Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 34
stjaksetjarinn. Vísar það til þess að uppáhaldsrefsing hans var að stjak- setja menn; lífláta þá með því að reka yddaðan staur upp í afturendann á þeim. Ekkert grimmilegt er þó að baki Drakúlunafninu, sem merkir sonur drekans og vísar til þess að faðir hans Loks kemst maður á slóðir Dra-kúlu,“ var það fyrsta sem komupp í hugann þegar ljóst var að leiðin lá til Rúmeníu. Svipmyndir úr Nosferatu eftir Herzog og Dansi vampýranna eftir Polanski birtust fyrir hugskotssjónum og spurning vaknaði hvort ráðlegt væri að taka hvítlauk með í förina, eða óhætt væri að treysta því að hann fengist á áfangastað. Förinni var heitið til Oradea, 300 þúsund manna borgar skammt frá landamærum Ungverjalands. Borgin er í Bihor-héraði, sem ekki er hluti af hinni „eiginlegu“ Transylvaníu þar sem greifinn blóðþyrsti átti heim- kynni sín, en telst þó til Stór- Transylvaníu. Drakúla á hins vegar lítil ítök í Rúmenum, þótt saga hans í hinum ýmsu útgáfum hafi verið margsögð í öllum hugsanlegum miðlum. Hann er hugarfóstur írska rithöfundarins Brams Stoker, sem sagðist hafa leit- að í rúmenskar þjóðsögur, en kom aldrei til Rúmeníu og notaði einkum sitt eigið ímyndunarafl í bók sinni, sem kom út 1897. Greifinn á hins vegar að vera af- komandi Vlads Tepes Drakúlu, sem uppi var á 15. öld. Hann var þekktur fyrir grimmd sína og fékk viðurnefnið var heiðraður með heitinu Drakúl og gerður að félaga í miðaldareglu sem kennd er við dreka. Frægðarför Drakúlu og vampýra almennt um heiminn á seinni hluta 20. aldar fór hins vegar að mestu framhjá Rúmenum á meðan þeir voru í viðjum kalda stríðsins undir ógn- arstjórn Nicolae Ceausescu. Urmull minjagripa um Vlad og Drakúlu er því til að koma til móts við túrista, en ekki tilkominn af því að Rúmenar vilji hampa arfleifð sinni. Oradea er greinilega að ganga í gegnum miklar breytingar um þessar mundir. Í miðbænum blasa við glæsi- Á mótum menningarheima Í hugum margra tengist Rúmenía hrollvekjum og hefur neikvæða ímynd, en þegar þangað er komið blasir við fal- legt land með merkilega sögu á mótum margra menningarheima. Texti og myndir: Karl Blöndal kbl@mbl.is Í miðbæ Oradea eru fallegar, nýupp- gerðar byggingar frá fyrri öldum. Undir kvöld fylltist himinninn af garg- andi krákum svo dimmdi um stund. Í miðbænum eru mörg hús í niðurníðslu. Hér er gömul opinber bygging klædd dulum þannig að hún lítur út eins og draugahús, en gömul reisn skín í gegn. Víða mátti sjá storka í stórum og miklum hreiðrum. Allar leiðslur eru ofan- jarðar og hlýtur oft að vera erfitt að henda reiður á þeim. FERÐALÖG Oft er hægt að leyfa sér meira þegar helsta ferðatímanum lýkurog haustar. Þegar kemur fram í október lækkar verð á hótelum ávinsælum ferðamannastöðum allt frá Dalmatíuströnd Króatíu til ítölsku og frönsku rívíerunnar og Costa del Sol á Spáni. Betri kjör á haustin 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016 Feld u það

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.