Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 14

Morgunblaðið - 20.09.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Á þessum degi fyrir 30 árum, 20. september 1986, voru lands- samtökin Vímulaus æska formlega stofnuð að viðstöddu fjölmenni í Háskólabíói. Meðal gesta á stofn- fundinum var Vigdís Finnboga- dóttir, forseti Íslands, og að stofnun samtakanna stóðu foreldrar sem tóku höndum saman um að sporna við vímuefnaneyslu ungmenna. Á fyrsta ári samtakanna var ýmsu komið á legg, m.a. Foreldra- símanum sem hefur verið opinn all- ar götur síðan. Nokkrum vikum síð- ar var rekstur samtakanna tryggður í fyrstu landssöfnuninni sem útvarpsstöðin Bylgjan, sem þá var nýstofnuð, stóð fyrir. Árið 1999 setti Vímulaus æska á stofn Foreldrahús þar sem starf- semi samtakanna er nú til húsa og bjóða nú samtökin m.a. upp á nám- skeið og stuðningshópa fyrir börn, unglinga og foreldra og veita fræðslu í skólum. Á næstu vikum verður tímamót- anna minnst með ýmsum hætti, að því er segir í fréttatilkynningu. Ljósmynd/Vímulaus æska Stofnun Á stofnfundinum var Vigdís Finnbogadóttir, þá forseti Íslands. Við hlið hennar situr Bogi Arnar Finnbogason, fyrsti formaður samtakanna. Samtökin Vímu- laus æska 30 ára  Fjölbreytt starfsemi og stuðningur Stýribúnaði umferðarljósa á nokkr- um gatnamótum í Reykjavík hefur verið breytt á þann veg að ljósin munu tryggja forgang neyðar- bifreiða. Á næstunni verður síðan stjórnbúnaði komið fyrir í neyðar- bílum slökkviliðsins, en hann virkar þannig að forgangskerfið, sem kall- ast græna bylgjan, fer sjálfkrafa í gang þegar bifreiðarnar aka á bláum ljósum. Kerfið var formlega prufukeyrt í gær og það voru þeir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstljóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem það gerðu. Sú leið sem var prufukeyrð liggur frá Slökkvistöð- inni í Skógarhlíð um Bústaðaveg og Snorrabraut að Sæbraut. Í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg segir að markmiðið sé að tryggja aukið ör- yggi í neyðarakstri, bæði fyrir þá sem eru í honum og ekki síður al- menna umferð. Einnig sé lykilatriði að stytta viðbragðstíma þegar fólk sé í lífshættu, einkum þegar umferð er mikil. Leið strætisvagna um gatnamót verður einnig gerð greiðari. Ekki er um forgangsstýringu að ræða, held- ur mun tæki í vagninum skynja þeg- ar hann nálgast gatnamót og þá lengist tíminn sem grænu ljósin loga í akstursstefnu hans. Verið er að uppfæra búnað í vögnunum til að virkja þennan möguleika. Samstarfsverkefni margra Samstarfsaðilar í verkefninu eru Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Strætó. Auk þeirra hafa velferðar- ráðuneytið og Sjúkratryggingar Ís- lands komið að verkefninu vegna sjúkrabifreiða. Einnig mun lögreglan geta komið inn í verkefnið síðar meir. Kostn- aður vegna verkefnsins er tæpar 60 milljónir króna og er hlutur Reykja- víkurborgar 64%. Morgunblaðið/Júlíus Sjúkrabíll Þegar græna bylgjan verður komin í notkun verður bílum í for- gangsakstri sjálfkrafa tryggður forgangur á umferðarljósum í Reykjavík. Neyðarbílar á grænni bylgju  Markmiðið er að tryggja öryggi Íslenskur karlmaður, Valdimar Svavarsson, sem ekkert hafði spurst til í rúma viku í Alicante á Spáni, er kominn í leitirnar. Systir mannsins sagði í samtali við mbl.is í gær að maðurinn væri heill á húfi. Hún fór út að sækja bróður sinn sem var ekki með nein skilríki á sér eftir að hafa verið rændur. Greint var frá því um helgina að síðast hefði spurst til Valdimars í ís- búð í Alicante 10. september en þá hafði hann haft samband við bróður sinn. Embætti ríkislögreglustjóra sendi fyrirspurn til lögregluyfir- valda á Spáni vegna Valdimars og var lýst eftir honum á Facebook-síðu Íslendinga sem búa á Spáni. Systir Valdimars heyrði í íslenskum eig- anda ísbúðarinnar, sem var ekki á staðnum, en hann tjáði henni að Valdimar hefði sagt starfsmanni búðarinnar frá því að hann hefði ver- ið rændur. Hann var ekki með síma á sér, ekkert veski og ekkert vegabréf. Erfiður tími fyrir fjölskylduna „Hann er fundinn,“ sagði Rósa Ólöf Ólafíudóttir, systir Valdimars, í samtali við mbl.is í gær. Hún var þá stödd í Alicante en hún fór þangað til að aðstoða og sækja bróður sinn. Aðspurð sagði Rósa að bróðir hennar hefði snúið aftur í sömu ísbúð í fyrradag og þá gat hann látið vita af sér. „Ég fór samdægurs út og svo er- um við að redda passanum og hitta ræðismanninn,“ sagði Rósa og bætti við að þau myndu fljúga til Íslands í kvöld. Rósa sagði að það hefði verið erf- iður tími fyrir fjölskylduna á meðan ekkert spurðist til Valdimars. Sem betur fer amaði ekkert að honum, en hann hafði hins vegar þurft að gista utandyra undanfarnar nætur eftir að hafa þurft að yfirgefa hótelið sem hann gisti á. Fannst heill á húfi í Alicante  Var rændur fé, síma og skilríkjum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Alicante Ekkert spurðist til Valdi- mars Svavarssonar í rúma viku. Alþingi samþykkti í gær að heimila fullgildingu Parísarsamnings Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsmál með öllum greiddum atkvæðum. Þar með verður Ísland meðal fyrstu 55 ríkjanna sem þurfa að fullgilda samninginn til að hann taki gildi. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd í New York í apríl síðastliðnum, en hann skuldbindur ríki heims til að vinna saman að því að bregðast við lofts- lagsbreytingum og áhrifum þeirra. Lilja Alfreðsdóttir utanríkis- ráðherra mælti svo á Alþingi fyrir fullgildingu samningsins fyrr í þess- um mánuði. Samningurinn öðlast gildi þegar a.m.k. 55 ríki með 55% af heimslosun hafa fullgilt hann. Nú þegar hafa 28 ríki sem bera ábyrgð á tæplega 40% losunar heimsins full- gilt samninginn, þeirra á meðal Bandaríkin og Kína. Samkvæmt fréttatilkynningu fagna Sigrún Magnúsdóttir, um- hverfis og auðlindaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir utanríkis- ráðherra þeirri ákvörðun Alþingis að fullgilda samninginn. Fullgilda Parísarsamning SÞ  Ísland meðal fyrstu ríkja til að fullgilda loftslagssamning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.