Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.08.2016, Blaðsíða 6
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Eitt mesta úrval landsins af fiskréttum og ferskum fiski. Veitingastaðir Stóreldhús Mötuneyti hafid@hafid.is 554 7200 Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki SamfélagSmál Alls þrettán prósent Íslendinga á aldrinum 18-76 ára segj- ast hafa orðið fyrir netbroti á síðustu þremur árum. Algengast er að hafa orðið fyrir meiðyrðum eða rógburði, eða 33 prósent allra þeirra sem urðu fyrir netbroti. Að sama skapi hafði fjórðungur svarenda heimsótt klámsíður á sama tímabili. Einnig sögðust þrettán pró- sent svarenda hafa orðið þolendur afbrots á netinu á síðustu þremur árum. Þá var algengt að nefna fjársvik og kreditkortasvindl. Rannsóknin var gerð af Helga Gunnlaugssyni, prófessors í félags- fræði við HÍ, og Jónasi Orra Jónas- syni, félagsfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Það sem einnig kemur fram er að eftir því sem einstaklingur notar netið meira, því líklegra er að hann verði fyrir ein- hvers konar netbroti. „Áhugavert er að skoða þolendur netbrota. Netbrot eru býsna algeng og bara það að brotin séu nefnd, eins og að rógi og meiðyrðum sé dreift um þá á netinu, sýnir að mönnum er ekki sama,“ segir Helgi. „Svo ekki sé minnst á fjársvik, hótanir um ofbeldi eða kynferðislega áreitni sem sannar- lega hefur áhrif á þolendur.“ Mikið hefur verið rætt um hug- myndir innanríkisráðherra um nýja netbrotadeild lögreglunnar. Ljóst er að afbrot á netinu miðað við núverandi lagaramma eru gríðarlega útbreidd meðal ungs fólks og því lík- legt að deild innan lögreglunnar sem ætti að rannsaka niðurhal myndi fyrst og fremst beinast að ungu fólki. „Niðurstöðurnar um ólöglegt niðurhal eru sláandi og sýna svart á hvítu að lífsstíll og hugsunarháttur unga fólksins er töluvert frábrugðinn hinna eldri og kominn langt út fyrir það sem hefðbundin löggjöf heimilar og gerir ráð fyrir,“ segir Helgi. „Unga kynslóðin hefur vaxið fram úr laga- rammanum og áleitin spurning hvernig bregðast eigi við. Á að berja ungdóminn inn í hefðbundinn laga- ramma eða verður að breyta lög- gjöfinni á einhvern hátt til að mæta þessum nýja tæknilega veruleika?“ bætir Helgi við. sveinn@frettabladid.is Margir verða fyrir ofbeldi á internetinu 13 prósent Íslendinga segjast hafa verið þolendur í afbroti á netinu á síðustu þremur árum samkvæmt nýrri rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors. Gera má ráð fyrir að um eitt hundrað þúsund manns brjóti af sér reglulega á netinu. Niðurstöðurnar um ólöglegt niðurhal eru sláandi og sýna svart á hvítu að lífsstíll og hugsunar- háttur unga fólksins er töluvert frá- brugðinn hinna eldri Helgi Gunnlaugs- son prófessor brjóta af sér á netinu.  Þjóðarsorg í Tyrklandi Íbúar tyrknesku borgarinnar Gaziantep eru í losti eftir sjálfsmorðsárás á laugardagskvöldið. Hundruð manna mættu í gær í jarðarfarir hjá fórnarlömbum árásarinnar. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Allir helstu þjóðarleiðtogar heims hafa fordæmt árásina. Mynd/Epa Bandaríkin Fyrirtæki í eigu Donalds Trump, forsetaefnis repúblikana í komandi forsetakosningum í Banda- ríkjunum, skulda samtals yfir 76 milljarða íslenskra króna. Trump hefur í kosningabaráttu sinni farið mikinn og talað um eigið ágæti sem viðskiptamaður og segist á ferli sínum hafa grætt milljónir dollara og sé full- komlega laus við skuldir. Fjallað er ítarlega um málið í rannsókn á vegum New York Times sem birtist í gær. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að meðal fjárfesta í fyrirtækjum Trumps eru stofnanir sem hann hefur opin- berlega talað gegn í kosningabaráttu sinni. Þar mætti helst nefna seðla- banka Kína, sem Trump hefur sagt vera eina stærstu ógn sem stafi að fjármálaumhverfi Bandaríkjanna í dag, og Goldman Sachs fjárfestinga- banka sem hann hefur ásakað um að stjórna mótframbjóðanda sínum, Hillary Clinton. Þá kemur einnig fram að mikil leynd ríki yfir persónulegum fjármál- um Trumps. Til dæmis hefur forseta- frambjóðandinn neitað að gefa upp eigið skattframtal og einnig lagst gegn því að hlutlaus aðili meti eignir hans. Sem forseti myndi Trump hafa tals- verð völd þegar kæmi að fjármála- og skattalöggjöf Bandaríkjanna, en þannig gæti hann haft bein áhrif á eigið viðskiptaveldi. Þá gæti hann einnig haft áhrif á lög sem tengjast beint hans eigin fé, sem og eiga í sam- skiptum við lönd sem hann á í per- sónulegu viðskiptasambandi í. Fyrirtæki Trumps skulda tugmilljarða 2 2 . á g ú S t 2 0 1 6 m á n U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 F -7 2 F C 1 A 4 F -7 1 C 0 1 A 4 F -7 0 8 4 1 A 4 F -6 F 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.