Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 12
Evrópusambandið Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, flutti hina árlegu stefnuræðu sína í þing- sal Evrópusambandsins í Strassborg í gær. Þar fór hann yfir þær breytingar, sem hann telur helst þurfa að gera á starfsemi Evrópusambandsins á næstunni. Ræðan var að megin- uppistöðu langur listi yfir loforð og hugmyndir um breytingar sem gera þurfi í ljósi þeirra erfiðleika sem sambandið stendur nú frammi fyrir. Hann hóf mál sitt með því að segja að ástandið væri langt frá því gott. Satt að segja myndi hann ekki eftir því að aðildarríkin hafi áður átt jafn erfitt með að starfa saman. „Aldrei áður hef ég heyrt svo marga leiðtoga tala aðeins um innanríkisvandamál sín, en minn- ast aðeins á Evrópusambandið í framhjáhlaupi, eða jafnvel alls ekki,“ sagði hann. „Aldrei hef ég séð stjórnir aðildarríkjanna jafn veikl- aðar af völdum lýðskrumsafla og lamaðar vegna hættunnar á ósigri í næstu kosningum.“ Hann sagði Evrópusambandið standa frammi fyrir mörgum erfið- um verkefnum, og nefndi þar mikið atvinnuleysi, félagslegt ójafnræði, og gífurlega skuldabyrði. Einnig verði hægara sagt en gert að aðlaga flóttafólk samfélaginu, auk þess sem ýmsar hættur steðji að bæði heima fyrir og utan Evrópu. Nú þurfi Evrópusambandið að taka sig saman í andlitinu, og þá með því að að leiðtogar þess taki til hend- inni: „Er þetta ekki rétti tíminn til að bretta upp ermarnar og tvöfalda eða þrefalda viðleitni okkar til verka?“ Meðal annars segir Juncker mikil- vægt að hrinda sem fyrst í fram- kvæmd hugmyndum um sameigin- legan herafla Evrópusambandsins. Byrjað verði á að koma upp sam- eiginlegum höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaraðgerðir aðildar- ríkjanna. Hann tók þó fram að Evrópu- sambandið væri ekki sambands- ríki Evrópu: „Evrópusambandið okkar er miklu flóknara en svo. Það væru mistök að líta fram hjá þessum flókna veruleika þannig að við fyndum ekki réttu lausnirnar.“ Evrópusambandið sé einungis starfhæft ef allar stofnanir þess og aðildarríkin stefni í sömu átt. „Evrópubúar vilja áþreifanlegar lausnir á þeim vandamálum sem við er að etja,“ sagði hann. „Þeir vilja meira en loforð, ályktanir og niðurstöður leiðtogafunda. Þeir hafa heyrt þær og séð of oft.“ Juncker varaði fólk þó við því að búast við of miklu af forystu Evr- ópusambandsins: „Við eigum að átta okkur á því að við getum ekki leyst öll okkar vandamál með einni ræðunni enn. Eða með einum leið- togafundi til viðbótar.“ Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, var í salnum og hristi bara hausinn: „Þið hafið ekkert lært af úrsögn Bretlands.“ Á morgun 16. september gefur Íslandspóstur út þrjár frímerkjaraðir og eina smáörk. Efni frímerkjanna er tileinkað RÚV sjónvarpi 50 ára, lífríki hafsbotnsins við landið og villtum gróðri. Smáörkin er tileinkuð því að 80 ár eru frá því að franska rannsóknaskipið Pourquoi-Pas? fórst á skerinu Hnokka út af Álftanesi á Mýrum í Borgarfirði. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkja sölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum lis taverkum Jean-Claude Juncker flutti árlega stefnuræðu sína á þingi Evrópusambandsins í gær. Á morgun hittir hann leiðtoga aðildarríkjanna á fundi í Bratislava. FréttaBlaðið/EPa Punktar úr loforðalista Junckers Sameiginleg yfirstjórn herja Juncker segir að Evrópuríkin þurfi að herða sig, ekki síst í varnar- málum. Þess vegna þurfi að samhæfa hernaðarstarfsemi aðildar- ríkjanna. Undanfarinn áratug hafi aðildarríkin tekið þátt í meira en 30 aðgerðum erlendis á vegum Evrópusambandsins, en erfitt sé að sinna þeim vel þegar varanlegt skipulag vantar: „Við erum með aðskildar höfuðstöðvar fyrir samhliða aðgerðir, jafnvel þótt þær séu í sama landi eða sömu borginni. Það er kominn tími til þess að hafa sameiginlegar höfuðstöðvar fyrir þessar aðgerðir.” Breytingar á Dyflinnarreglugerðinni Hraðað verði breytingum á sameiginlegu verndarkerfi Evrópusambandsins. Þar á meðal er stefnt að breytingum á Dyflinnarreglugerðinni, sem hefur að mestu sett ábyrgðina á úrvinnslu hælisumsókna á þau aðildarríki sem flóttafólk kemur fyrst til. Samræma eigi aðstæður flóttafólks í aðildarríkjunum, taka af örlæti á móti þeim sem mest eru þurfandi en taka jafnframt hart á misnotkun. Skattur á stórfyrirtæki Breytingar verði gerðar á skattkerfinu, bæði til að bæta við- skiptaumhverfi fjölþjóðafyrirtækja en einnig til að tryggja að skattlagning á stórfyrirtæki verði bæði sanngjörn og árangurs- rík. „Öll fyrirtæki ættu að greiða skatta í þeim löndum þar sem ágóði þeirra verður til,” sagði Juncker. Meðal annars verði sett upp sameiginlegt virðisaukaskattsvæði í aðildarríkjunum sem komi í veg fyrir skattsvik. Auk þess verði hraðað fram- kvæmdum á tilskipun um gagnsæi fyrirtækjaskatta. Áhersla á loftslagsmál Juncker vill að bæði Evrópusambandið og aðildarríki þess drífi sig sem fyrst í að staðfesta loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna sem gerður var í París. „Skynsamlegri orkunotkun og metnaðarfullar loftslagsaðgerðir skapa ný störf og hagvöxt,” segir Juncker. Þetta sé besta fjárfestingin í framtíð Evrópu og nútímavæðingu efnahagslífsins. „Parísarsamkomulagið er lokatækifærið til að afhenda framtíðarkynslóðum meiri stöðugleika, heilbrigðari jörð, sanngjarnari samfélög og meiri velsæld.” Sanngjarnara myntsamstarf Juncker segir að ljúka þurfi uppbyggingu Efnahags- og mynt- bandalags Evrópusambandsins með því að efla bæði pólitískt og lýðræðislegt samstarf. Á næsta ári verði lögð fram Hvítbók um framtíðarfyrirkomulag þess og þessar breytingar verði teknar upp í löggjöf Evrópusambandsins. Þá þurfi að hraða innleiðingu nýrrar innistæðutryggingatilskipunar og draga úr áhættu í bankakerfinu. Enn fremur verði stefnt að nýrri Evrópustoð félagslegra réttinda, þar sem meðal annars verði reynt að tryggja jafnvægi milli atvinnuþátttöku og einkalífs. Efla nettengingar og höfundarrétt Juncker boðar breytingar á umhverfi stafrænnar þjónustu, þannig að allir geti komist á háhraðanet hvar sem er. Ókeypis netaðgangur verði að veruleika í þéttbýlisstöðum strax árið 2020. Þá eigi að tryggja listafólki og rithöfundum greiðslu fyrir verk sín: „Ég vil að blaðamenn, útgefendur og höfundar fái sanngjarnar greiðslur fyrir verk sín, hvort sem þau eru gerð í upptökustofum eða á heimilum, hvort sem þeim er dreift á netinu eða utan netsins, og hvort sem þau eru birt með ljósritunarvél eða tengd í hlekk á netinu,” segir Juncker. Juncker kynnir loforðalistann sinn Vill meðal annars hraða framkvæmd hugmynda um sameiginlegan her Evrópusambandsins. Lofar einnig ókeypis netaðgangi á öllum helstu þéttbýlissvæðum Evrópu. Nigel Farage sagði leiðtoga Evrópusambandsins ekkert hafa lært af úrsögn Bretlands. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Aldrei hef ég séð stjórnir aðildar- ríkjanna jafn veiklaðar af völdum lýðskrumsafla og lamaðar vegna hættunnar á ósigri í næstu kosningum. Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins Þið hafið ekkert lært af úrsögn Bretlands. Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi breska UKIP-flokksins 1 5 . s E p t E m b E r 2 0 1 6 F i m m t u d a G u r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 3 -8 C 1 0 1 A 9 3 -8 A D 4 1 A 9 3 -8 9 9 8 1 A 9 3 -8 8 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.