Fréttablaðið - 30.06.2016, Page 42
„Ég byrjaði á að gera mér bol eftir
fyrsta leikinn sem Ísland lék. Þá
vildi ein úr saumaklúbbnum fá
líka og svo komu hinar á eftir. Ég
setti síðan mynd af mér í bolnum
á Facebook og þá vatt þetta hratt
upp á sig. Nú er ég með fjölmarg-
ar pantanir sem ég þarf að klára
fyrir næsta leik,“ segir Guðbjörg
Bergsveinsdóttir, klæðskeri á Sel-
fossi, en hún situr við saumavélina
frá morgni til kvölds við að sauma
dömuboli í fánalitunum.
„Ég er bara á fullu að sauma,
það vilja auðvitað allir fá bolinn
fyrir sunnudaginn, þegar Ísland
spilar á móti Frakklandi. Það eru
líka nokkrar sem ætla út til Parísar
á leikinn og hafa pantað boli hjá
mér,“ segir Guðbjörg, enda sé ólíkt
sparilegra yfirbragð á bolunum
hennar en treyjunni sjálfri.
„Bolinn má svo vel nota við
önnur hátíðleg tilefni. Við vorum
til dæmis þrjár úr vinkvennahópn-
um í bolnum í vinnunni, daginn
eftir að Ísland komst í átta liða úr-
slitin,“ segir Guðbjörg og bætir við
að þrátt fyrir fánalita klæðnaðinn
sé fótboltaáhugi hennar frekar ný-
tilkominn.
„Ég hef aldrei fylgst neitt með
fótbolta. Íþróttir eru ekki mitt
áhugamál og ég hafði aldrei horft
á heilan fótboltaleik. En það er ekki
annað hægt en að hrífast með góðu
gengi liðsins, eins og öll þjóðin og
nú er maður kominn á kaf í þetta.
Nú er bara öskrað og fagnað fyrir
framan sjóvarpið,“ segir Guðbjörg
hress.
Guðbjörg kennir í grunnskólan-
um í Þorlákshöfn milli þess sem
hún saumar á eigin stofu, Skradd-
arastofunni á Selfossi. Hún opn-
aði stofuna árið 2003 og lauk klæð-
skeranáminu í Iðnskólanum árið
eftir. „Ég lauk svo meistaranámi
2014 og bætti svo við mig kennslu-
réttindum. Ég er mest í sérsaumi
og fatabreytingum og hef ekki
verið að sauma eigin hönnun áður.
Kannski verður þetta upphafið að
einhverju svoleiðis. Ég býst svo
sem ekki við að útfæra bolina neitt
frekar. Ég vona bara að efnið end-
ist eitthvað áfram.“
Horfði aldrei
á fótbolta
Guðbjörg Bergsveinsdóttir hafði engan áhuga á fótbolta áður en
sigurganga íslenska landsliðsins á EM hófst. Nú öskrar hún af fögnuði
fyrir framan sjónvarpið og dreif í að sauma sér viðeigandi klæðnað
þegar ljóst var í hvað stefndi,bol í íslensku fánalitunum.
Saumaklúbburinn tilbúinn fyrir leikinn en Guðbjörg saumaði boli á allan saumaklúbbinn eftir að þær sáu hana í bolnum eftir
fyrsta leikinn. Saumaklúbburinn heitir Bolarnir og hefur hist í 17 ár. Svanlaug Kjartansdóttir, Dagný Björk Ólafsdóttir, Guð-
björg Bergsveinsdóttir og Þórhildur Ingvadóttir. MynD/InGa HeIða HeIMISDÓttIr
Karlar verða í buxum og kjól næsta
sumar.
Kjólar yfir buxur eru bæði þægilegir
og klæðilegir.
Það er eins og allir helstu tísku-
hönnuðirnir hafi komið saman í
lokuðum Facebook-hóp og sam-
þykkt einróma að kjólar og síðbux-
ur hafi verið aðskilin allt of lengi.
Síðast sveiflaðist tískan í þessa átt
í kringum aldamótin þegar eng-
inn var fólk með öðru fólki nema í
blómakjól utan yfir stuttum galla-
buxum. Það sem er jafnvel enn þá
heitara næsta sumar er að þessi
tíska er ókynbundin sem þýðir að
öllum er jafn frjálst að vera í kjól
utan yfir buxum.
Buxur og kjóll saman á ný
Nú er bara öskrað
og fagnað fyrir
framan sjóvarpið.
Guðbjörg Bergsveinsdóttir
Í kringum aldamótin
var enginn fólk með öðru
fólki nema í blómakjól
utan yfir stuttum galla-
buxum.
Allt sem þú þar ...
Skv. prentmiðlakönnun Gallup, janúar–mars 2016
íbúa á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 12–80 ára lesa
Fréttablaðið daglega.*
59,5%
Sá öldi myndi fara langt með að fylla
sæti Laugardalsvallar tíu sinnum.
59,5% lesa
Fréttablaðið
28,6% lesa
Morgunblaðið
3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R10 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
E
-6
8
4
C
1
9
D
E
-6
7
1
0
1
9
D
E
-6
5
D
4
1
9
D
E
-6
4
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K