Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.08.2016, Qupperneq 16
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is Í dag 17.30 FH - Stjarnan Sport 19.50 Þróttur - Valur Sport 2 20.30 Messan Sport 22.00 Pepsímörkin Sport 18.00 Fylkir - ÍA Flórídanavöllur 18.00 Víkingur R. - ÍBV Víkingsv. Nýjast Stoke City 1 – 4 Man City Swansea 0 – 2 Hull City Tottenham 1 – 0 Crystal Palace Watford 1 – 2 Chelsea West Brom 1 – 2 Everton Burnley 2 – 0 Liverpool Leicester 0 – 0 Arsenal Sunderland 1 – 2 Boro West Ham 1 – 0 Bournemouth Efst Man City 6 Man Utd 6 Hull 6 Chelsea 6 Boro 4 Neðst Southampton 1 Stoke City 1 Sunderland 0 Crystal Palace 0 Bournemouth 0 Enska úrvalsdeildin Hvað gerðu Gylfi og Jóhann Berg? Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea sem tapaði óvænt fyrir nýliðum Hull á heima- velli. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 56. mínútu þegar Burnley vann frækinn sigur á Liverpool. Stærstu úrslitin Þrátt fyrir að vera aðeins 19% með boltann vann Burnley 2-0 sigur á Liverpool á heimavelli sínum. Hetjan Diego Costa tryggði Chelsea þrjú stig í öðrum leiknum í röð þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Watford á útivelli. Kom á óvart Nýliðar Hull City sem allir spáðu falli eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Á laugardaginn gerði Hull góða ferð til Swansea og vann 0-2 sigur. Pepsi-deild karla KR - Breiðablik 1-1 0-1 Daniel Bamberg, víti (39.), 1-1 Morten Beck Andersen (79.). Morten Beck Andersen tryggði KR-ingum stig gegn Blikum þegar hann jafnaði metin 11 mínútum fyrir leikslok. KR er taplaust í síðustu fjórum leikjum en Blikum gengur illa að stimpla sig inn í toppbaráttuna. Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 1-0 Kenan Turudija (7.), 1-1 Marcus Solberg (38.), 2-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (41.), 2-2 Solberg (75.). Rautt spjald: Emir Dokara, Víkingur Ó. (44.). Fjölnismenn jöfnuðu tvisvar á Ólafsvík og stigið fleytti þeim upp í 2. sætið. Ólsarar náðu í sitt fyrsta stig síðan 10. júlí en þeir þurftu að spila einum færri í rúman hálfleik. HandBolti Þrír þjálfarar, þrenn verðlaun. Ísland átti verðuga fulltrúa í handboltakeppnum Ólympíuleik- anna. Þó svo að tveir hafi ekki komið liðum sínum í úrslitaleikinn tókst þeim báðum að yfirvinna vonbrigði tapsins í undanúrslitunum og vinna hinn erfiða leik um bronsverðlaunin. Guðmundur Guðmundsson topp- aði þá báða með því að stýra danska liðinu alla leið til gullverðlauna í gær- kvöldi og finna leiðir til að enda sigur- göngu Frakka á Ólympíuleikunum. Sigurganga Frakka hófst fyrir átta árum þegar þeir unnu Guðmund og strákana hans í íslenska landsliðinu í úrslitaleik á ÓL í Peking. Nú var hins vegar ekkert silfur gulli betra. Guðmundur ætlaði ekki að tapa aftur fyrir Frökkum í gullleik á Ólympíuleikunum. Hann talaði um það eftir undanúrslitaleikinn og sýndi það síðan í verki með frábær- lega upplögðum leik þar sem Danir unnu tveggja marka sigur á Frökkum, 28-26, eftir að hafa komist mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Danir hafa keppst við að gagn- rýna Guðmund eftir að danska liðinu tókst ekki að vinna verðlaun Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í gær þegar hann gerði danska handboltalandsliðið að Ól- ympíumeisturum . Allir íslensku þjálfararnir þrír á Ólympíuleikunum í Ríó skiluðu sínum liðum í verðlauna- sæti á leikunum. Lið Þóris Hergeirssonar og Dags Sigurðssonar unnu bæði bronsleikinn með sannfærandi hætti. Ólympíumeistarar Dana voru kampakátir eftir að hafa fengið gullmedalíurnar um hálsinn í Ríó í gær. FRéttABlAðið/ANtoN BRiNK á fyrstu tveimur stórmótum hans en þeir hljóta að elska hann núna. Guð- mundi tókst að búa til samstilltan og einbeittan hóp og allt í einu mættu Danir hungraðir og grimmir í úrslita- leik eftir að hafa verið ansi draugalegir í mörgum úrslitaleikjum síðustu árin. „Ég upplifði úrslitaleik fyrir átta árum og ég notaði mína reynslu virkilega til þess að undirbúa liðið núna. Það hjálpaði mér," sagði Guðmundur og hann breytti útaf venjunni og sýndi ekki myndbönd á lokafundi fyrir leik. Guðmundur fagnaði gríðarlega með lærisveinum sínum í leikslok og skiljanlega. Nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum fær hann að kynnast þeirri tilfinningu að verða Ólympíumeistari þótt að hann nú ekki fengið neinn verðlaunapening um hálsinn. Hann tapaði úrslitaleik 2008, var með efni í Ólympíumeistaralið 2012 en nú kom hann liði sínu efst á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég talaði um það að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hann talaði trúna í sína menn. Hann notaði líka sjö menn í sókn- inni í upphafi leiks. „Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því var að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allavega útreiknuð áhætta,“ sagði Guðmundur. Guðmundur hafði kynnst því að tapa svona leik og nú mætti hann til að taka gullið. „Fyrir mig persónulega þá er þetta það stærsta sem ég hef upplifað á mínum ferli sem þjálfari og hann er að verða nokkuð langur,“ sagði Guð- mundur. Danska liðið hafði ekki spilað um verðlaun á fyrstu stórmótum hans. „Ég held að það sé ekki hægt að fara í gegnum harðari skóla heldur en ég er búinn að fara í gegnum á þessum tveimur árum. Það er ekki mögulegt," sagði Guðmundur. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leik- kerfi, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga,“ sagði Guð- mundur. „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta,“ sagði Guðmundur. Hann fékk ekki verðlaunapening ekki frekar en í Peking 2008. „Það er mjög sorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn. Eigum við ekki að segja að minningin og það að vera hluti af þessu og sjá stoltur leikmenn- ina það sé númer eitt,“ svaraði Guð- mundur sem hefur enga tilfinningu um það hvernig Danirnir taka honum núna. Hann er líka með framtíðarlið í höndunum. „Þetta er tiltölulega ungt lið og það eru miklir möguleikar í stöðunni," sagði Guðmundur. Íslenskir þjálfarar eru nú handhafar fjögurra af þeim sex titlum sem keppt er um á stórmótum landsliða í karla og kvennaflokki. Það er bara Ólympíut- itill kvenna sem Þórir missti í Ríó og heimsmeistaratitill Frakka sem unnust ekki með íslenskum þjálfurum. Hefði viljað silfrið 2008 en þetta verður að duga Dagur Sigurðsson var ekki með íslenska landsliðinu þegar það vann silfrið í Peking 2008 en kynntist því í gær að skila liði í verðlaunasæti á ÓL. Þýskaland vann þá sex marka sigur á Pólland í bronsleiknum. Þýskaland lenti þremur mörkum undir í byrjun leiks í bronsleiknum gegn Póllandi en þýsku strákarnir svöruðu leikhléi hjá Degi með 9-2 spretti og litu ekki til baka eftir það. „Við vorum betri allan leikinn þó að þeir hafi verið yfir. Þeir náðu að refsa okkur fyrir mistök í byrjun,“ sagði Dagur. „Þetta var stórkostlegt og gaman að ná í þessa medalíu. Það er ótrúlega erfitt andlega að vinna þennan leik,“ sagði Dagur. Hann fylgdi eftir Evrópumeistaratitli með því að skila liðinu í brons á Ólympíuleikum. „Það er mjög sterkt og sýnir sterkan karakter hjá strákunum,“ sagði Dagur og þetta hefur þýðingu fyrir hann sjálfan. „Ég er mjög stoltur yfir því að hafa klárað þetta svona. Ég hefði viljað ná silfrinu fyrir átta árum en þetta verður að duga,“ sagði Dagur og var rokinn. Veit ekki hvort hann heldur út til Tókýó 2020 Þórir Hergeirsson og norsku stelpurnar voru handhafar allra stóru titlanna þegar þær mættu til Ríó. Norska liðið missti af úrslitaleiknum eftir framlengingu en tók bronsið. „Það er ekki hægt að kalla það skref niður á við þegar það er svona jafnt. Við erum örlítið slakari varnarlega en við höfum verið. Við erum betri sóknarlega núna en á HM,“ sagði Þórir. „Ég er meira upptekinn af næsta móti sem er markmiðið. Það er alltaf næsta medalía sem er markmiðið og hvetur mann áfram. Á meðan ég hef það hungur og leikmannahópurinn hefur það hungur og allir eru þar þá er maður í þessu,“ sagði Þórir, sem skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í vetur og er því með samning fram að Ólympíuleikunum í Tókýó. „Ég veit ekkert hvort ég held það út og maður veit heldur aldrei hvort maður fái leyfi til þess að halda áfram.“ Óskar Ófeigur Jónsson ooj@365.is Haukar 1 – 0 Leiknir F. Grindavík 4 – 0 HK Fram 1 – 0 Keflavík Huginn 1 – 2 Þór KA 3 – 1 Leiknir R. Efri Grindavík 37 KA 35 Keflavík 26 Þór 26 Leiknir 24 Haukar 23 Neðri Selfoss 22 Fram 22 HK 18 Fjarðabyggð 17 Huginn 16 Leiknir F. 12 inkasso-deild karla 2 2 . á G ú S t 2 0 1 6 M á n U d a G U R16 S P o R t ∙ F R É t t a B l a ð i ð sport 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 F -4 6 8 C 1 A 4 F -4 5 5 0 1 A 4 F -4 4 1 4 1 A 4 F -4 2 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.