Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2016, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.09.2016, Qupperneq 2
Veður Austan- og suðaustanátt í dag og nokkuð vindasamt, einkum við suður- ströndina en fer að lægja seinni partinn. Víða rigning, en þurrt fram eftir degi norðaustan til á landinu. Hiti 7 til 14 stig. sjá síðu 36 Miðjuakreinin malbikuð Miðjuakrein Reykjanesbrautar til suðurs, frá Bústaðavegi að Breiðholtsbraut, var fræst og malbikuð í gær. Talsverðar tafir urðu á umferð vegna framkvæmdanna. Í dag verður Fjarðarhraun malbikað til suðurs en áætlað er að framkvæmdir standi yfir frá kl. 9.00 til 15.00. Gatan verður lokuð frá Hjallahrauni að Flatahrauni. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að virða lokanir og hraðatakmarkanir við vinnusvæðin. Fréttablaðið/GVa 30. OKTÓBER Í HÖRPU MIÐASALA FER FRAM Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528-5050. ALLAR UPPLÝSINGAR Á WWW.SENA.IS/JOSS MIÐASALA HAFIN! íþróttir Krikketfélag Kópavogs hafnaði í fimmta sæti á sínu fyrsta alþjóðlega móti, en því lauk á þriðjudag. Keppt var í Prag, höfuð- borg Tékklands, og kallast mótið Pepsi Cup. „Þetta er í fjórða skipti sem þetta er haldið. Mótið er opið fyrir klúbbum sem koma alls staðar að og hafa áhuga á að keppa og kynnast öðrum liðum,“ segir Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrir- liði liðsins. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum sneri Krikketfélag Kópa- vogs genginu við og vann síðustu tvo leikina og hafnaði þar með í fimmta sætinu. „Við vorum svo- lítið lengi að venjast hitanum sem var yfir þrjátíu gráður og vorum að læra að spila saman sem lið. En við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið og hlutverk leikmanna komu betur í ljós,“ segir Jakob. Ellefu leikmenn þarf til að manna lið en Jakob segir að félag- ið hafi bara náð að senda níu til Tékklands og hafi því þurft að fá leikmenn að láni. „Vonandi getum við aflað styrkja fyrir næsta ár svo við getum farið með fullt lið frá Íslandi,“ segir Jakob. Félagið hefur verið starfrækt í um tvö ár og eru virkir meðlimir um þrjátíu. Undanfarin ár hefur félag- ið tekið á móti liðum frá Banda- ríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Skotlandi. Þetta mót segir Jakob að hafi þó verið í fyrsta skipti sem íslenskt krikketlið keppir erlendis við sterk lið. „Krikketfélag Kópavogs er stans- laust að vaxa. Miklu hraðar en ég bjóst nokkurn tímann við. Við erum nógu margir til að halda inn- anlandsmót og höfum verið að gera Spiluðu krikket fyrir Íslands hönd í Prag Níu meðlimir Krikketfélags Kópavogs tóku þátt í alþjóðlegu móti sem fram fór í Prag á dögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið keppir í krikket á alþjóða- vísu. Lánsmenn þurfti til að fullmanna liðið því það vantaði tvo leikmenn. að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið í leikslok. Mynd/KriKKetFélaG KópaVoGs það með góðum árangri þó fjár- mögnun hafi verið hindrun,“ segir Jakob en um þrjátíu virkir með- limir eru í félaginu. Jakob bendir á að áhugasamir geti haft samband á Facebook-síðu félagsins, Iceland Cricket. Krikketsenuna á Íslandi segir hann nærri tuttugu ára gamla. Þá hafi hún þó verið áhugamanna- sport sem komið hafði í bylgjum. „Það var ekki fyrr en við hitt- umst nokkrir á Klambratúni fyrir tveimur árum og ákváðum að byrja að æfa innanhúss sem þetta varð að félagi sem er virkt allan ársins hring. Öllum er velkomið að koma og prófa, óháð getu,“ segir Jakob. thorgnyr@frettabladid.is stjórnmál Unnur Brá Konráðs- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, ætlar ekki að tjá sig strax um kosningu sína í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins um helgina. Slakt gengi kvenna hefur vakið athygli en Unnur Brá hafnaði í fimmta sæti í kjördæminu. Þrír karlmenn, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriks- son og Vilhjálmur Árnason, hrepptu þrjú efstu sætin. „Það er fundur í kjördæmisráði á sunnudaginn. Ég ætla að tjá mig fyrst við mína flokksmenn,“ sagði Unnur Brá í samtali við Frétta- blaðið. Mikið er rætt um það innan Sjálf- stæðisflokksins að breyta röð fram- bjóðenda til að bæta hag kvenna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjör- dæmi. Kosning á listana er ekki bindandi þar sem ekki náðist fimm- tíu prósenta þátttaka flokksmanna í prófkjörinu og enginn frambjóð- enda náði meira en fimmtíu pró- senta fylgi í kosningunni. Það er í valdi kjördæmisráðs að hafna list- anum. – snæ Bíður með að tjá sig um prófkjörið Unnur brá Konráðsdóttir, þingmaður sjálfstæðisflokksins, hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi. Fréttablaðið/VilhelM Ég ætla að tjá mig fyrst við mína flokksmenn. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Við urðum betri og betri eftir því sem leið á mótið. Jakob Wayne Víkingur Robertson, fyrirliði Krikketfélags Kópavogs 30 eru virkir meðlimir í Krikketfélagi Kópavogs. Dómsmál Karlmaður í Vestmanna- eyjum er grunaður um kynferðisbrot gegn einhverfri og greindarskertri konu í bænum. Um þrjátíu ára ald- ursmunur er á hinum grunaða og brotaþola. Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi sakborninginn í þriggja mánaða nálgunarbann. Maðurinn hafði áður sætt nálgunarbanni í þrjá mánuði gagnvart konunni en borið hafði á því að hann heimsækti hana á vinnustað hennar. Hann er meðal annars grunaður um að hafa berað sig fyrir framan hana. Að mati Hæstaréttar er uppi rök- studdur grunur um að maðurinn hafi brotið gegn konunni. Þá taldi dómurinn að brotaþoli stæði höll- um fæti gagnvart manninum og að hætt væri við því að hann bryti gegn henni aftur. – jóe Grunaður um áreitni gegn fatlaðri konu 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u D A G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -6 9 8 0 1 A 9 3 -6 8 4 4 1 A 9 3 -6 7 0 8 1 A 9 3 -6 5 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.