Morgunblaðið - 20.09.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 20.09.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 ✝ Eyjólfur Jóns-son fæddist í Reykjavík 15. jan- úar 1929. Hann lést á Vífilsstöðum 13. ágúst 2016. Foreldrar hans voru hjónin Ing- veldur Eiríksdóttir húsmóðir, f. 23.6. 1908, d. 18.2. 1993, og Jón Kr. Jónsson bifreiðastjóri, f. 24.6. 1898, d. 10.6. 1983. Eyjólf- ur ólst upp í Reykjavík, fyrst á Nýlendugötu en síðar á Rán- argötu 24 þar sem hann bjó lengst af. Árið 1994 flutist hann í Árbæinn, fyrst Hraunbæ 116 en 2003 í Deildarás 3. Systkini hans eru Verna Oktavia Jóns- dóttir, f. 5.2. 1932, d. 2.5. 2011, Ragnheiður Jónsdóttir, f. 6.1. 1936, d. 11.12. 2009 og Margrét Jónsdóttir f. 4.4. 1937. 15.12. 1695, hún á tvö börn, Guð- bjart Ægi og Ásgeir Örn, og tvö barnabörn, Söndru og Mána Mjölni. Eyjólfur lauk farmannaprófi 12.maí 1957 og starfaði eftir það sem stýrimaður lengst af hjá Sambandinu en líka hjá Skipaút- gerð ríkisins, Hafskipi og Land- helgisgæslunni. Í landi starfaði hann við húsasmíðar og hjá Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins. Eyjólfur var alla tíð mikill áhugamaður um skip og báta og hafði unun af því að rölta í kringum höfnina. Hann var náttúrubarn, naut þess að vera úti í náttúrunni og tók sér iðu- lega langa göngutúra á meðan heilsan leyfði. Hann hafði gaman af því að horfa á náttúrulífsmyndir en líka góðar spennumyndir. Á seinni árum fékk Eyjólfur mikinn áhuga á fótbolta og varð mikill stuðningsmaður Fylkis og Liverpool. Útför Eyjólfs hefur farið fram í kyrrþey. Eyjólfur giftist Unni Margréti Guð- mundsdóttur 22.6. 1964. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jósefsson f. 21.8. 1892, d. 3.12. 1966, og Hólmfríður Guð- brandsdóttir, f. 9.6. 1888, d. 18.9. 1980. Eyjólfur og Unnur Margrét eignuðust þrjú börn, þau eru: 1. Ingveldur, f. 6.9. 1962, maki Víðir Að- alsteinsson, f. 20.11. 1961. Þau eiga tvö börn, Elsu Margréti og Eyjólf Pál, og níu barnabörn, Ásdís Birta, Sandra Ösp, Gabrí- el Víðir, Óliver Ingvi, Emil Óli, Emma Karen, Hallmundur Víðir, Anton Páll og Finnur Sól- on. 2. Helga Ragnheiður, f. 12.4. 1694, hún á tvö börn, Jöru Dögg og Alexöndru. 3. Aðalbjörg, f. Elsku Eyfi minn. Nú ertu búinn að fá hvíldina og er ég þakklát fyrir það. Það var svo margt farið að gefa sig hjá þér en heilinn var enn þá í lagi fram undir það síðasta og þú fylgdist vel með öllu í kring- um þig. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þú fékkst frábæra að- hlynningu á Vífilsstöðum. Við vorum fjögur systkinin, þú varst elstur, svo vorum við systurnar þrjár, Verna sem dó í maí 2011, Ragnheiður sem dó í desember 2009 og svo ég. Við ólumst upp á Ránargötu 24 við mikið ástríki hjá foreldrum okk- ar. Við vorum samrýnd fjöl- skylda. Mikill gestagangur var áheimilinu og var oft margt um manninn og margt spjallað. Á hverju sumri var farið í útilegu til Þingvalla með vinafólki for- eldra okkar. Það voru eftir- minnilegar ferðir. Þú útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum og vegnaði þér mjög vel á sjónum sem stýri- maður. Vegna veikinda eigin- konu þinnar ákvaðst þú að fara að vinna í landi til að geta sinnt dætrum þínum og varst þú þeim frábær faðir. Síðustu árin bjóstu hjá dóttur þinni, Ingveldi, og tengdasyni, Víði, í Deildarási 3 í Árbænum og reyndust þau þér mjög vel. Við Jónas komum oft til þín í Deildarásinn til að spjalla sam- an og stundum fórum við í spurningaleiki. Það var ótrúlegt hvað þú vissir margt og mikið hvort sem það var landafræði, saga eða almennar spurningar. Við áttum oft góðar stundir saman sem við munum sakna. Ég bið Guð að blessa dætur þínar og fjölskyldur þeirra. Með kærri þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt og ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín elskandi systir og mágur, Margrét og Jónas. Nú er stundin sem þú beiðst eftir komin. Þetta hafa verið erfiðir dagar fyrir þig undanfar- in misseri. Þú sem alltaf vildir vera á ferðinni og njóta náttúr- unnar en það tók þessi sjúk- dómur af þér. Þú tókst öllu samt af æðruleysi. Smá saman herti sjúkdómurinn tökin og þú hættir að geta farið í þína dag- legu göngutúra og að lokum var sjúkrahús og hjólastóll þitt hlutskipti. Já, stundin er komin og þú farinn í þína síðustu ferð. Við sem eftir erum munum halda á lofti minningunni um elskulegan föður, tengdaföður, afa og langafa. Það koma fram margar minningar þegar ég hugsa til tengdaföður míns, Eyjólfs Jóns- sonar, eða Eyfa, eins og hann var oftast kallaður, en honum kynntist ég fyrir um 37 árum, þá 18 ára gamall. Ég man alltaf eftir okkar fyrstu kynnum þeg- ar ég kom í fyrst á Ránargöt- una. Þá strax sá maður hvað þarna fór einstaklega góður maður. Allar götur síðan hefur sam- band okkar verið gott og byggt á virðingu og trausti. Hann passaði alla tíð vel upp á sína. Ég man tímana sem hann hafði bíl til umráða, hvað hann var viljugur til að keyra alla út um allt og þá oftar en ekki óbeðinn. Þegar á áfangastað var komið þá beið hann eftir að farþegar kæmust öruggir á leiðarenda og þá fyrst gat hann haldið rólegur heim á leið. Árið 2003 keyptum við saman hús við Deildarás. Þar áttum við saman eftirminnilegan tíma. Við áttum saman góðan tíma í að að gera húsið að okkar. Miklu var breytt og var Eyfi alltaf afar vandvirkur og gaf sér ávallt góðan tíma í undirbúning og vildi vera viss um að ekkert óvænt kæmi upp á. Þegar ég kynntist Eyfa þá hafði hann ekki mikinn áhuga á fótbolta en það átti eftir að breytast. Ég var á kafi í fótbolt- anum á þessum tíma en hann hafði engan áhuga. Þegar sonur minn hóf að stunda fótboltann þá kviknaði áhuginn fyrir al- vöru hjá Eyfa. Hann var alltaf til í að horfa á sín lið spila. Svo mikill varð áhuginn að hann var Eyjólfur Jónsson Hún langamma okkar er dáin. Langamma okkar Þórdís (Dísa) er fallin frá. Við héld- um og vonuðum að hún yrði ei- líf. Sem betur fer fórum við í heimsókn til hennar tveimur dögum áður en hún kvaddi, það yljar okkur núna í minn- ingunni um hana. Hún var engum lík, hún langamma, hún var stóra fyrirmyndin okkar. Við höldum að hún hafi verið fremst í biðröð þegar Guð út- hlutaði þessum kostum sem hún var gædd. Þessi dásam- lega gleði, þægilega nærvera, þolinmæði sem enginn á svona mikið af og endalausa já- kvæðni gagnvart öllu og öllum. Við höldum að þessir kostir fyrirfinnist ekki í einni og sömu manneskjunni. Allir sem þekktu hana vita að hún var engill. Og nú er hún orðin engill og komin til afa. Við eigum eftir að sakna hennar mjög og sérlega á að- fangadagskvöld sem var okkar samverustund. Við kveðjum hana með trega en þakklæti í hjarta fyrir að hafa fengið að vera samferða henni þennan spöl. Nadía og Birna Sigurðardætur. Við Dísa áttum langa sam- leið, síðustu misserin á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Það er stórt skref að flytjast af heimili sínu og inn á stofnun og það var yndislegt að hitta Dísu fyrir á Sunnuhlíð, hún var gleðigjafi og góður félagi sem fyrr. Það var svo gott að eiga hana að, njóta söngstund- anna með henni, spjalla við hana og rifja upp gamla tíma. Við vorum báðar í hópi frumbyggja í Kópavogi. Ungar fluttumst við ásamt eigin- Þórdís Sigurðardóttir ✝ Þórdís Sigurð-ardóttir fædd- ist 4. júní 1927. Hún lést 13. september 2016. Útför Þórdís- ar fór fram 19. september 2016. mönnum og smá- börnum í blokkina við Álfhólsveginn. Við vorum í hópn- um sem stóð að stofnun Bygging- arsamvinnufélags Kópavogs og blokkirnar við Álf- hólsveg voru fyrstu húsin sem það byggði. Árið var 1953 og Kópa- vogur var ekki orðinn bær, miklu frekar athvarf fyrir ungt fólk sem ekki fékk lóðir í Reykjavík. Margt var frum- stætt, ófrágengnar lóðir og götur, heimilissími og bíll heyrði til undantekninga og allt í kring voru hús í bygg- ingu. En það var líka stutt í náttúruna, eggin keyptum við í næsta húsi þar sem hænur spígsporuðu um, kýr voru ekki langt undan og örstutt í berja- mó á haustin. Á þessum tíma urðu til náin vinabönd milli íbúa í blokkinni. Fæst ungu hjónin áttu for- eldra eða fjölskyldur á svæð- inu en þess í stað hjálpuðumst við að, ekki síst við gæslu og umönnun barnanna. Við Dísa áttum börn á sama aldri og þau urðu nánir vinir. Mín börn voru heimagangar hjá henni og hennar börn á mínu heimili. En það voru ekki bara börnin okkar sem bundust vináttu- böndum – Dísa og Eiríkur urðu nánir vinir okkar Jóns. Á kveðjustund vil ég þakka vináttuna og samskipti um langt árabil. Dísa var ótrúleg, mér fannst hún ekkert eldast, var slétt og hrukkulaus með glampandi kímni í augunum til hinstu stundar. Við ræddum oft hversu lánsamar við værum að hafa fengið inni á Sunnu- hlíð. Ekki er hægt að hugsa sér betri stað og dásamlegra starfsfólk þegar maður eldist og þarfnast hjálpar annarra. Þótt ég viti að það eigi fyrir okkur öllum að liggja að kveðja þennan heim þá kom lát Dísu mér í opna skjöldu. Ég mun sakna hennar og ég votta börnunum hennar og fjölskyld- um þeirra mína dýpstu samúð. Góð kona er gengin. Hólmfríður Gestsdóttir. Margs er að minnast frá þeim sumrum og vetrar- pörtum sem við störfuðum í MR- búðinni undir stjórn Björns Björnssonar. Þessi öndvegis- maður er nú genginn til feðra sinna en minningarnar ylja svo sannarlega. Böddi var sjómaður að upp- lagi. Hafði verið til sjós frá unga aldri en á miðri starfsævi söðl- aði hann um, kom í land og gerðist skömmu síðar verslun- arstjóri hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur við Laugaveg 164. Þar var hann farsæll og eftir- minnilegur viðskiptavinum og samstarfsfólki um árabil. Síð- ustu starfsárin vann Böddi á Lynghálsi þar sem Líflands- verslunin er í dag. Björn var glaðlyndur að eðl- isfari, starfsamur og metnaðar- fullur kaupmaður. Hann var af gamla skólanum, ósérhlífinn og vann út í eitt. Undir hans stjórn óx og dafnaði MR-búðin. Í byrjun tíunda áratugarins rúmuðust hestavörur í einni hillu í versluninni á Laugavegi en úrvalið jókst jafnt og þétt. Björn var sanngjarn í álagningu og hans kjörorð voru að við- skiptavinurinn ætti að njóta bestu mögulegu kjara. Afslættir voru lágir og engin sýndar- Björn Björnsson ✝ Björn Björns-son fæddist 9. ágúst 1930. Hann lést 5. september 2016. Útför Björns var gerð 16. september 2016. mennska í viðskipt- unum, allir voru jafnir. Fyrir þetta naut verslunin virð- ingar og vinsælda á meðal viðskipta- vina. Sjálfsagt hafa samkeppnisaðilar í hestavörugeiranum hugsað Birni þegj- andi þörfina því að smátt og smátt náði MR-búðin undir- tökunum á þeim markaði. Girð- ingarefni, bárujárnsframleiðsla, fóður, áburður og sáðvara var þó kjarninn í rekstrinum og það sem skapaði mestar tekjur. Birni leið aldrei betur en þegar mikið var að gera og strimillinn í reiknivélunum náði niður á gólf. Það var búsældarmerki. MR-búðin á Laugavegi var ekki tölvuvædd og lager- og birgðastjórnun var ekki eins og tíðkast í dag. Björn klæddist iðulega ljósbláum afgreiðslu- sloppi og var á sífelldum þönum um húsakynnin. Snaggaralegur í hreyfingum gekk hann í flest- öll verk og fylgdi viðskiptavin- unum um alla búð, fram í skemmu eða upp á efri hæðirn- ar. Skrifstofa verslunarstjórans var innst í búðinni og þar gerð- ust hlutirnir – hvort heldur sem var í tilboðsgerð eða umræðu um menn og málefni. Rótsterkt kaffi, hálfur sykurmoli og tóbakspontan innan seilingar. Böddi var vinsæll meðal við- skiptavina enda gerði hann sér far um að veita þeim góða og persónulega þjónustu. Þegar frá líður og hugsað er til baka var Björn mjög góður Okkar ástkæra SVANFRÍÐUR SÍMONARDÓTTIR, Blesugróf 2, lést 1. september á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. . Ingibjörg Sigríður Jones, Erna Guðjónsdóttir, Kristinn Ingvarsson, Birgir Ingólfsson, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Guðmundur Ársælsson, Örn Ingólfsson og fjölskyldur. Siggi bjó í blokk- inni okkar og urðum við góðir vinir, svo góðir að ég kallaði hann oft afa. Við mamma vorum duglegar að hjálpa honum þegar hann var Sigurður Eiríksson ✝ Sigurður Ei-ríksson fæddist 22. júlí 1949. Hann lést 31. ágúst 2016. Útför Sigurðar fór fram 9. sept- ember 2016. veikur. Til dæmis með því að sækja Fréttablaðið fyrir hann. Siggi var mjög góður maður, alltaf í stuði og með bros á vör. Við eig- um eftir að sakna hans mikið og send- um samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Birna Rós Snorradóttir og Jóhanna Kristín Björnsdóttir. Það er komið að kveðjustund, bar- áttu þinni við þennan illvíga sjúkdóm er lok- ið. Þú barðist hetjulega allt til enda og kvaddir í faðmi fjöl- skyldunnar. Margar góðar minningar á ég frá uppvaxtarárunum okkar á Sigló, þú varst litli bróðir pabba og mikil fyrirmynd okk- ar systkina og ófáar minningar á ég af þér segjandi brandara við eldhúsborðið á Hólum, allt- af var stutt í skemmtilegan hlátur og grín og frábær til- svör. Þú varst af bítlakynslóð- inni og við hin yngri stóðum með gapandi munninn yfir öllu því sem þú, stóri frændi, tókst þér fyrir hendur. Músík var þér allt, músíkalskari mann þekkti ég ekki, þú áttir stærsta plötusafn sem ég hef nokkurn tímann séð. Þegar þú svo giftir þig og eignaðist dæturnar Hrönn og Magneu þá voru ófá kvöldin sem við systur komum og pössuðum fyrir ykkur og fannst okkur það ekki leiðin- legt, því þá gátum við hlustað Magnús Þormar Hilmarsson ✝ Magnús Þor-mar Hilm- arsson fæddist 17. apríl 1951. Hann lést 4. september 2016. Útför Magnúsar fór fram 12. sept- ember 2016. á öll nýjustu lögin og „tekið upp“ á kassettutækið, því Maggi átti jú allar nýjustu plöturnar. Þú kenndir mér líka margt og kynntumst við vel þegar ég starfaði hjá þér eitt sumar óharðnaður ung- lingurinn. Síðustu tvö ár voru þér erfið, þið pabbi háðuð erfiða baráttu saman og studd- uð hvor annan, en hann lést í apríl síðastliðnum. Þið eruð ef- laust samankomin í blóma- brekkunni núna, þú, pabbi og amma Magna. Við áttum margar góðar stundir saman á spítalanum í veikindum þínum og er ég óendanlega þakklát fyrir það þó veikindin skyggðu þar svo sannarlega á, en alltaf var stutt í hláturinn og skemmti- legu sögurnar þínar. Elsku Hafdís, Hrönn, Magn- ea og fjölskyldan öll, ykkar missir er mikill, sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minning um góðan og glaðan frænda lifir með okkur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði, elsku frændi. Magna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.