Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 8
OPNUM AUGU OKKAR FYRIR
MENNINGARLANDSLAGINU
Morgunverðarfundur á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar
og samtaka og fyrirtækja í landbúnaði
Fundarstaður:
Fundartími:
Samspil atvinnuvega við þróun sveitamenningar og sjálfbærrar ferðaþjónustu
„Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt
er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið
fara. Með því að lesa í menningarlandslagið er unnt að vísa veginn til framtíðar af
trúmennsku við það sem er sígilt og sjálfbært.“
Sigurlaug
Gissurardóttir
Ragnheiður
Elín Árnadóttir
Svavar
Halldórsson
Helga
Árnadóttir
Hjalti
Jóhannesson
Katrina
Rönningen
Ávarp:
Sauðárrækt og ferðaþjónusta
Hjalti Jóhannesson, aðstoðarforstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar
Háskólans á Akureyri
Ferðaþjónustubóndinn og sveitamenningin
Sigurlaug Gissurardóttir, stjórnarformaður Félags ferðaþjónustubænda
Sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags
Katrina Rönningen, rannsóknarprófessor við Háskólann í Þrándheimi
Lokaorð:
Fundarstjóri:
Dagskrá
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Samtaka sauðárbænda
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Hvammur, Grand Hótel Reykjavík
Föstudag 16. september nk. kl. 08:30 – 10:30
Erindi:
Nánari upplýsingar, skráningu og streymi frá ráðstefnunni má finna
á vefsíðu Samtaka ferðaþjónustunnar, www.saf.is.
Skólamál Af hundrað börnum í
Klettaskóla höfðu fimmtíu ekki feng-
ið pláss í frístund eftir skóla þegar
þrjár vikur voru liðnar af skólaárinu.
Klettaskóli er sérskóli fyrir börn
með þroskahömlun, væga þroska-
hömlun og viðbótarfatlanir, svo sem
einhverfu, blindu, heyrnarleysi og
alvarlega hreyfihömlun.
Til að koma til móts við þau fimm-
tíu börn sem eru á biðlistum hefur
forstöðumaður brugðið á það ráð að
hafa svokallað veltukerfi. Það þýðir
að öll börn fá pláss en eingöngu þrjá
daga í viku. Þetta er mikið
álag á fjölskyldurnar
enda benda foreldrar á
að mörg þessara barna
eigi erfitt með að rútínu
þeirra sé raskað.
„Mörg barnanna eru
með einhverfu og eiga
mjög erfitt með að
daglega lífið fari úr
skorðum. Þar að auki
eru möguleikar foreldra
þessara barna á að sam-
einast um eftirlit eða pössun, nær
engir,“ segir Páll Guðbrandsson, faðir
drengs í skólanum.
Páll segist mæta miklum skilningi
hjá sínum vinnuveitanda en því
miður séu ekki allir í þeirri stöðu.
„En verst er þetta fyrir börnin, þetta
eykur streitu enda eiga mörg börnin
erfitt með að skilja hvað er í gangi.
Þetta er bara neyðarástand og það
þarf aukna fjármögnun til að bregð-
ast við þessu.“
Haraldur Sigurðsson, forstöðu-
maður frístundamiðstöðvarinnar
Kringlumýrar, tekur undir
orð Páls. „Ástandið er ekki
gott. Það hefur satt best
að segja aldrei verið
svona slæmt,“ segir
hann. Auglýst hafi
verið eftir fólki
frá því síðasta vor
og allar mögu-
legar leiðir not-
aðar. Reynt sé að
ná til háskólafólks
enda henti starfið
með námi og sé þar að
auki afar gefandi og
skemmtilegt.
„En launin
þykja of lág.
Fólki bjóðast
önnur störf,
til dæmis í veit-
ingageiranum og störf
tengd ferðamennsku.
Síðustu daga höfum
við meira að segja
verið að missa frá okkur fólk sem
ætlaði að vera hjá okkur í vetur.“
Til að bregðast við sárri neyð
þeirra barna og foreldra sem ekki
höfðu pláss var ákveðið að stytta
vistunartíma en veita öllum börnum
pláss. Það sé þó vissulega erfitt fyrir
börn og fjölskyldur þeirra sem voru
komin með vistun fimm daga vik-
unnar, að missa tvo daga úr vikunni.
Haraldur segist dást að jákvæðni
og baráttu foreldranna. „Samstarfið
er frábært. Foreldrarnir hafa reynt
að hjálpa og finna starfsfólk en það
gengur illa. En auðvitað er þetta vond
staða því foreldrar hafa engin önnur
úrræði. Sumir standa frammi fyrir
því að missa vinnuna enda vinnu-
veitendur orðnir langþreyttir á að
taka svona mikið tillit til þeirra út af
svona vandræðum.“
erlabjorg@frettabladid.is
Frístund skert hjá fötluðum börnum
Fjörutíu starfsmenn vantar á frístundaheimili við Klettaskóla og fá börn aðeins vist í þrjá daga. Mörg eru einhverf og eiga erfitt með að
daglegt líf fari úr skorðum. Forstöðumaður segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Foreldri segir börnin eiga erfitt með óreiðuna.
Frá skólastarfinu í Klettaskóla en 106 nemendur stunda þar nám. Fréttablaðið/GVa
landbúnaður Íslensk löggjöf um
innflutning á vörum úr eggjum og
mjólk frá öðrum EES-ríkjum er ekki
í samræmi við EES-samninginn.
Þetta er niðurstaða rökstudds álits
sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
sendi frá sér í gær.
Íslensk löggjöf felur í sér innflutn-
ingstakmarkanir á hráum eggjum
og vörum úr þeim sem og ógeril-
sneyddri mjólk og mjólkurvörum.
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda, tekur
undir þetta álit. „Hér á landi gildir
sama heilbrigðislöggjöf og í öðrum
ríkjum EES-svæðisins. Þær vörur
sem hér um ræðir hafa staðist allar
heilbrigðiskröfur í framleiðsluland-
inu og því sömu kröfur og gerðar
eru hér. Þetta á einnig við um inn-
flutning á fersku kjöti,“ segir Ólafur.
Vörur úr eggjum og mjólk sem
viðskipti eru með innan Evrópska
efnahagsvæðisins lúta nákvæmum
reglum um heilbrigðiseftirlit í fram-
leiðsluríkinu. Sambærilegur dómur
hefur fallið hjá EFTA-dómstólnum
um ferskt kjöt en íslensk stjórn-
völd draga enn lappirnar hvað það
varðar. ESA rekur samningsbrota-
mál gegn Íslandi vegna innflutnings
á hráu kjöti. – sa
Ólöglegar hömlur á
innflutningi á eggjum
iðnaður Byggðarráð Rangárþings
ytra hefur heimilað áframhaldandi
vinnu við nýtt deiliskipulag vegna
áformaðs 60 þúsund fugla umdeilds
kjúklingabús á Jarlsstöðum.
Fram kom í byggðarráðinu að
rannsókn sem gerð var að kröfu
Vatnsveitu Rangárþings ytra og
Ásahrepps leiddi í ljós að ekki
væri talin hætta á mengun í grunn-
vatn. Komið hafi verið til móts við
athugasemdir sem snúi að meng-
unar- og umhverfismálum. Því sé
beint til framkvæmdaaðilans að
haga litavali þannig að sem minnst
beri á húsinu.
„Fyrirhuguð staðsetning hússins
er að öðru leyti vel innan marka
reglugerða um fjarlægðir og telur
nefndin því að ekki sé tilefni til
annars en að heimila umsækjanda
að halda áfram gerð deiliskipu-
lagsins.“ – gar
Grænt ljós á kjúklingabú
Í kjúklingabúi. Fréttablaðið/FriðriK Þór
Þær vörur sem hér
um ræðir hafa
staðist allar heilbrigðis-
kröfur í framleiðslulandinu
og því sömu kröfur og gerðar
eru hér.
Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda
Ástandið er ekki
gott. Það hefur satt
best að segja aldrei verið
svona slæmt.
Haraldur Sigurðsson,
forstöðumaður frí-
stundamiðstöðvar-
innar Kringlumýrar
En verst
er þetta
fyrir börnin, þetta
eykur streitu enda
eiga mörg börnin
erfitt með að skilja
hvað er í gangi.
Páll Guðbrandsson, foreldri
barns í Klettaskóla
1 5 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u d a G u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
3
-A
4
C
0
1
A
9
3
-A
3
8
4
1
A
9
3
-A
2
4
8
1
A
9
3
-A
1
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K