Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 4
 TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is MenntaMál Af þeim tuttugu sem skulda Lánasjóði íslenskra náms- manna (LÍN) mest hafa átta manns ekki borgað krónu til baka á síðast- liðnum níu árum. Lánasjóðurinn gerir ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka. Þetta kemur fram í nýrri árs- skýrslu LÍN. Þar sést að heildar- skuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hóp- urinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum. „Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslána- kerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jóns- son, formaður LÍN. Allir á listanum hafa verið við nám erlendis og tólf manns hafa fengið lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldar- ana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 millj- ón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina. „Við göngum ekki á ábyrgðar- menn nema lánið fari í vanskil. Það er ekki farið í vanskil ef hann hefur fengið undanþágu frá greiðslu, svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda eða hefur verið í lánshæfu námi,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þó hún hafi ekki skoðað hvern einstakling fyrir sig á bak við þessar tölur sé líklega um atvinnu- leysi eða veikindi að ræða hjá þessum átta sem ekki hafa greitt krónu til baka síðastliðin níu ár. Í nýju LÍN frumvarpi sem mennta- málaráðherra hefur mælt fyrir er aðeins hægt að fá undanþágu vegna atvinnuleysis eða veikinda í þrjú ár. Hrafnhildur segir að þegar LÍN reikni út þá upphæð sem líklega verði greidd til baka sé aldur lán- þega meðal annars tekinn inn í jöfnuna. Þeir sem lánasjóðurinn býst við að fá sem minnst frá eru því líklega elstir. Það sé orðum aukið að þetta fólk hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kom- inn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán millj- ónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“ snaeros@frettabladid.is Skulda LÍN mest en hafa ekki borgað krónu til baka á 9 árum Þeir tuttugu sem skulda LÍN mest skulda samtals 690 milljónir. LÍN býst við því að fá 92 milljónir til baka frá hópnum en restin verður í raun afskrifuð. Flestir í hónum luku námi fyrir meira en tíu árum og þar af tveir á síðustu öld. Framkvæmdastjóri LÍN segir að í kerfinu sé hvati til að taka sem lengst lán. Langflestir nemendur Háskóla Íslands þurfa að greiða lán sín til baka að mestu en þeir sem fara í dýrt nám erlendis eru líklegir til að greiða hlutfallslega minna til baka. FréttabLaðið/anton brink ✿ Sá sem skuldar mest: Lauk doktorsprófi frá Bandaríkjunum 2002 Skuldar 48,3 milljónir Líkleg afskrift 42,7 milljónir Hefur borgað á sl. 9 árum 1,4 milljónir Er líklegur til að borga 5,6 milljónir 688,9 milljónir er heildarskuld hópsins náttúruvernd Framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þess efnis um að yfir- vofandi lagning háspennulínu í lofti um Leirhnjúkshraun verði stöðvuð var tekin síðastliðinn föstudag. Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets, segir þessa ákvörðun hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér þar sem rafmagn þurfi að flytja frá Þeistareykjum á Bakka við Húsavík. „Stöðvun eins og þessi hefur mikil áhrif á framkvæmdirnar og mögulega stöndum við frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Bakka og Þeistareykjavirkj- unar. Framkvæmdirnar hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi,“ segir Guðmundur Ingi. Landvernd byggði rök sín á því að friðlýsa beri Leirhnjúkshraun sam- kvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár, en friðlýsingu er enn ekki lokið. Fyrirhugaðar loftlínur geta borið tífalda orkuþörf kísilversins á Bakka. Því er svigrúm fyrir minni línur eða jarðstrengi en Landsnet hefur neitað að skoða slíkar útgáfur,“ segir Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar. „Nýlegir dómar Hæstaréttar sýna að Landsnet uppfyllir ekki umhverfismatslög- gjöfina í verkum sínum. Fyrirtæki sem ber svo mikla ábyrgð getur ekki komist upp með slík vinnubrögð til lengdar.“ - sa Raflínulagnir til Bakka stöðvaðar kröfluvirkjun í Mývatnssveit. HeilbrigðiSMál Á næstu árum mun heilbrigðiskerfið á Íslandi þarfnast um 900 hjúkrunarfræðinga en aðeins hluti þess fjölda útskrifast á hverju ári úr íslenskum háskólum. Staðan er alvarleg að mati Guðbjargar Páls- dóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt mannfjöldaspám mun öldruðum fjölga mjög á næstu árum og áratugum og því munu umönnun- arstéttir eins og hjúkrunarfræðingar þurfa aukinn mannskap. Aldur hjúkr- unarfræðinga er einnig það hár að á aðeins næstu þremur árum verður fjórðungur starfandi hjúkrunarfræð- inga búinn að ná sextíu ára aldri og á þá rétt á töku lífeyris. „Við erum að vinna sameiginlega með HÍ og HA um að fjölga nemum en það sem strandar á er fjármagn til starfsnáms sem er mjög dýrt,“ segir Guðbjörg. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga beinir því til stjórnvalda að auka við fjármagn til starfsnáms svo hægt sé að fjölga nemum. Ef fram heldur sem horfir mun þurfa að flytja inn hjúkr- unarfræðinga. „Svo er spurning hvort við viljum það. Það sem skiptir mestu máli er að þeir kunni íslensku. Fólk í umönnunarstéttum verður að vera talandi á tungumálið sem fólkið sem þarf á þjónustunni að halda talar alla- jafna,“ segir Guðbjörg. - sa Níu hundruð hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á næstu árum 900 nýja hjúkrunarfræðinga þarf til starfa á næstu árum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður hjúkr- unarfræðinga- félagsins StjórnSýSla Ríflega 23 þúsund aldr- aðir og öryrkjar greiddu rúmlega tvöfalt meira í tannlæknakostnað í fyrra en reglugerð heilbrigðisráð- herra kveður á um. Sjúkratryggingar vantar um 800 milljónir króna á ári til að geta leiðrétt muninn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Reglugerð heilbrigðisráð- herra sem kveður á um endur- greiðslu til þessara hópa var sett árið 2013. Henni fylgdi aftur á móti ekki aukin fjárveiting til Sjúkra- trygginga Íslands til að mæta þess- um kostnaði og því er miðað við gjaldskrá sem Sjúktratryggingar hafa sett til viðmiðunar um tann- læknakostnað. „Sú gjaldskrá hefur hins vegar ekki hækkað síðan árið 2004. Hún dregst því alltaf meira og meira aftur úr verðlagningu hjá tannlæknum,“ segir Reynir Jónsson, tryggingayfir- tannlæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands. Langveikir öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 100 prósent endur- greiðslu samkvæmt reglugerðinni fengu aðeins 43 prósent af kostnaði endurgreiddan. Öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 75 prósent endur- greiðslu fengu aðeins 28 prósent endurgreitt í fyrra og öryrkjar og aldraðir sem áttu rétt á 50 prósent endurgreiðslu fengu aðeins 19 pró- sent af kostnaði endurgreiddan. - gag Aldraðir ofgreiða tannlæknakostnað reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir hjá Sjúktratryggingum Íslands, segir að fjármagn vanti til að framfylgja reglugerð um endurgreiðslu. Mynd/Stöð2 2 2 . á g ú S t 2 0 1 6 M á n u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 F -5 F 3 C 1 A 4 F -5 E 0 0 1 A 4 F -5 C C 4 1 A 4 F -5 B 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.