Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 SCHEPPACH SLÍPIVÉLAR FÁST Í BRYNJU Slípivél osm 100 Kr. 44.150 Slípivél bts 800 Kr. 45.190 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is verslun@brynja.is | verzluninbrynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Slípivél BD7500 Kr. 22.900 Ífílabeinsturni fræðanna efumst við ekki um mikilvægi viðfangsefnaokkar. Við tökumst á um uppruna landsmanna og fornsagna, þróuntungunnar, hvort fjallið í Mývatnssveit heiti Hverfell eða Hverfjall,hver hafi skrifað tiltekið handrit og hvenær, hvaða forrit hafi legið til grundvallar og hvernig skrifarar á 13. öld hafi táknað uppgómmæltu lokhljóðin sín – uns áhugi almennings fer að dofna. En það er einmitt smá- smygli fræðimannsins sem heldur áhuganum vakandi og knýr eimreið þekk- ingarleitarinnar áfram. Á endanum vonumst við til að koma upp úr kafinu með nýjar hugmyndir sem breyta heildarsýn á hin stærri viðfangsefni. Þegar okkur greinir á í þessum fræðaturni snýst ágreiningurinn aldrei um mik- ilvægi sjálfrar iðjunnar þótt útífrá geti fólk efast um einstök atriði. Það var því hressandi að taka sér sumarfrí til að kom- ast út á meðal fólks sem er ekki sjálfkrafa á sama máli um nauðsyn þess að sinna öllum kimum fræða og menningar af kostgæfni. Í sumar hitti ég upplýstan mann sem komst á snoðir um að ég myndi vera íslenskufræðingur og tókst á loft um að hann styddi verndun tungunnar; hvatti mig áfram í starfi á meðan hann sinnti sínum íþróttamálum sem væru undirfjármögnuð miðað við fjár- austurinn í alls kyns snobbmenningu. Sérstaklega var honum uppsigað við listdans. Viðmælandi minn var vel með á nótunum um að verndun íslenskunnar fæl- ist ekki í að geyma tunguna í minningunni um sveita- og árabátasamfélag 19. aldar heldur í því að tryggja að tungumálið væri nothæft sem lifandi mál á öllum sviðum nútímasamfélags. Ekki nægði að nota gamla málið til að segja sögur af því þegar amma og afi voru ung en grípa til annarra mála þegar talið bærist að öðrum umræðuefnum. Þessi sannindi blasa við öllum og eftir að gróðærisórar Viðskiptaráðs um upptöku ensku á vinnustöðum gufuðu upp með hruninu ríkir samstaða um þau meðal almennings, jafnvel þótt kosta þurfi töluverðu til (eins og Benedikt Jóhannesson sem kallaður er Bensinn í pólitíkinni reiknaði út í afmælisriti Indriða Gíslasonar árið 1998). Af þessari afstöðu leiðir að við þurfum líka að iðka sem flest svið mennta og menningar; kunna að smíða flókinn stiga í timburhúsi, breyta ósnortinni náttúru í ferðamannagull, veiða fisk, rækta jörðina, iðka knattspyrnu og handbolta, reikna út burðarþol, syngja, fljúga flugvélum, tefla skák, beygja óreglulegar sagnir í útdauðum tungumálum, spila á hljóðfæri, lækna sjúka, forrita tölvur og dansa listdans, eitt glæsilegasta form líkamlegrar tjáningar, langþróað frá ómunatíð. Tungumálið og mannlífið verða á öllum tímum að ná yfir ólíka kima allra áhugasviða til að hér verði áfram lífvænlegt innan þess menningarheims sem íslensk tunga hefur byggt upp frá því að Garðar son Svavars sænska „kom á fjörð þann er hann kallaði Skjálfanda“ eins og Hauk- ur Erlendsson segir í Landnámu sinni. Listdans og málræktin Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Það verður ekki lengur um það deilt að við búumvið góðæri. Uppsveiflan í samfélaginu er allsstaðar sýnileg. Miklar verklegar framkvæmdirúti um allt, nýir bílar á götum o.s.frv. Þær efna- hagslegu þrengingar sem þjóðin lenti í þegar bankarnir hrundu eru að baki að verulegu leyti þótt hreinsunar- starfinu sé ekki lokið. En einmitt vegna þess að svo mikill árangur hefur náðst í efnahagslegri endurreisn þjóðarbúsins er nú tímabært að snúa sér að uppbyggingu annarra innviða samfélagsins. Af opinberum umræðum í fjölmiðlum, á hinum nýju samskiptamiðlum og á hinu bráðum 1100 ára gamla Alþingi má ráða að hverju athygli fólksins í land- inu beinist helzt. Það eru heilbrigðismál, skólamál, kjör aldraðra og öryrkja og húsnæðismál ungs fólks. Þetta eru þau málefni sem kosningabaráttan mun snúast um. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem borið var út daginn áður, 16. júlí sl., birtist afar athyglisvert viðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann sagði m.a.: „Ég lít þannig á að á meðan við höfum dæmi þess að fólk leiti sér ekki heilbrigðisþjón- ustu vegna þess að það treysti sér ekki til þess að standa undir kostn- aðinum sem því fylgir, þá erum við ekki með það stéttlausa samfélag, sem við viljum búa í. Ég kem aldrei til með að fallast á að það sé í lagi vegna þess að það er ekki í lagi og ég mun leggja allt í sölurnar til þess að allir hafi jafnt aðgengi að heil- brigðisþjónustu á Íslandi án tillits til efnahags… …Eitt skref í þá átt er að sjá til þess að sjúklingar finni ekki fyrir greiðsluþátttökunni sem þröskuldi, þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu í landinu.“ Sama dag sagði ég á heimasíðu minni (styrmir.is) af þessu tilefni: „Þetta er vel mælt og skynsamlegt. Og við það má því einu bæta að æskilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn sýni þennan vilja í verki með einhverjum hætti fyrir kosn- ingar.“ Þessi áherzla á að Bjarni yrði að sýna vilja sinn í verki strax átti sér rætur í því að síðastliðinn vetur átti ég um skeið daglegt erindi á Landspítalann. Dag einn komst ég ekki hjá því að heyra á tal ungrar stúlku sem þar var með ungum fylgdarmanni sínum. Hún var að lýsa fyrir hon- um veikindum sínum og sagði: „Ég vona bara að ég verði lögð inn.“ Af hverju, sagði hann: „Af því að ef ég verð ekki lögð inn verð ég að borga og ég hef ekki efni á því,“ svaraði stúlkan. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði réttilega í fyrr- nefndu viðtali að hann mundi „aldrei“ fallast á að slíkt væri í lagi. En staðreyndin í samfélagi okkar er sú að stúlkan sem hér er vitnað til er ekki ein á báti. Þess vegna er ekki hægt að bíða með aðgerðir fram á næsta kjörtímabil heldur verður að grípa til þeirra strax og það vill svo vel til að vegna þess að það árar vel er það hægt. Og ekki efast ég um að stjórnarandstaðan á þingi mundi greiða fyrir því að slíkar aðgerðir næðu fram að ganga. Daglegar heimsóknir á Landspítalann um nokkurra mánaða skeið opna augu gesta jafnframt fyrir því að of víða er pottur brotinn í starfsemi spítalans. Það er búið að ganga of nærri þessari stofnun með kröfum um niður- skurð í langan tíma. Það vantar augljóslega fleira starfs- fólk til þess að sinna þörfum sjúklinga nægilega hratt og vel. Þessi veruleiki virtist ekki ná nægilega vel til hinna kjörnu fulltrúa fólksins, sem sitja á Alþingi, við af- greiðslu fjárlaga undir lok síðasta árs. Það hefur áreiðan- lega verið ein af ástæðum þess að Kári Stefánsson hófst handa um undirskriftasöfnun þar sem skorað var á hina kjörnu fulltrúa að gera betur. Yfir 86 þúsund Íslendingar skrifuðu undir þá áskorun. Augljóst er að upphafsmaður söfnunarinnar telur sig bera ábyrgð gagnvart því fólki sem skrifaði undir og leggur sig nú fram um að fylgja henni eftir. En jafnframt má ráða af skrifum hans að viljinn til aðgerða af hálfu stjórnvalda sé að hans mati meiri í orði en á borði. Þetta mál snýst ekki um flokkapólitík. Ekki heldur um það hvort menn eru stuðningsmenn eða andstæðingar núverandi ríkisstjórnar. Það snýst um það hvort veikt fólk fær hjálp af því tagi sem við teljum öll að það eigi rétt á að fá en er ekki að fá. Það er ekki nóg að benda á að hallinn á rekstri Land- spítalans á þessu ári, sem var fyrirsjáanlegur við af- greiðslu fjárlaga í desembermánuði síðastliðnum, verði réttur af með fjáraukalögum. Það er heldur ekki nóg að benda á að undirbúningur að byggingu nýs sjúkrahúss sé vel á veg kominn. Og umræður um kosti og galla einka- rekstrar í heilbrigðiskerfinu, sem ég sé að eru flokks- bræðrum mínum og flokkssystrum hugleiknar, breyta engu um þá staðreynd að það þarf verulega auknar fjár- veitingar til Landspítalans og heilbrigðiskerfisins núna. Þetta virðist stjórnkerfi okkar ganga illa að skilja. En það hefur bersýnilega ekkert með flokka að gera. Stjórn- kerfi Reykjavíkurborgar, sem nú er í höndum Samfylk- ingar og fleiri vinstriflokka, sýnist heldur ekki skilja veruleika af þessu tagi, eins og umræður um aðstæður í leikskólum og grunnskólum borgarinnar að undanförnu sýna. Hins vegar vekur það athygli og er til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki alveg misst sambandið við fólkið í landinu að formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem urðu til í hruninu, Vilhjálmur Bjarna- son, ekkifjárfestir, hefur valið sér Sjálfstæðisflokkinn sem vettvang til stjórnmálaafskipta með framboði í próf- kjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það þarf aukið fé í heilbrigðismál strax „Ég vona bara að ég verði lögð inn,“ sagði stúlkan. Annars þyrfti hún að borga. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Enska orðið „patronage“ er not-að um úthlutun stjórnmála- gæða, sérstaklega embætta og bit- linga, í skiptum fyrir fylgi. Íslenska orðið „valdabrask“ nær hugtakinu best. Í grein frá 2006 eftir þýska stjórnmálafræðinginn Wolfgang Müller um valdabrask stjórn- málaflokka (party patronage) var vestrænum lýðræðisríkjum skipt í fjóra flokka eftir umfangi valda- brasks. Í fyrsta flokknum, þar sem sáralítið slíkt brask fyrirfyndist, væru Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. Ísland væri hins vegar í þriðja flokknum, þar sem valda- brask væri í meðallagi. Eitthvað er bogið við þessa flokk- un. Til dæmis höfðu jafnaðarmenn völd í Svíþjóð nær óslitið í 43 ár, frá 1932 til 1976. Allar opinberar stofn- anir fylltust af flokksmönnum. Jafn- aðarmannaflokkurinn notaði jafnvel leyniþjónustu hersins til að njósna um kommúnista, sem voru skæðir keppinautar þeirra um yfirráð yfir ýmsum verkalýðsfélögum, og varð úr mikið hneyksli, þegar upp komst 1973. Lagaprófessorinn Erik Ann- ers skrifaði 1976 bókina Valdavefur jafnaðarmanna (Den social- demokratiska maktapparaten). Í Noregi höfðu jafnaðarmenn völd nær óslitið 1935-1965 og aftur 1976-1981. Sagnfræðiprófessorinn Jens Arup Seip flutti frægan fyrir- lestur 1963 um þróunina í eins- flokksríki (Fra embedsmannsstat til ettpartistat). Þar lýsti hann því, hvernig flokkur jafnaðarmanna hefði nánast gróið saman við ríkið. Var Seip þó sjálfur jafnaðarmaður. Hið sama gerðist þar og í Svíþjóð, að jafnaðarmenn beittu leyniþjón- ustunni fyrir sig, og samdi svokölluð Lund-nefnd um það skýrslu 1996. Eitt sinn sagði framkvæmdastjóri norska Verkamannaflokksins, að flokkur sinn væri örninn í norskum stjórnmálum. Kári Willoch, leiðtogi hægri manna, svaraði þá hógvær- lega, að sér kæmi frekar annað stórt dýr í hug. Áheyrendur biðu í ofvæni. „Það er fíllinn,“ sagði Willoch. „Hann gleymir aldrei nein- um á sínum vegum.“ Menn skelli- hlógu. En að öllu gamni slepptu kom valdabrask sennilega ekki eins ójafnt niður annars staðar á Norðurlöndum, þar á meðal á Ís- landi, því að flokkarnir skiptust þar á um að hafa völd. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Valdabrask á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.