Morgunblaðið - 20.09.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016
Morgunblaðið/Golli
Haförn Konungur íslenskra fugla.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Viðkoma íslenska hafarnarstofnsins í
sumar var sú slakasta frá árinu 2006
og komust aðeins 27 ungar á legg. Í
fyrra komust upp 36 ungar úr 28
hreiðrum. Meðalungafjöldi í hreiðri
nú var með minnsta móti eða 1,08
ungar á hreiður sem er það minnsta
frá árinu 1993. Að meðaltali hafa
komist upp 1,3 ungar úr hreiðri. Talið
er að rúmlega 220-250 hafernir séu á
Íslandi. Þeir hefja varp 5-8 ára gamlir
nái þeir sér í maka og óðal.
Enginn ungi komst á legg á Vest-
fjörðum í sumar. Við norðanverðan
Breiðafjörð komu 18 pör upp fjórum
ungum. Fimm ungar komust upp úr
þremur hreiðrum við Húnaflóa. Haf-
arnarstofninn þar hefur styrkst veru-
lega á undanförnum árum en hafernir
voru að segja má útdauðir þar í heila
öld. Nú halda ernir til á sex óðulum af
þeim 20 sem þekkt eru við flóann.
Arnarvarpið gekk ágætlega við
sunnanverðan Breiðafjörð og við
Faxaflóa.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
sviðsstjóri dýrafræði við Náttúru-
fræðistofnun Íslands og hafarnasér-
fræðingur, segir að skýringarnar á
því hvað olli lélegri viðkomu hafarn-
arstofnsins í sumar liggi ekki í augum
uppi. Þó sé vitað um tvennt sem hafði
áhrif á varpárangurinn.
Misfórst hjá mörgum pörum
„Annars vegar var óvenjulítið af
tvíburum í arnarhreiðrum í sumar.
Þeir voru bara í tveimur hreiðrum af
25. Oftast eru tveir ungar í um þriðj-
ungi hreiðranna. Ef það hefði verið
nú þá hefði ungatalan verið verið nær
því að vera eðlileg,“ sagði Kristinn.
Hins vegar nefndi hann hvað varpið
misfórst hjá mörgum pörum. Síðasta
vor voru hafarnarpör 74 talsins og
reyndu 52 þeirra varp, sem er hlut-
fallslega með mesta móti. Aðeins 25
hafarnarpör komu upp ungum og því
misfórst varp í meira en helmingi
hreiðranna.
Ástæðu þess að varp misferst má
oftast rekja til slæms tíðarfars eða
fæðuskorts. Fæðuleifar eru hirtar við
arnarhreiður einu sinni á ári í rann-
sóknarskyni. Í sumar fundust óvenju-
litlar leifar við flest hreiður. Það þarf
ekki að þýða að æti hafi verið lítið
heldur að ernir hafi fært ungum sín-
um meira af fiski. Leifar af honum
varðveitast ekki jafn vel og bein og
fiður fugla. Byrjað var að vigta haf-
arnarunga í fyrra til að kanna ástand
þeirra frá ári til árs. Síðar verður
hægt að sjá hvernig ungarnir eru
miðað við fyrri ár.
Vorið var betra nú en í fyrra víðast
hvar. Í fyrra var ágætur varpárangur
þrátt fyrir leiðinlegt vor. Kristinn
sagði að það hvað sum svæðin skæru
sig úr með lélegt varp benti til þess að
veðrið eða fæðuframboðið á þeim
svæðum hefði haft áhrif. Stykkis-
hólmur er í kjarna útbreiðslusvæðis
hafarna og hefur verið tekið mið af
veðurfarinu þar. Veður getur þó verið
allt öðruvísi á Vestfjörðum eða við
norðurströnd Breiðafjarðar en í
Stykkishólmi. Hafernir eiga
t.d. erfiðara með að veiða sér
fisk til matar þegar er mikill
vindur.
Viðkoma hafarnarstofnsins var slök
Lakasta viðkoma hafarna frá 2006 Meðalfjöldi unga á hreiður í sumar var sá minnsti frá árinu 1993
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Mikil þörf er á umferðarstýringu á
þjóðvegum landsins að mati Jónasar
Guðmundssonar, verkefnastjóra
slysavarna ferðamanna hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg. Hann sér
um vefsíðuna Safetravel.is þar sem
m.a. er komið upplýsingum til er-
lendra ferðamanna um akstur á Ís-
landi.
„Það er nýtt umhverfi á vegum
landsins með öllum þessum mikla
fjölda bílaleigubíla. Við höfum engan
veginn náð að fylgja eftir uppbygg-
ingu á vegakerfinu svo að því miður
þá kemur þetta slys ekkert á óvart,“
segir Jónas og vísar þar til banaslyss
sem varð nýverið á Sólheimasandi
þegar ekið var á erlendan ferðamann
sem hafði lagt bíl sínum úti í kanti
með það í huga að skoða norðurljós-
in.
Þarf að gera útskot og stoppi-
staði á völdum stöðum
Á Safetravel.is má lesa upplýs-
ingar um akstursaðstæður á Íslandi
og er nú verið að uppfæra hann með
enn betri upplýsingum. Einnig er
verið að uppfæra stýrisspjaldið sem
á að vera í hverjum bílaleigubíl, á
því eru upplýsingar um hvernig er
best að keyra við íslenskar aðstæð-
ur. Jónas segir að nýju spjöldin
verði myndrænni og á þeim verði
sérstaklega fjallað um það að
stoppa úti í kanti. „Vefurinn og
spjaldið eru bara hjálpartæki, við
þurfum að vera með umferðarstýr-
ingu á þjóðvegum landsins, eins og
við erum með stýringu í þéttbýli.
Víða um heim er bannað að stoppa á
veginum og sektir við því. Á
ákveðnum stöðum, sem gott er að
stoppa á, eru útbúin útskot og svo
eru bara skilti sem segja að það sé
áningarstaður eftir 10 km og svo
eftir 5 km og svo framvegis.
Það á að vera fyrir löngu búið að
taka þennan kafla frá Reykjavík og
austur í Skaftafell, og víðsvegar um
landið, og útbúa útskot og stopp. Svo
þarf að fylgja því eftir með löggæslu.
Lögreglan þarf að fá fjármagn til að
geta haft bíla á ferðinni til að hjálpa
fólki við að fara eftir þeim reglum
sem eru í gildi. Það eru háar sektir
víða erlendis við því að stoppa úti í
kanti, sérstaklega á hraðbrautum,
og þjóðvegur eitt er okkar hraðbraut
um landið,“ segir Jónas.
Vantar slagkraftinn
Jónas segir að það sem vanti fyrst
og fremst sé fjármagn frá stjórn-
völdum og meiri slagkraftur í að
vinna verkefnin.
„Við verðum að hugsa að á næsta
ári verða hér 2,2 milljónir ferða-
manna og hvernig getum við útbúið
innviðina þannig að við getum tekið á
móti þeim á öruggan og ánægjuleg-
an hátt.“
Spurður hvort við séum hrædd við
að stýra ferðamönnum jánkar Jónas
því. „Eina stýringin sem við erum
aðeins farin að sjá hér er á Þingvöll-
um, þar eru bílastæði og ákveðinn
fjöldi sem má kafa í Silfru. Annars
stýrum við mjög lítið, hvort sem það
er með stígum, leiðbeiningum eða
fjöldatakmörkunum. Það má ekki
gleyma því að stýring er ekki boð og
bönn, heldur til að hjálpa fólki að
ferðast á öruggan hátt og upplifa og
njóta. Hvort sem það er með pöllum,
útsýnisstöðum, takmörkuðum hraða
eða reglugerðum.“
Stýring er ekki boð og bönn
Höfum engan veginn náð að fylgja eftir uppbyggingu á vegakerfinu Vantar
umferðarstýringu á þjóðvegum landsins Sekta þá sem leggja úti í kanti
Safetravel.is
» Helstu ábendingar sem
koma inn á Safetravel.is snúa
að merkingarleysi á göngu-
ferðum á hálendinu. „Fólk er
vant því erlendis að það séu
betri stikur, betri upplýs-
ingaskilti og að geta keypt
ákveðna þjónustu í skálum,“
segir Jónas. „Líka í sambandi
við árnar, bæði í gönguferðum
og bílferðum, þá er ekkert sem
hjálpar þeim yfir ána.“
» „Við höfum líka fengið
ábendingar um að á sumum
stöðum finnst fólki mannfjöld-
inn vera það mikill að því finnst
öryggi sínu ógnað.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á ferðalagi Banaslys varð nýverið á Sólheimasandi þegar ekið var á erlendan ferðamann sem hafði lagt bíl sínum úti í kanti.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sólheimasandur Skrokkur af flugvél sem var í eigu Bandaríkjahers vekur
mikinn áhuga erlendra ferðamanna sem leið eiga um Sólheimasand.
Lögreglan á
Suðurlandi hefur
mestar áhyggjur
af þremur stöð-
um í umdæminu
þar sem mikil
slysahætta skap-
ast vegna fjölda
bíla sem lagt er
úti í kanti. Eru
það Sólheima-
sandur, þar sem
ferðamenn stoppa til að ganga að
flugvélarflakinu, Þorvaldseyri und-
ir Eyjafjöllum þar sem ferðamenn
stoppa beggja vegna vegarins við
Gestastofuna og töluvert er af
gangandi umferð. Þá er það Kerið
í Grímsnesi, þar er bílastæði en á
annasömum dögum leggja ferða-
menn í vegköntum, jafnvel báðum
megin svo að hætta skapast.
Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi
á Suðurlandi, segir mestar áhyggj-
ur vera af þessum þremur stöðum
þó að vinsælir stoppistaðir séu ansi
margir. „Vegagerðin er að skoða
það að reyna að setja útskot víða
við vegi svo að það séu fleiri mögu-
leikar fyrir fólk að stoppa og taka
myndir og kannski dregur þá úr
hinu þó það komi aldrei í veg fyrir
það,“ segir Víðir.
Lögreglunni hafa borist margar
tilkynningar frá ökumönnum sem
hafa næstum því verið búnir að
keyra niður ferðamenn í vegkönt-
um. Víðir segir að ökumenn séu
áhyggjufullir vegna þessarar hegð-
unar.
„Í flestum tilfellum eru þetta
ekki bara tveir eða þrír staðir
heldur er þetta almenn hegðun að
stoppa í vegkanti, horfa ekkert í
kringum sig og hlaupa yfir veginn.
Það má aldrei gleyma ábyrgð ein-
staklingsins, við þurfum öll að bera
ábyrgð á okkur sjálfum. Það á við
erlenda ferðamenn eins og aðra en
það þarf kannski að hjálpa þeim að
skilja betur aðstæðurnar og for-
varnir og fræðsla eru lykilatriðið í
því.“
Víðir segir að þeir ætli að setjast
niður með Vegagerðinni og fá
hennar mat á stöðunum. „Það þarf
að horfa á þetta heildstætt líka því
að það að laga eitthvað á einum
stað getur haft áhrif á eitthvað
annað, það þarf að horfa á hvað
það þýðir að búa til útskot og
hvort það skapi einhverja aðra
hættu.“
Með þrjá
staði í
sigtinu
Víðir
Reynisson
Hafernir eru orðnir fastagestir á
hverju ári við stór vatnsföll á
Suðurlandi og sjást þeir oft á
ári við Þingvallavatn. Ernirnir
hafa þó ekki byrjað varp á þeim
slóðum. Líklega kemur að því,
að mati Kristins Hauks Skarp-
héðinssonar, hafarnasérfræð-
ings hjá NÍ.
Arnarvarp er að þéttast
við sunnanverðan
Breiðafjörð og þar eru
um 30 pör á tiltölulega
litlu svæði. Á árum áð-
ur urpu hafernir strjált í
Eyjafirði, við Skjálf-
anda, á Aust-
fjörðum og víða
á Suðurlandi.
Flestir við
Breiðafjörð
HAFERNIR SJÁST VÍÐA
Kristinn Haukur
Skarphéðinsson