Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 22
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone íhugar að flytja höfuðstöðvar sínar frá Bretlandi og fjárfestingarbank- inn Goldman Sachs íhugar að flytja hluta, eða alla 6.500 starfsmenn sína í London til annars lands innan Evrópusambandsins í kjölfar niður- stöðu Brexit-kosninganna. Áður en gengið var að kjörborði til að kjósa um áframhaldandi við- veru Breta í Evrópusambandinu bentu sérfræðingar á að líklegt væri að alþjóðleg stórfyrirtæki myndu flytja hluta af eða alla starfsemi sína frá London ef útganga yrði kosin, og svo virðist sem sú spá sé að rætast. Óvíst er hvort fyrirtækin muni hafa aðgang að ESB-markaðnum sem í eru 27 önnur lönd, ef af útgöngu Breta verður. Vel kemur til greina að fyrirtækin flytji störfin áður en samningar milli Evrópusambandsins og Bretlands er varða útgöngu liggja fyrir. Í minnis- blaði frá bandaríska lánshæfismats- fyrirtækinu Fitch segir að búist megi við því að bankar byrji strax að beita hluta af viðbragðsáætlunum sínum, í stað þess að bíða eftir niðurstöðu viðskiptasamninga. Fjöldi banka og fjármálastofn- anna hefur lýst því yfir að þau gætu flust frá London. Forsvarsmenn fjár- festingarbankans JPMorgan segja að þeir gætu þurft að færa fjórðung 16 þúsund starfsmanna sinna í Bret- landi til annarra landa innan Evr- ópusambandsins. Heimildir herma einnig að Morgan Stanley og HSBC muni flytja allt að þúsund störf frá Bretlandi, þó að forsvarsmenn Morgan Stanley hafi hafnað þeim orðrómi. Á þriðjudaginn lýstu forsvars- menn Vodafone, annars stærsta fjar- skiptafyrirtækis heims, því svo yfir að þeir myndu mögulega flytja höf- uðstöðvar sínar frá Bretlandi í ljósi þess að meirihluti 462 milljóna við- skiptavina þeirra og 108 þúsunda starfsmanna væru utan Bretlands. Engin lokaákvörðun hefur þó verið tekin. Vodafone er með 13 þúsund starfsmenn í Newbury og London, samkvæmt The Financial Times. Það gæti orðið verulegur skellur fyrir viðskiptalífið í London, en Vodafone er eitt af mest áberandi fyrirtækjum sem tilheyra FTSE-100 vísitölunni. Aðrar evrópskar borgir gætu grætt verulega á fyrirtækjunum sem yfirgefa London eða færa hluta starfsemi sinnar. CNN Money tók saman þær borgir sem gætu mögu- lega tekið við þessum störfum, þær eru meðal annars Frankfurt, Lúxem- borg, París, og Dyflinni. Eftir stormasamar sveiflur í kjöl- far Brexit-kosninganna hefur breski hlutabréfamarkaðurinn tekið við sér og hafa hlutabréf hækkað síðustu tvo daga. Gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal hefur einnig styrkst síðustu tvo daga, eftir sögu- lega lægð. saeunn@frettabladid.is Stórfyrirtæki íhuga flutninga frá London Alþjóðleg fyrirtæki og bankar íhuga að flytja hluta starfsmanna sinna eða höfuðstöðvar frá London í kjölfar niðurstöðu Brexit-kosning- anna. Fitch telur að bankar gætu beitt hluta af viðbragðsáætlunum sínum strax, í stað þess að bíða eftir niðurstöðu viðskiptasamninga. Fjölmenn mótmæli gegn Brexit voru fyrir framan breska þingið á þriðjudaginn. FréttaBlaðið/EPa Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur innkallað 3,37 milljónir bíla úti um allan heim vegna loftpúða- og útblástursgalla. Forsvarsmenn Toyota tilkynntu í gær að 2,87 milljónir bíla yrðu innkallaðar vegna mögulegs galla í stjórnkerfi útblásturs. Á þriðju- daginn hefði fyrirtækið hins vegar tilkynnt um innköllun 1,43 milljóna bíla vegna loftpúðagalla. Nokkur Prius-módel Toyota eiga við báða gallana að stríða og því verða samtals 3,37 milljónir bíla inn- kallaðar. Í tilkynningu kemur fram að engin slys hafi orðið vegna gallanna. Útblástursgallar eru í bílategund- um sem framleiddar voru á árunum 2006 til 2015, meðal annars Prius, Auris og Corolla. Loftpúðagallann er að finna í Prius og Lexus CT200h sem framleiddar voru frá 2010 til 2012. – sg Toyota innkallar 3,4 milljónir bíla loftpúða og útblástursgalla var að finna í toyota Prius. FréttaBlaðið/Valgarður Robocup, sem er nokkurs konar vélmennamót, hefst í Leipzig í Þýskalandi í dag og stendur til 4. júlí. Á mótinu taka þátt 3.500 manns frá 45 löndum í sautján greinum. Hér má sjá vélmenni sem getur spilað fótbolta. FréttaBlaðið/EPa Robocup hefst í dag Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningar- deildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningar- deildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einka- neysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálf- sögðu er það áhyggjuefni út frá hag- stjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launa- hækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækk- un. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krón- an komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“ – sg Einkaneysluvöxtur á flugi Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka 108 þúsund starfsmenn vinna hjá Vodafone. 7,1% vöxtur var í einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi 2016. Fyrirtæki gætu flust til Frankfurt, Lúxemborgar, Parísar eða Dyflinnar. ViðskiPti 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R22 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -4 0 C C 1 9 D E -3 F 9 0 1 9 D E -3 E 5 4 1 9 D E -3 D 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.