Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 14

Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Sigríður Á. Andersen alþingismaður 2. sæti www.sigridur.is Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skemmtiferðaskipið Europa 2 kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun í sinni fyrstu ferð hingað. Europa 2 er eitt nýjasta skipið í flotanum og í hópi þeirra glæsilegustu. Það er 42.830 brúttótonn. Á vefsíðunni Cruise Critic fær skipið 5 stjörnur af 5 mögulegum. Þar segir m.a. að farþegarnir upplifi sig frekar sem gesti á glæsilegu evr- ópsku hóteli en farþega á skemmti- ferðaskipi. Skipið var tekið í notkun árið 2013 og hefur síðan þá verið val- ið besta skemmtiferðaskip heims öll árin. Gestum var boðið að skoða skipið í gær og er óhætt að fullyrða að fátt er ofsagt um glæsileika skips- ins. Það er þýsk útgerð, Hapag-Lloyd Cruises, sem gerir skipið út. Far- þegarnir eru aðallega efnafólk eins og nærri má geta. Flestir farþeg- anna eru Þjóðverjar. Íbúðir fremur en klefar Í skipinu er 251 farþegaklefi en nær væri að tala um íbúðir. Stærstu íbúðirnar eru 114 fermetrar með svölum en þær minnstu 35 fermetr- ar. Í ferðinni til Íslands voru 480 far- þegar. Þeir létu vel af ferðinni hing- að og voru stórhrifnir af norður- ljósadýrð sem við blasti þegar skipið sigldi frá Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld. Um borð eru sjö veitingastaðir og 56 kokkar sjá um eldamennskuna. Farþegarnir geta valið úr 600 vín- tegundum. Þá eru ótaldir afþreyingarmögu- leikar sem eru ótalmargir. Sund- laugar og sólbaðsaðstöðu er að finna á skipinu, samkomusal þar sem lista- menn koma fram á hverju kvöldi, djassklúbba og margt fleira. Skipið prýða alls 890 listaverk eft- ir marga heimsþekkra listamenn. Í þeim hópi er Íslendingurinn Ólafur Elíasson. Eins og venjan er þegar nýtt skip kemur til hafnar í Reykjavík voru fulltrúar Faxaflóahafna mættir um borð. Erna Kristjánsdóttir markaðs- stjóri afhenti skipstjóranum Christi- an van Zwamen skjöld til minningar um komu skipsins. Þá voru einnig mættir fulltrúar frá Gáru, umboðs- aðila skipsins hér á landi, og færðu þeir skipstjóranum gjafir frá fyrir- tækinu. Europa 2 var ekki eina skipið sem lá við Skarfabakka í Sundahöfn í gær. Þar var einnig Serenade of the Seas, 90.900 tonn að stærð. Með því skipi voru 2.100 farþegar. Nú er langt liðið á vertíð skemmti- ferðaskipa hér á landi í sumar. Enn eiga 17 slík skip eftir að koma í höfn í Reykjavík. Hið síðasta þeirra, Marco Polo, er væntanlegt 11. októ- ber. Glæsiskip í heimsókn  Europa 2 kom til Reykjavíkur í gærmorgun  Hefur verið valið besta skemmti- ferðaskip heims  Minnir frekar á hótel en skip  56 kokkar sjá um matinn Ljósmynd/Erna Kristjánsdóttir Europa 2 Mikill íburður er í skipinu og öll aðstaða farþega fyrsta flokks. Afhending Skipstjórinn fékk skjöld til minningar um komuna hingað. Hátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ er í fullum gangi og fjöldi viðburða allt fram á sunnudag. Ljósanótt var sett á fimmtudaginn í mikilli og góðri stemningu og var fimmtudagskvöld líkast einni stórri vinahátíð þar sem bæjarbúar og brott fluttir röltu um götur og kíkja á viðburði að sögn Svanhildar Eiríksdóttur, verkefna- stjóra upplýsinga- og kynningar- mála hjá Reykjanesbæ. „Enginn fer hratt yfir enda mikið um dýrðir og alls staðar er fólk sem þarf að kasta kveðju á. Heimamönnum finnst því gott að hafa daginn í dag, morg- undaginn og sunnudaginn til þess að ná að sjá og upplifa alla viðburði sem eru í gangi,“ sagði hún um stöðu há- tíðarhaldanna í gær. Á öðrum degi Ljósanætur var m.a. opnuð hönnunarveisla á Park Inn by Radisson þar sem fjölmargt listafólk sýnir verk sín og hönnun og súpubílarnir frá Skólamat keyrðu niður Hafnargötu að hátíðarsvæðinu þar sem viðstöddum var gefin súpa við smábátahöfnina. Í gærkvöldi var þar svo slegið upp Bryggjuballi þar sem Bæjarstjórnarbandið var á dag- skrá ásamt fleiri sveitum. Meðal stærstu viðburða sem eru á dagskrá í dag og kvöld eru stór- tónleikar Ljósanætur sem hefjast kl. 20.30 og aðstandendur hátíðarinnar boða svo björtustu flugeldasýningu landsins í boði HS Orku sem á að hefjast kl. 22.15. Margt verður einn- ig í boði á sunnudag, m.a. tvær sýn- ingar tónleikanna ,,Með blik í auga“. Ljósmynd/OZZO Sól og blíða Ljósanótt stendur yfir í 4 daga og veðrið leikur við hátíðargesti. „Mikið um dýrðir og alls staðar er fólk“  Úr mörgu er að velja á Ljósanótt Ljósmynd/Myndasafn Reykjanesbæjar Sýning Ungur gestur bókasafnsins skoðar Álfabækur Garason. Sveitarfélögin Reykjanesbær, Sand- gerði, Vogar og Garður, ásamt þró- unarfélaginu Fluglestinni, hafa und- irritað samstarfssamning um skipulagsmál vegna hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborg- arsvæðisins. Markmiðið með samningnum er að tryggja hagkvæmni framkvæmd- arinnar og að styrkja byggð og at- vinnulíf á Suðurnesjum. Samið hefur verið um greiningu á samfélags- legum áhrifum framkvæmdarinnar á nærumhverfi með sérstöku tilliti til fasteignaverðs, launaþróunar og atvinnulífs, meðal annars ferðaþjón- ustu, segir í tilkynningu. Breyta þarf skipulagi svo koma megi fyrir lestarlínu, lestarstöðvum og viðhaldsaðstöðu. Með samstarfs- samningnum veita sveitarfélögin vil- yrði fyrir lóðum í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti, skv. nánara samkomulagi. Samning- urinn gildir til fimm ára. Hraðlest Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum í samstarfi. Semja um hraðlest í skipulagið  Suðurnesja- menn í samstarf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.