Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.09.2016, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  208. tölublað  104. árgangur  ÍSLENSKI HÓPUR- INN BOÐINN VELKOMINN NÝ HLJÓMSVEIT FARA VÍÐA Í ÁSTARMÁLUM KVENNA KRONIKA ROKKAR 12 HÁDEGISTÓNLEIKARÖÐ 30ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA ÍÞRÓTTIR Sigtryggur Sigtryggsson Guðni Einarsson Komum skemmtiferðaskipa til Ís- lands hefur fjölgað mikið á síðustu ár- um. Ný met hafa verið slegin á hverju ári og nú þegar liggur fyrir að enn eitt metið verður slegið á næsta ári, 2017. Samkvæmt upplýsingum Ernu Kristjánsdóttur, markaðsstjóra Faxaflóahafna, hefur 121 skipakoma verið skráð í Reykjavík næsta sumar og með þessum skipum verða 132 þúsund farþegar. Til samanburðar verða skipakomur á þessu ári 114 og farþegar 109 þúsund. Árið 2015 voru skipakomur 108 og farþegar 100 þús- und. Skráning fyrir árið 2018 er hafin hjá Faxaflóahöfnum og nú þegar er búið að skrá liðslega 40 skipakomur það ár. Mikil aukning í vetrarflugi Alls hyggjast fjórtán flugfélög halda uppi vetraráætlun milli Íslands og samtals 57 áfangastaða austan hafs og vestan á tímabilinu frá lokum október til loka mars í vetur. Að sögn talsmanns ISAVIA hafa svo mörg flugfélög aldrei flogið til jafnmargra áfangastaða að vetri frá Keflavíkur- flugvelli og næsta vetur. Sætafram- boð í vetraráætluninni mun aukast um 58,3%. Að sögn ISAVIA hefur vetrar- ferðamennska hingað aukist jafnt og þétt. Með henni nýtast innviðir mun betur og rekstrargrundvöllur ferða- þjónustunnar styrkist. Met sett í lofti og á legi  Farþegaflutningar á sjó og í lofti ná nýjum hæðum  Stefnir í met í komum skemmtiferðaskipa 2017  Vetrarfarþegum flugfélaganna fjölgi um tæp 60% MNýtt met verður … » 10 og 18 Aukningin 35% » Alls fóru 894.535 farþegar um Keflavíkurflugvöll í nýliðn- um ágústmánuði. Er það 35,4% fjölgun frá fyrra ári. » Það sem af er árinu hafa tæplega 4,5 milljónir farþega farið um völlinn. Fjölgunin er tæplega 35% milli ára. Formaður samningarnefndar sveit- arfélaganna, Inga Rún Ólafsdóttir, segir það mikil vonbrigði að kenn- arar hafi fellt nýgerðan kjarasamn- ing. „Við teljum okkur hafa gengið mjög langt í því að mæta kröfum fé- lagsins, þess vegna kemur það á óvart að hann hafi verið felldur.“ Hún segist ekki geta svarað því hvað valdi óánægju kennara en ým- islegt hafi verið lagað frá síðasta samningi sem felldur var í júní. Ólafur Loftson, formaður Félags grunnskólakennara, segir samn- inganefndina ekki hafa lagt samn- inginn fram nema af því að hún teldi að hann ætti möguleika. Samningur- inn hafi verið lagfærður og þeir þættir sem mesta óánægjan var með frá síðasta samningi lagaðir og öðru bætt í. En að mati félagsmanna hafi það ekki verið nóg. ,,Það sem er aðalmálið að mínu mati er að félagsmönnum finnst launaprósentan ekki hækka nægj- anlega mikið, sem sagt almenn óánægja með beinar launahækkanir. Staðan er alvarleg og þurfum við bæði að líta inn á við og út á við til að sjá hvað megi bæta,“ segir Ólaf- ur. »2 „Staðan er alvarleg “  Segjast hafa geng- ið langt til móts við kröfur kennara Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni heimsmeistara- mótsins með jafntefli gegn Úkraínu í Kiev í gærkvöld, 1:1. Jón Daði Böðv- arsson og Alfreð Finnbogason fögnuðu þegar Alfreð kom Íslandi yfir með marki á upphafsmínútum leiksins. » Íþróttir AFP Gott stig í Úkraínu  Í heild fékk Birgitta Jónsdóttir 672 atkvæði í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu af 1.034 sem kusu. Þar af fékk hún 160 í 1. sætið eða 15,5%. Kosningin var rafræn og var kosið eftir Schulze-aðferð sem leiðir til þess að sá sem er oftast valinn fram yfir alla aðra frambjóð- endur er líklegastur til þess að lenda í efsta sæti. Niðurstöður um atkvæðaskipti úr prófkjörinu hafa verið birtar á kosningavef Pírata. Þar má sjá að algengt var að kjörseðill innihéldi einn frambjóð- anda. Sú var raunin á 81 kjörseðli eða á 7,8% kjörseðla. »11 Oddviti Pírata fékk 15,5% í fyrsta sætið „Þetta var ein belja sem kom þarna og var að elta svarta á,“ segir Daði Lange Friðriksson, gangnamaður í Mývatnssveit. En í réttum í síðustu viku birtist hreindýr við Norðmels- gjá sem er á austur afrétti, ekki langt frá Dettifossi. Sjaldgæft er að hreindýr sjáist á þessum slóðum. Dýrið var það sem kallast línubrjótur en svo kallast dýr sem farið hafa yfir sauðfjár- veikivarnarlínu. Í Mývatnssveitinni er óalgengt að hreindýr sjáist, þótt þau hafi verið þar á fyrri hluta síðustu aldar. En þessi hreinkýr birtist allt í einu í smalamennskunni og að sögn manna í réttunum virtist hún elta svarta á. Kindunum var ekkert vel við hreindýrið, nema kannski þess- ari svörtu sem virtist taka henni betur. Hreindýrið rann inn í hólfið eins og féð og var í aðhaldi yfir nóttina. Eftir að gangnamenn höfðu sam- band við héraðsdýralækni gaf hann það út að fella þyrfti kúna. Það var gert. borkur@mbl.is Hreindýr birtist óvænt með fénu Ljósmynd/Þórhallur Guðmundsson Utanveltu Hreindýrið elti svarta á hvert sem hún fór. Kindurnar voru ekki hrifnar af því nema sú svarta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.