæddist í Ráðagerði þá við Sellandsstíg eins og pabbi hennar og öll henn- ar systkini. Það hús keypti afi hennar Einar Björnsson tómt- húsmaður af tómthúsmanninum Árna Jónssyni – sem byggði það hús 1883 – árið 1887 og er það enn í eigu fjölskyldu hennar. Á árum áður bjuggu stórfjölskyld- ur saman. Ráðagerði varð of lítið fyrir stækkandi fjölskyldu. Árið 1930 flutti kjarnafjölskyldan að Öldugötu 14 og bjó þar í tæp 10 ár. Þá fluttu þau að Sólvallagötu 68 en húsin nr. 66 og 68 byggðu þeir feðgar Sigurður og Steindór. Það var fjör á þessum fjölskyldubæ og öll börnin hress og kát og það heyrðist líka hvar þau voru. Allir hafa einhvern „púka“ í sér og Fjóla var svo heppin eða óheppin að bræður hennar voru fæddir „stríðnispúkar“. Þeir þekktu afar vel hvar „on og off“- takkinn var hjá Fjólu. Þeir voru afar oft notaðir en þeir fundu Fjóla Steindórsdóttir ✝ Fjóla Stein-dórsdóttir fæddist 23. júlí 1920. Hún lést 22. júlí 2016. Útför Fjólu fór fram í kyrrþey. ekki alltaf „off“- takkann. Í lok orða- skipta var yfirleitt mikið hlegið og kátt í höllinni. Fjóla var Þing- vallabarn. Hún elsk- aði þennan stað og vildi hvergi annars staðar vera. Hún varð að fá að anda. Nokkur sumur dvaldi Fjóla og fjöl- skylda á efri hæð í sumarhúsi fjölskyldunnar en þau hjónin keyptu svo sumarhúsið Fögru- brekku sem var við hliðina og þar bjuggu þau sér til hreiður. Á Þingvöllum dvaldi Fjóla frá vori fram á haust alla tíð. Það eru ekki til orð um það hversu notalegt það var að sækja þau heim í Fögrubrekku, Jón og Fjólu, og fá knús og notalegheit. Það var allt- af svo hlýtt hjá þeim og Lilla, Ás- rún Svava, var alltaf til í að leika. Við stelpurnar erum fjórar í 13 barnabarna fjölskyldu s.s. níu strákar sem kunnu ekkert í dúkkuleik né að hoppa lengst úr rólu, bakstur á drullukökum, né aðra almennilega leiki. Fjóla hafði alltaf skilning á því að við áttum að fá að leika í friði enda við nöfnurnar yngstar í barna- hópnum. Fjóla hafði „músík“ í kroppn- um, hún mátti ekki heyra í fal- legri dansmúsík þá vissi hún varla af því að hún hreyfði sig eft- ir tónlistinni hvar sem hún var, með kaffikönnu í hendi eða ekki. Það skipti ekki máli. Hún keyrði um á „Gamla-Rauð“, Volvo 240, fram yfir níræðisaldur. Henni þótti þó verra að þurfa að bakka síðustu árin en það gerði ekkert til, maður gerði það svo gjarnan fyrir hana. Innra með okkur höfum við öll góðar og dýrmætar minningar um Fjólu vegna þeirrar væntum- þykju og ást sem hún sýndi öllum sínum. Ég kveð hana með þakklæti og virðingu. Ásrún Kristjánsdóttir. Mig langar að minnast nöfnu minnar og vinkonu með örfáum orðum. Ég var svo heppin að kynnast Guðrúnu þegar ég var á Heilsu- hælinu í Hveragerði fyrir mörg- um árum. Urðum við mjög góðar vinkon- ur. Ég heimsótti hana á Gríms- staði hjá frænku minni í Reykja- hlíð við Mývatn. Það var gaman að koma til hennar Guðrúnar og Guðrún Benediktsdóttir ✝ Guðrún Bene-diktsdóttir fæddist 3. júní 1940. Hún lést 19. júlí 2016. Útför Guðrúnar fór fram 2. ágúst 2016. sjá allar fallegu myndirnar og margt fleira sem hún sýndi mér. Við skrifuðumst á og sendum hvor ann- arri jólakort og fal- legar myndir. Hún hafði gaman af því að taka myndir. Ég kem til með að sakna þess að fá ekki oftar bréf og jólakort frá henni. Elsku nafna mín og vinkona, takk fyrir allt. Ég mun alltaf hugsa til þín. Guð veri með þér, fjölskyldunni allri og aðstand- endum. Votta ég mína dýpstu samúð. Guð verið með ykkur öllum. Guðrún Lára Pálsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.