Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2016, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.08.2016, Qupperneq 20
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is K ostnaður fyrirtækja vegna svefnleysis er um- talsverður og rannsókn- ir sýna að greining og meðhöndlun á svefnleysi skila mik- illi hagræðingu fyrir fyrirtæki,“ segir Erla sem bendir á að meðvit- und fyrirtækja á mikilvægi þess að takast á við svefnleysi starfsmanna sinna hafi aukist mjög frá því hún, ásamt fleirum, stofnaði www. betrisvefn.is fyrir þremur árum. „Fyrir tæki hafa hingað til einblínt á hreyfingu og næringu þegar haldnar eru svokallaðar heilsuvik- ur en nú er svefninn æ oftar tekinn þarna inn í líka. Enda er svefninn ein af grunnstoðum andlegs og lík- amlegs heilbrigðis.“ Sofa stutt Erla segir svefnleysi algengt á Ís- landi en samkvæmt rannsóknum sofi Íslendingar frekar stutt. „Ís- lenska leiðin er að sofa stutt á virk- um dögum og bæta sér það upp um helgar. Þetta veldur óreglu á svefnvenjum sem getur þróast út í vítahring og orsakað langvarandi svefnleysi,“ útskýrir Erla. Hún nefnir einnig að hin óvenjulegu birtuskilyrði á Íslandi hafi nokk- ur áhrif á svefnvenjur. Aukin slysahætta Svefnleysi veldur fyrirtækjum töluverðum kostnaði. „Menn taka fleiri veikindadaga, sýna minni framleiðni auk þess sem slysa- hætta eykst,“ segir Erla. Hún segir hættu á svefnleysi meiri í sumum fyrirtækjum, til dæmis þar sem vaktir séu lang- ar og vinnutímar óvenjulegir. „Þá skiptir miklu máli að fyrirtæki velti þessum hlutum fyrir sér, sér í lagi ef hætta er á slysum,“ segir hún og tekur sem dæmi atvinnubíl- stjóra og þá sem vinni með vélar og tæki. „Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að þreyta og það að dotta undir stýri, svokölluðum örsvefni, sé orsök í stórum hluta árekstra.“ Fræðsla er lykilatriði Erla segir að það að meðhöndla svefnvanda sé bæði til hagsbóta fyrir fyrirtækið og líðan starfs- mannsins. En hvað geta fyrirtæki gert? „Fyrst og fremst að fræða starfsmenn um mikilvægi góðra svefnvenja, um helstu svefnsjúk- dóma og afleiðingar þess að sofa of lítið,“ svarar Erla sem hefur unnið töluvert með íslenskum fyrirtækj- um, haldið fyrirlestra og veitt fræðslu. „Svo höfum við í nokkr- um fyrirtækjum skimað fyrir svefnvanda. Þá eru sendir á alla starfsmenn fimm mínútna spurn- ingalistar sem þeir svara nafn- laust. Forstjórinn fær svo skýrslu um hve margir glíma við svefn- vanda,“ útskýrir Erla. Næstu skref væru þá til dæmis að bjóða starfs- mönnum með svefnvanda niður- greiðslu á meðferð. Góður árangur af meðferð Erla segir hugræna atferlismeð- ferð, líkt og þá sem boðið er upp á hjá Betri svefni, vera árangurs- ríkustu lausnina við svefnleysi. Rannsóknir hafi sýnt að 80-90% fólks fái góðan bata sem haldist til lengri tíma. „Meðferðin tekur auð- vitað á, enda þarf fólk að breyta venjum sínum,“ segir Erla og bætir við að henni þyki sorglegast að fólk bíði alltof lengi með að leita sér hjálpar. „Fólk er stundum búið að glíma við svefnvanda í áratugi og kemst svo að því að hægt er að leysa vandann á nokkrum vikum.“ fyrirtæki meðvitaðri um svefnvanda Svefnleysi er algengt vandamál og langvarandi svefnleysi hefur slæm áhrif á daglegt líf og heilsu. Það getur einnig leitt til þess að fólk taki fleiri veikindadaga, framleiðni í starfi minnki auk þess sem hætta á slysum eykst. Slíkt getur valdið fyrirtækjum töluverðum kostnaði. erla björnsdóttir sálfræðingur hefur rannsakað svefnleysi og sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við kvillanum. Svefnleysi veldur fyrirtækjum töluverðum kostnaði. menn taka fleiri veikindadaga, sýna minni framleiðni auk þess sem slysahætta eykst. nordicphotoS/getty Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is erla björnsdóttir sálfræðingur segir að oft sé hægt að laga svefnleysi á nokkrum vikum. Það geti hins vegar tekið töluvert á enda þarf fólk að breyta venjum sínum. mynd/ernir Afleiðingar svefnleysis: Orkuleysi Orkuleysi er ein algengasta afleiðing svefnleysis og lýsir sér í al- mennu sleni og orkuleysi. Flestir upplifa að verða orkulausir stöku sinnum en hjá svefnlausum er þetta gjarnan viðvarandi allan dag- inn og kemur niður á daglegu lífi. Andleg ofreynsla Andleg ofreynsla er algeng afleiðing svefnleysis og getur leitt til þunglyndis, kvíða og kulnunar í starfi. Andleg ofreynsla hefur þannig áhrif á bæði tilfinningar og atferli. Viðbragðsflýtir Langvarandi svefnleysi hefur neikvæð áhrif á dómgreind, við- bragðsflýti og ákvörðunartöku. Einungis tveggja tíma svefnmiss- ir í eitt skipti getur haft slæm áhrif á viðbragðsflýti, frammistöðu, minni og árvekni. Versnandi frammistaða Þeir sem glíma við langvarandi svefnleysi sýna minni framleiðni í starfi m.a. vegna orkuleysis og neikvæðra áhrifa á minni og ár- vekni. Þessir einstaklingar taka einnig fleiri veikindadaga frá vinnu. Einbeiting Neikvæð áhrif á minni og árvekni skila sér fljótt í skertri ein- beitingu. Rannsóknir sýna að um fjórðungur vinnandi fólks sefur mjög illa og telur sig í kjölfarið eiga erfitt með að einbeita sér í starfi sínu. Tilfinningar Svefnleysi hefur mikil áhrif á tilfinningar og veldur því að fólk upplifir meiri depurð og kvíða. Einnig er tilfinningastjórnun gjarn- an erfið hjá svefnlausum og pirringur og reiði geta brotist fram í auknum mæli. Samfara þessu minnkar metnaður og atorka. fyrirtækjaÞjónUSta kynningarblað 22. ágúst 20162 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 4 F -6 9 1 C 1 A 4 F -6 7 E 0 1 A 4 F -6 6 A 4 1 A 4 F -6 5 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.