Fréttablaðið - 30.06.2016, Page 46

Fréttablaðið - 30.06.2016, Page 46
Hér má sjá ráðhústurn Garðabæjar sem var fyrirmyndin að afmælismerkinu. Hér má sjá afmælismerki Garða- bæjar sem bar sigur úr býtum í samkeppni vegna fjörutíu ára afmælisins. Vinningstillagan er eftir Sighvat Halldórsson. Garðabær fagnar fjörutíu ára kaupstaðarafmæli sínu í ár en bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1976. Fram að því var byggðin kölluð Garðahreppur eftir að Álfta- neshreppi var skipt í Bessastaða- hrepp og Garðahrepp árið 1878. Afmælinu verður fagnað á marg- víslegan hátt í ár. Meðal ann- ars var haldin samkeppni um sér- stakt afmælismerki Garðabæjar þar sem Ráðhústurninn er nýtt- ur sem tákn fyrir bæinn. Sigur úr býtum bar Sighvatur Halldórs- son, grafískur hönnuður. Þá verð- ur haldin afmælishátíð í miðbæ Garðabæjar á Garðatorgi laugar- daginn 3. september með dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Einnig hefur afmælið verið fléttað inn í fasta liði í menningarlífi bæjarins, eins og djasshátíð og listadaga barna og boðið upp á fjölbreyttar sögu- og fræðslugöngur um bæjarland- ið. Einnig verða gefin út afmælis- blöð sem verður dreift um bæinn. Vonast er til að viðburðir á af- mælis árinu verði til þess að styrkja samkennd Garðbæinga og efla bæjarbraginn og um leið verða tilefni fyrir kynslóðir til að koma saman og eiga góða stundir. Nýtt afmælismerki Garðabæjar Siggubær er krúttlegur bær í miðbæ Hafnarfjarðar.Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ varðveitir íslenska hönnun. Sívertsen-hús þar sem sýnt er hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó. Í Pakkhúsinu í Hafnarfirði eru nokkrar áhugaverðar sýningar í gangi. Myndir/Hanna Pakkhúsið Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. sívertsen-hús Í Sívertsen-húsi er sýnt hvern- ig yfirstéttarfjölskylda í Hafnar- firði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merki- lega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans. bungalowið Bungalowið var opnað eftir endur bætur árið 2008 og er þar að finna sýningu um tímabil er- lendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar auk þess sem þar má sjá stássstofu Bookless- bræðra. beggubúð Í Beggubúð er verslunarminja- safn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins en var flutt á lóð safns- ins, gert upp og opnað sem sýn- ingahús árið 2008 ljósmyndasýning Á strandstígnum meðfram höfn- inni í Hafnarfirði eru settar upp ljósmyndasýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. Hafnarborg Hafnarborg er menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Sýn- ingardagskrá safnsins er fjöl- breytt og gerir skil ólíkum miðl- um samtímamyndlistar auk þess sem reglulega eru sýnd verk ís- lenskra listamanna frá fyrri hluta 20. aldar.Tónleikar eru fastur liður í starfseminni. siggubær Siggubær er varðveittur sem sýnis horn af heimili verkamanns og sjómanns í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Fjölbreytt og skemmtileg flóra safna Í Hafnarfirði og Garðabæ er að finna fjölmörg söfn og sýningar sem gaman er að skoða. Hér má sjá upptalningu á nokkrum þeirra. Hönnunarsafn Íslands Hönnunarsafn Íslands er að Garðatorgi 1 í Garðabæ. Því er ætlað að sýna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu er lýtur að hönnun, einkum frá aldamótum 1900 og til dagsins í dag. Safnið skráir og varðveit- ir muni svo sem húsgögn, nytja- hluti, fatnað, listhönnun, prent- muni og fleira. krókur á Garðaholti Krókur á Garðaholti er lítill báru- járnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er í dag með þrem- ur burstum en árið 1923 var mið- burst bæjarins byggð og bæjar- húsin þá aðeins baðstofa og eld- hús auk lítils skúrs við útidyrnar. Krókur er í nágrenni samkomu- hússins á Garðaholti. Krókur er opinn almenningi á sunnudögum á sumrin (júní-ágúst) frá kl. 13-17. Ókeypis aðgangur. minjagarður að Hofsstöðum Merkar fornminjar er að finna í miðbæ Garðabæjar. Fornleifa- rannsóknir við Hofsstaði hófust árið 1994 og fundust þar minjar af næststærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi. Ákveð- ið var að varðveita minjarnar og fyrsti áfanginn var uppsetning á minjagarði sem er að finna á lóð Tónlistarskólans að Kirkjulundi. Garðurinn er opinn allan sólar- hringinn. Sérfræðingar í rafgeymum Garðabær oG HaFnarFjörður Kynningarblað 30. júní 20164 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -7 7 1 C 1 9 D E -7 5 E 0 1 9 D E -7 4 A 4 1 9 D E -7 3 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.