Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
ars staðar vildi afi vera. Það var
því mikilsvert að hann skyldi
hafa fengið hvíldina þar og ber að
þakka þeim mörgu sem hlúðu að
honum síðustu árin til að svo
mætti vera.
Ég kveð hann elsku afa minn
og nafna hinstu kveðju með
djúpri virðingu og þökk fyrir
samfylgdina síðustu tæpu 40 ár.
Blessuð sé minning hans.
Árni Sigurjónsson.
Okkur systkinin langaði að
skrifa nokkur kveðjuorð um
Árna Sigurjóns. Ekki verður
hans minnst öðru vísi en minnast
á Ástu, konu hans, sem alltaf var
kölluð Ásta frænka á okkar
heimili. Ásta lést 1993. Þau Árni
og Ásta bjuggu við Víkurbraut-
ina í Vík, í húsinu Háeyri, sem afi
okkar byggði fyrsta hlutann af.
Árni og Ásta eignuðust sex börn,
þau: Þorstein, Sigríði Dóróteu,
Sigurjón, Hermann, Elínu (sem
er látin) og Odd, en þau ganga
jafnan undir samheitinu Háeyr-
ingarnir hjá okkur.
Foreldrar okkar systkinanna
voru miklir vinir Árna og Ástu og
hefur ætíð verið mikil vinátta
milli okkar fjölskyldu og þeirra.
Okkur eru í fersku minni kvöldin
sem Árni og Ásta komu í heim-
sókn á Kirkjuveginn og rifjuðu
upp gamlar sögur, oftar en ekki á
gamansömum nótum, við mikla
kátínu þeirra sem yngri voru. Við
áttum líka margar ánægjustund-
ir með þeim við Grænalón og í
hjólhýsinu hjá pabba og mömmu.
Úr daglegu amstri munum við
einna best eftir Árna frá því að
hann vann í Pakkhúsinu hjá
Kaupfélagi Skaftfellinga. Þar var
hann æðsti prestur og við yngri
kynslóðin litum mikið upp til
hans. Léttleiki hans gerði það að
verkum að við fundum okkur oft
ástæðu til að fara í heimsókn í
Pakkhúsið og fylgjast með hon-
um grínast í viðskiptavinum og
jafnvel hrekkja einn og einn á
saklausan hátt. Síðustu starfsár-
in átti hann á Gömlu trésmiðj-
unni og hjá Trévík og kynntust
sum okkar Árna þar sem
skemmtilegum samstarfsmanni.
Árni hafði mjög gaman af því
að fá okkur í heimsókn. Hann
fylgdist með högum okkar, ræddi
um landsins gagn og nauðsynjar
en alltaf var glettnin skammt
undan.
Til margra ára var hesta-
mennska helsta tómstundagam-
an Árna og Ástu og fengum við
krakkarnir að kynnast hestum
hjá þeim. Eitt sem einkenndi
Árna alla tíð var að hann gekk
helst allra sinna erinda í Vík en
eftirlét Ástu bílinn. Eftir að hann
flutti á Hjúkrunarheimilið Hjal-
latún mátti gjarnan sjá til hans
storma um þorpið, upp og niður
brekkur, þótt hann þyrfti að
styðjast við tvær hækjur.
Við minnumst höfðingja og
trausts vinar sem genginn er og
erum við þess fullviss að hans
bíða hlýjar móttökur í nýjum
heimkynnum. Að eiga Árna að
sem vin voru forréttindi.
Kæru Háeyringar, við vottum
ykkur og fjölskyldum ykkar sam-
úð á kveðjustundu.
Blessuð sé minning þín, Árni
Sigurjónsson. F.h. Háagarðs-
gengisins,
Ragnar, Pétur, Egilína,
Bryndís og fjölskyldur.
Glettni, létt lund, mikill svip-
ur, stórar hendur og gott hjarta-
lag einkenndu þann mikla kar-
akter sem Árni, föðurbróðir
minn, var. Árni frá Pétursey, eða
Árni á Háeyrinni í Vík, var ein-
stakur maður. Hann hafði góða
nærveru og alltaf fylgdi glað-
værð og glettni með þegar hann
var annars vegar.
Mikil samheldni, hlýja og virð-
ing hvert fyrir öðru og umhverfi
sínu hefur einkennt systkinin frá
Pétursey.
Árni var af þeirri kynslóð Ís-
lendinga sem lifðu þær miklu
breytingar sem urðu með til-
komu bíla og vélbáta á Íslandi.
Hann byrjaði snemma til sjós frá
Sandinum og að keyra með varn-
ing og fólk og var einn af þeim
görpum sem óku trukkum hlöðn-
um varningi til íbúa austan Mýr-
dalssands og Skeiðarársands í
byrjun bílaaldar. Á þeim árum
voru fáar brýr á þessum leiðum,
aðeins slóðar sem myndast höfðu
í aldanna rás. Menn höfðu aðeins
reynslu og eigið hyggjuvit að
styðjast við. Kom vel í ljós úr
hverju menn voru gerðir í þess-
um ferðum sem oftar en ekki
tóku marga daga og voru miklar
svaðilfarir. Eitt sinn er allt var
ófært á Klaustur tók Árni hesta
og reið með póstinn til þess að
koma honum í réttar hendur.
Hann var því síðasti landpóstur-
inn sem fór með póstinn á hest-
um austur yfir sand, en hvort
sem hann var á hesti eða bíl skil-
aði hann því á áfangastað sem
honum var treyst fyrir. Nánast
ómögulegt er í dag að setja sig í
hans spor í þessum ferðum, svo
mikil hefur byltingin í sam-
göngum orðið frá hans fyrstu
ferðum yfir sandanna. Árni hafði
gaman af að segja sögur af
mönnum og málefnum. Því var
gaman að ræða við hann um þær
miklu breytingar sem urðu á ís-
lensku samfélagi á hans ævi.
Ég vil við leiðarlok þakka
Árna og Ástu fyrir góðar stundir.
Börnum, afkomendum þeirra,
frændum og vinum votta ég sam-
úð mína.
Haraldur Þórarinsson.
Nú er fallinn frá kær vinur og
samferðamaður Árni Sigurjóns-
son frá Pétursey í Mýrdal, lengst
af búsettur í Vík. Árni var okkur
hjónum afar kær og áttum við
einstaklega ánægjulegar stundir
um árabil í leik og starfi með
Ástu og Árna. Erlen þekkti þau
heiðurshjón fyrr, enda alin upp í
Víkinni og var á unga aldri barn-
fóstra hjá þeim hjónum og pass-
aði elstu börnin, Steina og Siggu
Dóru.
Á sinni löngu ævi hefur Árni
orðið fyrir þungum áföllum í líf-
inu, missti Ástu eiginkonu sína
langt um aldur fram, Elínu dótt-
ur sína, sem lést ung frá eigin-
manni sínum og ungum börnum
og Jón Þór dótturson sinn í
blóma lífsins. Alla tíð hefur hald-
ist góður vinskapur við fjölskyld-
una.
Gleymast seint allar hesta-
ferðirnar með þeim hjónum og
fleiri vinum okkar í Vík. Árni var
um árabil forstöðumaður bifreiða
og flutningadeildar Kaupfélags
Skaftfellinga og þar var hann
réttur maður í krefjandi starfi.
Hann var af þeirri kynslóð flutn-
ingabílstjóra á Íslandi sem unnu
við erfið skilyrði, lélegir vegir um
land allt og yfir óbrúð fljót að
fara. Bílstjórar vöruflutningabíla
á fyrrihluta síðustu aldar voru
sannarlega hetjur þess tíma.
Með þessum fáu orðum langar
okkur að þakka fyrir samfylgd-
ina með þeim heiðurshjónum
Ástu Hermannsdóttur og Árna
Sigurjónssyni.
Og held að ég geti mælt fyrir
hönd allra fyrrverandi sam-
starfsmanna hans hjá Kaupfélagi
Skaftfellinga, þegar við kveðjum
Árna og færum honum þakkir
fyrir framúrskarandi hjálpsemi,
greiðvikni og gott samstarf lið-
inna ára. Við hjónin og synir okk-
ar þökkum að lokum langa vin-
semd í okkar garð. Vottum við
fjölskyldu hans innilega samúð.
Blessuð sé minning hans.
Erlen og Matthías Gíslason.
Elsku Stebbi, þú
varst alltaf svo hlýr
og góður. Vildir allt
fyrir mann gera og
varst svo áhugasam-
ur um allt í lífi manns, spurðir ótal
spurninga um líðan, vinnu og fjöl-
skylduna. Ég man svo vel eftir því
þegar ég bjó í Kaupmannahöfn ár-
ið 2007 og þið Ella kíktu þangað
og vilduð hitta mig. Ég fór með
ykkur út að borða og vita þeir sem
mig þekkja að ég borða aldrei fisk
en einhvern veginn náðir þú að
láta mig smakka nokkrar tegund-
ir, það var bara einhvern veginn
með þig að ef þú mæltir með ein-
hverju þá bara hlustaði maður á
þig.
Þegar við Steve fluttum heim til
Íslands frá Kaupmannahöfn og
erfitt var að finna vinnu varstu þú
með þeim fyrstu að bjóða hjálp
sína og ætlaðir að finna eitthvert
starf handa honum í Perlunni.
Þar veittir þú mér mína fyrstu
vinnu á unglingsárunum. Eftir að
Steve náði að fóta sig á Íslandi
með smíðafyrirtækið sitt hrósaðir
þú honum ítrekað fyrir það sem
hann náði að gera hér og þótti
okkur báðum svo rosalega vænt
um það og þú gafst honum „extra
kick“ til að halda áfram.
Ég eyddi miklum tíma sem
barn heima hjá ykkur Ellu og leið
mér alltaf svo vel hjá ykkur og
vildi eyða þar sem mestum tíma.
Stefán Sigurðsson
✝ Stefán Sigurðs-son fæddist 1.
júlí 1956. Hann varð
bráðkvaddur 13.
ágúst 2016.
Útför Stefáns var
gerð 23. ágúst 2016.
Það var alltaf til
svo mikið af nammi
og vídeómyndum
frá Ameríku og það
fannst mér voða
spennandi. Mér
þykir rosalega vænt
um þig og fjöl-
skyldu þína og það
var rosalegt áfall að
heyra af fráfalli
þínu, elsku Stebbi.
Hvíldu í friði.
Linda Ósk Guðmundsdóttir.
Við félagarnir úr veiðiklúbbn-
um eigum eftir að sakna þín mikið,
elsku Stebbi, og minning þín mun
lifa í okkar hjörtum af eilífu.
„Sagan þegar menn missa þann
stóra“ er líklega sönn, því að í
þetta skiptið horfum við á eftir
einum slíkum. Hvíldu í friði, kæri
vinur, og takk fyrir allt gamalt og
gott.
Fyrir hönd veiðiklúbbsins
Belgs,
Ólafur Már Gunnlaugsson.
Við félagar Stefáns Sigurðsson-
ar í Rótarýklúbbi Kópavogs minn-
umst með þakklæti og hlýhug fé-
laga okkar við skyndilegt fráfall
hans.
Okkur þótti mikill fengur að því
að fá Stefán til liðs við klúbbinn
fyrir nokkrum árum og væntum
okkur mikils af þátttöku hans um
ókomin ár. Hann hafði af mikilli
reynslu og þekkingu að miðla úr
atvinnulífinu, sem vel þekktur
veitingamaður, kokkur og fram-
kvæmdastjóri veitingahússins
Perlunnar.
Stefán var umfram allt góður
félagi og vinur. Hjálpfús, hófsam-
ur og alltaf tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd hvenær sem færi gafst.
Hann var jafnframt kappsamur
og metnaðarfullur í störfum sínum
og í fremstu röð í hverju sem hann
tók sér fyrir hendur.
Hann var úr hópi gjörvulegra
Kópavogsbúa, sem ólst upp á
frumbýlisárum bæjarfélagsins.
Æskuheimili Stefáns var við-
komustaður margra Kópavogs-
búa á þessum árum, enda faðir
hans og móðir leiðandi í málefnum
bæjarins um árabil.
Saga Stefáns og afrek, sem
ekki verða tíunduð í stuttu máli
eru til marks um dugnað þess
fólks og þeirra fjölskyldna, sem
byggðu sér heimili í Kópavogi og
ólu hér upp harðduglegt og gott
fólk.
Sjálfur varð Stefán forvígis-
maður í sínum störfum eins og
hann átti kyn til.
Stefán fylgdi með klúbbsaðild
sinni í fótspor föður síns, Sigurðar
Helgasonar hrl., sem var einn af
stofnfélögum, bróður, Helga Sig-
urðssonar, sem er fyrrverandi for-
seti klúbbsins og systur, Mar-
grétar Maríu Sigurðardóttur, sem
er fyrsta konan, sem gerðist félagi
í Rótarýklúbbi Kópavogs.
Hugur okkar er hjá eiginkonu,
sonum og fjölskyldu hans og við
biðjum þess að almáttugur Guð
styrki þau. Við þökkum Stefáni
samfylgdina.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs
Kópavogs,
Sveinn Hjörtur Hjartarson.
Í minningu Stebba.
Maður sem var mér og öðrum
ætíð rausnarlegur og hlýr. Þú
varst alltaf tilbúinn að veita mér
og fjölskyldu minni stuðning,
hafðir trú á öllu sem ég gerði og
hvattir mig áfram í einu og öllu.
Þú gast alltaf samglaðst afrekum
annarra og naust þess að sjá þeg-
ar vel gekk.
Það gladdi mig alltaf mikið að
hitta þig á fjölskylduviðburðum og
ná að spjalla við þig um daginn og
veginn. Ég mun aldrei gleyma
þessari brosandi sýn.
Þín verður sárt saknað af okkur
öllum en þú munt aldrei gleymast.
Samúðarkveðjur til Ellu, Stef-
áns, Sigga, Bjarka og fjölskyldna
þeirra.
Stephen Paul Roberts.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og kærleiksríkan hlýhug vegna
fráfalls og útfarar okkar ástkæra
JÓHANNESAR HILMARS
JÓHANNESSONAR,
Sóltúni 2,
Garði.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Jóna Rut Gísladóttir,
Jóhannes Jóhannesson, Þórey Ása Hilmarsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HARALDAR JÓNASSONAR
rafvirkjameistara,
Lækjargötu 30, Hafnarfirði.
.
Ólafur Haraldsson,
Jónas Haraldsson, Halldóra Teitsdóttir,
Hulda Sólborg Haraldsdóttir, Einar Örn Einarsson,
Oddný Halla Haraldsdóttir, Finnur Logi Jóhannsson,
Haraldur Haraldsson, Bergljót Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum veitta samúð og hlýhug vegna
andláts elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RÖGNU JÓNSDÓTTUR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
þriðjudaginn 28. júní. Sérstakir þakkir
færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir góða
umönnun og virðingu.
.
Theodór Jóhannesson
Björn Theodórsson Valgerður Kristjónsdóttir
Helga Theodórsdóttir Örn Friðrik Clausen
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og
hlýhug vegna andláts elskulegs eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS I. STEFÁNSSONAR,
Fróðengi 1,
áður til heimilis að Langagerði 46,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Eiri 4. ágúst.
.
Lilja Gróa Kristjánsdóttir,
Kristján Þorsteinsson, Kristín Jónsdóttir Njarðvík,
Guðrún Þorsteinsdóttir,
Erla Þorsteinsdóttir, Kjartan Blöndahl,
Stefán Þorsteinsson, Sigríður St. Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ELÍNAR BJÖRNSDÓTTUR,
Stellu,
Heiðargerði 3, Akranesi,
sem fór inn í Sumarlandið og sólina
8. ágúst. Sérstakar þakkir til starfsfólks dagvistar dvalar-
heimilisins Höfða, Akranesi og til starfsfólks A-deildar á HVE á
Akranesi.
.
Þorbergur E. Þórðarson,
Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir, Ómar Þorst. Árnason,
Elínborg Þóra Þorbergsdóttir, Friðrik Jónsson,
Birna Þorbergsdóttir,
Ingunn María Þorbergsdóttir, Arnar Hjartarson,
Þórður Þorbergsson,
ömmubörn og langömmubörn.