Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Einmana tré Náttúran á það til að draga upp fyrir okkur mannfólkið hin fegurstu málverk og ekki klikkar hún á myndbyggingunni og litavalinu, eins og sjá má af þessari mynd frá Kjalarnesinu.
Eggert
Það var miklu erfið-
ara að eiga við rollu-
kallana hér í Reykja-
vík og koma þeim burt
úr borginni á sínum
tíma en við baráttu-
mennina sem nú eru
að berjast fyrir því að
halda flugvellinum í
Vatnsmýrinni. Á þessa
leið hljóðuðu ummæli
Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra á dögunum en hann
var leiðsögumaður fyrrverandi al-
þingismanna um Reykjavík. Þessi
ummæli staðfesta að hann ber enga
virðingu fyrir þeirri miklu starfsemi
sem fram fer á og í kringum flug-
völlinn, burt skal hann þó að það
setji mannslíf í hættu og skaði einn
öflugasta atvinnuveg okkar, flugið.
Þegar í ráðhúsið kom tók Sóley
Tómasdóttir borgarfulltrúi við og
sagði gamla þingmannaliðinu að
flugvöllurinn yrði að fara úr Vatns-
mýrinni, það yrði að þétta byggðina
svo Reykvíkingar gætu lagt einka-
bílunum og farið að ganga og hjóla
til bjargar ósonlaginu. Dagur er á
bandi Valsmanna og peningavalds-
ins sem vill græða og
grafa í Vatnsmýrinni,
Sóley blessuð er þó að
hugsa um að bjarga
mannkyninu og heim-
inum.
En í hvaða veröld
búa þeir sem ráða
Reykjavík í dag? Og
fyrir hvaða hags-
munum berjast þeir
eða hverjir eru það
sem þurfa að yfirtaka
landið í Vatnsmýrinni?
Það eru ekki eingöngu
Valsmenn þótt yfirgangur þeirra sé
mikill, ég býst við að bygginga-
verktakar sjái glóandi gull í risa-
blokkum og grósserahöllum sem
rísa eiga á flugbrautunum.
Hvassahraun er villuljós
Dags borgarstjóra
Sú var tíðin að til stóð að flytja
flugvöllinn upp á Hólmsheiði eða út
á Löngusker, já, malbika flóann.
Hvort tveggja er út úr myndinni að
mati Rögnunefndarinnar en í henni
sat Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri, að vísu vanhæfur að mati
margra. Og Dagur, maðurinn með
brotaviljann gagnvart flugvellinum.
leiddi niðurstöðu nefndarinnar í
Hvassahraun. Og hlægir það mig að
hann biður um þjóðarsátt um þann
stað. Hann hefur hinsvegar að engu
undirskriftir og skoðanakannanir
sem staðfesta að það er þjóðarsátt
og samhugur um Reykjavíkur-
flugvöll í Vatnsmýrinni. Eðlilegt
framhald niðurstöðu Rögnunefnd-
arinnar hefði verið að setja fókusinn
á Vatnsmýrina þegar Hólmsheiði og
Löngusker voru afskrifuð því
Hvassahraun verður aldrei öryggis-
flugvöllur eða miðstöð innanlands-
flugsins að mati færustu manna.
Dagur vissi að með umræðu um
Hvassahraun, sem er villuljós, var
hann að vinna tíma fyrir öflin sem
ætla flugvöllinn á burt og Vatns-
mýrina alla í byggingabrask. Og því
miður hefur fjármálaráðherra tekið
ákvörðun og gengið til samninga og
sölu á „lífbrautinni“, neyðarbraut-
inni, og orkar það tvímælis hvað
heimildir varðar. Og ekki síður
vegna þeirrar miklu andstöðu sem
lokun brautarinnar hefur í för með
sér. Margir ábyrgir aðilar hrópa á
hjálp enda mikil aukning í sjúkra-
fluginu og með lokuninni eykst
hættan á alvarlegum slysum. En
ætlunarverkið er eitt, Reykjavík-
urflugvelli skal lokað innan sex ára,
eða árið 2022.
Alþingismenn koma
flugvellinum til varnar
Ég undrast hinsvegar aðgerðar-
leysi Sambands íslenskra sveitarfé-
laga því byggðalögin og fólkið á
landsbyggðinni á svo mikið undir
innanlandsfluginu til höfuðborgar-
innar, bæði út af Landspítalanum,
vinnu og erindrekstri á báða bóga
til og frá höfuðborginni. Það er eins
og menn hafi ekki áttað sig á stóra
samhenginu, að flugvöllurinn er að
fara verði ekki gripið til varna og
yfirgangi borgarstjórans og meiri-
hlutans í borgarstjórninni mótmælt.
Jafnframt er furðulegt að Samtök
ferðaþjónustunnar skuli hvorki
hreyfa legg né lið þar sem flugið
verður dýrara til og frá Íslandi og
allt það rask sem lokun Reykja-
víkurflugvallar mun hafa í för með
sér. Hvar eru stóru hagsmunaaðil-
arnir þegar verið er að veita flug-
velli þjóðarinnar náðarhöggið?
Flugvelli, sem tryggir og stendur
undir innanlandsfluginu og bjargar
árlega tugum mannslífa með stað-
setningu sinni og neyðarbrautinni.
Með brotthvarfi Reykjavíkur-
flugvallar verður innanlandsflugið
ekki svipur hjá sjón. Vöruflutning-
arnir voru færðir af hafinu fyrir ald-
arfjórðungi með miklu álagi á veg-
ina, nú á að færa umferðina úr lofti
á þjóðvegina.
Alþingismenn geta þá einnig
sparað sér að vera að berjast fyrir
flugvöllum í sinni heimabyggð því
Reykjavíkurflugvöllur er móðurskip
þeirra allra. Þökk sé þeim stóra
hópi alþingismanna sem nú hefur
lagt fram þingsályktun um að fram
fari þjóðaratkvæðagreiðsla um
framtíð Reykjavíkurflugvallar. Og
nú hefur samgönguráðherra, Ólöf
Nordal, loksins stigið fram og er
líkleg til að þjarma að borgar-
stjóranum og hún áttar sig á að
flugvöllurinn allur er á dauðalist-
anum.
Eftir Guðna
Ágústsson » Þessi ummæli stað-festa að hann ber
enga virðingu fyrir
þeirri miklu starfsemi
sem fram fer á og í
kringum flugvöllinn,
burt skal hann …
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Flugvelli skal breytt í grósserahallir og risablokkir
Í Staksteinum á
fimmtudag er staðhæft
að virðing Alþingis sé
lítil, enda hafi margt
ýtt undir þá útkomu.
Þetta hlýtur að vera
okkur gömlum þing-
mönnum og forsetum
Alþingis umhugsunar-
efni. Hrunið var með
réttu eða röngu mikill
áfellisdómur yfir þeirri
efnahagsstefnu sem fylgt hafði verið
eftir að Ísland varð hluti af Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Geir H.
Haarde var gerður að persónugerv-
ingi þess tíma með því að stefna
honum einum fyrir Landsdóm.
Hann var að sjálfsögðu sýknaður
enda atburðarásin öll sneypuför fyr-
ir þá þingmenn sem að aðförinni
stóðu, þar á meðal Eygló Harðar-
dóttur velferðarráðherra.
Nýkjörinn formaður Fram-
sóknarflokksins, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, var guðfaðir minni-
hlutastjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, sem settist að völdum 1.
febrúar 2009, og varði hana van-
trausti. Fyrsta verk hennar var að
ráða erlendan mann
seðlabankastjóra í stað
þeirra sem fyrir voru.
Eftir kosningarnar um
vorið fengu Samfylk-
ing og Vinstri græn
meirihluta á Alþingi og
mynduðu ríkisstjórn
undir forsæti Jóhönnu
en maddama Fram-
sókn var skilin eftir
með sárt ennið utan
dyra. Þessi ríkisstjórn
aflaði sér heimildar í
fjárlögum til sölu lands
á Skildinganesi við suðurenda neyð-
arbrautarinnar. Frá sölunni var
gengið 1. mars 2013. Undir kaup-
samninginn skrifuðu Dagur B. Egg-
ertsson f.h. Jóns Gnarr borgar-
stjóra og Katrín Júlíusdóttir
fjármálaráðherra.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrr-
verandi dómari í Hæstarétti, heldur
því fram í Morgunblaðinu sl. þriðju-
dag að heimildir hafi skort fyrir söl-
unni þar sem heimild í fjárlögum sé
ekki fullnægjandi heldur þurfi hún
að vera í almennum lögum. Vitnar
hann til stjórnarskrárinnar í þeim
efnum með óljósum orðum, segir
„fjármálaráðherra lét embættis-
menn í ráðuneytinu semja minn-
isblað“ og „vel má vera að þess
megi finna dæmi í fortíðinni að ríkið
hafi farið á svig við 40. gr. stjórnar-
skrár hvað þetta varðar“.
Á sinum tíma var Baldur Möller
einn af þessum „embættismönnum í
ráðuneytinu“ sem sömdu minnis-
blað fyrir ráðherra. Mikið var lagt
upp úr hans áliti.
Bjarni Benediktsson var einn af
aðalhöfundum stjórnarskrárinnar
1944 og mjög virtur fræðimaður
ekki síður en stjórnmálamaður. Á 5.
áratugnum eru heimildir um sölu á
fasteignum í almennum lögum en
einnig eru dæmi um að það sé gert í
fjárlögum. Og ávallt síðan má finna
slík dæmi. Á viðreisnarárunum í
fjármálaráðherratíð Gunnars Thor-
oddsen og eftir 1970 í forsætisráð-
herratíð Ólafs Jóhannessonar. Ég
kann ekki að nefna þrjá menn, sem
vissu meir né stóðu framar þeim um
túlkun á stjórnarskránni. Þeir voru
gjörkunnugir allri lagaframkvæmd
og störfum Alþingis.
Til upplýsingar þykir mér rétt að
bæta við að eftir 1980 verður það
smám saman að reglu að heimildir
til sölu ríkiseigna séu í fjárlögum. Í
fjárlögum fyrir árið 1996, þegar ég
átti sæti í ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar, voru í heimildargrein 77 tölu-
liðir um ráðstöfun eigna.
Fjárlög yfirstandandi árs eru síð-
ustu fjárlög Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar sem forsætisráð-
herra. Þar er í heimildargrein „sala
húsnæðis“ í 16 liðum, „sala á eignar-
hluta í húsnæði“ í 15 liðum og „sala
lóða og jarða“ í 18 liðum. Fjárlögin
voru lögð fyrir ríkisstjórn og sam-
þykkt þar. Varla hefur forsætisráð-
herra setið með krosslagða fingur
og hugsað „allt í plati“ eins og lítil
börn í sandkassaleik.
Þetta rifja ég upp, þar sem Sig-
mundur Davíð hélt því fram í
Morgunblaðinu á fimmtudag að sala
landsins á Skildinganesi hefði verið
ólögmæt þar sem heimildin væri
einungis í fjárlögum.
Þá vakti það athygli mína í grein
Sigmundar Davíðs að þar staðhæfir
hann að Hringbrautin hafi verið
færð til að þrengja að flugvellinum
sem liður í því að leggja hann niður.
Þetta eru staðleysustafir. Færsla
Hringbrautarinnar þótti nauðsynleg
til að greiða fyrir umferð með mis-
lægum gatnamótum á mótum
Miklubrautar, Snorrabrautar og
Hafnarfjarðarvegar. En jafnframt
var hún óhjákvæmileg ef nýr land-
spítali átti að rísa við hlið gamla
Landspítalans. Ég heyrði fyrst um
þær hugmyndir á Varðarfundi í
Sjálfstæðishúsinu gamla. Jóhann
Hafstein var heilbrigðisráðherra og
Jónas H. Haralz formaður bygging-
arnefndar Landspítalans. Um þenn-
an fund má lesa í Morgunblaðinu
þar sem ég sagði frá honum og birti
útdrátt úr því sem sagt var.
Það er erfitt að koma umræðum á
hærra plan þegar fyrrverandi for-
sætisráðherra og fyrrverandi
hæstaréttardómari gæta ekki virð-
ingar sinnar í málflutningi sínum.
Sem fyrrverandi forseti Alþingis er
mér stórlega misboðið þegar því-
líkir menn halda því að fólki að vilji
Alþingis og lagahefð skipti ekki
máli.
Eftir Halldór
Blöndal » Það er erfitt að koma
umræðum á hærra
plan þegar fv. forsætis-
ráðherra og fv. hæsta-
réttardómari gæta ekki
virðingar sinnar í mál-
flutningi sínum.
Halldór Blöndal
Höfundur er fyrrverandi forseti
Alþingis.
Nokkur orð til Jóns Steinars Gunnlaugssonar