Fréttablaðið - 22.08.2016, Síða 60

Fréttablaðið - 22.08.2016, Síða 60
-20% ÖLL VIÐARVÖRN Tilboð á viðarvörn gilda til 22.ágúst Michael Phelps Sundkappinn og konungur Ólympíuleikanna náði að bæta við sig fimm gullmedalíum og einni silfur á þessum fimmtu Ólympíuleikum sínum. Nú er hann kominn með 23 Ólympíugull alls og náði að slá 2.168 ára gamalt met Leonidas frá Rhodes. Enginn hefur unnið jafn mörg Ólympíugull og hann en hann hefur sagt í fjölmörgum viðtölum að hann ætli nú að setjast í helgan stein. Það verður mikill missir fyrir sundíþróttina en kannski verður það til þess að aðrir geta látið ljós sitt skína. Athyglisverðustu Ólympíuleikanna Nú þegar Ólympíuleikarnir eru afstaðnir ákvað Fréttablaðið að skoða það íþróttafólk sem vann hug og hjörtu áhorfenda. Ekki er aðeins fyrir afrek heldur einnig einstaka persónutöfra og skemmtilegar uppákomur. Á meðan Renaud Lavillenie tók á móti silfurverðlaunum fyrir stangar- stökk brast hann í grát er brasilískir áhorfendur púuðu á hann. Michael Phelps sló 2.168 ára gamalt met á leikunum í ár. Geri aðrir betur. Simone Biles vakti mikla athygli á sínum fyrstu Ólympíuleikum. H Simone Biles Bandaríska fimleikakonan hefur heldur betur látið til sín taka á Ólympíuleikunum. Þetta eru fyrstu leik­ arnir hennar en hún náði að vinna fjögur gull. Sumir hafa haldið því fram að Sim­ one sé besta fimleikakona allra tíma en tíminn verður að leiða það í ljós, enda er hún aðeins 19 ára gömul. Ásamt öllum afrekum hennar á leikunum vakti einnig mikla athygli þegar hún hitti leikarann Zac Efron. Biles er greinilega hrifin af leikar­ anum en hún missti sig þegar hann mætti á svæðið og gaf henni koss á kinnina. Renaud Lavillenie Franski stangarstökkvarinn Renaud vann hug og hjörtu allra þegar hann táraðist á meðan brasilískir áhorfendur púuðu á hann þegar hann tók á móti silfri á Ólympíuleikunum. Hann tapaði fyrir brasil­ íska stangarstökkvaranum Thiago Braz da Silva. Af einhverjum ástæðum tóku brasilísku áhorfendurnir upp á þessu leiðinda­ uppátæki sem fór greinilega fyrir brjóstið á Lavillenie. Atvikið hefur verið harðlega gagnrýnt og er sagt að brasilísku áhorfendurnir séu með þeim dónalegri á leikunum en þeir hafa einnig púað á fleiri við­ burðum á leikunum. Fu Yuanhui Kínverska sundkonunni hefur verið hrósað fyrir að opna umræðuna um blæðingar sundkvenna. Fu vann sér inn ein bronsverðlaun á mótinu. Eftir eina sundkeppnina mætti hún í viðtal og sagði frá því að hún væri nýbyrjuð á túr og verði þá afar þreytt. Það gæti haft áhrif á gengi hennar á mótinu. Ummælin komu öllum í opna skjöldu en þeim var fagnað enda ríkir mikil þöggun varðandi þessi mál hjá sundkonum um allan heim og þá sérstaklega í Kína. Usain Bolt Hlauparinn frá Jamaíku nældi sér í tvö gull á Ólympíuleikunum að þessu sinni en hann hef­ ur verið óstöðvandi frá því að hann tók fyrst þátt í Aþenu árið 2004. Bolt hefur alls unnið sér inn átta Ólympíugull. Usain Bolt er mikill karakter og nær alltaf að slá í gegn hjá áhorfendum. Hann er mikill aðdáandi Man­ chester United og hefur oft sagt að hann væri til í að vera tekinn inn í liðið.Kínverska sundkonan Fu Yuanhui opnaði ómeðvitað umræðuna um blæðingar sundkvenna. Usain Bolt er konungur hlaupsins en hann hlaut tvö Ólympíugull í ár. H HH 2 2 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R28 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð Lífið 2 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 F -6 E 0 C 1 A 4 F -6 C D 0 1 A 4 F -6 B 9 4 1 A 4 F -6 A 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.