Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
Þ
eir sem eru í sviðsljósi eða standa
nærri því um skeið eru gjarnan
spurðir sem svo, hvaða persóna hafi
orðið þeim eftirminnilegust. Þá virð-
ist stundum út frá því gengið að
menn sem sjást í svip, svo ekki sé
talað um lendi þeir saman á mynd, jafnvel óvart, séu
þar með orðnir prófdómarar hvor á persónu annars,
jafnframt vinir til lífstíðar.
Hver eftirminnilegastur?
Fyrir ekki mörgum árum var efnilegur stjórnmála-
foringi myrtur í nágrannaríki okkar og þá spratt upp
fólk hér og lýsti persónunni út í hörgul og sumir réðu
sér varla fyrir sorg, enda höfðu þeir einu sinni setið
með viðkomandi á fundi.
Hver sá sem fengið hefur að lifa fram undir eftir-
launaaldur og jafnvel eitthvað lengur og halda sæmi-
legri andlegri heilsu á minningar um marga. Þegar
slíkur er spurður fyrirvaralítið um eftirminnilegustu
persónuna ræður hending svarinu. Við svoleiðis að-
stæður er oftast einhver nefndur til sögunnar, sem
nokkur upphefð þykir að hafa kynnst, jafnvel ein-
ungis yfirborðslega. Fólkið sem er efst í minninga-
skúffu flestra kemur úr hópi hinna nánustu, ekki síst
þeirra sem farnir eru. Foreldrar, forfeður, systkin,
frændsystkin, bekkjarsystur og -bræður, kennarar,
samstarfsmenn og vinir. En spyrjandinn á sjaldnast
við það fólk. Hann er að hnusa eftir frægðarfólki.
Þeir sem kynntust Gísla á Uppsölum segja hann
standa framarlega í hópi eftirminnilegra. Ekki vegna
þess að hann segði mikið. Þvert á móti. Hann var ein-
verumaður, algjörlega ótruflaður af nútímanum. Það
litla sem hann sagði var svo eftirminnilegt, af því að
það var svo lítið og svo hvernig það var sagt. Gísli á
Uppsölum verður seint sakaður um að hafa breytt
heiminum eða gert tilraun til þess. Á lífsskeiði hans
hafði veröldin ekki aðeins breyst, hún hafði umturn-
ast. Það voru fréttir fyrir Gísla. En hann hafði þó
engan áhuga á þeim fréttum.
Breytingar eru breytilegar
Lýðræðislegar kosningar fara fram einhvers staðar á
jarðarkringlunni alla daga ársins. Þingkosningar,
forsetakosningar, sveitarstjórnarkosningar, svæðis-
bundnar kosningar og svo mætti lengi telja. Lang-
flestir frambjóðenda ætla að breyta miklu, jafnvel
flestu og sumir segjast ætla að breyta öllu. Obama
boðaði að hann myndi gera gagngerar breytingar á
bandarísku þjóðlífi. Hefur hann gert það?
Nú segjast Trump og Clinton ætla að breyta og
breyta. Fáir stjórnmálamenn ná samt að breyta nær-
umhverfinu, hvað þá heiminum. Þær breytingar á
heiminum sem sumir hafa þó náð fram hafa ekki
endilega verið til bóta. En það er huggun í því tilviki,
að jafnvel valdamestu menn stjórnmála breyta heim-
inum sjaldnast varanlega. Lenín og Stalín og Hitler
gerðu stórbrotnar breytingar á sinni tíð með hörmu-
legum afleiðingum. En sem betur fer stóðu þær
breytingar ekki lengi, þegar sagan er höfð til viðmið-
unar, þótt hver mínúta sem þær stóðu hafi verið ógn-
artíð. Stjórnmálamenn fundu ekki upp hjólið (þótt
þeir í Reykjavík telji sig hafa fundið upp tvíhjólið),
ekki ljósaperuna, útvarpið, kveiktu fyrsta eldinn,
settu saman ryksuguna, uppþvottavélina, beisluðu
kjarnorkuna og sköffuðu mannkyninu síma, svo
gemsa og loks internet. Þeir sem það gerðu voru
meiri breytingamenn en Napóleon og Genghis Khan.
Hin manngerðin
Svo eru þeir til sem ekki fóru um með eldi og brenni-
steini en lögðu þó undir sig lönd og álfur. Kristur fór
fetið með fáeina vopnlausa fylgjendur. Hann átti ekki
annað erindi en fagnaðarerindið. Tveimur aldatugum
síðar kannast flestir í mannheimi við hann, og fleiri
eru nú undir merki hans en nokkru öðru. Nú fjölgar
kristnum ört í Kína. Spár eru um að eftir fáein ár
verði þar fjölmennasti kristni söfnuður heims. Fylgj-
endur Krists kalla hann friðarhöfðingja og hann rís
betur undir því heiti en aðrir. En það þýðir ekki að
allir þeir sem segjast hafa skipað sér þar í sveit fari
með friði. Sá örblettur jarðar sem Kristur fór um
með lærisveinum sínum hefur um langa hríð verið
eldfimt og umdeilt svæði. Þannig hefur það vissulega
verið seinustu áratugi, þótt önnur svæði á þeim slóð-
um og öðrum séu einnig þrungin átökum og illindum.
Tilefnið
Á þetta er minnt nú þegar horft er til andláts og út-
farar Símonar Peres, eins helsta leiðtoga Ísraels um
langan aldur. Bréfritari leyfir sér að segja að hann sé
einn „eftirminnilegasti“ maður sem hann hafi haft
kynni af. Þau fyrstu voru í borgarstjóratíð, þegar
Peres forsætisráðherra Ísraels tók á móti honum og
nokkrum öðrum borgarstjórum á skrifstofu sinni í
Jerúsalem. Síðan hefur fundum borið víða saman,
bæði í Ísrael, vestanhafs og víðar. Síðast á fundi í
Suður-Afríku. Þar var í fagnaði setið við hringborð og
þessi tveir sátu við hliðsett borð. Þegar nokkuð var
liðið á borðhaldið sneri Peres stól sínum um 180 gráð-
ur og benti bréfritra á að gera hið sama. Þannig var
talað saman um drjúga stund. Eftirminnilegust var
þó samveran með honum á Íslandi, er hann kom
þangað sem varaforsætisráðherra. Þá voru fundir og
samverustundir í Stjórnarráðinu, í Þingholti, í skoð-
anaferð um Suðurlandið, meðal annars að Nesjavöll-
um og ekki síst í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Í
lok verunnar í bústaðnum benti gestgjafinn Peres á
að uppi á lofti væru lítil herbergi og upplagt að kasta
sér um stund. Peres sagðist ekki þreyttur. Gestgjaf-
inn sagðist samt ætla að kasta sér og Peres gæti haft
sína hentisemi niðri á meðan. Peres brosti: „Nú fyrst
svo er, get ég svo sem kastað mér líka.“
Síðar gefst vonandi tóm og ástæða til að gera nán-
ari grein fyrir eftirminnilegum samtölum. Í tengslum
við þesssa heimsókn gerðist það að stjórnmálamenn,
veikir fyrir pópúlisma, fóru fram úr sér og hrópuðu
að það væri hneyksli að taka á móti Símon Peres og
raunar var reynt að blása til nokkurs aðsúgs að hon-
um. Var það heldur dapurlegt. Sumir „stjórnmála-
skörunganna“ tilkynntu að þeir myndu ekki leggjast
svo lágt að hitta þennan mann að máli. Jafnvel sumir
leiðtogar jafnaðarmanna, sem voru í ríkisstjórn, neit-
uðu að hitta jafnaðarmannaforingjann frá Ísrael. Of-
stækið gegn Ísrael var þó fjarri því að vera orðið eins
yfirgengilegt þá og það er nú.
Þegar í ljós kom skömmu síðar að ferðin var að
hluta til skjól fyrir þátttöku í friðarferli sem Símon
Peres fékk síðar (ásamt Rabin og Arafat) Nóbels-
verðlaun fyrir urðu lýðskrumararnir aumkunar-
verðir. Einhverjir þeirra gerðu sig enn hlægilegri
með því að fullyrða að dónaskapur þeirra hefði átt
þátt í því að ýta Peres til aðgerða!
Þegar bréfritari bað Peres afsökunar á ókurteisinni
svaraði hann með því að segja að á Íslandi hefði hann
fengið að hitta alla þá sem mest gagn væri að að
hitta.
Á Þingvöllum færði Peres gestgjafanum að gjöf
litla marmaraskál með gylltum Jerúsalemsmúr um
miðjuna.
Skálinni var komið fyrir á hillu við fætur útskor-
inna trémynda af Winston Churchill og Charles de
Gaulle. Það er gert í táknrænu skyni. Það vill gleym-
ast að forysta vestrænna ríkja, alþjóðasamfélagið
eins og það var þá og Sameinuðu þjóðirnar mörkuðu
þá afstöðu að stofna skyldi til Ísraelsríkis 1948. Eins
og þekkt er átti Ísland þar dálítinn hlut að máli og
hélt Thor Thors sendiherra á honum fyrir landsins
hönd.
Kveðjustund
Símon Peres var nærri forystu Ísraels frá fyrstu
stundu og oft helsti talsmaður þess. Hann var skjól-
stæðingur David Ben-Gurion, landsföður og fyrsta
forsætisráðherra, sem sótti Ísland heim í tíð Ólafs
Thors sem forsætisráðherra.
Fyrir skömmu fékk Peres alvarlegt hjartaáfall og
andaðist hann sl. miðvikudag. Útför hans fór fram í
gær að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal þjóðar-
leiðtogum víða að.
Árið 1997 gaf Fjölvaútgáfan út bók um Símon Pe-
res. Bréfritara var boðið að rita formála og sagði þar
m.a.: „Ísraelar hafa átt undir högg að sækja í almenn-
ingsáliti síðustu árin. Sjálfsagt eiga þeir þar nokkra
sök. Þeir eiga svo sannarlega til að sýna ósveigjan-
leika og óbilgirni og leiðtogar þeirra eru misjafnir.
En staðan er þröng. Óvinirnir hafa verið margfalt
fleiri. Þeir umkringja landið og hafa verið með heit-
ingar um að hrekja hvern Gyðing á haf út. Ísrael hef-
ur oft verið sýnd veiði, en ekki gefin. „Þið eruð öf-
undsverðir,“ sagði Peres við mig á Þingvöllum.
Símon Peres fór víða. Einnig
hingað. Nú er hann kvaddur.
’
Jafnvel sumir leiðtogar jafnaðarmanna,
sem voru í ríkisstjórn, neituðu að hitta
jafnaðarmannaforingjann frá Ísrael. Ofstæk-
ið gegn Ísrael var þó fjarri því að vera orðið
eins yfirgengilegt þá og það er nú.
Reykjavíkurbréf30.09.16