Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Síða 30
Inga Kristjánsdóttir, vörustjóri heilsuvara og næringarþerapisti hjá Lyfju og Heilsuhúsinu, segir það mikilvægt að birgja sig vel upp af vítamínum og stein- efnum fyrir veturinn og styrkja þannig og hlúa að ónæmiskerfinu. Hún bendir lesendum á þessi allra nauðsynlegustu sem gott er að taka yfir kuldaskeiðið en eru ekki síður góð fyrir kroppinn allan ársins hring. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.isInga Kristjánsdóttir Vítamín fyrir veturinn HEILSA Ný rannsókn sem gerð var í Michigan-háskóla í Bandaríkjunum sýnir fram á að hamingju- samur maki getur haft heilsusamleg og góð áhrif á mann. Fyrri rannsóknir sýna fram á að glaður maki hafi góð áhrif á geðheilsuna, en nú er það sannað að það hefur einnig góð áhrif á líkamlega heilsu. Glaður og hamingjusamur maki styður mann áfram, hvetur til heilsu- samlegs mataræðis og hreyfingar og stuðlar þannig að góðri heilsu. Glaður maki fyrir heilsuna 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016 Lífsnauðsynleg fitusýra sem mörgum reynist erfitt að fá nóg af úr fæðu. Omega 3 hefur bólgueyðandi virkni en vinnur einnig taugakerfi, húð, hári og liðum gagn. Mýkir og nærir í vetrarkuldanum. Omega 3 Bráðnauðsynlegt fyrir okkur hér á norðurhjara, þar sem við fáum ekki nægilegt sólarljós stóran hluta ársins til að mynda nægilegt D vítamín. Einn- ig er erfitt að fá nægilegt magn úr fæðu, nema þá fyrir þá sem eru vit- lausir í þorskalifur! Hver og einn þarf að finna út hve mikið hann þarf að taka en margir læknar ráðleggja að minnsta kosti 2000 AE á dag fyrir fullorðna manneskju. D-vítamín Magnesíum Bráðnauðsynlegt steinefni sem hefur margvíslega virkni í líkamsstarfsemi. Meðal annars til að halda taugakerfinu sterku og eðlilegri vöðvavirkni. Ef fólk finnur fyrir krömpum sinadráttum, svefn- truflunum þá gæti líkamann vantað magn- esíum. Magnesíum er þrælgott bætiefni fyrir þá sem vilja halda andlegri og líkam- legri orku yfir vetrartímann. Góðgerlar fyrir meltinguna Það gerist allt í meltingunni og ef hún er ekki í lagi þá er einhvernveginn fátt eins og það á að vera. Streita, slæmt mataræði, kaffidrykkja og fleira hafa slæm áhrif á þarmaflóruna. Að ekki sé talað um ýmis lyf sem gera henni ógagn. Stór hópur fólks þarf á sýklalyfjum að halda á veturna og þá er að mínu mati bráðnauðsynlegt að taka inn góðgerla fyrir meltinguna, þar sem lyfin drepa jafnt vinveitta gerla sem óvinveittar bakteríur! Spirulina-þörungurinn, allskyns grænar jurtablöndur í hylkjum eða dufti, hveitigras, rauðrófuduft og fleira í þeim dúr hefur verið vinsælt síðustu ár og gagnast mörgum sem orkuskot yfir vetrartímann. Margir nýta sér að blanda slíku í drykki en aðrir kjósa hylki eða töflur. Orku- gefandi Þó margir hugsi vel um hvað þeir láta ofan í sig þá reynist samt oft erfitt að fá nægilegt magn vítamína, stein og snefil- efna úr fæðu. Ein vönduð fjölvítamíntafla gefur ákveðinn grunn þannig að ekki ætti að þurfa að hafa áhyggjur af að líkamann skorti neitt af þessum grunnefnum í vetur. Gott fjöl- vítamín Bætiefni sem gagnast taugakerfinu Góðar B-vítamínblöndur geta stutt vel við öflugt taugakerfi og hjálpað í baráttunni við streitu og ofálag. Einnig eru til styrkjandi jurtir eins og Burnirót (Arctic root), ginseng og fleiri sem hafa góð áhrif í skammdeginu. Margar sérhannaðar blöndur eru til sem geta aukið gleði og bætt minni og einbeitingu. Margir þurfa á því að halda, sérstaklega yfir vetrartímann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.