Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 11
„Við fengum 2-3 ágæta róðra á handfæri, en í síð-
ustu viku var erfið veðrátta og vetrarbræla vikuna
þar á undan þannig að það er ekki mikið að frétta af
sjósókn og aflabrögðum héðan frá Grímsey,“ sagði
Svafar Gylfason, skipstjóri á Konráð EA 90 í gær.
Hann og Óskar Sigurpálsson eru tveir á bátnum og
er myndin tekin á föstudag skammt frá Grímsey.
Fjórir dagróðrarbátar hafa í haust róið frá Gríms-
ey og aflinn verið misjafn, en í gær fengu þeir á
Konráð 2,1 tonn á 15 bala. Þeir róa ýmist með hand-
færi eða línu eftir aðstæðum og sækja um 10 sjómíl-
ur út frá eynni. Svafar segir að í haust hafi all-
margir bátar verið að veiðum vestan og norðan við
Grímsey.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Róa ýmist með línu eða handfæri frá Grímsey
Veðrið setur strik í reikninginn
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR
ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR
OFBELDI.
NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN?
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Stærðir 28-35
Rennilás að innanverðu
Loðfóðraður
Verð 6.995
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Bolir
Str. M-XXXL – 2 litir
Kr. 6.900
Lagt er til að embætti umboðsmanns
borgarbúa verði sérstök eining í
skipuriti Reykjavíkurborgar og hafi
sjálfstæðan fjárhag frá næstu ára-
mótum að telja. Jafnframt er lagt til
að umboðsmaður starfi í umboði
stjórnkerfis- og lýðræðisráðs en ekki
forsætisnefndar eins og verið hefur.
Tillöga forsætisnefndar um þessa
skipulagsbreytingu var lögð fram á
síðasta fundi borgarráðs sem sam-
þykkti að vísa henni til afgreiðslu borgarstjórnar.
Embætti umboðsmanns borgarbúa var stofnað á árinu
2013 og Ingi B. Poulsen ráðinn. Ingi segir að embættið
hafi á sínum tíma verið sett upp sem tilraunaverkefni og
ákveðið að það myndi heyra undir forsætisnefnd á til-
raunatímabilinu. Fyrir tveimur árum var forsætisnefnd
falið að skilgreina betur hlutverk umboðsmanns og gera
tillögu um varanlega staðsetningu innan stjórnkerfisins.
Ingi segir að hlutverk forsætisnefndar sé ólíkt störfum
umboðsmanns. Hann telur því vel til fundið að embættið
starfi í umboði stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Það ráð
ætti einna mestan samhljóm með störfum umboðs-
manns. „Með því fær umboðsmaður beina rödd inn í póli-
tíkina,“ segir Ingi. Hann reiknar ekki með að þessi
breyting hafi nein áhrif á dagleg störf starfsmanna emb-
ættisins.
Í tillögu forsætisnefndar er jafnframt gert ráð fyrir
því að stjórnkerfis- og lýðræðisráð endurskoði samþykkt
um umboðsmann. helgi@mbl.is
Umboðsmaður færður til
Embætti umboðsmanns borgarbúa starfi í umboði stjórnkerfis- og lýðræðisráðs
Hlutverk
» Hann veitir borgarbúum
sem ósáttir eru við máls-
meðferð og ákvarðanir borg-
arinnar leiðbeiningar og álit.
» Tekur mál til athugunar að
eigin frumkvæði. Hann tekur
einnig á móti og rannsakar
upplýsingar um réttarbrot,
vanrækslu og mistök.
Ingi B. Poulsen
mbl.is
Helgi Bjarnason
Anna Sigríður Einarsdóttir
Skólameistari Verkmenntaskólans á
Akureyri (VMA) hefur sett inn-
kaupabann á starfsmenn skólans
vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Ríkið
hefur skrúfað fyr-
ir greiðslur til
skólans, nema
vegna launa og
húsaleigu. Í bréfi
sem skólameist-
arinn sendi for-
eldrum nemenda
eftir „krísufund“
með starfsfólki í
gærmorgun kem-
ur fram að inn-
kaupabannið gæti leitt til þess að
ekki yrði hægt að kaupa aðföng til
skólans og í ákveðna verklega
áfanga.
VMA skuldar ríkissjóði 26 millj-
ónir króna og sagði Sigríður Huld
Jónsdóttir skólameistari við mbl.is
að ef skólanum bærust engin fjár-
framlög á næstunni yrði að bíða með
frekari innkaup þar til nemendur
væru búnir að greiða efnisgjöld. Inn-
kaupabann hefði skiljanlega fljótt
áhrif á nám, sér í lagi á verklegum
brautum, eins og matvælabrautinni.
Hún tekur þó fram að efnisgjöld sem
innheimtast hjá nemendum sé hægt
að nota til innkaupa.
Geti staðið við skuldbindingar
Sigríður segir að skólastjórnend-
ur hafi fengið fyrirspurnir frá nem-
endum í gær, eftir að fréttir bárust
af því að mögulega þyrfti að senda
nemendur heim. „Auðvitað hafa þeir
áhyggjur. Þetta er nám 1.000 nem-
enda sem liggur hér undir,“ segir
hún við mbl.is.
Í bréfinu til foreldra tekur hún
fram að ekki hafi verið tilkynnt um
lokun skólans. Hún segist hafa verið
í sambandi við menntamálaráðu-
neytið og verið sé að leita leiða til að
skólinn geti staðið við skuldbinding-
ar sínar gagnvart nemendum og að
sjálfsögðu einnig ríkissjóði.
Í bréfinu bendir hún á að fleiri
framhaldsskólar nái ekki að spara
nógu mikið enda kerfið undirfjár-
magnað. Margir skólanna hafi verið
reknir með halla á fyrri hluta ársins.
„Ég leyfi mér að vera bjartsýn fyrir
hönd skólans og náms nemenda og
vonandi fáum við frekari svör á
næstu dögum,“ segir skólameistar-
inn í bréfi til foreldra.
Banna efnis-
kaup hjá VMA
Sigríður Huld
Jónsdóttir
Ríkið stöðvar greiðslur Nám í hættu
Slökkvilið Akureyrar var kallað út í
Naustaskóla kl. rúmlega átta í gær-
morgun vegna vatnstjóns. Heita-
vatnslögn hafði gefið sig og var heitt
vatn á um 200 fermetra svæði.
Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu
virkaði holræsakerfi skólans ekki
sem skyldi og var því mikið vatn á
gólfinu í einni álmu skólans þegar
slökkviliðið kom á vettvang.
Rúma klukkustund tók að hreinsa
upp vatn af gólfum og ljóst er að tjón-
ið er töluvert, að sögn varðstjórans.
Má þar nefna skápa og dyra-
umbúnað, en tjónið var aðallega í
skrifstofurými skólans og því hægt
að halda uppi kennslu í skólanum í
gær.
Naustaskóli
varð fyrir
vatnstjóni
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Dælubíll að störfum við
Naustaskóla í gærmorgun.