Morgunblaðið - 20.09.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 20.09.2016, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sumt er al-kunna. Með-al þess er að Íslendingar séu löghlýðnir borg- arar. Með lögum skal land byggja, segja þeir með Njáli, og réttilega við sjálfa sig og aðra. En það er líka alkunna að Ís- lendingar áskilja sér að gera minna með sum lög en önnur. Og það er stundum vit í því. En ekki alltaf. Það er lífseig kenning að bannlögin hafi þjálfað Íslend- inga í að greina á milli laga sem taka á mark á og hinna. Ís- lendingar eru ekki einir um svona háttsemi. Sagt er að Norður-Evrópumenn taki lög bókstaflega en síður þeir sem sunnar búa. Þegar Grikkir misstu fótanna í efnahags- málum kom í ljós að lagaum- hverfi þeirra var heilla en ætl- að var. En viðhorfið sé að lagaskruddur skuli hafa til við- miðunar að smekk. Þessi leið- beiningarregla var brúkuð af yfirvöldunum, ekkert síður en almenningi. Svipuð lagaum- gengni er talin helsta skýring á vandræðum Ítalíu. Og jafnvel hér nyrst á hjara viljum við stundum fá að velja hvaða laga- reglum skuli fara eftir og hverjar skuli hafðar til hlið- sjónar. Öll erum við sennilega brotleg, þótt í mismiklum stíl sé. Kannski gleyma sumir stundum að biðja um nótur í viðskiptum og stuðla „óvilj- andi“ að undanskoti virðis- aukaskatts. Afsökunin gæti verið að um smælki var að tefla. Allir voru í tímahraki og ekki víst um áframhaldandi við- skipti, ef greiðandi væri þekktur sem tittlingaskíts- maður. Og svo ósögð skýring: Ekkert var í þessu fyrir neinn nema skattmann, og seint eru menn hans senditík, svo vitnað sé í Þórð Malakoff. Þessar af- sakanir halda misilla. Eitt er það brot, sem við höfum flest framið, sum oft á dag. Að tala í síma undir stýri. Jafnvel senda SMS undir stýri. Sérfræðingar segja þetta jafnvel hættulegra í umferðinni en drukkinn mann undir stýri. Sá drukkni viti (oftast) upp á sig skömmina og sé að vanda sig, til að sleppa frá verknaðinum. Símamað- urinn hafi hugann við símann. Ná honum úr vasanum, undan öryggisbeltinu, sinna samtal- inu og jafnvel senda textaboð! Við sem höfum gerst brotleg í þessum efnum vitum örugglega að í nánast öllum tilvikum máttu þessi símtöl bíða. Síminn geymir hver hringdi. Fæst er- um við í slökkviliði, lögreglu eða hjartalæknar á bakvakt. Bretar eru að herða mjög tökin á þessum brotaflokki. Símandi ökumenn valda stórslysum. Hafa keyrt inn í barnahóp á gangstétt textandi í síma. Hér á landi þarf að herða tök. En einkum þurfum „við“ að taka okkur tak, sjá að okkur. Síma- fiktið undir stýri er kækur, ekki nauðsyn. Háskalegur kækur. Sakleysislegur háskaháttur er í raun alvarlegt brot sem taka þarf mun fastar á} Ógnvekjandi óþarfi Vel heppnuðu Ól-ympíumóti fatlaðra lauk í Bras- ilíu um helgina. Vel á fimmta þúsund íþróttamenn frá 159 löndum kepptu á mótinu að þessu sinni. Fimm Ís- lendingar voru meðal þátttak- enda á mótinu, Jón Margeir Sverrisson, Sonja Sigurðar- dóttir og Thelma Björg Björns- dóttir kepptu í sundi, Helgi Sveinsson í spjótkasti og Þor- steinn Halldórsson í bogfimi. Ólympíumótið var fyrst hald- ið 1960 og hefur farið fram í kjölfarið á Ólympíuleikum frá því að leikarnir voru haldnir í Seoul í Suður-Kóreu 1988. Keppendur á Ólympíumótinu njóta því sama aðbúnaðar og keppendur á Ólympíuleikum, þótt ekki njóti þeir sama atgerv- is. Afrek á Ólympíuleikum vekja iðulega undrun og aðdáun. Ekki eru minni afrek unnin á Ólymp- íumóti fatlaðra þar sem hver keppandinn á eftir öðrum sýnir að hægt er að ná ótrú- legra færni og ár- angri hvað sem fötl- un líður. Eitt dæmi um það er að á Ólympíumótinu hlupu nokkrir blindir hlauparar 1.500 metra á betri tíma en sigurvegarinn í greininni á Ól- ympíuleikunum í Ríó nokkrum vikum áður. Keppendur á Ólympíumótinu hafa ekki aðeins þurft að leggja hart að sér við æfingar. Þeir hafa einnig komist yfir áföll og erfiðleika vegna fötlunar sinnar. Einn þátttakenda á mótinu í Ríó talaði um að snúa hinu neikvæða í hið jákvæða. Íslensku keppendurnir fimm eru því í sérstökum hópi þar sem allir eru sigurvegarar þótt ekki fái allir medalíu. Þeir eiga líkt og þátttakendurnir allir heiður skilinn fyrir þrautseigju og atorku og geta verið öðrum innblástur og hvatning til dáða. Hægt er að ná ótrú- legri færni og ár- angri hvað sem fötl- un líður} Ólympíumót fatlaðra U m liðna helgi fór ég með fram- úrskarandi skemmtilegu fólki í bíó. Úr varð að fara og sjá Sully, mynd Clint gamla Eastwood um bandaríska flugstjórann Chesley Sullenberger og merkilegt afrek hans við að nauðlenda farþegaþotu í Hudson-ánni, milli Manhattan og New Jersey, skömmu eftir flugtak vegna þess að sveimandi fuglager fór í hreyfla þotunnar svo þeir urðu ónýtir og afl- vana. Myndin er stórmerkileg, feikivel gerð og mannskapurinn sammála um að Eastwood hafi enn á ný hrist hágæðamynd fram úr hálf- níræðri ermi sinni. En það er önnur saga. Undirritaður fór nefnilega að velta því fyrir sér hvað téður Sully hefði gert, hefði hann lent í því sama skömmu eftir flugtak frá Keflavík- urflugvelli. Eitt er að lenda á lygnri Hudson- ánni; úfinn sjórinn umhverfis Reykjanesskagann er allt annað mál og það er hraunið á landinu sömuleiðis. Þá væri gott að geta stýrt vélinni í átt að Reykjavíkurvelli, að því gefnu að hún sé sambærileg Boeing 757 eða minni, og svífa þar inn til lendingar. Ég var um langt árabil heitur stuðningsmaður þess að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni enda náðu aldrei nein rök í gegnum umræðuþvargið önnur en þau að völlurinn væri bara dekur við landsbyggðina, og það væri ómaklegt með öllu að fínt byggingarland í bæjarstæði borgarinnar færi í það. En ég er ekki svo viss lengur. Stærstu rökin – sem eru þau að Reykjavíkurvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavík – finnast mér aldrei heyrast og það er eitthvað annarlegt við það, þegar maður býr á eyju úti í ballarhafi þar sem verstu veðra er jafnan von. Hníga einhver vitræn rök að því að fjarlægja varadekkið og treysta á að það muni aldrei springa á bílnum? Flugmaður sem ég hef talað við segir mér að í nánast öllum tilfellum er Keflavíkurflugvöllur lokast sé Reykjavíkur- völlur opinn og einmitt vegna þessa fái vélar að taka á loft frá KEF oftar en ella þegar þar er veður slæmt. Með síaukinni ferðamanna- umferð til landsins heldur tíðni millilandaflugs áfram að aukast og þar með gerir þörfin fyrir varaflugvöll ekkert nema að aukast um leið. Það má vel vera að yfirvöld í Reykjavík hugsi sér gott til glóðarinnar að selja byggingarland í Vatnsmýrinni og maka þannig krókinn en þeg- ar til kastanna kemur eru menn líklegast að græða þar eyrinn en kasta krónunni – ef ekki mannslífum. Fyrir utan þessi augljósu rök vita það allir sem hafa ek- ið um miðborgina snemma morguns á virkum dögum að það er engin leið að ætla að bæta við 20.000 manna byggð í Vatnsmýrinni án þess að hanna fyrst einhverjar stórkost- legar úrbætur hvað bílaumferð varðar. Miklabraut, Bú- staðavegur og Kringlumýrarbraut – svo nokkur dæmi séu tekin – anna nú þegar engan veginn þeim umferðarþunga sem fyrir er, hvað þá ef 20.000 manns til viðbótar þurfa að komast leiðar sinnar að morgni dags. Borgaryfirvöld ættu kannski að finna mat fyrir leikskólabörnin áður en þau leggja mat á flugvallarstæði. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Sully og Reykjavíkurflugvöllur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Efnahags- og framfarastofn-unin (OECD) segir í nýrriskýrslu, sem gerð var op-inber í New York í gær, að ríkisstjórnir aðildarríkja OECD verði í sameiningu og alþjóðlegri samvinnu að bregðast við aukinni andúð almennings í garð innflytjenda og flóttamanna. Í skýrslunni segir að aukin and- úð almennings í garð innflytjenda sé m.a. tilkomin vegna þess að hann telji að landamæri ríkja séu ótrygg, innflytjendur reyni á þanþol félags- legrar þjónustu ríkjanna og ákveðinn fjöldi innflytjenda vilji ekki aðlagast þeim samfélögum sem þeir flytja til. „Of margir í of mörgum löndum hafa misst tiltrú á það hvernig við höndlum innflytjendamál og það hef- ur ágerst með flóttamannavand- anum,“ sagði Angel Gurria, fram- kvæmdastjóri OECD, í New York í gær, þegar skýrslan um horfur í inn- flytjendamálum á þessu ári var kynnt. Hann sagði jafnframt að grein- ing OECD sýndi fram á að innflytj- endur hefðu til meðallangs og langs tíma jákvæð áhrif á fjárhag landa, hagvöxt og vinnumarkað. Ríkis- stjórnir OECD-landa yrðu að bregð- ast við aukinni andúð almennings í garð innflytjenda, með því að út- skýra skilmerkilega og í þaula þau jákvæðu efnahagslegu áhrif sem fylgdu innflytjendum. Stjórnvöld yrðu einnig að bæta stefnu sína í mál- efnum innflytjenda og aðlögun þeirra, til þess að hámarka þann ávinning sem samfélagið getur náð með innflytjendum. Fram kemur í skýrslunni að yfir 1,5 milljónir hælisleitenda komu til OECD-ríkja, aðallega Evrópulanda, á árinu 2015. Langmesti fjöldi flótta- manna kom í fyrra til Þýskalands. Miðað við höfðatölu var fjöldi flótta- manna þó mestur í Svíþjóð í fyrra, því hann reyndist vera 1,6% af íbúum Svíþjóðar. Fjöldi sýrlenskra flótta- manna í Tyrklandi í fyrra fór yfir 2,7 milljónir. Nýjustu tölulegar upplýs- ingar sem liggja fyrir um fjölda flóttamanna á fyrri helmingi þessa árs sýna að fjöldi flóttamanna sem komu til OECD-landa var um 750 þúsund og þar af fór yfir helmingur til Þýskalands. Í skýrslunni segir að úrræði til þess að hjálpa flóttamönnum að að- lagast nýjum samfélögum hafi verið aukin og bætt í ýmum Evrópu- löndum. Nefnd eru til sögunnar lönd eins og Austurríki, Finnland, Þýska- land, Noregur og Svíþjóð, þar sem stórauknir fjármunir hafi verið lagðir í menntun flóttamanna og tungu- málakennslu. OECD leggur til í skýrslu sinni að ríkisstjórnir OECD-ríkjanna grípi til ákveðinna aðgerða til þess að draga úr andstöðu almennings við innflytjendur og flóttamenn: Áhersla verði lögð á að auka framboð á góðu íbúðarhúsnæði fyrir innflytjendur; aðgangur innflytjenda að góðum al- menningssamgöngum verði bættur; komið verði til móts við lítið mennt- aða eða ómenntaða innflytjendur með því að auka við félagslegt þjón- ustusvið, ásamt því að tryggja þeim ákveðin lágmarkslaun, þegar þeir eru komnir á vinnumarkaðinn og tryggt verði að atvinnurekendur sem ráða þá í vinnu virði reglur vinnumarkaðarins. Áskoranir á heimsvísu kalli á alþjóðlegar lausnir. Því þurfi að stórauka al- þjóðlegt samstarf í inn- flytjendamálum. Greina þurfi þarfir innflytjenda og koma til móts við þær hraðar en gerist í dag. Aukin andúð á flótta- fólki og innflytjendum Efnahagssamvinnu- og þróun- arstofnunin (OECD) starfar með yfir 100 þjóðlöndum að því að móta stefnu sem stuðli að bættum efnahag þjóða og auki velferð þjóða um allan heim. Í skýrslu stofnunarinnar um aukna andúð almennings víða um heim í garð flóttamanna segir m.a. að ríkisstjórnir í ólíkum löndum verði að taka höndum saman um að breyta og bæta afstöðu almennings í garð flóttamanna og innflytj- enda. Angel Gurria, fram- kvæmdastjóri OECD, kynnti nýja skýrslu stofn- unarinnar um flótta- mannavandann 2015 og 2016, við setn- ingu alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Tekið verði á vandanum OECD Angel Gurria Hælisleitendur í aðildarríkjum OECD Svíþjóð Austurríki Þýskaland Finnland Noregur Sviss Lúxemborg Danmörk Belgía Holland Tyrkland Ítalía Grikkland Frakkland Ísland 150.273 90.137 573.360 33.065 29.269 41.823 2.380 22.144 39.459 45.683 134.441 93.396 16.372 76.619 348 1,55% 1,06% 0,71% 0,6% 0,57% 0,51% 0,43% 0,39% 0,35% 0,27% 0,18% 0,16% 0,15% 0,12% 0,11% Heimild: www.oecd.org Fjöldi hælisleitenda:Fjöldi hælisleitenda sem% af heildarfjölda þjóðar:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.