Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Íslensku liðin unnu stórsigur,4:0, í fyrstu umferð Ólympíu-skákmótsins sem hófst í gær íhöfuðborg Aserbaídsjan, Bakú. Í opna flokknum þurftu menn að hafa svolítið fyrir hlutunum gegn Eþíópíu en andstæðingur Hjörvars Steins Grétarssonar átti vænlega stöðu lengi vel en missti tökin í kringum 40. leikinn. Jóhann Hjart- arson hvíldi en Hannes Hlífar Stef- ánsson, Hjörvar Steinn, Guðmundur Kjartansson og Bragi Þorfinnsson skiluðu vinningum í land. Í kvennaflokki unnu íslensku stúlkurnar lið Maldíveyja einnig 4:0. Lenka Ptacnikova, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir unnu en Guðlaug Þor- steinsdóttir hvíldi. Mikill elo-stiga- munur er á íslensku liðunum og mót- herjunum og því varla hægt að líta á viðureignirnar nema sem góða upp- hitun. Allar umferðir mótsins hefjast kl. 11 að íslenskum tíma að lokaumferð- inni undanskilinni. Hægt er fylgjast með öllum viðureignum á hinum ýmsu vefsvæðum, t.d. Chess24, Chessbomb, ICC og svo er sent út frá heimasíðu skipuleggjenda. Tefld- ar verða ellefu umferðir í báðum flokkum og eru gefin 2 stig fyrir sig- ur og eitt fyrir jafntefli. Alls eru 180 lið skráð til keppni í opna flokknum og í kvennaflokknum eru þátttöku- þjóðirnar 140 talsins. Úrslit í gær voru undantekningar- laust eftir bókinni. Í opna flokknum unnu átta stigahæstu liðin 4:0 og í kvennaflokknum unnu 14 sterkustu liðin með sömu tölum og íslensku lið- in. Armenar sem hafa þrisvar unnið ólympíugull taka ekki þátt en þeir hafa átt í harðvítugum deilum við Asera um héraðið Nagorno Karab- ak. 40 ár frá sigri Bandaríkja- manna í Haifa Fyrir greinarhöfnd sem horfir yfir sviðið eftir að hafa tekið þátt í næstum því hverju einasta Ólympíu- móti yfir 40 ára tímabil er tæknibylt- ing skákarinnar stærsta breytingin. Gönguferðir um söguslóðir Biblí- unnar gera fyrsta Ólympíumót mitt í Haifa í Ísrael árið 1976 eitt það minnisstæðasta. Það fór samt fram við aðstæður sem hafa komið fyrir í sögu keppninnar; nokkrar aðildar- þjóðir FIDE virtust hafa gleymt merkingu einkennisorða FIDE, Gens una sumus. Sovétmenn og önn- ur ríki Varsjárbandalagsins sátu heima. Keppnin um gullið stóð á milli Bandaríkjamanna og Hollendinga. Þeir fyrrnefndu höfðu sigur eftir harða keppni en í sveitinni voru gamlir og góðir Bandaríkjamenn, Robert Byrne, William Lombardy og Larry Evans. Og nú 40 árum síðar gætu Banda- ríkjamenn unnið aftur. Þeir eru með þrjá ása uppi í erminni: Caruana, Nakamura og So. Forseti Rúss- neska skáksambandsins, Andrei Filatov, staðhæfir að Garrí Kaspar- ov sé þjálfari Bandaríkjamanna en ætti samt að geta andað rólega; Rússar eru með sterkasta liðið á pappírnum. Vladimir Kramnik teflir á 1. borði og áskorandinn Sergei Karjakin á 2. borði. Ekki má heldur gleyma Kínverjum sem eru núver- andi ólympíumeistarar. Magnús Carlsen er mættur Búast hefði mátt við því að heims- meistarinn Magnús Carlsen myndi safna kröftum fyrir HM-einvígið í New York í nóvember. En hann er mættur til leiks en hvíldi í gær. Magnús hefur átt misjöfnu gengi að fagna í sveitakeppnum, tapaði tveim skákum á EM í fyrra og einnig tveimur á ÓL í Tromsö 2014. Á 2. borði norsku sveitarinnar er félagi hans og aðstoðarmaður, Jon Ludwig Hammer. Íslensku liðin hófu Ólympíu- mótið með stórsigri Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Heimsmeistari Magnús Carlsen er mættur til Bakú en hvíldi í gær. Heilbrigðismálin verða í forgangi hjá Sjálfstæðisflokknum á næsta kjörtímabili eins og formaður flokksins hefur boðað. Ég fagna þeirri sýn og er þeirrar skoð- unar að enda þótt vægi heilbrigðismála hafi aukist verulega undir forystu núver- andi ríkisstjórnar þurfi að gera enn betur á næstu árum. Þar er að mörgu að hyggja. Uppbygging við Hringbraut Við þurfum að efla enn frekar heilsugæsluna og styrkja okkar aðalsjúkrahús Landspítalann við Hringbraut. Fyrir liggur áætlun um meiriháttar endurbætur og endurbyggingu spítalans, auk kaupa á nýjum tækjum. Hafin er bygging sjúkrahótels á lóð spít- alans við Hringbraut og miklu skiptir að hefjast sem fyrst handa við byggingu nýrrar bráðadeildar. Mín skoðun er sú að einnig sé tímabært að skoða og ræða bygg- ingu annars fullkomins hátækni- spítala, sem við Íslendingar þurf- um að geta tekið í notkun eftir 20-30 ár. En það er verkefni númer tvö, á eftir því að klára marg- samþykkta uppbygg- ingu við Hringbraut. Eldri borgurum þessa lands fer hratt fjölgandi á næstu ár- um og við þurfum að geta hlúð að þeim, hvort heldur er með heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum. Börn og unglingar eiga því miður í vaxandi mæli við ýmis kvíðavanda- mál að stríða og þeim vanda verð- um við að mæta og tryggja að þeim líði vel og þau blómstri. Þau eru jú framtíðin. Langveikum börnum fjölgar hér á landi. Þau eru oft að kljást við sjaldgæfa og mjög erfiða sjúkdóma og eiga að fá bestu þjónustu sem völ er á. Staðfesta í ríkis- fjármálum lykilatriði Þetta eru dæmi úr fjölbreyttri flóru viðfangsefna heilbrigðisþjón- ustu sem þarf að taka myndarlega á. Sjálfstæðisflokkurinn lofar auk- inni áherslu á bætta samfélags- þjónustu, minni greiðsluþátttöku sjúklinga, eflingu Landspítalans og bætta heilbrigðisþjónustu með stórauknum fjárframlögum á næsta kjörtímabili. Þetta getum við ekki síst vegna þess að ríkis- sjóður stendur vel eftir ríkisstjórn okkar. Staðfesta í ríkisfjármálum er og verður kjölfestan í okkar stefnu. Ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi og áhersla lögð á að greiða niður skuldir og lækka vaxtabyrðina. Lækkun vaxtagreiðslna er fundið fé og við munum einmitt uppskera af þess- um verkum á næstu árum. Mitt aðalkeppikefli er að Íslandi geti í náinni framtíð státað af heilbrigð- isþjónustu í fremstu röð. Annað er ekki í boði. Heilbrigðisþjónusta í fremstu röð Eftir Elínu Hirst »Eldri borgurum fer hratt fjölgandi á næstu árum og við þurf- um að geta hlúð að þeim, hvort heldur er með heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum. Elín Hirst Höfundur er alþingismaður og býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Reykjavík – Þingvellir – Geysir - Haukadalur Skálholt – Hraungerði – Kaldaðarnes Í fótspor Konrads Maurer um Suðurland 11. september með Ferðafélagi Íslands Leiðsögumaður: Bjarni Harðarson Fararstjórar: Jóhann J. Ólafsson og Sigurjón Pétursson Skráning á skrifstofu FÍ. Ljósmynd: Þóra Hrönn Njálsdóttir Lækjargata 2, 2 hæð. Sími 5461100 invesis@invesis.is Við vinnum að sölu á eftirtöldum fyrirtækjum: • Áhugaverð sérverslun í Kringlunni. • Boostbar, ís, borgarar, góð verslun í úthverfi, veltir um 100 milljónum, góð kaup. • Fyrirtæki í viðburðarvörum, leigu á tjöldum og öðrum búnaði til fyrirtækja og stofnana. • Veitingastaður í 101, velta um 400 milljónir, mjög góð afkoma. • Innflutningsfyrirtæki í byggingarvörum. • Heildverslun með sælgæti oþh. Dreifing til verslana. • Heildverslun með vín, kaffi og orkudrykki. • Hádegisverðarþjónusta í Reykjavík. • Stórt verslunarfyrirtæki í Reykjavík. • Sérhæfð bílaleiga með mjög góða afkomu. •Mjög áhugavert kaffihús í 101 Reykjavik. Við erum með kaupendur og fjárfesta að ýmsum gerðum fyrirtækja, við hvetjum fyrirtækjaeigendur sem eru í söluhugleiðingum til að hafa samband. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.