Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 22.08.2016, Qupperneq 10
Efnahagsmál Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að ekki sé lengur samstaða um að nýfrjálshyggjuöfl séu ríkjandi skóli hugsunar í hagfræði, eins og hann hefur verið síðustu þrjátíu ár. Í samtali við Business Insider segir Nóbelsverðlaunahafinn, sem var efnahagslegur ráðgjafi Bills Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að í fræðiumhverfinu sé búið að hafna samstöðunni um nýfrjálshyggju. Stiglitz hefur síðustu árin verið einn helsti gagnrýnandi nýfrjálshyggju. Frá efnahagskreppunni árið 2008 virðist hafa orðið vitundarvakning almennt um það að frjálshyggja sé ekki endilega rétta leiðin fyrir hagkerfi heimsins. Í samtalinu færir Stiglitz rök fyrir því að búið sé að afsanna eina af aðal­ hugmyndum nýfrjálshyggju, að mörk­ uðum gangi best þegar engin afskipti eru höfð af þeim og að eftirlitslausir markaðir séu besta leiðin til að auka hagvöxt. „Við erum búin að færast frá nýfrjálshyggjuparadísinni þar sem talið var að „markaðir virka vel næst­ um alltaf“ og eina sem við þurftum gera var að halda ríkisstjórnum gang­ andi, í það að trúa að „markaðir virka ekki“ og nú snýst umræðan um það hvernig við getum látið ríkisstjórnir laga þessa skekkju,“ segir Stiglitz. „Nýfrjálshyggja er dáin bæði í þróun­ arlöndum og þróuðum löndum.“ Stiglitz deilir þessari skoðun með öðrum hagfræðingum. Í bloggi í maí efuðust þrír hagfræðingar hjá Alþjóð­ gjaldeyrissjóðnum, helstu klappstýru nýfrjálshyggju, um skilvirkni ákveð­ inna þátta kenningarinnar, sér í lagi þegar kemur að sköpun ójafnaðar. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur einnig gagnrýnt nýfrjálshyggju og skaðleg áhrif hugsunarinnar. Í Bretlandi má einnig greina viðhorfsbreytingu, en þar hafa aðhaldsaðgerðir verið í fyrirrúmi frá því að Íhaldsflokkurinn tók við ríkis­ stjórn árið 2010. saeunn@frettabladid.is Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz lýsir yfir dauða nýfrjálshyggun Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz telur að búið sé að sanna að ein af aðalhugmyndum nýfrjálshyggju gangi ekki upp. Hann telur nýfrjálshyggju hugsunarháttinn dauðan í bæði þróunarlöndum og þróuðum löndum. Aðrir fræðimenn og hagfræðingar eru farnir að efast um kenninguna. Hvað er nýfrjálshyggja? Vísindavefurinn segir nýfrjálshyggju ná yfir sjónarmið og kenningar allra núlifandi frjálshyggjumanna. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er ein- staklingshyggja, áhersla á mikilvægi frelsis- og eignaréttinda, og trú á að frjáls viðskipti stuðli að góðum lífskjörum. Nýfrjálshyggjusinnar eru á móti miklum ríkisafskiptum og trúa því að markaðir gangi best án mikilla af- skipta. Hugtakið nýfrjálshyggja hefur verið notað frá árinu 1938 en bera fór á núverandi merkingu hugtaksins á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hverjir voru helstu talsmenn þess? Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, voru helstu talsmenn íhaldsfrjáls- hyggju sem orðið nýfrjálshyggja er stundum notað yfir. Joseph Stiglitz vann Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2001 og vann sem efnahagsráðgjafi Bill Clinton. Margaret Thatcher og Ronald Reagan voru miklir talsmenn nýfrjálshyggju. Viðskipti Frá því að gengi hluta­ bréfa í japanska leikjaframleiðand­ anum Nintendo náði hæstu hæðum þann 19. júlí síðastliðinn hafa hluta­ bréfin lækkað um rúmlega 30 pró­ sent. Gengi hlutabréfa í Nintendo rauk upp í kjölfar útgáfu snjallsíma­ leiksins Pokémon GO úr smiðju fyrirtækisins þann 6. júlí síðast­ liðinn. Í dag hefur leikurinn slegið fimm heimsmet Guinness og hafa rúmlega 130 milljónir manna náð sér í leikinn. Velta leiksins á fyrsta mánuði nam 206,5 milljónum doll­ ara og hefur snjallsímaleikur aldr­ ei velt jafn hárri fjárhæð á fyrsta mánuði. Eitthvað virðast fjárfestar þó ótt­ ast að Pokémon GO verði ekki jafn arðbær leikur og þeir áttu von á eftir að forsvarsmenn Nintendo gáfu í skyn að leikurinn myndi veita tak­ mörkuð samlegðaráhrif. Líkur eru á að gengi hlutabréfa muni þó hækka á ný í haust þar sem tveir snjallsímaleikir úr smiðju fyrir­ tækisins eru væntanlegir á komandi mánuðum. Leikirnir Fire Emblem og Animal Crossing eru byggðir á klassískum titlum og munu þá lík­ lega draga að aðdáendur á borð við Pokémon GO hópinn. – sg Hlutabréf í Nintendo hafa lækkað um 30% Hundrað og þrjátíu milljónir manna hafa náð sér í Pokémon GO á rúmum mánuði. Fréttablaðið/ Hlutabréfin hækkuðu hratt í verði eftir að fyritækið sendi frá sér tölvuleikinn Pókemen Gó, sem sló ræki- lega í gegn á heimsvísu. Bandaríkin Fimm voru myrt á heimili sínu í Alabama, Bandaríkj­ unum, þegar 27 ára gamall maður gekk berserksgang og rændi fyrr­ verandi kærustu sinni og þriggja mánaða ungabarni. Á meðal þeirra látnu er ólétt kona. Derrick Dearman verður kærður fyrir sex morð, þar á meðal á ófædda barninu. Dearman braust inn á heimili systur fyrrverandi kærustu sinnar, sem er í bænum Citronelle. Hún hafði haldið sig þar eftir að hafa flutt frá honum vegna ofbeldishneigðar hans, samkvæmt lögregluyfirvöldum á svæðinu. Fórnarlömbin voru á aldrinum 22 til 35 ára en hið yngsta var kona komin fimm mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Samkvæmt upplýsingum frá lög­ reglunni í Citronelle hafði verið hringt á lögregluna fyrr um kvöldið þegar Dearman hafði komið í óleyfi á lóðina þar sem húsið stendur. Hann flúði þegar lögreglan mætti á svæðið. Seinna um kvöldið sneri hann aftur, þá vopnaður og réðst á fórnarlömbin þegar þau voru sofandi. Hann tók fyrrverandi kærustu sína með sér á brott þegar hann yfirgaf húsið ásamt þriggja mánaða barni eins af fórnarlömbunum og fór með þau heim til föður síns. Eftir að þangað var komið sleppti hann fyrrverandi kærustunni og barninu og fór ásamt föður sínum upp á lögreglustöð og gaf sig fram. Hann er enn í haldi lögreglu og er sam­ vinnuþýður samkvæmt heimildum Reuters fréttstofunnar. Ólétt kona á meðal látinna eftir morð í Alabama Fórnarlömbin voru á aldrinum 22 til 35 ára en hið yngsta var kona sem var genginn fimm mánuði með sitt fyrsta barn. 2 2 . á g ú s t 2 0 1 6 m á n U d a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 F -8 1 C C 1 A 4 F -8 0 9 0 1 A 4 F -7 F 5 4 1 A 4 F -7 E 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.