Fréttablaðið - 22.08.2016, Side 12

Fréttablaðið - 22.08.2016, Side 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is ESB-gerðir eru löggjöf sem Íslend- ingar hafa ekkert um að segja, tíma ekki að eyða peningum í að hafa áhrif á og eru alltaf of seinir að taka upp. Ríkisstjórnin samþykkti á föstudag tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra um skipan sérstakrar ráðherranefndar um Brexit. Tilgangur nefndarinnar er að hafa yfirum-sjón með hagsmunagæslu íslenska ríkisins í tengslum við eiginlega úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Samhliða þessu var sett á laggirnar sérstök Brexit- eining embættismanna í utanríkisráðuneytinu í sama tilgangi. Lilja sagði í fréttum Stöðvar 2 að ein af þeim þremur sviðsmyndum sem íslensk stjórnvöld ynnu eftir væri tvíhliða samningur við Bretland. Slíkur samningur kemur til greina óháð afstöðu annarra EFTA-ríkja sem eru líka aðilar að EES-samningnum, þ.e. Noregs og Liechten- stein. Vera kann að það þjóni hagsmunum Íslands betur að semja beint við Bretland strax eftir að Bretar virkja 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hefja eiginlegt úrsagnarferli úr ESB á næsta ári. Greint var frá því fyrir helgi í Financial Times að stjórn- endur banka í Lundúnum teldu það þjóna hagsmunum sínum og Bretlands betur ef Bretland myndi gera tvíhliða samninga við ESB sambærilega þeim sem Sviss hefur fremur en að ganga inn í EFTA og mögulega EES-samn- inginn eftir það. Það er við hæfi að velta fyrir sér stöðu EES-samningsins á þessum tímapunkti. Sérstaklega í ljósi þess að bankamenn í Lundúnum telja ekki eftirsóknar- vert fyrir Bretland að taka beint upp afleidda löggjöf ESB án þess að hafa nokkuð að segja um gerð hennar. Þetta er hinn eiginlegi lýðræðishalli EES-samstarfsins í hnotskurn. Sú staða sem blasir við Norðmönnum, Íslendingum og Liechtensteinum. Ísland, ólíkt Noregi, ver ekki háum fjárhæðum í að hafa áhrif á þessa löggjöf eða með hvaða hætti hún er tekin upp í EES-samninginn. Norðmenn greiða langstærstan hluta kostnaðar í þróunarsjóð EFTA og viðræður um hvernig beri að skipta þessum kostnaði hafa ekki borið neinn árangur. Í vissum skilningi erum við farþegar Norðmanna í þessu samstarfi. EES-samningurinn hefur fært Íslendingum miklar hagsbætur í formi fjórfrelsis og aðgangs að innri markaði ESB. Þannig er beint orsakasamband á milli lífskjara- sóknar hér á landi og aðildar okkar að fjórfrelsinu frá 1. janúar 1994. En fyrir hvaða fórnarkostnað og á hvaða for- sendum? Fyrir yfirþjóðlegt eðli samstarfsins og forgangs- áhrif EES-reglna vegna bókunar 35 við EES-samninginn? Forsendum okkar eða forsendum 30 annarra þjóðríkja og á grundvelli löggjafar sem við höfum lítið sem ekkert að segja um? Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að samhliða lífskjarasókninni hefur EES-samningurinn líka verið böl. Ekki síst vegna lýðræðishallans og þess að takmarkað tillit er tekið til þarfa okkar í gerðum sem Ísland hefur tekið upp. ESB-gerðir eru löggjöf sem Íslendingar hafa ekkert um að segja, tíma ekki að eyða peningum í að hafa áhrif á og eru alltaf of seinir að taka upp. Skammarkrókurinn sem Ísland er í hjá ESA er besti vitnisburðurinn um það. EES-samstarfið hefur verið gallað að þessu leyti frá byrjun. Tímamót sem Bretar standa frammi fyrir núna vegna Brexit og viðræður okkar við þá eru kjörið tækifæri til að horfa út fyrir kassann og hugsa upp á nýtt framtíð Íslands í evrópsku samstarfi í víðara samhengi en Brexit. Farþegi Noregs Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslána- kerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutenging- ar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskóla- kennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnar- kostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barna- fólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunar- sjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangs- raða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar. Höfnum Illugafrumvarpinu Óskar Steinn Ómarsson nemandi við Háskóla Íslands og ritari Sam- fylkingarinnar. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum ákveðið vandamál „Það er hins vegar enginn vafi að við erum í ákveðnum vanda- málum í forystusveit flokksins,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í gær. Um helgina hefur Framsókn kosið hvort halda eigi flokksþing og kjósa nýja stjórn. Í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, formanns flokksins, var til- lögunni hafnað. Vandamálið sem Sigurður vísar til er væntanlega formaðurinn sem telur sig hafa stuðning um allt land. En eins og annar bíllinn í löturhægri bílaröð er kallaður lestarstjórinn veltur það á Sigurði Inga varaformanni hvort formaðurinn fær að sitja áfram eða láti í minni pokann fyrir forsætisráðherra. upphefð kvenna „Stundum hef ég á tilfinningunni að konur séu að nýta sér svona tal sjálfum sér til framdráttar,“ sagði Ögmundur Jónasson á Rás1 í gær. Tilefnið var frásögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjartar Ólafs- dóttur af upplifun sinni á karllægu Alþingi. Björt hafði m.a. lýst því að hún hefði þurft að frábiðja sér að talað væri niður til hennar í nefndarstörfum. Ögmundur hefur setið á þingi fyrir VG frá stofnun flokksins og komið að kvenfrelsis- stefnu hans. Það er óheppilegt að honum þyki kvart kvenna, en ekki frambærileiki þeirra, vera ástæða þess að þær nái nú lengra en þegar hann settist fyrst á þing fyrir rúmum tuttugu árum. snaeros@frettabladid.is 2 2 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R12 s k o ð U N ∙ F R É t t A B L A ð i ð SKOÐUN 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 F -6 E 0 C 1 A 4 F -6 C D 0 1 A 4 F -6 B 9 4 1 A 4 F -6 A 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.