Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Síða 22
HÖNNUN Laugardaginn 1. október verður flóa-, nytja- og antíkmark-aður opinn í safnaðarheimili Neskirkju klukkan 10-16. Kaffi-
hús verður opið á staðnum og allir velkomnir.
Flóamarkaður Vesturbæjar
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
Íbúðin liggur vel við birtu í fallegu steinhúsinu íVesturbænum. Anna segir lítið hafa þurft að gera viðkaup á íbúðinni annað en að lýsa parketið og mála
veggi.
Aðspurð segir Anna heimilisstílinn undir áhrifum frá
Skandinavíu. „Mér finnst heillandi að hafa heimilið bjart
en á sama tíma heimilislegt. Stílhrein hönnun ásamt per-
sónulegum munum einkennir heimilið.“
Anna leggur jafnframt áherslu á að íbúðin nýtist á sem
bestan hátt og að einstakir hlutir fái að njóta sín. „Ég er
óhrædd við að færa einstaka hluti á mismunandi staði
innan heimilisins til að sjá hvort þeir njóti sín betur þar,“
útskýrir hún.
Anna segir íbúðina eins konar óskilgetið barn IKEA
og Epal, en í gegnum tíðina hafa flestir munir verið
keyptir þar. „Aðrar verslanir sem okkur þykja ein-
staklega fallegar eru Norr11 og Snúran,“ svarar hún
spurð hvar þau versli helst inn á heimilið.
Hvað varðar innblástur segist Anna hafa gaman af því
að setjast niður á kaffihús og fletta í gegnum hönnunar-
tímarit í leit að innblæstri og hugmyndum. „Svo má
segja að innblásturinn komi frá alls konar áttum, hvort
sem það er úr verslunum, frá vinkonum eða bláókunn-
ugum einstaklingum sem ég hef séð á Instagram.“
Spurð að lokum hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á
heimilið segir Anna parið vera á höttunum eftir fallegum
brúnum leðurstól.
„Við höfum ekki enn fundið þann eina rétta. Einnig
langar húsfreyjuna í gólflampa en húsbóndinn er spennt-
ari fyrir pottum og japönskum hnífum.“
Morgunblaðið/Ófeigur
Horft úr stofunni
inn í borðstofu. Þar
blasir við PH-ljós
sem Anna keypti í
Kaupmannahöfn.
Stílhrein hönnun
og skandinavísk
áhrif
Á fallegri hæð í Vesturbænum í Reykjavík hafa þau Anna Fríða Gísladóttir,
sem sér um markaðsmál fyrir Domino’s, og Sverrir Falur Björnsson,
verkefnastjóri á samskiptasviði hjá WOW Air, búið sér fallegt heimili sem
einkennist af stílhreinni hönnun og persónulegum munum.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Borðstofan er eftir-
lætisstaður Önnu á
heimilinu, með fullt
borð af gestum að
skála yfir góðum mat.
Önnu Fríðu finnst
heillandi að hafa heim-
ilið bjart og heimilslegt.